Norðurslóð - 26.06.1985, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.06.1985, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 9. árgangur Miðvikudagur 26. júní 1985 6. tölublað Konur planta trjám Varla hefur það farið fram hjá mörgum að kvenþjöðin hefur verið athafnasöm upp á síðkastið. Hámarki náði athafnasemin 19. dag júnímánaðar og þar í kring - á kvennadaginn. lól'a þeirra 10 þúsundkrónu- seðlum til að styrkja málstað- inn, en Rósa á Sökku var ein af Trjáræktarkonur við Húsabakka. - Ljósm. S.H. Kvennadagurinn í ár var öðrum kvennadögum merkari því nú voru liðin 70 ár frá þeim atburði, scm gefur deginum sögulegt gildi, þ.e. lög frá Alþingi, scm veittu konum kosningarétt. Eitt al' því sem samtök kvenna ákváðu að gera í tilefni almælisins var að gróðursetja tré um land allt, jalnmörg og konur eru í landinu a.m.k. Hér í Svarl'aðardal tók kvenlelagið 1 ilraun málið upp á arma sína og kaus nefnd þriggja kvenna, sem þó eru ekki allar félags- bundnar, til að hrinda málinu í framkvæmd. Eins og við var að búast úr þeirri átt tóku konurnar verk- efnið föstum tökum og fram- kvæmdu þaðafmiklumdugnaði og myndarskap. Þær fengu heimild hrepps- nelndar til að girða ca. hektara lands sunnan við Húsabakka- skóla. Hreppurinn lagði til girð- ingarelnið en konurnar mcð aðstoð sjálfboðaliða sáu um uppsetninguna. Síðan voru keyptar um það bil 400 trjá- plöntur einkum birki, lerki og ösp auk víðitegunda. Til við- bótar gaf svo Skógrækt ríkisins Sambandi eyfirskra kvenna stóra gjöf skógarplantna og kom í hlut Tilraunar 125 stykki af þeim. Vænar garðplöntur eru býsna dýrar, eins og menn vita, og pyngja kvenfélagsins ekki allt of þung. Það kom sér því vel, þegar nefndarkonur voru að íeggja afstað í innkaupaleiðang- urinn inn í Kjarnaskóg að Gunnlaugur á Sökku laumaði í stofnendum kvenfélagsins fyrir 70 árum síðan og er enn í félaginu. Þarna við Húsabakkann er nú kominn vísir af fögrum skrúðgarði, sem vonandi á eftir að blómgast og dalna og legra skólasetrið. Vonandi einnig að sveitarbúar kunni að meta það ágæta framtak, sem konur hafa hér sýnt og mætti vissulega verða öðrum til fyrirmyndar. Frá Vöku Dalvík Þann 19. júní sl. gróður- settu konur hér við utanverðan Eyjaljörð hjá Sambandi E\ lirskra Fyrstu plönturnar gróðursettar. kvenna um 5000 trjáplöntur, og hrundu þar með í framkvæmd hugmynd þeirri, sem kom fram á fjölmiðlaráðstefnu K.í. á sl. hausti, að minnast þess, að 70 ár eru liðin frá því að konur hér á landi öðluðust kosningarétt og kjörgengi, einnig var þetta átak gert vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Innan Sambands Eylirskra kvennaeru átta kvenfélög og stóðu þau fyrir gróðursetningunni hvert í sinni hcimabyggð, en konur utan félags sem innan unnu að gróðursetningunni. Skógrækt ríkisins gal sambandinu 1000 plöntur, sem skipt var milli f'élaganna. Á Dalvík voru gróðursettar 1100 plöntur í skógarreit Dal- víkinga í Böggvisstaðahólum. Hafist var handa kl. 14.00 og voru fyrstu plönturnar gróður- settaraf þeim Guðlaugu Björns- dóttur og Svanfríði Jónasdótt- ur, en þær eru einu konurnar í bæjarstjórn Dalvíkur. Fjöldi kvenna var kominn á staðinn og tóku þær strax til við að grafa - Ljósm. T. Þ. drykk, og nutu þess einnig allir scm komu á staðinn. Unnið var allan daginn í dásamlegu veðri til kl. 21.00. Að síðustu voru gróðursettar í tilraunaskyni, nokkrar viðjuplöntur utan girðingar, nánar tiltekið við Stórhólstjörnina. í gestabók sem lá frammi skriluðu um 100 manns nöfn sín, en llestír af þeim unnu við gróðursetning- una, nokkrir komu þó þarna til þess að sjá hvernig gengi og þar á meðal heiðraði bæjarstjóri Dalvíkurbæjar okkur með því að koma og þiggja heitt kakó og kringlur. Trausti Þorsteinsson skólastjóri, var okkur konum til aðstoðar og stjórnaði hann gróðursetningunni af miklum dugnaði og áhuga, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Það er von okkar, sem lögðum lram fé og vinnu til gróðursetningarinnar, að þessar 1100 trjáplöntur megi vaxa og dafna og verða verðugur minnis- varði þess, er konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi hér á landi árið 1915. Slappað af - kakó og kringlur. holur og gróðursetja af miklum dugnaði. Flokkur frá unglingavinnunni á Dalvík var búinn að gera um 200 holur áður og munaði nokkuð um það, því að mesta vinnan var við að gera holurnar fyrir plönturnar. Konur úr kvenféiaginu Vöku höfðu reist tjald þar sem þær veittu þeim, sem að gróðursetningu unnu heitt kakó, kringlur og svala- Skógarreitur Dalvíkinga í Böggvisstaðahólum er vel í sveit settur og er fram líða stundir á þarna vafalaust eftir að verða gott útivistarsvæði. Ef vel er að málum staðið og unnið mark- visst að framtíðarskipulagi á reitnum væri það þarft og verð- ugt verkefni lyrir íbúa Dalv íkur, lélagasamtök eða einstaklinga að gróðursetja þarna árlega og hlúa að þeirn gróðri, sem nú þegar hefur fest þarna rætur. 1 ITS. Áður þungavinnuvélar nú niðursuða Stórhóll Nafnið er Stórhóll s.f. staðurinn heitir Sandskeið 20, síminn er 61694. Viðmælandinn er Jón Tryggvason stofnandi og nú fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Að Sandskeiði 20 er hús það, sem Þorieifssynir Reiniar og Rúnar byggðu meðan þeir voru hvað sterkastir í kartöflubransanum. Nú hafa þeir leigt þaö undir þessaóskyldu starfsemi ogsýnist þetta vera hið besta hús og vel hentandi matvælaframleiðslu. Við bjóðum okkur sjálfir þarna inn og tökum Jón framkvæmda- stjóra tali. Starfsfólk við vinnuborðið. F.v. Bogi Jónsson, Bryndís Hauksdóttir, Jón Tryggvason, Cuðríður Bogadóttir. Fjölskyldufyrirtæki Upphaflega var Stórhóll fyrir- tæki þeirra bræðra Jóns og Jóhanns 'I ryggvasona og fjöl- skyldna þeirra og var stofnað til að reka þungavinnuvélar. Síðar þróuðust rnálin á þá lund að Jóhann dró sig út úr l'élaginu og sneri sér að öörum viðlangsefn- um, en Jón hélt áfram með lélagið ásamt Ijölskyldu sinni, en tók að þreifa lyrir sér á nýju og óskyldu sviði, þ.e. framleiðslu niðurlagðra sjávaralurða. Húsakynni voru ófullnægj- andi og reksturinn gekk brösu- lega á stundum, en Jón þráaðist við og galst ekki upp. Ffsinn breytist í lax Og hvað er það þá, sem unniöer í stööinni? Jú, fyrst og lremst hefur það verið og er niðurlagn- ing á sneiddum og ennlrcmur hökkuðum sjólaxi. Hvaða skepna er nú það, spyr fréttamaður, sem þykist kunna töluvert fyrir sér í náttúrufræðum, cn kannast ekki við þessa dýrategund? Að sjállsögðu er hér um að ræða ulsann okkar blessaða, sem á ensku heitir þessu skrautlega nafni, sea salmon. Ufsaflökin eru lögð í reykolíu, síðan sneidd niður og lögð í dósireða þaueru hökkuð, og marningurinnsettur j krukkur. Pakkningarnar eru 110 og 200 gramma og fram- leiðslan fer öll á innaniands- markað. Framtíðin - niðursoðin lifur Nú eru framundan tímamót í starfseminni. Ætlunin er að snúa sér að niðursuðu á þorska- og ufs'alifur þær ráðgerðir eru allar með samráði Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins og reyndar líka Sölustofnunar lag- metis, sem Stórhóll s.f. er nú aðili að. Til er sjóður, sem ber hið virðulega nafn Þróunar- sjóður lagmetis. Stjórn hans var hér á ferð nýskeð og leit á rnálin hjá Stórhól. í kjölfar þess fékk fyrirtækið loforð fyrir 400 þúsund krónu stofnláni auk ofurlítils styrks með því skilyrði þó að verksmiðjan snéri sér að lifrinni ásamt því sem fyrir er. Fyrir þetta nýja fé verður fyrst og fremst keypt forsuðuband og gufuketill og fleira, sem þessari vinnslulínu tilheyrir. Lifrin yrði einkum fengin úr afla dalviska bátaflotans, en Jón telur æskilegt ef hægt væri að fá áhafnir togaranna til að halda til haga tilfallandi lifur síðustu daga hverrar veiðiferðar til að tryggja og lengja vinnslu- Framh. á bls. 6

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.