Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 17.12.1985, Blaðsíða 7
Gunnar Stefánsson: í minningn gamallar vináttu Að vísu er ég ekki kominn á endurminningaaldurinn. Samt kom það skemmtilega við mig og vakti margar gamlar minn- ingar þegar Jóhann Antonsson hringdi til mín í vor og sagði frá fyrirhuguðum fundi 25 ára fermingarbarna á Dalvík. Við vorum fjórtán sem gengum fyrir gafl, eins og kallað var, í gömlu Upsakirkju á hvítasunnudag, 5. júni 1960. Einn er horfinn úr þeim hópi, Þorleifur Árnason. Einn hafði ekki tök á að koma til endurfunda, Valur Sigurjóns- son. Tólf vorum við sem hitt- umst á Dalvík 1. júní og var gleði ríkjandi eins og sjá mátti á mynd í júníblaði Norðurslóðar. Með okkur á myndinni var Jóhann Daníelsson kennari og sagt í texta að hann væri „fenginn að láni“. Ástæðu þeirrar lántöku er að finna á | bekkjarmyndinni sem hér fylgir og tekin var af fimmta bekk Barnaskóla Dalvíkur veturinn 1957-58. Jóhann var bekkjar- kennari okkar þá. Þetta var fyrsti vetur hans við skólann. Hann bar með sér nýjan anda og hafði á sér heimsmannslegt fas. Jóhann lét okkur gera ýmislegt annað en námsbækur sögðu til um, flytja ræður og botna vísur og ræddi um ýsam hluti. Þessi vetur hjá Jóhanni var mér | minnisstæður og gaman var að ' hitta hann í vor í fullu fjöri eins og allir sjá. Fermingarvorið okkar var bygging Dalvíkurkirkju á loka- stigi. Nokkuð var um það rætt að hraða frágangi svo að athöfnin gæti farið fram þar. Af því varð ekki og kirkjan vígð í september. Eftir á held ég að okkur þyki ekkert síðrá að hafa Fimmti bekkur Barnaskóla Dalvíkur 1957-58. Fremsta röðf.v.: Ingigerður Snorradóttir, Þórunn Þorgilsdóttir, Margrét Arngrímsdóttir, Jóhann D.aníelsson kennari, Sesselja Antonsdóttir, Snjólaug Aðalsteinsdóttir. Miðröð: Gunnar Stefánsson, Sigtryggur Jóhannsson, Jóhann Antonsson, Valur Harðarson, Gunnar Jónsson. Aftasta röð: Hallgrímur Kristinsson, Valur Sigurjónsson, Karl Kristinsson, Þorleifur Árnason, Kristján Már Karlsson, Baldur Friðleifsson. - Hallgrímur fermdist ekki með þessum hóp. Kristján Már lést sumarið 1958. verið síðasti hópurinn í gömlu kirkjunni sem nú er að mestu horfin. Eftir stendur aðeins kórinn þar sem við sátum forðum, og klukknaport fyrir framan svo að unnt sé að hringja þá til moldar sem legstað hljóta í Upsagarði. Það var faguxt veður á hinu gamla höfuðbóli þegar við gengum í halarófu úr Upsabæ inn um sáluhliðið og út í kirkjuna sem auðvitað rúmaði ekki allan söfnuðinn. Athöfnin sjálf er mér að vísu ekki sérlega rik í minni. Ýmislegt úr ferm- ingarundirbúningnum man ég vel og mér þótti gaman í tímun- um hjá séra Stefáni. Einu sinni sagði hann okkur talsvert af Marteini Lúther og hefur þessi mikli siðbótarfrömuður ekki verið mér hugstæðari í annan tíma. Og trúarjátninguna lærði ég nokkuð auðveldlega og kann því vel nú þótt um skeið væri kristindómurinn nokkur þyrnir í augum manns eins og gengur. Annars var það ekki fermingin sjálf sem við töluðum mest um í vor, heldur samveran í skólan- um. Við sátum saman allan barnaskólann og tvo til þrjá bekki í unglingaskóla. Auðvitað leið manni misjafnlega á þessum árum. En þegar ég hugsa til baka sé ég að það samfélag sem við ólumst upp í var gott. Kennaraliðið í okkar tíð var samvalið og staðurinn ekki stærri en svo að allir þekktust. I hugann kemur skemmtilegt félagslíf og ýmiss konar brall. í jólablaðinu í fyrra rifjaði Jóhann Antonsson upp áramótabrenn- urnar og stórfenglegust var sú sem við efndum til á Stórhól þar Tólf fermingarbörn frá 1960, saman komin 1. júní 1985 ásamt gömlum bekkjarkennara: Fremri röð: Ingigerður Snorradóttir, Þórunn Þorgils- dóttir, Margrét Arngrímsdóttir, Jóhann Daníelsson kennari, Sesselja Antonsdóttir, Snjólaug Aðalsteinsdóttir. Aftari röð: Karl Kristinsson, Gunnar Stefánsson, Sigtryggur Jóhannsson, Jóhann Antonsson, Valur Harðarson, Gunnar Jónsson, Baldur Friðleifsson. - Af fermingarbörnun- um eru þrettán álífi, Þorleifur lést 1974. Valur Sigurjónsson var fjarverandi. sem snurpubátarnir loguðu sem glaðast. Nú þætti líklega ekki forsvaranlegt að kveikja bál á Stórhól, svo langt hefur byggðin teygt sig uppeftir en þá var þetta langt fyrir ofan bæinn. Af gömlu bekkjarfélögunum er sá sem þetta skrifar hinn eini sem hefur raskað byggðajafn- vægi í landinu suðvesturhorninu í vil. Breytingar Dalvíkurbæjar síðustu áratugi miklast mérætíð þegar ég k’em á gamlar slóðir. En auðvitað stendur ekkert í stað og sjálfur breytist maður með tímanum eftir því sem hin svokallaða reynsla hleðst á herðar manns. Samt upplifði ég það í vor í hópi gamalla bekkjar- féJaga að undir niðri erum við furðu lík því sem við vorum forðum daga. Gamli bekkjar- andinn vaknaði af dvala og ég minntist orða Jóns Helgasonar: Þótt aldursmörkin ofri sér og ytra breytist hamur, er mest um vert ef ennþá er hinn innri maður samur. Það er kannski ekki við hæfi að fertugt fólk sem á að vera á kafi í rekstri þjóðfélagsins stundi það mikið að líta um öxl. Nógur tími til þess síðar. Samt er það svo að þær slóðir þar sem maður uppgötvaði heiminn standa alltaf fyrir sjónum manns í sérstakri birtu. Sá sem ólst upþ við sjávarlykt og töðuilm jöfnum höndum ber þetta með sér upp frá því. Og hann gleymir ekki gömlum bernskufélögum. Þeim skulu sendar kveðjur í þessu jólablaði Norðurslóðar í minn- ingu liðinna daga heima á Dalvík. Soffia á Hofí framhald ið fór beint í útgerðina hjá Snorra og var étið á skipunum. Á vetrum fór Pabbi venjulega gangandi á sýslunefndarfundi til Akureyrar. Þegar hann kom aftur hafði hann venjulega með eitt- hvað skemmtilegt til okkar krakkanna frá Snorra. Ég man hvað eftirvæntingin var mikil þegar hann kom heim, þegar við heyrðum marra í snjónum úti. Oft kom líka eitthvað gott frá Snorra í tómu smjörkvartilun- úm sem hann sendi okkur aftur. og gaf t.d. Svarfaðardalshreppi tvær jarðir og skyldi arður af þeim renna til styrktar svarf- dælskum iðnnemum. En fyrir- tæki þeirra feðga varð gjald- þrota og hrundi þegar verðfall varð á síld upp úr fyrra stríði. Þá voru líka önnur vöruskipti frá Hofsbúinu. Þó að pabbi sækti ekki sjóinn var alltaf fiskmeti heima, Það kom gegn- um vöruskipti við fólk á Dalvík, aðallega í skiptum fyrir eldivið Piparkerlingar nauðsynlegar Ég lét nú þetta nægja í þjóð- háttafræðum og varð persónu- legur. Ég spurði hvort hún hefði aldrei verið við karlmann kennd. „Nei, aldrei,“ sagði Soffía. „Ég held það hefði orðið hverj- um manni erfitt að hafa mig fyrir konu. Það var ekki leggj- andi á nokkurn mann.“ Hún sagði þetta með glotti, en svc bætti hún við: „Ég hef alltafsagt að það þurfi eina piparkerlingu í hverja fjölskyldu.“ Ég, spyrjandinn, tók þessu eðlilega sem góðu spaugi en ég hló stutt og alvarlegri hugsun laust niður í mig. Ef að var gáð bjó undir þessum orðum sögu- legur og þjóðfélagslegur veru- leiki. Framundir þennan dag, fyrir daga opinberrar öldrunar- þjónustu hefur velferð gamla fólksins verið komin undir ræktarsemi fjölskyldna þeirra, einkum kvennanna. Líklega er það mörg konan sem tekið hefur þessa skyldu sérlega alvarlega og látið þess vegna vera að stofna eigin íjölskyldu. Ég spurði Soffíu hvort henni hefði fundist hún vera ómissandi heima. Hún svaraði: „Ég held þau hefðu ósköp illa mátt missa mig.“ Til Akureyrar „Ég óf mikið af jafa fyrir verslanir á meðan ég var á Hofi til að hafa upp dálítinn pening. Og svo kom ég upp svolitlum bústofni eftir að Lalli fór að stækka.“ Hún átti þó litlar eignir þegar hún flutti til Akur- eyrar. En hún átti bæði iðjusemi og sparsemi. Hún fór strax í það að kaupa íbúð, á lánum og víxlum. Hún borgaði hana niður með vinnulaunum, vann lengst af hjá Útgerðarfélaginu, og á hana nú skuldlausa. Mörgum sveitamanni gengur illa að aðlagast bæjarlífinu þó yngri sé. „Eg bara tók því,“ sagði hún, þegar ég spurði um umskiptin. Hún varákveðin íað einangrast ekki. Hún var 1 trúnaðarráði verkalýðsfélagsins og formaður ferðadeildar þess. Hún talar af miklum hita um þjóðmál og kjaramál. Hún hatar öll bónuskerfi. Hugsunin er skörp, hún rekur ættir á undrahraða fram og aftur. Líkaminn er líka í býsna góðu lagi el ekki væri ólukkans lær- brotið. Hugurinn þráir útiveru úti í náttúrunni. „Éf mér hlotn- ast annað líf vil ég helst fá að vera úti í góðu veðri,“ sagði Soffía. En hún ætlar alls ekki að hætta að njóta þessa lífs. Þegar ég fór frá henni, eftir miðnætti, þrammaði hún einbeitt með hjálp hækjunnar um stofugólfíð, staðráðin í að mýkja og þjálfa aftur upp mjaðmarliðinn. Heimilisfólkið á Hofi laust eftir 1930 Guðrún Stefánsdóttir, Soffía, Arn- fríður, Jón, Þórarinn Þorleifsson, Gísli og Ingibjörg. Börnin: Freygerður, Pálmi og Gísli. Snorri var skipasmiður að og kartöflur. Þannig gekk það iðn. Hann var stóreignamaður án þess að peningar kæmu til.“ Viö óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. BRunnBóTnreuiG isLnnDs K'líftrygging GáGNKV€MT TKVXjQNGAFEL'VG NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.