Norðurslóð - 17.12.1985, Síða 6
Sveitakona í Þórunnarstræti
Soffía á Hofi segir frá
Ég hafði samið við Soffíu frá Hofi um að fá aö hafa viðtal við hana í
byggðarblaðið okkar. Þegar ég kom til hennar á Akureyri var hún
uppi á sjúkrahúsi og hafði lærbrotnað í hálkunni uppi í mjaðmarlið.
Okkur samdist um að ég kæmi viku síðar þegar hún væri komin
heim. Það gerði ég. Spurningin var hvort hún yrði nógu upplögð
fvrir svona jólaviðtal. En Soffía virtist ákveðin í að láta ekki bein-
brotið eyðileggja meira fyrir sér en nauðsynlegt væri. Og svo byrjaði
viðtalið.
Hún fæddist að Hofi árið 1906
og var yngst systkinanna. Hin
öll voru fædd á Syðra Hvarfi en
þaðan fluttu foreldrar hennar
1904. Að undanskildum tveimur
vetrum í Reykjavík. meðal
annars í kvennaskóla, var hún
svo samfleytt á Hofi þar til 1965
að hún flutti, 59 ára gömul. til
Akureyrar og gerðist verka-
kona.
Hún er ógift en hélt þó
löngum heimili og fjölskyldu.
Það má skipta tíma hennar á
Hofi í tvennt. Fyrst á heimili
foreldranna, Gísla Jónssonarog
Ingibjargar Þórðardóttur frá
Hnjúki. á meðan Gísli stýrði
búi. eða þar til 1926. Þá tók Jón
bróðir hennar við búi með konu
sinni Arnfríði Sigurhjartardótt-
ur frá Urðum. Með tímanum
hélt Soffía heimili foreldrum
sínum, móðurömmu sinni Hall-
dóru, fóstursystir Gísla er
Guðrún hét og svo öðrum Gísla,
Lalla, sem Soffía tók í fóstur
barnungan og ól upp.
„Eldra fólkið á Hofi náði
háum aldri,“ segir Soffía.
„Guðrún dó áttræð. mamma
82, pabbi 94 og amma 98.“
Eins og þú líklega veist var
pabbi raurar meira við sitt
handverk en við búið. í smíð-
unum var hann jafn vígur á tré
ogjárn. Hann smíðaði mörg hús
s.s. Urðarkirkju, íbúðarhús t.d.
á Völlum og Dæli, þó nokkrar
brýr o.s.frv. Hann var ólærður
smiður en tók samt nema. Hann
bæði saumaði aktygi og batt
Ingibjörg Þórðardóttir.
Mamma
„Móðir mín var góður bóndi og
meiri bóndi en pabbi. Hún var
mjög verklagin og ég man t.d.
hvað hún var lagin að hjálpa
ánum til burð.“
Soffía er heldur treg til að tala
um sjálfa sig. Hins vegar á hún
kærar minningar um móður
sína og talar fúslega um hana.
„Hún var sérstök hún mamma.
Ég held hún hafi verið mjög
heilbrigð og fordómalaus í
hugsun. Hún var t.d. ekkert
hrædd við að standa ein og
brjóta gegn gömlum hefðum og
reglum. Hún vareinstök tóskap-
Gísli Jónsson.
Athafnasamur maður,
Gísli
„Ég held að Hofsheimilið (Gísla
og Ingibjargar, Þ.H.) hafi verið
mjög traust þar sem mikil fyrir-
hyggja réði á öllum sviðum.
Búið þótti nokkuð stórt og
jörðin grasgefin þótt túnið væri
þá lítið hjá því sem síðar varð
bækur, ekki síst bækur Lestrar-
félagsins. Verksvitið var gott og
hann vann sér verkin létt. Þá var
hann fljótur að tileinka sér þá
tækni sem hingað kom. Þess
vegna voru þeir heimilis- og
búskaparhættir sem ég ólst upp
við alltaf nútímalegir miðað við
það sem þá gerðist. Þau fengu til
dæmis bæði skilvindu og eldavél
meðan þau bjuggu á Hvarfi og
arkona og ég man hve spari-
fötin okkar sem hún saumaði
voru óskaplega fín. „Það á að
sjást ef þið hafið fataskipti“,
sagði hún.
En hversdagslega lét hún
okkur stelpurnar oft vera í
buxum ef kalt var. Það hneyksl-
aði marga.
Hún tók ekki heldur hátíð-
lega þá gömlu verkaskiptingu
í garðinum á Hofí í júlí 1920. Fremri röð: Þorleifur á Hofsá, Gunnlaugur Gíslason, Jón á Hofi, Soffía á Hofi og
Ingibjörg á Hofi. Aftari röð: Ingibjörg Kristjánsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Dagbjört Gísladóttir, Rögnvaldur í
Dæli, Guðrún Stefánsdóttir og Gísli Jónsson bóndi og smiður.
hjá Jóni. Ég man hvað ég fann
fyrir miklu öryggi á haustin
þegar búið var að ganga frá
öllum haustverkum. Búið að
birgja sig upp af eldivið, salta
kjötið ofan í tunnur, setja
kartöflur næsta sumars og
útsæði ofan í skemmugólfið og
þvíumlíkt. Pabbi hafði áhuga á
garðrækt og við höfðum vermi-
reit, þ.e. niðurgrafinn heyrudda
og hrossatað sem hitnaði í undir
plöntunum og gler svo ofaná.
Tryggvi á Hvarfi hafði hinsvegar
vermireit í fjósþakinu.
vatnsleiðsla kom í Hof áriðsem
ég fæddist, 1906. Vagn að flytja
hey á höfðum við frá því ég man
fyrst. Ég held að eldavéhn hafi
verið sú fyrsta nothæfa í daln-
um. Og pabbi setti þær margar
niður og setti líka saman sláttu-
vélar fyrir fólk. Hann fórjafnvel
vestur í Skagafjörð að setja
saman sláttuvél þar.
Pabbi var hinsvegar varkár
að ráðast í stórræði og þá var
það yfirleitt mamma sem hvatti
hann áfram. Hún var ákafari til
framkvæmda.“
milli kynja sem yfirleitt var farið
nokkuð strangt eftir. Hún lét
strákana í kvenmannsverk, t.d.
kenndi þeim að mjólka, og
okkur stelpurnar lét hún vinna
ýmis karlmannsverk. Pabba var
ekkert um þetta gefið, sérstak-
lega ekki það að láta strákana í
kvenmannsverkin. Mamma var
bæði örlynd og hreinlynd. Sagði
fólki meiningu sína hreint út.
Fyrir það misskildu hana margir,
en ég heyrði hana aldrei tala
fólki á bak og þoldi okkur ekki
að gera það heldur. Hún var
6 - NORÐURSLÓÐ
fljót að reiðast og svo rauk það
fljótt úr henni aftur. Ég man
hvernig hún hellti sér einu sinni
yfir Gamalíel á Skeggstöðum út
af ágangi hestanna hans í Hofs-
túnið. En strax á eftir bað hún
hann blessaðan að koma inn í
kaffi.
Mamrna hafði létta lund og
var söngelsk. Yfirleitt söng hún
mikið við rokkin. Og það var nú
meira hvað hún gat hlegið
hjartanlega. Hún bókstaflega
veltist um þegar henni var
skemmt. Hún vildi hafa heimilið
glatt og það var gott að alast
upp á Hofi. Þessi tími sem ég
ólst upp á var góður tími fyrir
unglinga. Uppeldið var dálítið
strangt en ekki þessi blindi
strangleiki sem áður var algeng-
ur. En það var öruggi í tilver-
unni og við vissum vel hvað við
máttum og máttum ekki.“
Útivinna og Jói í Skriðu
Ég spurði Soffíu nú nánar út í
störf hennar sjálfrar, m.a. þau
karlmannsverk sem hún minnt-
ist á.
„Já, ég vann flest verk, sló
talsvert, batt í bagga, tók svörð,
risti þó ekki ofan af. Svo vann ég
mikið við kindurnar og ef ég á
að hæla mér fyrir eitthvað er það
helst það að ég var mjög fjár-
glögg. Minn heimur var úti með
skepnunum. Þar vildi ég helst
vera.
Ég var oft send til að hjálpa
Jóa í Skriðu að binda og flytja
heim. Hann vareinstæðingurog
einsetumaður þarna í kotinu.
Hann var ekki verklaginn en
ágætlega greindur. Hann orti
um mig vísu sem er svona:
Soffía er sómafljóð.
Um sínar æskuleiðir
rösk hún er og ráðagóð,
úr raunum mörgum greiðir.
Þær raunir sem ég greiddi úr
fyrir hann voru t.d. að benda
honum á hvar hann ætti kindur í
haganum. Hann var ófjárglögg-
ur og ég þekkti féð hans miklu
betur en hann. Mér þótti mjög
vænt um Jóa í Skriðu."
Búskaparhættir -
vöruskipti
Við ræddum um búskaparhætti
æskuáranna.
„Þegar ég var stelpa á Hofi
Soffía Gísladóttir.
Mjólkin var skilin, rjóminn
strokkaður og svo voru stærðar
smjörstykki tekin af strokkn-
um. Þau voru geymd á dimmum
og svölum stað þar til komið var
í fullt kvartil. Svo voru kvartilin
slegin til og send til Akureyrar.
(Kvartil: lítil tunna, 60 eða
stundum 120 merkur. Slegin til:
slegin botn í báða enda, Þ.H.)
Þetta var áður en farið var að
versla verulega á Dalvík.
Auðvitað var heimilið miklu
meira sjálfbjarga um flesta hluti
en nú er, þó var farið í verslun.
Pabbi og mamma fóru í kaup-
stað haust og vor. Aðalviðskipta-
vinur pabba á Akureyri var
Snorri Jónsson sem var Svarf-
dælingur, bróðir Halldóru ömmu
minnar. Snorri hafði, með
Rögnvaldi syni sínum, heilmikla
verslun með smíðavörur og
annað og verulega útgerð. Pabbi
sendi smjörið til Snorra og fékk
í staðinn vörur til heimilisins og
smíðanna. Aðrar vörur sem
sendar voru inneftir voru nátt-
úrulega ull og svo kindur á fæti.
Þá var markaður heima í
Hofsrétt viku eftir göngur.
Þángað komu bændur með
kindur og svo kaupmenn frá
Akureyri. Snorri var þar líka
eða menn frá honum. Svo var
prúttað og gerð kaup. Það var
heldur betur mannþröng í bæn-
um heima þá dagana. Síðan var
féð rekið inneftir og slátrað þar.
Þetta var áður en sláturhúsið
kom á Dalvík. En pabbi var lítill
kaupfélagsmaður og gekk aldrei
í kaupfélagið. Þótt rjómabúið
kæmi á Dalvík hélt hann áfram
að senda smjörkvartilin inneftir.
Og þegar sláturhúsið kom ytra
sendi hann áfram kjötið til
Systkinin á Hofi. Jón, Soffía, Halldóra, Dagbjört og Gunnlaugur.
var enn fært frá þótt ekki væri
það svo lengi að ég t.d. sæti kvía-
ærnar. Það var mikið fært frá.
Ég sé stúlkurnar enn fyrir mér
þar sem þær koma með fjórar
fullar mjólkurfötur úr kvíunum.
Snorra. Þá slátruðum við og
unnum kjötið heima. Það var
saltað ofaní tunnur, ýmist stór-
höggvið eða spaðhöggvið. Kjöt-
Framh. á bls. 7