Norðurslóð - 24.04.1985, Qupperneq 6

Norðurslóð - 24.04.1985, Qupperneq 6
Fiskgengd eins og fyrir 50 árum Útgerðarmenn smábáta stórhuga Tímamót Skírn Þann 14. apríl s.l. var skírður Björn. Foreldrar Jón Emil Gylfason og Bryndís Björnsdóttir Bárugötu 1, Dalvík. Afmæli Þann 19. apríl s.l. varð Asgerdur Jómsdóttir frá Bjargi á Dalvík 90 ára. Hún fæddist í Hrís- gerði í Fnjóskadal - næst yngst fimm barna þeirra hjóna Kristínar Magnúsdóttur og Jóns Gíslasonar bónda þar. 29. september árið 1918 giftist hún Sigfúsi Þorleifssyni járnsmið frá Syðra-Holti og það ár settust þau að á Dalvík. Þar rak Sigfús útgerð um áraraðir og tók þátt í ýmsum framfaramálum hér. Þeim varð fimm barna auðið og í dag eru þrjú þeirra á lífi, Hlín húsmóðir í Reykjavík, Hörður bifvélavirki á Dalvík og Kári viðskiptafræðingur í Reykjavík. Auk þessólu þau upp Ragnheiði Sigvaldadóttur frá unga aldri. Mann sinn missti Ásgerður 1. mars 1984. Á þeim 67 árum, sem Ásgerður Jónsdóttir hefur búið og starfað á Dalvík, hafa orðið miklir uppgangs tímar í lífi fólksins byggðin stór aukist, atvinnuhættir gjörbreyst og öll lífsafkoma þeirra, er hér hafa sest að batnað. Þar á Ásgerður sinn stóra þátt í ásamt öðrum íbúum þéssa byggðarlags. Hún tók virkan þátt í félags- lífi hér t.d. starfaði hún um áraraðir að kvenfélagsmálum á Dalvík og var ein af þeim fórnfúsu konum er hrintu í fram- kvæmd hinum þekkta „kirkjubasar", sem átti mikinn þátt í byggingu hinnar fallegu kirkju okkar Dalvíkinga. Ásgerður Jónsdóttir er nú íbúi á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra hér. H ún er við góða heilsu miðað við aldur og á þar gott og rólegt æfikvöld. Það er mikill fengur fyrir hvert það byggðarlag, sem nýtur þess að fá góða innflytjendur. Dalvík varð þess aðnjótandi með komu Fnjóskdælingsins Ásgerðar Jónsdóttur. J.K. Andlát Þann 17. apríl andaðist Gunnlaugur Jónsson á Atlastöðum. Hann fæddist 15. des. 1904 á Melbreið í Stíflu í Fljótum. Hingað fluttist hann ásamt konu, Gunnlaugu Magnúsdóttur frá Koti, og fyrsta barni þeirra, Lenu, árið 1936 og hófu þá búskap á Atlastöðum. Gunnlaugur var fram úr skarandi vinsæll hér og féll vel inn í svarfdælskt mannlíf enda þótt hann rækti vel Skagfirðinginn í sér alla tíð'. Börn þeirra Gunnlaugs og Gunnlaugar eru 4 og barnabörn og barnabarnabörn mörg. Hann verður jarðsettur á Urðum laugardaginn 27. apríl. Jólatónleikar Samkórsins 1984. Vortónleikar Samkór Dalvíkur og gestakórar Enn starfar Samkór Dalvíkur af fullum krafti. Þriðjudaginn 30. apríl, síðasta kvöld aprílmánað- ar verða haldnir tónleikar í Víkurröst kl. 21. Þá er meiningin að gleðja ykkur með söng og ( láta sólina skína. Einnig hefur Kirkjukór Svarfdæla og Karla- kór Dalvíkur verið boðið að syngja nokkur lög. A dagskránni verður fjölbreytt tónlist. Samkórinn undir stjórn Colins Virr llytur bæði gamla íslenska tónlist og líka létt nútíma lög t.d. Bítlalög. Þess er vænst að margir komi og hlusti á hvað þetta fólk getur gert. Ætlunin er að Samkórinn fari í söngför í maí til nágranna- byggðalaga t.d. Ólafsfjarðar og Húsavíkur. En það má enginn missa af tónleikunum nk. þriðjudagskvöld. C-V. Að undanförnu hefur borist mikill afli á land hér á Dalvík. Netabátar hafa aflað vel og hefur veiðin aðallega verið hér inn í Eyjafirði. Togarar hafa einnig aflað þokkalega. Rækjuafli hefur verið ágætur, svo vinna við fiskverkun hefur verið mikil. Flins vegarhefur grásleppuveiði verið treg. Hún fór að vísu vel af stað, en nú um skeið hefur lítið verið. Blaðamaður Norðurslóðar fór á stúfana og leitaði fregna hjá útgerðum og fékk aflatölur hjá vigtarvörðum. Eins og áður sagði hefur afli netabáta verið nokkuð góður. Það er óvanalegt hér um slóðir, að þeir hafa verið með netin inn í firðinum, frá Múlanum og hér austur með Sandinum. Gamal- reyndir sjómenn segja að slíkt hafi ekki gerst síðustu áratugi og segjast varla muna svona tilvik síðan milli 1930 og 1940. Vonandi boðar þetta gott fyrir sumarið og smábátaútgerð þá. En lítum nú á afla hvers báts fyrir sig og hvernig kvótamál standa. Stefán Rögnvaldsson EA 345 var á rækjuveiðum í byrjun ársins og aflaði 15 tn á þeim veiðiskap. Hann hefur fengið um 159 tn síðan netavertíð hófst. Stefán er gerður út eftir sóknarmarksleiðinni og getur veitt um 65 tn af þorski til viðbótar. Otur EA 162 var líka á rækju í janúar og aflaði 12 tn af henni. Á netaveiðunum hefur hann fengið 217 tn. Eftir af kvóta eru tæp 50 tn. Haraldur EA 62 var í slipp þar til í lok janúar en hefur aflað 246 tn síðan þá. Eftir af kvóta eru 135 tn. Sæljón EA 55 var í slipp frá áramótum og til 10. mars. Aflinn frá þeim tíma er 130 tn og á hann þá annað eins eftir af kvóta sínum. Búi EA 100 var í slipp þar til í byrjun mars. Búi fellur undir sameiginlegt aflamark smábáta, svo ekki verður sagt neitt um hvað hann má veiða mikið það sem eftir er, en fram til þessa hefur hann aflað 51 tn. Hrönn ÓF 58, sem Fisk- verkun Jóhannesar og Helga keypti frá Ólafsfirði, hefur verið á snuruvoð og aflað um 75 tn. Báturinn á þá eftir um 40 tn. af úthlutuðum kvóta. Bliki EA 12 var á rækju í byrjun ársins og aflaði 51 tn af rækju þar til skipið fór í slipp á Akureyri um 20. febrúar. Þar verður byggt yfir skipið, sett á það ný brú, tæki endurnýjuð og ýmislegt fleira gert. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið til veiða í lok maí og fer það á fiskitroll. Hann á allan sinn kvóta eftir eða um 425 tn. Þorvaldur Baldvinsson hefur aflað um 12 tonn af þorski á bát sínum Sindra. En Þorvaldur var á rauðmagaveiðum í vor með góðum árangri og seldi aflann meðal annars á Ráðhústorginu á Akureyri, með sérstöku leyfi bæjaryfírvalda þar. Áuk þessa hafa þrír aðkomu- bátar landað hér afla sínum tímabundið. Kristján frá Akureyri hefur lagt hér upp frá byrjun mars 52 tonnum. Heiðrún Árskógssandi 60 tn og Njörður Akureyri 9 tn, en báðir þessir bátar fóru vestur í Ólafsvík í byrjun mars. Afli togaranna hefur verið þokkalegur, en það skal tíundað ögn nánar. Björgúlfur EA 312 hefur aflað 949 tn í 10 sjóferðum þar af er þorskur 731 tn. Nú á Björg- úlfur 1607 tn. eftir af kvóta sínum, þar af 645 tn. þorskur. Ef öllu verður breytt í þorsk gæti hann orðið 776 tn. Björgvin EA 311 hefur landað 908 tn. eftir 9 sjóferðir þar af eru 558 tn. þorskur. Eftir af kvóta eru 1598 tn. af því er þorskur 826 tn, en með breytingum gæti verið eftir 746 tn. af þorski. Dalborg EA 317 er gerð út eftir sóknarmarki, en hefur veitt 356 tn. af fiski eftir 5 veiðiferðir. Þar af eru 325 tn. þorskur. Auk þess hefur hún fengið 158 tn. af rækju. Dalborg má veiða 739 tn af þorksi enn, aðrar tegundir eru ekki bundnar hámarki, en tak- markanir eru settar á veiðidaga þó ekki rækju. Skipið er á rækju núna. Baldur EA 108 var í vélar- upptekt í byrjun ársins. Fór eina slóð, en þrátt fyrir góð skilyrði ætlar magnið ekki að verða mikið. Það gera sjö bátar út á grásleppu núna, sem er álíka Qöldi og í fyrra. Þrátt fyrir rýra grásleppuveiði er hugur í út- gerðarmönnum smábáta. Nokkrir hafa endurnýjað og endur-byggt báta sína. Af þeim þykja einna glæsilegastir bátar þeirra bræðra Reimars og Rúnars Þorleifssona, sem sjó- settir voru með tilheyrand viðhöfn hér á dögunum. Þá er vitað um endumýjun hjá Árna Arngrímssyni og ný- legum kaupum Jóhanns Tryggvasonar á báti. Eftirleikur í léttum dúr í síðasta blaði Norðurslóðar birtist fréttatilkynning frá Misjafna skipafélaginu þar sem Smábátar í Dalvíkurhöfn. veiðiferð fyrir verkfall og er búinn að landa 195 tn úr 4veiði- ferðum sínum núna. Þorskur er 175 tn af því. Hann á eftir 1106 tn af sínum kvóta þar af 682 tn þorskur, sem með breytingum getur orðið 767 tn. Þá er rétt að geta þess að, Sólfell frá Hrísey hefur landað hér 115 tn af rækju frá ára- mótum og stundar rækjuveiðar enn. Samtals hefur verið landað 352 tn af rækju hér frá ára- mótum. Um 150 hafa farið til vinnslu á Árskógssandi en hjá Söltunarfélagi Dalvíkur hafa verið unnin 202 tn. Ef við drögum annan afla svolítið saman líka þá hafa netabátar landað 1011 tonnum og eiga eftir um 825 tn af kvóta, þegar Bliki er reiknaður með þeim. Togararnir hafa veitt 2408 tn þar af 1789 tn af þorski. Þeir eiga samanlagt eftir 5050 tonna kvóta, ar af 2694 tn af þorski, sem þó er hugsanlegt að auka í 3028 tn með því að nýta alla breytingamöguleika. Sem fyrr segir hefur grá- sleppuveiðin valdið vonbrigðum Grásleppan kom snemma ásína fram komu stórhuga fram- kvæmdaáform þess félags. Norðurslóð hefur nokkuð fylgst með framkvæmdum og virðist unnið kappsamlega. Forráða- menn félagsins hafa enn ekkert viljað láta hafa eftir sér um sjósetningu skipsins, svo bæjar- búar verða sjálfir að passa upp á að þau hátíðarhöld fari ekki framhjá neinum. Þá hefur blaðið fregnað að útgerð Andvara standi nú í gagngerðum endurbótum á skipakosti sínum. Þykir sumum, sem fullmikil peninga- lykt stafi af þeirri útgerð. Lengst af héldu menn að Sparisjóður- inn hefði einn fjármagnað út- gerð þessa, en nú þykir full- sannað að Búnaðarbankinn hefur sett verulegt fjármagn í vafasama fjárfestingu þess. Þótt Norðurslóð hafi ítrekað reynt að afla upplýsinga frá útgerð Gauta hafa forráða- menn útgerðarinnar ekkert látið hafa eftir sér um þeirra áform. Þó þykir sýnt að útgerðarhættir verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, þrátt fyrir meiri fiskgengd inn í firði. J.A Til áskrifenda Með þessu blaði sendum við rukkun fyrir blað- gjaldinu sem nú verður kr. 350fyrir úrganginn 1985. Þeir sem bera nöfn, sem byrja ú H eða fyrr ístafróf inu fú miða með þessu blaði, hinirmeð maíblaðinu. Sem fyrr treystum við ú skilsemi ykkar, góðir úskrifendur, og óskum ykkur og landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Söngur á Þinghúsi Kirkjukór Svarfdæla heldur söngskemmtun að Þinghúsinu Grund sunnudaginn 28. apríl n.k. kl. 3 e.h. Söngstjóri Ólafur Tryggvason. Undirleikarar Jón Helgi Þórarinsson og Jóhann Ólafsson.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.