Norðurslóð - 17.12.1985, Blaðsíða 3
Úr nágrannabyggð
Fréttir af Árskógsströnd
alls atvinnulífs hér í hreppi eins
og víða annars staðar hér í kring
um okkur. Á síðari árum hefur
floti Ströndunga stækkað og nú
er komin í útgerðina á Litla-
Árskógssandi tvö skip 155 og
180 lesta og má segja að með
þeim skipti sköpum hvað varðar
möguleika til að sækja lengra og
í verri veðrum og um leið eykst
fjölbreytni þess sem hægt er að
veiða. Þessi skip voru bæði á
síldveiðum í haust við Austfirði
og gekk þeim vel að veiða í sinn
kvóta. Þorskveiði er með mesta
móti á þessu ári, þótt mörgum
falli illa að verða að binda báta
sina þegar úthlutuðu aflamagni
er náð.
Rækjuveiði er nú stunduð
meira en nokkru sinni fyrr þótt
afli og gæftir séu ekki alltaf sem
skyldi. Unnið hefur verið í
rækjuverksmiðjunni á þessu ári
samtals 840 tonn og hefur
eitthvað verið unnið alla mánuði
ársins en þó mismikið, stundum
jafnvel fleiri vikna stopp og er
það vissulega erfitt bæði fyrir
verkafólk og afkomu fyrirtækis-
ins. Leita verður úrbóta til að
breyta því til batnaðar.
Dagheimili
Dagvistun barna frá 2-6 ára er
starfrækt hér í hreppnum og
hófst þ. 19. sept. sl. Þetta er í
fyrsta skipti sem slíkt er reynt
hér í sveit. 20 börn hafa notið
dagvistunar sum frá byrjun,
önnur í smátíma, en 33 börn á
þessum aldri eru búsett í sveit-
inni. Nær eingöngu er um hálfs
dags vistun að ræða. Þrjár
konur vinna við stofnunina og
eru nú allar í hálfu starfi. Þetta
dagheimili er til húsa í Árskógi í
kennaraíbúð, sem ekki þurfti að
nota sem slíka nú í vetur. Þessi
þjónusta við íbúa hreppsins
hefur mælst vel fyrir og gengið
vel.
Mæður vinna nú utan heimilis
meir en áður, einkum við sjávar-
síðuna og hefur af og til verið
um það rætt í undanförnum
árum, hvort möguleiki væri á að
starfrækja gæslu barna í ein-
hverri mynd. Þess vegna var
gerð tilraun, en hvort framhald
verður í þessu formi á næstu
árum verður reynslan að leiða í
ljós.
Framkvæmdir
Þetta ágæta tíðarfar í haust
hefur orðið til þess að útivinna
við byggingaframkvæmdir hefur
haldist stöðug allt til þessa dags
og verkefni nokkur framundan,
ef veðurguðirnir verða okkur
hliðhollir enn um sinn. Ýmsar
framkvæmdir hafa staðið yfir á
þessu ári og útlit fyrir áframhald
á því sviði.
á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði í
báðum þorpunum. Þá voru
stækkanir og breytingar á þrem
íbúðarhúsum þessu til viðbótar
í sveitinni. Uppsteypt viðbót á
tveim hæðum við trésmíða-
verkstæði á iðnaðarsvæðinu og
er ætlað auk stækkunar á fyrir-
tækinu, til ýmissar þjónustu í
sveitafélaginu m.a. fyrir Spari-
sjóð Árskógsstrandar, Árskógs-
Stærri-Árskógskirkja. f sumar var lagað til austan við kirkjuna og
áfram verður haldið á næsta ári. Mjög snoturt heim að líta frá
þjóðveginum. í myrkri lýsir krossinn á turni kirkjunnar.
Sólrún H/F á L-Árskógssandi
byggði nær 400 m2 steinsteypta
neðri hæð til viðbótar fyrir sína
fiskverkun og er þar m.a. köld
hráefnisgeymsla, viðgerðar-
stofa o.fl.
Unnið var að byggingu rað-
húsa á þessu sumri og eru tvær
íbúðir bæði á Hauganesi og
Litla-Árskógssandi nær fok-
heldar.
Byrjað var á tveim einbýlis-
húsum á Hauganesi og unnið
við lengingu nýrrar götu þar og
má segja að nokkurt framboð er
hrepp, Brunabótafélagið o.fl.
Þá er hafin bygging fyrir
rækjuverksmiðjuna Arver H/F
á iðnaðarsvæðinu og tekinn
grunnur fyrir 800 m2 húsi til að
byrja með. Reynt verður að
halda áfram seinna í vetur.
í Engihlíð var byggt fyrsta
refahús hér í sveit á liðnu sumri,
300 m2 að stærð.
Frá sjávarsíðunni
Sjósókn og vinnsla aflans í landi
er auk landbúnaðar uppistaða
Ég var að lesa bók
Á dögunum fór ég að blaða í
tímaritinu Súlur, sem gefið er út
á Akureyri. Það var reyndar frá
því í hitt-eð-fyrra, en einhvern
veginn hafði það farið fram hjá
mér þangað til nú.
í þessu riti er m.a. skemmtileg
grein eftir Gísla Jónsson frá
Hofi, Glefsur úr sögu Akur-
eyrar. Það er þó önnur grein,
sem ég ætla að vekja athygli á
hér. Húnereftir BrynjuGrétars-
dóttur, sem bjó hér á Dalvík um
skeið, en misstist svo brott
héðan, illu heiili, rétt eins og
þeir hefðu ekki nóg af góðu
fólki fyrir þarna í henni Reykja-
vík.
Nú ekki tjóir að sakast um
það, snúum okkur heldur að
greininni.
Mjólkin færð af bílum yfir í bát.
Félagslíf
Um félagslífið hér er bara allt
gott að segja, það virðist ætla að
verða í svipuðu formi og verið
hefur. Kvenfélagskonur koma
saman af og til og vinna saman
basarmuni af ýmsu tagi. Basar-
inn er árviss og venjulega hald-
inn um mánaðarmótin nóv. og
stakt félag stendur að þessu,
allir geta verið með og reynt er
að dreifa nefndarstörfum sem
jafnast á alla. Ungmennafélagið
starfaði mikið í sumar. - íþrótt-
ir, kappleikir, veitingasala, dans-
leikir. - Þetta var svona það
helsta. Nú er byrjað á félags-
vist og bingóin eru jú af og til.
Helgi Hróbjartsson sóknarprestur messar. Sjá altaristöflu Arngríms
málara.
des. Á vegum kvenfélagsins er
saumanátúskeið þegar hafið og
til.boða stendur að taka þátt í
fjölmörgum tegundum nám-
skeiða, en það verður víst að
velja og hafna eftir ástæðum.
Hjóna- og paradansleikur var
hér 9. nóv. sl. Um þá skemmtun
sér sjö hjóna nefnd og sama
nefnd sér einnig um þorrablótið
en þá er skipuð nefnd til næsta
árs. Þessi háttur hefur verið
hafður á í fjölda ára - líklega
bara frá upphafi. Ekkert sér-
Lionsmenn eru byrjaðir með
sína fundi og aðra starfsemi.
Sunnudaginn 24. nóv. buðu þeir
eldri sveitungum í leikhúsið að
sjá og heyra Jólaævintýrið.
Á vegum kirkjunnar var
kaffisala og aðalsafnaðarfundur
eftir messu þ. 17. nóv. þráttfyrir
hvassviðri nokkuð.
Björgunarsveit Slysavarna-
deildarinnar heldur fundi reglu-
lega og er tiltæk ef á þarf að
halda að sinni sínu hlutverki.
svj/ám
Mjólkursala í hálfa öld
Grein Brynju fjallar sem sé um
Mjólkurfiutninga í Svarfaðar-
dal, sem hófust sumarið 1934,
jarðskjálftasumarið. Það var
nokkurs konar reynslutími. Þá
voru fluttir í Samlagið á Akur-
eyri 13.326 og hálfur líter af
mjólk úr Svarfaðardal og var
meðalverðið 19,6 aurar á líter.
Þetta gerir nálægt 3.600 krónur.
Mjór er mikils vísir.
Vorið eftir, þ.e. 1935, var
síðan formlega stofnuð Svarf-
dæladeild mjólkursamlagsins og
kosnir í fyrstu stjórn þeir
Ármann á Ur_ðum, Gunnlaugur
á Sökku og Helgi á Þverá. Það
er þessvegna hálf öld nú í ár,
síðan þau stórmerku þáttaskil
urðu í svarfdælskri atvinnu-
sögu, sem smám saman hafa
breytt þessari sveit úr slakri
sauðfjárræktarsveit í fyrsta flokks
mjólkurframleiðsluhérað með
tilheyrandi framförum í almenn-
um efnahag.
Það er mjög fróðleg saga, sem
þarna er rakin og sýnist mér
Brynja gera henni ágæt skil og
trúverðug. Hún styðst að sjálf-
sögðu fyrst og fremst við gerða-
bækur Mjólkursamlagsdeildar-
innar og Mjólkurflutningafélags-
ins eftir að það var stofnað árið
1950 (fram að þeim tíma hafði
Svarfdæladeild KEA séð um
flutningana). Einnig hefur hún
/ 43Et
Brynja Grétarsdóttir.
haft tal af gömlum mjólkurbíl-
stjórum og fengið þá til að segja
frá starfinu á árum áður. Það
eru þeir Gestur Hjörleifsson,
Jóhann Jónsson, Halldór
Gunnlaugsson, Friðþjófur Þór-
arinsson og Jón Jónsson, sem
enn situr við stýrið og hefur
haldið út lengur en nokkur
annar.
Það er þakkavert að hafa
lengið þessa sögu skráða meðan
enn eru uppistandandi menn,
sem muna hana frá byrjun. Og i
lokin: Er ekki einhver, sem á í
fórum sínum góða mynd frá
vetrarflutningum mjólkur með
hestasleðum eða tragtorflutn-
ingum að vetrarlagi?
NORÐURSLÓÐ - 3