Norðurslóð - 24.04.1985, Qupperneq 5
Gestir í Húsabakkaskóla
Dýrmæt reynsla að kenna við heimavistarskóla...
Síðustu þrjár vikurnar fyrir páska voru tvær ungar stúlkur í Húsa-
bakkaskóla við æfingakennslu. Þær stunda nám við Kennara-
háskóla Islands og eru á öðru námsári af þrem.
Blaðamanni Norðurslóðar þótti forvitnilegt að taka þær tali og fá
meira að heyra um þeirra hagi. Þær heita Jórunn Anna Guðjóns-
dóttir úr Reykjavík og Auður Adamsdóttir frá Akranesi.
Er þetta fyrsta œfingarkennsla
ykkar utan skólans?
Jórunn. Nei, við vorum með
æfingarkennslu í fyrra og s.l.
haust í bænum. Það er allt öðru-
vísi þar fengum við aðallega að
fylgjast með kennslunni, vera í
tímum hjá öðrum kennurum.
Þetta er fyrsta dvölin úti á landi,
og nú fáum við að spreyta okkur
við að kenna sjálfar, og það er
mjög spennandi.
Hvernig finnst svo kennara-
efnum að koma út í fámennan
heimavistarskóla í sveit?
Auður. Alveg yndislegt, dvöl-
in hér hefur verið mjög ánægju-
leg,. það hefur verið gaman að
kynnast Svarfdælingum, þótt
við höfum ekki kynnst mörgum
sem kontnir eru yfir fermingu.
Það er góður andi hér og
börnunum líður augsýnilega
vel.
Kom ykkur eitthvaö á óvart?
Jórunn: Við tókum strax eftir
því hvað börnin tala fallegt mál,
og svo kom okkur á óvart
vinnusemi þeirra, og hvað þau
eru jákvæð, og svo finnst mér
þeim koma svo vel saman.
Auður: Krakkarnir eru kurt-
eis, og hlusta vel í tímum, og það
er ekki lítils virði fyrir kennar-
ann. Samvinna kennaranna
virðist líka mjög góð, og mér
finnst börnin fá góða þjónustu
og umönnun.
Hvaö haldið þið um svona
fámennar bekkjardeildir eins og
hér?
Jórunn: Börnin fá meiri
kennslu, og það er hægt að gera
meira fyrir hvern nemenda í
svona litlum bekkjardeildum,
en viðbrigðin verða auðvitað
mikil þegar þau koma svo í 20-
30 nemenda bekki eftir skyldu-
námið.
Auður: Agavandamál finnst
okkur nú ekki mikil hér miðað
Auður t.v. - Jórunn t.h.
við það sem við þekkjum í
bæjunum. Hérþarfekkiaðeyða
löngum tíma í að fá þögn í
bekknum áður en- hægt er að
hefja kennslu, eins og er svo
algengt í þessum fjölmennu
bekkjum.
Gœtuð þið hugsað ykkur að
kenna við svona heimavistar-
sveitaskóla að loknu námi
ykkar?
Jórunn: Já alveg tvímæla-
laust, það væri alveg óskahlut-
verk að fá að byrja í svona skóla
meðan maður er að koma sér
upp .eigin kennsluaðferðum, og
þurfa ekki að stríða við öll þau
vandamál sem fylgja stóru skól-
unum bæði í sambandi við aga
og fleira.
Auður: Ég er sammála, það er
áreiðanlega dýrmæt reynsla að
kenna við heimavistarskóla, þar
kynnist maður nemandanum
allt öðruvísi og betur en í bæjar-
skóla. Ég dáist að kjarki litlu
krakkanna að vera að heiman
frá sér 3 nætur í viku aðeins 7-8
og 9 ára gömul. Þetta er
auðvitað léttara í svona litlum
skóla sem er næstum því eins og
stórt heimili, þar sem kennarar
og starfsfólk fylgjast vel með
litlu krílunum.
Þetta má nú ekki bara vera lof
og prís um skólann eitthvað
hljótið þið að geta sett útá.
Jórunn: Umhverfi skólans
hvetur ekki til góðrar umgengni,
og finnst okkur að vel mætti
gera það heimilislegra, t.d. með
meira gróðri, trjám, og betur
skipulagðri lóð. Viðhald skól-
ans virðist líka vera í lágmarki.
En okkur finnst bókakostur
hans ótrúlega góður miðað við
fjölda nemenda.
Auður: Við viljum nota tæki-
færið og þakka kennurum og
öðru starfsliði skólans fyrir
sérlega góðar móttökur og
stuðning. Við eigum örugglega
oft eftir að minnast ánægjulegra
stunda í hópi lífsglaðra kennara,
nemenda og starfsfólks Húsa-
bakkaskóla í Svarfaðardal.
Norðurslóð þakkar þessum
geðugu stúlkum og verðandi
kennurum komuna í dalinn og
óskar þeim velfarnaðar í námi
og starfi. S.H.
Kven-
félagið
Tilraun
70 ára
Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðar-
dal hélt upp á 70 ára afmæli sitt í
Þinghúsinu á Grund þann. 29.
mars. Þrátt fyrir vont veður og
átrygga færð var þarna saman
kominn milli 70 og 80 manns.
Formaður kvenfélagsins,
Svana Halldórsdóttir, rakti
sögu félagsins. Komþarframað
af stofnendunum, sem voru 36
að tölu, eru enn 4 konur á lífi, en
það eru Anna Jóhannsdóttir,
Syðra-Carðhorni, Rósa Þorgils-
dóttir, Sökku, Sesselja Eldjám,
nú á Hrafnistu í Reykjavik og
Rannveig Rögnvaldsdóttir frá
Skeggsstöðum (síðar Atla-
stöðum) nú búsett á Sauðár-
króki. Þær Anna og Rósa hafa
verið í kvenfélaginu frá upphafi
til þessa dags. Var þeirra getið
sérstaklega og þeim fluttar
þakkir með blómum. Anna
Jóhannsdóttir var sjálf mætt á
samkomunni bráðhress að
vanda og tók á móti blómunum
sínum (mynd).
Tilraunakórinn, þ.e. lOkonur
sem árum saman hafa æft söng
sér til gamans, söng nokkur lög
undir stjórn Elínborgar á Syðra-
Hvarfi og fleira var sér til
gamans gert. Að lokum var
slegið upp balli og dans stiginn
fram eftir nóttunni.
S.
Kaffidagur
Svarfdælingasamtakanna
Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni
hafa fjölskyIdukaffi í Múlabæ, Ármúla 34 í
Reykjavík sunnudaginn 12. maí n.k. kl. 3 e.h.
Við vonum aðsem flestirSvarfdælingarog gestir
þeirra komi.
Ókeypis fyrir 60 ára og eldri.
Verið velkomin
Stjórn Samtaka Svarfdælinga
FERÐALAG
SLYSAVARNARKONUR. FÆREYJARFERÐIN
er ákveðin vikuna 27. júní - 4. júlí ’85. Þátttaka
tilkynnist sem fyrst, eða í síðasta lagi 10. maí’85.
Nánari upplýsingar gefa, Hrefna, síma 61176,
Kolbrún, síma 61308, Þóranna, síma 61252.
Fundur um ferðalagið verður í Jónínubúð föstu-
dagskvöld 10. maí kl. 21.
Ferðanefndin.
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem heimsóttu
mig og sendu mér afmœliskveðjur og gjafir á 90
ára afmœli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Ásgerður Jónsdóttir
Dalbæ, Dalvík.
Mér er spurn?
Hvernig er með þetta æskulýðsheimili? Er ekki æskulýðsfulltrúinn
þarna sjálfur þegar opið er?
Mín börn segja mér að svo sé ekki og að þarna sé ekki verandi
fyrir ólmanda og stjórnleysi. Er þetta rétt?
Þóra Rósa.
Svar bæjarstjóra
Fyrstu viðbrögð mín við
ofanritaðri spurningu Þóru
Rósu, voru þau að mig setti
hljóðan. Ég hef hvorutveggja
gert að ræða við ungmenni þau
sem sækja æskulýðsheimilið og
foreldra þeirra, ásamt því að ég
hefi farið í heimsóknir á staðinn
til að reyna að fylgjast með og
sjá það, sem fram fer þar. Égget
sagt með sanni að ekki er gott að
eiga viðræður inni í salnum
þegar tónlistin lætur sem hæst,
en ólmandagangur og stjórn-
leysi eru afstæð hugtök þegar
unglingar eiga í hlut og skemmta
sér frjálsir og óheftir af umvönd-
unum, mínum líkum, yfir hávaða
og gauragangi. Almennt virðist
mér að þeim sem staðinn sækja
líki vel og umkvartanir hafa
ekki áður borist mér til eyrna, en
fróðlegt væri ef foreldrar vildu
kynna sér starfsemina í „Gimli"
og láta álit sitt í ljós t.d. í
Norðurslóð, og ekki væri á móti
því að kynnast áliti unglinganna,
sem staðinn sækja heim, sem
gæti sem hægast komið fram í
viðtölum í Norðurslóð, með þá
tilheyrandi myndum frá staðn-
um. En ekki má gleyma að svara
spurningunni, sem varð tilefni
þessara skrifa.
S.l. haust var ákveðið
m.a.m.t.t. að nýta starfskrafta
æskulýðsfulltrúa sem best, að
ráða annan mann að hluta til að
sjá um opið hús á móti æsku-
lýðsfulltrúa. - Ég leitaði til
æskulýðsfulltrúa og bað hann í
stuttu máli að svara framkom-
inni spurningu. Svar hans fer
hér á eftir:
„Þegar starfsemi hófst í haust
var ákveðið að annar maður
sinnti gæslu á móti æskulýðs-
fulltrúanum. Til verksins vaídist
ungur og áhugasamur maður,
sem ekki er mikið eldri en elstu
unglingarnir sem félagsmiðstöð-
ina sækja. Hafa hann og æsku-
lýðsfulltrúi séð um gæslu sína
vikuna hvor í vetur.
Ekki er því að neita, að
stundum hefur verið all hávaða-
samt og ærsl og læti nokkur,
enda ekki eðli margra barna og
unglinga að sitja hljóðlát og
prúð þegar þau eru komin til að
skemmta sér. Það er með þetta
eins og marga aðra hluti, að
erfitt er að rata meðalveginn.
Ekki hentar öllum börnum
sömu ærslin og lætin og vera
kanna að einhverntíma hafi
verið farið yfir mörkin."
Ég vona að framanritað svari
því sem um var spurt og jafn-
framt að saga barna spyrjanda
sé ekki sú, sem börn og
ungmenni almennt hafa að segja
eftir veru sína í ,,Gimli“, því þá
er ver að stað farið en heima
setið í rekstri æskulýðsheimilis-
ins. Og að lokum, um leið og ég
þakka spurninguna, óska ég
eftir að líeiri láti í sér heyra og
komi með ábendingar um úr-
bætur ef úrbóta er þörf.
Bæjarstjóri.
Formaðurinn og heiðursgesturinn
Þrjár kynslóðir: F.v. Svana Halldórsdóttir, Birna Friðriksdóttir, Svan-
fríður Gunnlaugsdóttir. - Ljósm. S.H.
Kvennakórinn: F. v. Ingibjörg á Jarðbrú, Stefanía í Brautarhóli, Ástdís í
Syðra-Holti, Helga á Bakka, Erna á Hnjúki, Sigríður á Tjörn. Sit. f.v.
Jóhanna á Urðum. Elínborg á Svðra-Hvarfi. Svana á Melum.
NORÐURSLÓÐ - 5