Norðurslóð - 24.04.1985, Síða 2

Norðurslóð - 24.04.1985, Síða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta:Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiója Björns Jónssonar Öflugt kaupfélag Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga hér á Dalvík hefur verið til umfjöllunar undanfarið venju fremur eins og fram kemur m.a. í þessu blaði. Ástæðan er sú, að deildarfundir félagsins bæði í Dalvíkurdeild og Svarfdæladeild eru nýlega um garð gengnir og voru þá fluttar skýrslur um gang mála hjá útibúi KEA á Dalvík á liðnu ári. Ennfremur var opnun Svarfdæla- búðar, hinnar nýju verslunarbúðar félagsins þann 26. mars, tilefni til meiri athygli manna á starfsemi Kaupfélagsins hér heldur en endranær. Það kom fram af skýrslum útibússtjórans og kaupfélags- stjórans að rekstur félagsins á Dalvík árið I984 hefur gengið vel og a.m.k. ekki Iakar en rekstur þess á Akureyri, þegar á heildina er litið. Uppgjörstölur voru að vísu ekki birtar á þessum fundum, þar sem aðalfundur KEA hefur enn ekki verið haldinn, en þó er unnt að segja að verslunin hér var rekin hallalaus í heild, þrátt fyrir mjög erfiða aðstöðu í gömlu búðunum, en með tilkomu nýju búðarinnar ætti aðstaðan öll að batna, þrátt fyrir mikinn nýjan stofnkostnað. Rekstur frystihússins gekk líka vel, þrátt fyrir minnkandi aflamagn, sem til þess barst á árinu, og mun fiskverkun félags- ins á Dalvík, með Hjalteyri sem nokkurs konar fósturbarn, hafa sýnt góða afkomu á árinu. Það verður varla ofsögum sagt, hve mikilvægt er fyrir þetta byggðarlag að útibú KEA á Dalvík sé rekið af dugnaði og myndarskap. Verslun þess er eina verslunin í bænum, sem nokkuð munar um, Frystihúsið er hið eina á staðnum og umsetur bróðurpartinn af öllum sjávarafla, sem á land berst þar. Með fullri virðingu fyrir mörgum smærri fiskverkunar- aðilum má óhætt fullyrða að stöðugur og áfallalaus rekstur frystihússins er sú máttarstoð atvinnulífsins hér, sem síst má bregðast. Það hefur verið sagt oft og af mörgum, að verslun á litlum stað í nágrenni annars miklu stærri staðar sé vonlítið fyrir- tæki. Eitthvað er örugglega til í því, en þó má það ekki ásannast í þessu tilfelli. Akureyri er reyndar á næstu grösum með fjölbreytta og hagkvæma verslun ótal búða. En Dalvík og Svarfdælabyggð er heldur ekki fámennur útkjálki heldur fjölmennt byggðarlag, annað meginþéttbýli Eyjafjarðar og, nú í alfaraleið. Það eru tveir aðilar, sem ráða því, hvort verslun í hinni nýju Svarfdælabúð efiist og dafnar: forráðamenn kaupfélgsins með ákvörðunum sínum um verðlag og vöruúrval og almenn- ingur í héraðinu með ákvörðunum um hvar það vill eyða peningunum sínum. H.E.Þ. Norðurslóð í bandi V ættarstöð var Hallgrímsson IV- í Dalvíkurumdæmi Svo er að sjá að æði margir kaupendur Norðurslóðar haldi blaðinu til haga ef marka má af því, hve oft er hringt til af- greiðslunnar og beðið um eitt og eitt blað, sem vanti í safnið. Nú eru einhverjir búnir að láta binda blaðið til að gera það 2 -NORÐURSLÓÐ aðgengilegra. Við birtum hér mynd af slíkri bók, sem Sigurpáll bókbindari frá Melum hefur bundið. Það er allt blaðið frá upphafi til og með 7. árgangi og endar því á jólablaðinu 1983. Þetta segir Sigurpáll að sé hæfileg þykkt frá bókbands- tæknilegu sjónarmiði séð. Stórhólssteinn á Karlsá í fjallinu út og upp af Karlsár- bænum er gildrag, er Stofugil kallast, norðanvert við mynni Karlsárdals, en Setar (Karlsár- setarj heita sitt hvoru megin þess. í þeim er nokkurt birki- kjarr. Melhóll á syðra barmi Stofugilsins heitir Stórhóll og á honum er Stórhólssteinninn, sem Jóhannes Oli, segir í Örnefnaskrám sínum, að hafi verið talinn mikill huldufólks- bústaður. „Heimildamaður sá þar eitt sinn konu með- tvö börn, og hvarf allt saman skyndilega sjónum hans. Þetta var á berja- tíma, svo hann hélt fyrst að þetta væri berjatínslufólk, en ekkert fólk reyndist hafa verið þar nærri á sama tíma.“ Heimildamaður Jóhannesar að þessu sinni, var Steingrímur Þorsteinsson kennari á Dalvík, sem þá var á Karlsá, og segist hann hafa séð þetta fólk heiman frá bænum og fylgst með því þangað til það hvarf við gilið og kom ekki aftur í ljós. Telur hann ólíklegt að þar hafi menn verið á ferð. Steingrímur Þorsteinsson og Sigurjón Sigtryggsson segjast báðir muna eftir frásögn, sem Guðmann Þorgrímsson frá Tungufelli (nýlega látinn) hafi lesið í útvarp eða birt á prenti, líklega um 1950, og mun hafa gerst á þessum slóðum, eða í Karlsárskóginum (sjá næstu grein). Minnir þá að Guðmann hefði séð þar margt fólk og húsdýr, sem hefði skyndilega horfið sjónum hans. Frásögn þessa hef ég ekki fundið, en hún mun eflaust koma í leitirnar innan skamms. Má vera að það sé sami atburðurinn, sem Jóhannes segir frá. Grásteinn á Karlsá Karlsárskógur kallast ysti hluti Karlsárlands, frá svonefndu Leiti og út að merkjum við Sauðanes, þó nú sé þar aðeins lítilsháttar birkikjarr upp í hlíðinni. Nálægt miðjum skóg- inum og mitt á milli bæjanna Karlsár og Sauðaness, er dálítill staksteinaþyrping, rétt fyrir neðan Ólafsfjarðarveginn, í lyngmóaholti. Er einn þeirra stærstur og kallast hann Grá- steinn, dálítið aflangur og rís að austan upp í um mannhæðar- hátt nef. (mynd) „Mjög sterk trú var á það, að í steini þessum byggi huldufólk, og var talinn álagablettur allt umhverfis steininn. Gamaltfólk þarna á ströndinni, tók menn vara fyrir því, að fara þar með nokkrum hávaða eða látum, og hrófla mátti þar ekki við neinu. Slys og skaðar myndu hljótast, ef út af þessu væri brugðið. Svo sterkur var þessi átrúnaður, að ef búpeningur gerðist nær- gönguli við steininn, var um- svifalaust sent þangað til að reka allar skepnur þaðan brottu." (Jóhannes Óli Sæm.: Bann- helgir staðir, Súlur 5 (1): 1975.) Sigurjón Stigtryggsson segir í bréfi til mín (1. des. 1984): „Grásteinn fannst mér vera mjög stór, þegar ég var strákur í Sauðaneskoti, en nú sýnisthann vera lítill. Á holtinu umhverfis voru allmargir smærris teinar á víð og dreif. Sagt var mér að Grásteinn væri álfakirkja, en hinir steinarnir hýbýli álfa. Þeir hafa þá búið þröngt, en þjóð- trúnni munar ekkert um slíkt smáræði, að breyta litlum stein í stóran bæ.“ Sem fyrr getur, liggur þjóð- vegurinn mjög nálægt Grá- steini, og þykir mér líklegt að eitthvað af minni steinunum, sem Sigurjón talar um, hafi farið undir hann. Þetta geta heimamenn eflaust upplýst betur. Samkvæmt örnefnaskrá Jóh. Óla Sæm. þekkist örnefnið Ljóshjallar, neðantil í fjallinu, utanvið Merkigilið, þ.e. í landi Sauðaness, og þykir mér líklegt að þaðvitni um, að þar hafi sést hulduljós. (Sbr.Ljósgil við Brekku í Svarfaðardal, o.fl.) Bikhóll (eða Bygghóll) á Karlsá Svo nefnist aflangur melhryggur um 20 m. hár, niðri á bökkunum utan og neðan við Karlsárbæ. Hefur brotnað allmikið utan af þeirri hlið hans sem að sjónum snér, og sést þar, að í honum er jökulaur og ruðningur, sem og í öðrum hólum þarna í grennd- inni. Frá honum liggurlangur hryggur lyngi vaxinn, upp til fjallsins og kallast hann Leiti. (Nafn hólsins er annaðhvort dregið af bak (hryggur) sbr. orðið miðbik-mitt bak, eða af því að bygg hafi verið ræktað sunnan í honum, en þar eru nú garðlög nokkur, og voru þar síðast ræktaðar kartöflur.) Við þennan hól hafa menn löngum tengt frásögn Svarfdælu um greftrun Karls rauða Þorsteinssonar á Upsum, en þar er sagt, að hann hafi verið „færður upp til Karlsár“ og lagður þar í skip með fé miklu, en af því skal áin og bærinn hafa fengið nafn. Um þetta hefur margt verið ritað, sjá t.d. Kristján Eldjárn í Arh. Forn- leifafélagsins 1941-1942, bls. 32- 33, og Þorstein Þorsteinsson (frá Upsum) í sama riti, 1975, bls. 129-130. Þorsteinn nefnir einnig Rauð- hól, er sé skömmu sunnar og ofar en Bikhóll, og geti Karl eins hafa verið greftraður þar, enda hefur hann heyrt að bóndi einn á Karlsá hafi fundið þar manna- bein, og ætlað síðan að grafa í hólinn, en þá dreymdi hann, „að honum þótti maður koma til sín, stórvaxinn fornmannlegur, og segja við sig: „Hver sá, sem er svo djarfur, að hræra við mínum beinum, þá skal það verða honum til ógæfu og eigna- missirs.“ I nýlega útkomnum „Frá- sögnum um fornaldarleifarII. bindi, bls. 534, er klausa um Bygghól, eftir Baldvin Þorsteins- son Upsaprest (1813 - 1859). Segist hann hafa heyrt, að í hólnum sé heygður maður nokkur, að nafni Rauður „þá- verandi bóndi frá Karlsá“, og hafi hann kosið sér þennan legstað „með nokkuð litlu fé“ til að geta fylgst með siglingum út og inn fjörðinn. Huldufólkssteinn Huldusteinn á Sauðanesi Á Sauðanesi er frægur Huldu- steinn og álagablettur um- hverfis hann. I Örnefnaskrá Jóh. Óla Sæm. er steinninn talinn vera syðst á ásnum ofan Grófarinnar, en svo kallast lægðin, sem liggur norður; suður, ofan við Sauðanestún. I öðrum heimildum kemur fram, að steinninn muni vera sunnan við túnið á Sauðanesi, og suður og niður frá bænum. Er það staðfest nýlega íbréfi frá Sigurjóni Sigtryggssyni á Siglu- firði, sem er upp alinn í Sauðaneskoti. í athugasemdum við Ömefna- skrá JÖS segir Sigurjón: „Neðan við þetta mýradrag (þ.e. suðurenda Grófarinnar),sunnan túns og aðeins niðurhallt frá bænum var Alagablettur. Allstór ferhyrndur blettur, og Huldu- steinninn í honum miðjum. Þessi blettur var mjög grösugur, en aldrei sleginn.“ Síðan segir Sigurjón: „Fyrir fáum áratugum missti Sauðanesbóndi kvígu að hausti, með vofeiglegum hætti. Hann hafði látið plægja og brjóta til ræktunar, þetta sama vor, dá- lítinn blestt fr átúni og suður að Álagabletti. Hafði plægingar- maðurinn gerst heldur nær- göngull við Álagablettinn, og mun hafa farið sem nam tveimur strengjum inn fyrir mörkin á parti. En um 1930 var þetta af ýmsum talið orsök þess að kvígan drapst.“ Jóhannes Oli hefur einnig skráð þessa sögn og er hún í óprentuðum handritum hans. Segir þar að kvígan hafi verið komin að burði og hafi hún veikst sama daginn og plægt var. Líktist veikindoða.semkýr fá stundum eftir burð. Var ýmissa ráða leitað að lækna hana, en það tókst ekki, og á þriðja degi var henni lógað. Þá segir Jóhannes frá öðrum atburði í sambandi við álaga- blettinn, en báðar frásagnirnar hefur hann eftir Jóni Jóhannes- syni og Baldvinu Jóhannsdóttur er bjuggu í Sauðanesi 1920- Frh. á bls. 4. Grásteinn við Karlsá. - Ljósm. H.H.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.