Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Page 2

Norðurslóð - 17.12.1985, Page 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarins$on, Tjörn Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta.Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar Fjölmiðlun inu um komandi áramót verða tímamót á sviði fjölmiðlunar. Hér er að sjálfsögðu átt við að þá fellur úr gildi einkaréttur ríkisútvarpsins á sjónvarps- og útvarpsrekstri. Menn greinir á um hvort þetta skref er til heilla eða ekki. Hér verður engin afstaða tekin til þess. Hins vegar er rétt að benda á að margar hættur eru samfara þessum nýju reglum. Það verður ekki á færi margra að reka útvarps- eða sjónvarpsstöðvar, ekki tæknilega heldur fjárhagslega. Auðvitað verður það spurning hvort hlutleysis verður í raun gætt hjá þeim nýju stöðvum sem settar verða á fót. Fjölmiðlun er fyrirferðamikill þáttur í nútímaþjóðfélagi. Upplýsingaþjóðfélag kalla menn það þjóðfélag sem nú bjarmar fyrir. Sú nafngift er ekki eingöngu tengd fjölmiðlun í núverandi mynd, heldur þekkingu og því að auðveldara verður að ná til ýmiskonar fróðleiks en við erum vön. Margskonar boðveitur verða til að auðvelda öflun upplýs- inga. Nútíma fjölmiðlun virðist því vera mikilsverð tenging viðframtíðarþjóðfélagið. Á undanförnum árum hefur mátt merkja aukin áhrif fjöl- miðla. Nýleg dæmi sýna svo ekki verður um villst þessi áhrif. Umfjöllun þeirra um stöðu ákveðins fyrirtækis knúði á um uppgjör í því máli, sem síðan hafði áhrif á traust almennings á viðskiptabanka fyrirtækisins. Sagt hefur verið að bankinn hafi liðið fyrir þessa umfjöllun. Sumir virðast draga þá álykt- un að hefta beri umfjöllun um svona mál svo hagsmunir einhverra verði ekki skaðaðir. Þótt tilraun yrði gerð til að hindra umfjöllun fjölmiðla, má búast við að hún mistakist. Slíkt er einfaldlega ekki í takt við þá þróun sem framundan er. Það sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana verða að aðlagast er, að ákvörðunartaka nútímans verður að standast gagnrýna skoðun fjölmiðla. Þessi staðreynd á ekki síður við um stjórnmálastarfsemi. Baktjaldamakk og hrossakaup eru fyrirbæri sem æ erfiðara munu eiga uppdráttar. J.A. Á grundinni I jóladagbók á forsíðu er sagt frá skemmtun í Þinghúsinu á Grund á 3. dag jóla, sem er afmælisdagur U.MÍ.F. Þorst- eins Svarfaðar. Þarna verður frumsýnd kvikmyndin „Við tökum marsinn" - frá 1980 og er eign kvenfélagsins Tilraun. Ungmennafélagar nú- verandi og fyrrverandi,sveit- ungar heimabúandi og brott- fluttir eru boðnir velkomnir á samkomuna. Hugsanlegur ágóði verður m.a. notaður til að greiða kostnað við gerð myndar- innar af marsinum. lnnilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug með gjöfum, blómum og heillakveðjum á 80 ára afmœli mínu 22. nóvember. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs. Sigurpáll Hallgrímsson 1985 H.E.Þ. heilsar upp á Eskeland á skólaflötinni. 2 -NORÐURSLÖÐ I fótspor feðranna í bók Snorra Sigfússonar, Ferðin frá Brekku I. bindi, er skemmti- leg lýsing á því, þegar þeir fóst- bræður, hann og Þórarinn á Tjörn sigldu til Noregs haustið 1907. Þeir höfðu fengið loforð um pláss í Lýðháskólanum í Voss í Hörðalandi í Noregi næstkomandi vetur. 9. nóvember stigu þeir á land í Björgvin og samdægurs fóru þeir í jarnbrautarlest, Bergens- brautinni, til bæjarins Voss, en það var og er viðkomustaður var reist 1902, stórt og virðulegt timburhús nú notað til félags- starfa og námskeiðahalds. Við náðum tali af skólastjór- anum Knut Seten, ungum snar- legum manni, og sögðum honum, hversvegna við hefðum svo mikinn áhuga á að sjá staðinn og skólann. „Hvenær var faðir þinn nemandi hér?“ spyr Knútur, og ég svara því. „Hann á að hafa útskrifast vorið 1908 og hét Torarinn Kristjansson.“ Þá dregur hann fram gamlan bækl- Þorleifur Bergsson á Hofsá, sem bæði eru enn okkar á meðal og lifa góðu lífi. Okkur var sagt, að skólinn í Voss hefði breyst mikið með tímanum og lagað sig meir að almennu skólakerfi Noregs, en ennþá er hann í góðu áliti og enn sækja þangað íslendingar yfirleitt einhverjir á hverju ári. Faðir minn talaði oft um það, að sig langaði til að eiga afturkvæmt til Noregs og Frá 1915 skólahúsið fremst t.h. íestarinnar á leið hennar til Osló. Þarna voru þeir félagar um veturinn og útskrifuðust með sóma um vorið 1908. Kom Þórarinn þá heim til að aðstoða við búskapinn á Tjörn, en Snorri dvaldist annað ár í Noregi. Segir frá öllu þessu í bók Snorra. Oft heyrði maður talað um Voss hér á heimilinu í gamla daga. Faðir minn talaði með mikilli hlýju um skólann og það fólk, sem hann kynntist þar og oft var skólaspjaldið skoðað, sem hékk uppi á vegg í stofunni. Um Lars Eskeland skólastjóra talaði faðir minn með sérstakri virðingu, enda var hann lands- kunnur skólafrömuður í Noregi. Alltaf hefur mig langað til að líta augum þennan merkilega stað, Voss í Hörðalandi. Tæki- færið gafst síðastliðið sumar. Þá átti ég erindi á þessar slóðir þ.e. til Harðangursíjarðar, og við það tækifæri var farið í skoð- unarferð um fjörðinn. Það er út af fyrir sig stórkostleg lífsreynsla og þá ekki síður að fara á bíl yfir og í gegnum fjöllin til Voss- héraðs. Allt í einu blasir við breið dalkvos með fallegu stöðuvatni. Við vatnið liggur vænn kaup- staður, en sveitabyggð allt um kring. Þetta er Vossevangen, Vossvangur, og vatnið er Vang- sjöen, Vangssær. Handanvatns- ins frá bænum séð blasir við allhátt fjall nakið hið efra og einkennilega silfurgrátt á litinn, enda heitir það Grásíða. Þetta var það þá, sem blasti við sjónum þeirra föður míns og Snorra Sigfússonar veturinn góða 1907-8. En hvar var skólinn? Það reyndist ekki örðugt að finna hann. Hann er enn á sínum stað uppi í hlíðinni í efri mörkum kaupstaðarins. Þarna m.a.s. gamla skólahúsið, sem ing, 20 ára afmælisrit Lýðhá- skólans í Voss, útgefið 1915. Aftast í því var skrá yfir alla nemendur skólans til þess tíma. „Við skulum nú sjá“ segir skólastjóri,“ 1908, jú ekki ber á öðru. Hér neðst á listanum yfir þann árgang standa nöfnin Þórarinn Kristjánsson Svarfað- ardal fsland og Snorri Sigfússon Svarfdal. Ég var svo aldeilis hissa. Þama stóðu nöfnin, m.a.s. þ-ið í Þórarinn og ð-ið í Svarf- aðardalur og kommurnar yfir sérhljóðunum. Svo þeir lumuðu þá á þessum íslensku stöfum í prentsmiðju Nikolai Olsens í Kristianíu árið 1915. „Gjörðu svo vel“ segir Knútur skóla- stjóri, „þú mátt gjarnan eiga þessa bók, þú hefur komið svo langa leið til að sjá hana.“ Þessa bók er býsna gaman að skoða. Það kemur í ljós að Svarfdælingarnir voru ekki allra fyrstir íslendinga til að sækja sér menntun í skólann í Voss. Á undan þeim var Guðmundur Guðmundsson, Núpasveit Þing- eyjarsýslu, eins og þar er skráð. Settist í skólann þegar 1900. Hver skyldi það hafa verið? Haustið 1908 kom enn annar íslendingur, Jóhann Franklín Kristjánsson (frá Krossum á Árskógsströnd, bróðir Kristjáns heitins, sem andaðist í hárri elli fyrir nokkrum árum.) Og haust- ið 1911 komu enn tveir héðan, annar meira að segja Svarfdæl- ingur. Það var Gunnlaugur Hallgrímsson á Hrappsstöðum, hinn Árni Hallgrímsson, Úlfs- staðakoti í Skagafirði. Og 1912 kom enn einn landinn, Klemenz Guðmundsson úr Húnavatns- sýslu (faðir Ævars á Dalvík). Mörgum árum seinna, vetur- inn 1926-27 voru hvorki fleiri né færri en 6 íslendingar í Voss skóla, 3 piltar og 3 stúlkur. Þeirra á meðal voru tveir sveit- ungar okkar Svarfdæla, Helga Vilhjálmsdóttir á Bakka og heimsækja gamla skólastaðinn í Voss. En langir tímar liðu áður en sá draumur gæti ræst. Ár og áratugir gengu um garð og hann lifði lífi sínu hér heima í sveit- inni, upptekinn maður við búskap og kennslu og margvís- leg félagsstörf. En að liðnum 40 árum var stundin þó runnin upp. Hópur íslenskra kennar fór utan til að sækja einhvers konar ráðstefnu norrænna barnakennara. Þetta var sumarið 1948 eða 9. Það var verið að tengja að nýju bönd norrænnar samvinnu á þessu sviði eftir umrót heimsstyrjald- arinnar. í þessum hópi voru þeir Þórarinn barnakennari á Tjörn og Snorri námsstjóri Sigfússon. Þetta varð föður mínum ógleymanleg ferð. Að lokinni ráðstefnunni, sem mun hafa verið haldin í Svíþjóð, gerðu nokkrir íslensku kennaranna lykkju á heimleið sína og fóru í kynnisferð til Voss í Noregi. Þeir áttu annað erindi, sem var að afhenda gamla skólanum sínum vinargjöf, málverk frá íslandi. Þegar við gestirnir komum inn í hátíðasal í gamla skóla- húsinu þar síðastliðið sumar, sáum við á heiðursstað uppi á vegg hanga málverk, _sem við sáum strax að var frá íslandi. Við bentum skólastjóra á það og spurðum hvaðan þetta væri komið. Hann kunni þá engin skil á því, en sótti háan stiga og klifraði upp að málverkinu og las á áfestan skjöld. „Gjöf frá íslenskum nemendum". Þetta var málverk frá Þingvöllum eftir Ásgrím Jónsson. H.E.Þ.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.