Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Qupperneq 12

Norðurslóð - 17.12.1985, Qupperneq 12
Hamingjuganga Björn Svarfdælingar afhenda Hólaskóla málverk að gjöf. allt, sem ég hef síðan búið að. Og eins þó ég yrði ekki bóndi. En ég var þó alltaf mikið í tengslum við bændur og búskap í sambandi við störf mín hjá KEA. Já mér þykir vænt um aílt og alla á Hólum. Næsta sumar var ég líka á Hólum, kaupamaður hjá Páli skólastjóra. Það hefur verið sumarið 1925. atvinnu að fá við annað svo ég slæ bara til og ræð mig í Velli til Prestsins og til Helga Símonar- sonar, sem bjó þá á 1/5 jarðar- innar, en var annars skólastjóri á Dalvík. Ég man að ég borðaði eina viku hjá Maríu og svo 4 vikur hjá frú Sólveigu. Þetta var ljómandi heimili, ákaflega skemmtilegt. En aðstaðan þarna á Völlum fötunum sínum, og gifti sig þó ekki fyrr en 26 ára gamall. Ég var 4 ár á Tjörn, sem vinnumaður, en ég átti þar heimili þangað til 1930, að ég gifti mig og reisti bú hérá Akur- eyri, 28 ára gamall. Ég held ég verði nú að segja frá einu atviki, sem ég man vel eftir frá veru minni á Tjörn. Það var veturinn 1920, aðfaranótt 24. febrúar. Þetta varannálaður snjóavetur. Ég er fæddur 20. febrúar 1902 á Steindyrum í Svarfaðardal, sama dag og sama ár og Samband ísl. samvinnufélaga var stofnað. Þess vegna segi ég alltaf, þegar ég ek um Kinnina og sé súluna á Ystafelli, að þetta sé nú reist í mína minningu. Foreldrar mínir Þórður Kr. Jónsson og Guðrún Björns- dóttir bjuggu 18 ár á Steindyr- um og ég var 3ggja ára, þegar þau fluttu í Skáldalæk. Þar fæddist Árni bróðir3.júní 1906 og 6 dögum síðar, 9. júní, var móðir okkar liðið lík. Hún dó af barnsfarasótt. Drengurinn var skírður Árni Benóní, en það þýðir víst ,,sorgarsonur“ eða eitthvað því um líkt og var stundum gefið drengjum, sem misstu móður sína óskírðir. (Ég er nú nýbúinn að fylgja Árna til grafar. Hann dó í Reykjavík 10. nóv. síðastliðinn og var jarð- settur frá Dómkirkjunni.) Ég átti 3 eldri systur. Þær voru komnar um og yfir tvitugt þegar ég fæddist, og komnar burtu. Það var Dórótea, sem lengst af bjó á Þverá, Jóhanna gift á Blönduósi og Sesselja, þessi fræga manneskja, sem bjó á Sauðanesi á Ásum og átti 12 börn, sem mörg hafa orðið landsþekkt. Þá var það Gunn- laug, sem lengi bjó í Ólafsfirði, en er nú hjá dóttur sinni á Kópaskeri. Þá Jón, sem lengi var húsvörður hérna hjá KEÁ, en býr nú uppi á Elliheimilinu Hlíð og unir vel hag sínum. Þarna á milli voru svo 3 stúlkur, sem dóu ungar, Svan- hildur og 2 Sigríðar. Þetta var auðvitað eins og reiðarslag fyrir heimilið. Eldri systurnar allar farnar burtu og farnar að lifa sínu lífi. Pabbi bjó samt eitt ár á Skáldalæk eftir þetta. Svo sundraðist hópurinn. Árni var tekinn strax nýfæddur af þeim Þórhildi og Birni á Hrís- um. Síðar fór hann að Þverá til Dóróteu systur og Árna manns hennar og ólst þar upp. Sjálfur var ég eitt ár á Sökku hjá Dóróteu og Árna, sem þá voru ekki flutt í Þverá. Þaðan fór ég í Ingvarir til þeirra Kristins og fyrri konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur frá Selá. Þar var ég í 11 ár. Á Tjörn Þá réðst ég sem vinnumaður suður í Tjörn vorið 1919, 17 ára gamall. Ég segi alltaf að þá hófst mín hamingjuganga, sem ég hef gengið æ síðan. Þá fór ég t.d. að fá áhuga á að læra eitthvað og Þórarinn fór þá að kenna mér dönsku, sem kom sér vel seinna í Hólaskóla, því sumar kennslu- bækurnar voru á dönsku og norsku. Annars gekk ég í barnaskól- ann á Grund. Tryggvi Kristins- son var þá kennari þar og á Fjölskyldan í Oddagötu 5 f.v. Björn, Erla, Guðrún, Birna, Sigríður. Þverá í Skíðadal til skiptis, en Þórarinn á Tjörn kenndi þá á Dalvík og hluta vetrarins fram á Auðnum. Þetta er býsna langt. Ég man að fyrsta veturinn minn í skóla var Imba í Gullbringu, uppeldisdóttir Þorbjargar heit- innar, í sömu deild og ég, og ég kjagaði æfinlega upp með girð- ingu til að taka hana með. Næst komum við alltaf í Jarðbrú. Tvíburarnir Jón og Guðrún voru jafnaldrar mínir. Við fylgdumst alltaf að í gegnum skólann. En ég var að tala um lífs- hamingjuna. Hún upphófst þannig að um morguninn 14. maí 1919 átti ég erindi upp á grundirnar fyrir ofan Ingvarir, þar sem Grásteinarnir eru. Þá sé ég þar ókunnuga á nýborna. Ég þóttist sjá hún væri úrTjörn, því það voru svo stutt á henni bæði eyrun (miðhlutað í stúf bæði eyru). Ærin var að kara iambið, en mér fannst það lítið, svo ég fór að svipast um eftir öðru lambi. Og viti menn, þarna liggur þá annað lamb í skorningi litlu neðar og það færði ég ánni. Svo seinna um daginn, þegar ég labbaði mér í vistina á Tjörn, þá rak ég á undan mér þessa tví- lembdu á og færði Þórarni. Og þetta er ég alveg viss um að var gæfumerki. Ég var óskaplega seinþroska, það er best að það komi fram. Enda sagði ein náin frænka mín um þetta leyti að alltaf ætlaði ég að verða sami tíkartappinn, sem hvorki stæði aftur né fram úr mannshnefa. En Þórarinn taldi í mig kjark og sagðist sjálfur hafa verið svo seinþroska að hann hefði vaxið upp úr giftingar- Ég held að við höfum verið háttuð, þegar Þórarinn kom og bað mig að koma á fætur, því við þyrftum að sækja ljósmóður yfir í Sökku. Það var myrkt af nóttu og dálítil logndrífa, maður sá eigin- lega ekki út úr augunum. Við fórum á skíðum og það fyrsta, sem Þórarinn sagði, var að við skyldum bara passa okkurá því, að halda okkur nógu mikið til hægri, svo að við lentum ekki norður á auðnina, sem kallað var, flatlendið. Og við gerðum það svo rækilega að við lentum beint á Hánefsstöðum. Við gerðum ekkert vart við okkur þar, en kjöguðum út í Sökku. Þar var ljósmóðirin, Petrína Jónsdóttir, kona Sigurðar Þorgilssonar á Sökku. En nú stóð svo illa á, að Petrína sjálf var ófrísk og var auk þess ekki vel hress. Svo það var ákveðið að búa um hana á sleða í nokkurs- konar rúmi. Síðan voru festar 4 taugar á sleðann og við beittum okkur fyrir hann, við Þórarinn og svo þeir bræður Sigurður og Ari á Sökku. Það gekk nú vel niður brekkuna og nokkurn veginn yfir flatlendið. En aftur á móti, þegar kom upp á túnið á Tjörn fór nú heldur betur að þyngjast róðurinn, ég ætla nú ekki að tala um síðasta spölinn upp á hlaðvarpann. Þá var ég nær dauða en lífi af þreytu. Ég held þeir hafi dregið mig frekar en að ég hjálpaði þeim að draga sleðann upp á hlaðið. Það hafði ekkert skeð meðan við vorum burtu, en fæðingin átti sér stað skömmu síðar og það fæddist tiltölulega mjög f Danmörku Ég sagði Páli að ég vildi komast til útlanda og læra eitthvað meira. Páll var þess mjög hvetj- andi og skrifaði fyrir mig til Danmerkur í skóla, þar sem hann þekkti til. Skólinn hét Ladelund landbúnaðarskóli sunnarlega á Jótlandi. Þar var rekið kúabú við skólann og líka mjólkurvinnslubú og m.a.s. mjólkurskóli, sem er enn við lýði. Þar hitti ég í fyrsta skipti Jónas Kristjánsson, sem þá var þar við nám og var að búa sig undir starf hér í Eyjafirði. Við áttum eftir að sælda mikið saman seinna meir. Þarna var ég í eitt ár frá 1. nóv. 26 til 1. nóv. 27. Þá var ég búinn að sækja um skólavist í íþróttaskólanum í Ollerup hjá Niels Buk og varþar einn vetur. Þar var ég samtíða Hermanni Stefánssyni, sem var að búa sig undir að taka við íþróttakennslu í Gagnfræða- skóla á Akureyri. En ég hafði að engu slíku að hverfa. Aftur að Hólum Ég kom heim um vorið 1928 og réð mig þá enn á ný til kaupa- vinnu vestur að Hólum. Þá voru þau að fara Páll og Guðrún en Steingrímur kominn til að taka við skólastjórninni og með honum Teódóra og synir þeirra. Þá um sumarið var biskups- vígslubiskups. Og þar voru að vígja prófastinn í Skagafirði, sr. Hálfdán Guðjónsson, til vígslu biskups. Og þar voru margir prestar. Ég var fenginn til að selflytja eina 8 presta til Sauðárkróks, þar sem Esja beið þeirra. Fjóriraf þessum prestum vildu endilega troða upp á mig tveimur krónum hver svo sem í launaskyni, þó að ég væri auðvitað bara að vinna fyrir húsbændur mína. En 8 krónur voru bara heilmiklir peningar á þeim árum. Á Völlum Þarna hitti ég sr. Stefán á Völlum. Hannspyrmighvortég vilji ekki verða vetrarmaður hjá honum næsta vetur. Nú á þessum árum var ekki neina Formáli Þann 22. nóvember 1984 og aftur viku síðar var undirritaðurstadd- ur í Oddagötu 5 á Akureyri, og hafði upptökutæki með í för. Þar uppi á loftinu býr Björn Þórðarson, Svarfdælingur, sem lengi starfaði hjá KEA og allir uppkomnir Svarfdælingar kannast við. Hann býr nú einn í íbúðinni, þar sem þau hjónin bjuggu saman í meir en hálfa öld. Sigríður kona hans andaðist 26. desember 1983. Björn var beðinn að segja undan og ofan af æfi sinni. Hann reyndist auðveldur viðmælandi og sagði frá viðstöðulaust, oft eins og hann væri að lesa í ósýnilegri bók. Það, sem hér fer á eftir, er að miklu leyti orðrétt frásögn hans. H.E.Þ. Fæddur á Steindyrum myndarlegur strákur, sem síðar, var skírður Hjörtur Friðrik. Þannig byrjaði það nú. Á Hólum 21 árs fór ég að Hólum og var þar í 2 vetur hjá Páli Zóphónías- syni og má segja hjá hans ágætu konu Guðrúnu Hannesdóttur frá Deildartungu. Hún réði nú öllu úti og inni, sem hún vildi, en hún var svo diplómatísk, að hún sagði æfinlega: Hann Páll vill hafa þetta svona og svona. En það var ágætt, þeim kom vel saman og þetta var elskulegt heimili. Þetta var haustið 1923 að ég fór vestur í Hóla. Við vorum þá 6 Svarfdælingarnir þar. Það voru Gísli í Brautarhóli, Þor- leifur á Hofsá, Daníel á Hreið- arsstöðum, Jón á Jarðbrú, Þórarinn Þorsteinsson á Dalvík og ég. Sumarið á milli vetranna minna var ég kaupamaður á Hólum. Ég lærði mikið á Hólum, finnst mér, eiginlega 12 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.