Norðurslóð - 17.12.1985, Page 5
Krapaflóð í Svarfaðardal
21. apríl 1919
Eftirfarandi frásögn er skráð af
Gesti heitnum Vilhjálmssyni í
Bakkagerði. Hann skrifaði hana
niður skömmu fyrir andlát sitt á
síðastliðnu ári og léði undir-
rituðum til britingar ef svo vildi
verkast síðar meir.
HEÞ.
Það hefur dregist úr hömlu
fyrir mér að festa á blað frásögn
af snjókrapaflóðunum, sem féllu
hér í Tjarnarsókn á annan í
páskum 1919.
Af því að þetta er einstæður
atburður, er þess vert að minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Framan af dimbilvikunni setti
niður mikinn snjó í logni,
einkum til fjallsins en autt á
milli að kalla.
Neðan bæjar var svo mikil
bleyta í snjónum, að þar var
snjórinn órotaður og því versta
færi á láglendi.
Á annan í páskum var
ausandi rigning og hélst það
veður fram eftir degi. Nokkru
eftir hádegi sáum við neðan frá
Bakka, að snjóflóð hafði fallið í
Svartaflagsmóum, en stansað
stuttu neðar.
Þá sást líka að spýja hafði
fallið í Þverárhlíðinni, en stans-
að fljótlega. Nokkru seinna sást
að flóð hafði fallið úr Miðhaugs-
gilinu og að það hafði farið
heim að Bakkagerði.
Þá biðum við ekki boðanna,
en lögðum af stað uppeftir faðir
minn, Árni Valdimarsson og ég.
Ég var þá farinn að undirbúa
bæjarbyggingu á gömlu bæjar-
rústunum þar.
Fjárhús var og er þar ofan við
og allstór heystabbi að húsa-
baki.
Þar ofan við er allstór jarð-
fastur steinn. Á honum lenti
flóðið, síðan á heyinu og fjár-
húsinu. Þar klofnaði það ogfór
spýjan sitt hvoru megin. Krapið
fór í heytóftina og hlóðst upp í
tóftardyrunum, en vatnið rann
niður í húsið og sumt af því
þaðan út aftur.
Við byrjuðum á því að ausa út
úr húsinu, og því næst að moka
snjónum út úr tóftinni. Þar eð
við gátum átt von á fleiri
flóðum, þorðum við ekki annað
en að einn stæði vörð og hefði
auga með ef fleiri flóð féllu. Þau
létu heldur ekki lengi á sér
standa, því innan skamms sáum
við ilóð taka sig upp í Ytri-
Lágum, og töldum við að það
myndi falla á fjárhús í Syðra-
Garðshorni.
Þar sem við sáum tvo menn
standa suður og fram á hlaðinu
þar, töldum við að húsin hefðu
sloppið. Við sáum líka í jaðar á
flóði fyrir utan og ofan Syðra-
Garðshorn, en aðalflóðið sáum
við ekki.
Nú gerast hlutirnir samtímis
og verð ég því að segja frá, eins
og mér kemur það nú í hug.
Stuttu síðar sjáum við, að
piltarnir í Garðshorni fara
suður frá bænum og teljum við
þá víst að eitthvað hafi orðið að,
þó að við sæjum það ekki.
Lögðum við því strax afstað og
komum jafnt þeim að Miðhús-
inu. Og þar gaf heldur á að líta.
Þakið af húsinu með öllu
horfið og tóftin veggjafull af
snjó.
Ofan á snjónum lá ein ær
ósködduð með öllu. Við reynd-
um að hafa hraðar hendur að
moka krapinu út og náðum 10
ám lifandi.
Ein þeirra var niður á gólfi í
króarhorni með snoppuna upp
með leggnum og hafði þannig
náð lofti. Ein ær var niður á túni
og önnur niður á engi, báðar
óskaddaðar.
Þannig náðust 13 ær lifandi
og jafn margar dauðar, því alls
voru 26 ær í húsinu. Af þeim
dauðu voru hirtir skrokkarnir
og gærurnar.
Annað fjárhús var þar
skammt frá. í því brotnuðu
flestir raftar í annari krónni, en
þakið hélst uppi. Krap var í
heytóftinni og vatn rann í gegn
um húsið. Færið milli fjárhúss
og bæja var ein krapastella sem
tók í klof og mitti.
í Ytra-Garðshorni fór flóð á
fjósið, sem var skammt ofan við
bæinn.
Vctur í Bakkagerði.
Af því fór þakið en eftir stóðu
veggir og tóftin sléttfull af snjó.
Kýrnar voru niður á túni að
svamla þar í krapinu með
böndin um hálsinn. Voru þær
allar óskaddaðar. Einn kálfur
sem líka var í fjósinu var
dauður.
Óbökuð pottkaka sem verið
var að sýra í fjósinu, hafnaði í
glugghúsi á baðstofunni. Bærinn
var með öllu óskemmdur.
Um morguninn eða tímanlega
dagsins var hestunum í Syðra-
Garðshorni hleypt út til að
brýnna þeim. En það var leikur í
þeim svo þeir ruku út með
bæjum og hurfu út fyrir Grund.
Skömmu síðar var Björn
Júlíusson, sem þá var sextán
ára, sendur til að sækja þá.
Bærinn í Blakksgerði var þá
syðst í Grundar landi, utan og
ofan við Ytra-Garðshorn.
í Blakksgerði voru þá roskin
hjón, Páll Björnsson og Guðrún
Magnúsdóttir.
Hjá þeim dvaldi fullorðinn
sonur þeirra, Björn að nafni.
Þegar Björn Júlíusson kemur
út hjá Blakksgerði er nafni hans
úti staddur. Taka þeir tal
saman, sem leiðir til þess að
Björn Pálsson slæst í för með
nafna sínum.
Þeir finna svo hestana út í
Grundar-skriðu, og reka þá af
stað heim. Þegar þeir koma
suður á Blakksgerðistún, eru
hrossin komin alllangt á undan
þeim.
Allt í einu sjá þeir nafnar að
snjóflóð kemur á flugaferð
ofanað og stefnir á þá. Þeir sjá
sitt óvænna og taka til fótanna
og hyggjast ná þökubúnka sem
er þar á túninu.
Björn Júlíusson náði upp á
búnkann, en nafni hans sem var
aðeins á eftir, lenti í flóðinu, og
barst með því niður undir braut,
þar sem það stansaði. Hann
komst hjálparlaust á fætur og
var furðu lítið þrekaður. Það
bjargaði honum að flóðið var
mest vatn og var grunnt.
Fór hann því aldrei í kaf, og
gat gengið óstuddur.
Þeir nafnar fóru upp í Blakks-
gerði og fóru gömlu hjónin með
þeim suður í Syðra-Garðshorn,
þar sem þau töldu sig hólpnari
en heima.
í utanverðri Tjarnarsókn fóru
flóð meira og minna á hverjum
bæ, en gerðu ekki spjöll á mann-
virkjum að heitið gæti.
Halldór Sigfússon bjó þá í
Brekkukoti. Hann var lengi
dags búinn að strita við að
bægja hugsanlegum flóðum frá
húsum, með þvi að moka
sundur skafla og veita vatni frá
þeim.
Seinnt á degi taldi hann sig
vera búinn að ganga svo frá sem
hægt væri. Fór því inn, klæddi
sig úr vosklæðum og hugðist
hvíla sig um stund. En hann
hafði ekki lengi dvalist innan
dyra, er nágranni hans, Valdimar
í Jarðbrúargerði kemur inn í
baðstofudyrnar með óvenju-
legum hraða og spyr, hvort
hann ætli ekki að huga að ánum
og ærhúsinu, og er þar með
rokinn út.
Halldór þykist þar með skilja
að flóð hafi fallið á ærhúsið.
Hann var víst ekki lengi að
tína á sig einhverja leppa og
þaut út á eftir honum. Þeir
hraða sér suður að ærhúsinu og
sjá þá krapahrönn fyrir neðan
húsið en að það er þó uppistand-
andi.
Þegar þeir opna dyrnar kemur
vatnsgusan á móti þeim og
ærnar troðast út, blautar upp á
miðjar síður. Vatnið fossar út
og húsið tæmist að mestu. Inn-
rennsli er hætt en ökladjúpt
vatn í krónum.
Þá sjá þeir rollu í annari
krónni. Hún getur ekki staðið
upp og sýnilega hafa ærnar
gengið yfir hana. Þeir hreinsa
nú húsið eftir föngum, láta inn
ærnar og ganga svo frá úti, að
ekki geti runnið aftur inn. En þá
er eftir að koma rollugarminum
fyrir.
Halldór segir að best sé að
taka af henni höfuðið, hún geti
sjálfsagt aldrei staðið í fæturna.
Valdimar segir að engin reynd
sé komin á það. Hann tekur
poka sem er þar í húsinu, klæðir
rolluna í hann og leggur hann á
bak sér. Hún er þá dauð hvort
sem er.
Það má geta þess að hann
skilaði ánni ekki fyrr en í
fardögum þá í besta standi með
fallegu lambi.
Þegar leið að háttatíma, sást
að fólkið á Grund leggur af stað
út Grundarskriðu og eru yngstu
börnin borin, sem vænta má.
Eftir því sem víðar fóru flóð,
þótt ekki væru þau stór, varð
fólkið hræddara. Einkum átti
það von á flóði úr Grundar-
gilinu.
Það voru engin undur þótt
fólkið á Grund yrði hrætt, búið
að horfast í augu við lækinn
árum saman og gat búist við að
fá hann yfir sig þá og þegar. Nú
var hann með ófrýnilegasta móti
og vetrarnótt fór í hönd.
Fólkið tók því það til bragðs
að leita til næstu bæja í veikri
von um að þar kynni einhver-
staðar að finnast griðastaður.
Það athugaði aðstæður allar
á leið sinni út með bæjum og
taldi líklegastan griðastað í
Jarðbrúargerði.
Þar voru húsakynni hvorki
mikil né háreist, en hjartarúmið
virtist alltaf ótakmarkað. Fólk-
ið þar tók því opnum örmum og
lét því í té allt sem það mátti.
Innan skamms fjölgaði í kotinu,
því heimilisfólicið á Jarðbrú
bættist í hópinn. Þá var saman
komið í Jarðbrúargerði til
næturdvalar 25 manns, eða 10
frá Grund, 9 frá Jarðbrú og
heimilisfólkið 6 manns.
Ég held að svona atburðir
hafi ekki komið fyrir hér öðru
sinni í manna minni og því hefi
ég rifjað þetta upp, til að
varðveita það frá gleymsku.
Ath. Daginn eftir fór Hall-
grímur Halldórsson hreppstjóri
á Melum til Dalvíkur. Þá taldi
hann 20 flóð sem fallið hefðu á
svæðinu frá Hreiðarstöðum og
út fyrir Gullbringu.
Gert í maí 1984 á
}
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Dalbæ, Dalvík
Gestur Vilhjálmsson
^*****************************************
*
*
*
*
í
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Frystíhús K.E.A.
Dalvík
sendir starfsfólki og
viðskiptavinum bestu jóla- og
nýárskveðjur og
þakkar vel unnin störf á árinu.
Gleðileg jól, farscelt komandi ár.
NORÐURSLÓÐ - 5