Norðurslóð - 26.06.1985, Síða 2

Norðurslóð - 26.06.1985, Síða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta:SigriðurHafstað, Tjörn Simi 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiója Björns Jónssonar Háskólakennsla á Akureyri I>að er mikils virði fyrir lítið blað í litlu héraði að eiga þess kost að láta orð sitt hljóma í hvers manns húsi í bæ og byggð, þótt ekki sé nema 2-3 mínútureinusinni í mánuði. Þaðer dýr- mæt stund sem ekki má sólunda í marklaust orðaglamur. Nú þegar Norðurslóð fer í sumarfrí og kemur ekki aftur til starl'a i'yrr en í scptember er ennþá meiri nauðsyn að nota stundina til að vinna cinhverju verðugu verkefni gagn. Þetta er norðlenskt byggðablað og meginhiutverk þess í lífinu er að standa með heimahéraði sínu og allri landsbyggð- inni uin lcið í sleitulausri varnarbaráttu hennarfyrir öllugu og Ijölbreyttu atvinnulífi og menningarlegri reisn. Eitt hið allra mikilvægasta baráttumál á þessari stundu snýst um stofnun háskólaútibús á Akureyri. Hófsamlegar og framkvæmanlegar tillögur hafa verið settar fram um málið, flestir, sem tjá sig, telja sig verajákvæða gagnvart hugmynd- inni. En einhverstaðar leynist andstaða, sem veldur því að ekki l'æst tekin afgerandi ákvörðun í málinu. Mikill valds- maður sagði á fundi hér í Eyjafirði nýlega að hann hefði ekkert á móti stofnun háskóladeilda á Akureyri! Síðan komu nokkur cn. Þó fór svo að lokum að hann lofaðiaðskoða með opnum huga tillögurnar um niálið, sem legið hafa nú í' menntamálaráðuneytinu óhreyfðar á annaö ár. Hvað út úr þeirri skoðun kemur má herrann vita. Blaöið gerir þetta mál að umtalsefni nú af því að aðstand- endur þess eru þeirrar skoðunar að Ptt eða ekkert sé frekar til þess fallið að efla menntunar- og menningarlegt viðnám hér norðan heiða og stöðva að einhverju ráði hefðbundið suður- streymi hæfileika og atgervis heldur en það að greinar frá Háskóla íslands næðu að skjóta hér rótum. Að fátt eða ekkert sé frekar til þess faliið að snúa við þeirri þróun í átt til atvinnulegrar og menningarlegrar undirgefni landsbyggðar- innar gagnvart höfuðborginni, sem við höfum mátt horfa upp á alla þessa öld og mál er að linni. H.E.Þ. Minnisvarði Eiríks Hjartarsonar V ættar stöð var Hallgrímssori VL í Dalvíkurumdæmi Eiríkur heitinn Hjartarson frá L'ppsölum átti 100 ára afniæli þann 1. júní síðastliðinn. Hér í blaðinu var í fyrra minnst á þetta væntanlega afmæli og drepið á að Svarfdælingar skulduöu Eiríki einhverskonar viðurkenningu t.d. smáminnis- varða, fyrir hans frábæra fram- lag til svarfdælskra skógræktar. Málið tók hinsvegar aðra stefnu, því fyrir nokkru höfðu börn Eiríks og aðrir afkomend- ur verið búin að ákveða að halda afmæliö hátíðlegt með ættarmóti í Reykjavík og af- hjúpun minnisvarða um Eirík og starf hans í Laugardalnum þar sem hann hóf skógrækt sína hér á landi. Athölnin fór fram með hátíð- arbrag, eins og sjónvarpsáhorf- endur fengu að sjá um kvöldið 1. júní. Jafnframt þessu ákváðu börn Eiríks aö láta gera og setja upp í Hánefsstaðaskógi afsteypu af minnisvarðanum. Það var reyndar gert að mestu í haust er leið og gengið frá því nú nýverið. Sunnudaginn 7. júlí er áformað að efna til dálítillar viðhafnar þar í skóginum og „afhjúpa" minnisvarðann. Þangað koma einhverjir af afkomendum þeirra hjóna Eiríks og Valgerðar. Þangað koma líka einhverjir frá 2 - NORÐURSLÓÐ Skógrækt Eyjafjarðar og síðan er þess vænst að heimamenn hér í sveit og á Dalvík hafi áhuga á að koma þar og heiðra minningu þessa ágæta sonar dalsins með þakklæti í huga fyrir það stórkostlega framlag og for- dæmi, sem hann gaf í skóg- ræktarmálum hér í sveit. Það væri skemmtilegt ef margir fyndu hvöt hjá sér til að taka sér smástund frá brauð- stritinu og koma í Hánefsstaða- skóginn þegar þessi athöfn fer fram, en hún verður að sjálf- sögðu auglýst áður með ein- hverjum hætti. Mígindi í Ólafsfjarðar- múla. Um 2 km. utan við Sauðakot er dálítill stallur eða útskot í fjallinu, hömrum girt allt um kring, sjávarmegin, og kallast Það Mígindi. Sunnanvert af stallinum fellur lækur í háum en mjóum fossi fram af sjávarbjörgunum, og heitir fossinn Mígandi eða Mígindi en lækurinn Mígindis- lœkur Mun þetta vera hæsti foss í Eyjafirði, um 100 m. Mjög er gróðursælt þarna á stallinum, allt vafið lyngi og blómgresi, með burknum og jöfnum, en uppi í hlíðinni er dálítið birki- kjarr. Til eru sagnir um það, að þarna hafi staðið bær í fyrndinni, og jafnvel kirkja. í Jarðabók Arna Magnússonar stendur þetta: ..Mýlinde kallast nú fornt eyðiból, sem liggur yst á Upsaströnd, utarlega í Múlanum. Þar eru sýnileg byggingamerki af tóftarústum, og svo eru munnmæli að þar hafi kirkja eður bænhús verið. Sjást þess nokkur merki, af einni tóftarúst, með litlri girðingu umhverfis.“ Rústir þessar eru nú orðnar mjög ógreinilegar, en þó má enn sjá einhvern vott ‘þéirra rétt við lækinn þótt lyngið torveldi skoðun. í Jarðabókinni er einnig getið um kotið Helgastaði, þar sem sagt er að sé ein tóftarúst en engin girðing." Virðist nú enginn vita lengur hvar það var, a.m.k. er þess ekki getið í Örnefnaskrám eða öðrum heimildum. Utan við Mígindið kallast Hökufellsgrundir, og óljósar sagnir eru um að þar hafi verið býlið Hörkufell. Þar fyrir framan er sker, sem heitir Helgi. Má því ætla að Helgastaðir hafí verið á þessum slóðum, og líklegast er þetta allt eitt og sama býlið eða jörðin, sem hefur e.t.v. heitið Helgastaðir, og bærinn staðið á grundunum eða í Mígindinu. Kemur þá í hugann, umsögn Landnámu: „Helgi tók land fyrir utan Hrísey en innan Svarfaðardal,“ sem menn hafa átt erfitt með að skýra, enda virðist það mótsögn í sjálfu sér, en þar merkir „utan“ trúlega vestan. Hvort sem hinn frægi land- námsmaður hefur komið þarna við sögu eða ekki, er sýnt að þarna hefur verið einhverskonar helgistaður. Til þess bendir ennfremur örnefnið Gvendar- skál, sem þekkist þarna uppi í fjallinu, en heimildum ber ekki saman um hvar er. I Gvendar- skál er sagt að smalamaður fyndi Þorvald skáld á Sauðanesi eitt sinn, liggjandi uppíloft, sem dauður væri, með líknarbelg fvrir munninum, en hann var þá að afla sér sagnaranda. Um GvendarskáJ lá ein af alfaraléiðunum til Ólafsfjarðar, og var talin snjóléttari en aðrar leiðir. Skálin er eflaust kennd við Guðmund biskup hinn góða, sem hefur vígt þennan fjallveg, eins og svo marga aðra. Má ætla að hann hafi líka vígt Mígindis- björgin,en þarvareitthvaðsigið eftir fugli og eggjum, sbr. örnefnið Tjaldstaður, sem er stallur með sígrænum gróðri, utan við Hökufellsgrundir. Vegurinn út fyrir Múlann, sem kallaður er Vámúli í Land- námu, hefur aflaust verið hættu- legur, þótt munnmælin segi að húsfreyjan í Sauðakoti hafi gengið prjónandi fyrir hann. Í kaþólskum sið var það altítt, að byggja smá-bænhús eða setja upp krossa á slíkum stöðum, og má vera að „kirkjan“ á Mígind- inu hafi aðeins verið slíkt bænahús. Græniblettur í Ólafsfjarðarmúla „Heiman frá bænum Sauðakoti, ysta bæ á Upsaströnd, sást vel sígrænn blettur austan í Múlan- um. Var þetta álagastaður og nefndist Grœniblettur. Sam- kvæmt fornum átrúnaði mátti enginn heyja á þessum stað, því fullvíst var talið, að sá sem það gerði, eða léti gera, yrði fyrir verulegu tjóni á skepnum sínum, eða einhverjum meiri háttar óhöppum í búskapnum. Um 1880 var Græniblettur sleginn í gáleysi, og þótti húsbónda þá búið tjón af tiltækinu. Skömmu síðar varð feitur og sporlatur næstum aflóga hundur, allt í einu bandóður og hamaðist hann fénu án þess að við yrði ráðið. Þetta var um haust og kindur orðnar feitar. enda lögðust brjár Ur bókinni Manntif við Múlann eftir Þorstein Matthiasson. vænstu ærnar bráðlega fyrir og stóðu ekki upp framar. Var seppi þá skotinn, og Græni- blettur auðvitað ekki sleginn oftar.“ (Jóh. Óli Sæm.:Bann- helgir staðir. Súlur, 5.(1), bls. 72) Ekki er vitað hvaðan Jóhannes hefur þessa frásögn, en hún er ekki í örnefnaskrá hans frá 1962. Þar sem engin staðlýsing fylgir, er heldur ekki gott að giska á hvar þessi álaga- blettur sé, en næst liggur þó að halda, að það é þar sem í öðrum heimildum er kallað Tjaldstaður. Um hann segir Sigurjón Sigtryggsson í bréfi til mín: „Utan við Hraunslæk er allstór stallur ofarlega í bakkanum. Hann er sléttur og fallegur, œtíð hyanngrœnn. Þar er Tjaldstaður. Á Tjaldstað verpti dálítið af svartbak.“ Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að stallur þesi mun tæplega sjást heiman frá Sauðakoti, nema farið sé eitthvað upp í hlíðina, eða fram á sjávarbakkana. Væri vel ef einhver gæti upplýst þetta mál betur. Hálfdánarhurð og Múlavogar í Ólafsfjarðarmúla Hálfdánarhurð er líklega frægasti staðurinn í Múlanum, ekki síst vegna hinnar alkunnu vísu Jóns Helgasonar í kvæðinu Áfangar, er svo endar: „Kennd er við Hálfdán hurðin rauð, hér myndi gengt í fjöllin." Hálfdánarhurð er norðanvert við mynnið á þröngum vog eða gjá sem skerst til suðvesturs inn í strandbjörgin, utarlega í Múl- anum, og Vogagjá nefnist. Þar kallast einnig Múlavogar, frægur selveiðistaður fyrr á tíð. Hurðin er myndarleg bergbrík, sem gengur skáhallt fram úr bjarg- inu en hallast auk þess nokkuð upp að því. Hún er um 80 m há, og mynduð af tveimur samsíða berggöngum. Er sá aftari dökk- ur á litinn, og myndar skemmti- legan bakgrunn fyrir fremri bríkina, sem er hin eiginlega Hálfdánarhurð og er rauðleit á litinn. Samanlögð þykkt gang- anna er líklega um 20 m. Hálfdánarhurð er áberandi langt austan af firðinum, og minnir þaðan frá séð dálítið á hjörulausa hurð, sem hallað hefur verið að stöfum. Sigurjón Sigtryggsson telur að mikið hafí hrunið úr henni í jarðskjálft- anum mikla árið 1934, en ofan- greind lýsing, sem tekin er eftir nýlegri skýrslu Sveins Björns- sonar jarðfræðings, sýnir þó að enn er mikið eftir af henni. (Jarðfræði Ólafsfjarðarmúla Vegag. Rík. 1984). Auðvelterað skoða hurðina, með því að ganga af Múlaveginum, niður á svonefndan Vogahól, sem er rétt við syðra mynni gjárinnar. Við Hálfdánarhurð er tengd gömul þjóðsaga, harla ævintýra- leg. Er hún til í nokkrum gerðum, eins og sjá má í ÞJjóð- sögum Jóns Árnasonar, 1. og 3. bindi, og í Þjóðtrú og þjóð- sögnum Odds Björnssonar, bls. 112. Hún mun fyrst hafa orðið þekkt af sögunni „Málmeyjar- konan“ í 1. bindi þjóðsagna J. A. er út kom árið 1862. Sögurnar eru allar mjög svip- aðar að efni: Þau álög lágu á Málmey í Skagafirði, að engin kona mætti vera þar lengur samfleytt en 19 eða 20 ár. Væri út af því brugðið henti hana eitthvert slys, eða hún hvarf, og fannst ekki aftur. Á dögum séra Hálfdánar Narfasonar, prests á Felli í Sléttuhlíð, (pr. þar 1502- 1568) var bóndi einn í Málmey (títt nefndur Jón eða Björn) og kona hans búin að vera um tvo áratugi í eynni, og vildi bóndi ekki flytjast þaðan. Einn góðan veðurdag hvarf konan og fannst hvergi. Leitaði bóndi þá til Hálfdánar, er var þekktur galdramaður, og bað hann vísa sér til hennar. Hálfdán kvaðst vita hvar hún væri niðurkomin, og gæti sýnt honum hana, en það myndi þó koma fyrir lítið. Fara þeir Hálfdán og bóndi þá á bak á einum gráum hesti, sem flestar sögur telja að verið hafi nykur, og ríða láð og lög út fyrir Úlfsdali og Siglufjörð og létta ei förinni fyrr en við Múlann (sumar sagnir segja þó við Hvannadalabjarg). Þar lýstur klerkur sprota sínum á bríkina og opnast hún þá sem hurð væri. Koma tröllkonur (tvær) fram í dyrnar og leiða á milli sín konu Málmeyjarbónda, sem nú va rorðin tröllsleg og blá í andliti, nema skírnarkrossinn á enni hennar var hvítur. Skiptast þau á nokkrum orðum, en ekki leist bónda á að fá konuna aftur, svona á sig komna, og hurfu þeir frá við svo búið, en klerkur lokaði dyrunum rammlega, svo enginn óvættur kemst þar út síðan, enda fer ekki sögum af konuhvörfum í Málmey eftir þetta. Frh. á bls. 7.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.