Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Síða 13

Norðurslóð - 17.12.1985, Síða 13
Þórðarsonar var með eindæmum slæm. Hvergi hlöðubora. Húsin sitt í hverju túnhorni og allt eins óþægilegt og það gat verið. Það þurfti að flytja mikið hey heim. Bæði var stórt hey í Trjónu- bakkanum og hálft gamalt hey úti á Sökkubakka. Þetta haust var annars einstak- lega gott og ég var að grafa skurði fram á vetur og þurfti ekkert að skipta mér af fénu. Vorið 29 var líka afbragðsgott. Svo gott að þegar égfórað beita ánum á útmánuðum þá hættu þær alveg að éta heyið. Það var líka svo óskaplega vont t.d. úr Trjónubakkanum ekkert nema sina. En til að bæta heyið hafði ég 5 föt af sjálfrunnu þorskalýsi, og það þótti mér nú ekki sérlega skemmtilegt. Þennan vetur, sem ég var á Völlum, hafði ég fimleika- námskeið á Þinghúsinu á Grund. Ég held þetta séu einu beinu notin, sem ég hef haft af íþrótta- náminu, en margháttuð önnur not hef ég haft af Danmerkur- dvölinni alveg ómetanleg. Ég fór stundum með prestin- um þegar hann messaði á Urðum sem sérstakur fylgdar- maður. Ég man að þegar við vorum komnir út í Urðaengi áleiðis heim þá sagði hann einu sinni: „Jæja, hvernig líkaði þér ræðan?“ „Ræðan var ágæt,“ sagði ég „en þú hefði átt að hætta þarna,“ sem ég tiltók, en prestunum hætti til að verða nokkuð langorðir á þeim árum. Prestur tók þessu vel og sagði að þetta væri líklega alveg rétt hjá mér. Ég man eftir að við fórum á skemmtun fram í Dæli þennan vetur. Og það var skemmtileg skemmtun. Rögnvaldur stjórn- aði þessari skemmtun og söng mikið. En hann byrjaði svo hátt að enginn gat fylgt honum eftir. En hann söng það alveg út. Það var Frjálst er í Fjallasal. Svo voru nú oft böll á Grund. Þau voru líka skemmtileg, það var svo margt ungt fólk í sveitinni þá. Um vorið þegar ég var á Völlum, 1929, þá var Sund- skálinn vígður á sumardaginn fyrsta. Þá var Ingi í Skeggsstöð- um með einhvern þjóðdansa- flokk, 12 pör. Og ég álpaðist inn í þennan flokk og hafði að dömu frænku mína Elínu Árna- dóttur á Þverá. Mér fannst ég vera óskaplegur klaufi, verri en Sveinn Dúfa því ég fór alltaf aftur á bak þegar ég átti að fara áfram og allt eftir því. Ég fór á ball suður á Grund þá um kvöldið með stelpunum á Tjörn, Rikku og Snjóku, man ég. Þetta var eiginlega síðasta kvöldið, sem ég átti heima í Svarfaðardal. Á Vífílsstöðum Einhvern tímann um veturinn hafði Páll Zóph. þá orðinn ráðunatur hjá Búnaðarfélaginu hringt í mig frá Reykjavík og spurt, hvort ég vildi koma suður og taka að mér að verða ráðs- maður á kúabúinu á Vífilsstöð- um. Það var voðalega gott kaup í boði, 1800 krónur á ári og allt frítt. Ég gleypti við agninu og í byrjun maí fór ég til Akureyrar og steig um borð í Drottninguna og hélt til Reykjavíkur. Við vorum 3, sem unnum við kúabúið á Vífilsstöðum. Það voru 66 kýr í fjósi og ákaflega skemmtileg vinnuaðstaða, allt raflýst og skemmtilegra en ég hafði áður kynnst, jafnvel í Danmörku. Til að fara nú íljótt yfir sögu þá ætla ég að segja frá því að þarna kynntist ég ungri stúlku, sem vann þarna á hælinu, á straustofunni, hún sá um þvott- inn, þær voru 3 saman. Stúlkan hét Sigríður Guðmundsdóttir, ættuð úr Bolungarvík fædd 1903. Þetta æxlaðist nú þannig að þegar þetta ár var á enda þá vorum við Sigríður harðtrú- lofuð. Svo þegar ráðsmaður Vífilsstaðahælis kom til mín og vildi ráða mig áfram við kúa- búið, þá sagði ég að það gæti ég ekki, því nú þyrfti ég að fara að koma mér upp heimili og finna mér frambúðarstarf. Til KEA Nú ætla ég að segja frá svolítið skrýtinni uppákomu. Um vetur- fengið atvinnu við að uppvarta á Alþingishátíðinni á Þingvöll- um þá um vorið og hafði ansi gott upp. En áður en ég færi norður brugðum við okkur austur á Þingvöll og þar drógum við Sigríður upp hringana 10. maí í gróðrarstöðinni. Það vargóður dagur. Sunnudaginn 18. maí kl. 7 að morgni fór ég með Jónasi í vinnuna til að afgreiða mjólk í flöskum upp á bíla, sem fluttu mjólk í öll hús í bænum. Það var sérstök átöppunarvél. Jónas stjórnaði vélinni en ég setti pappalokin á flöskurnar og raðaði þeim í kassana. Svo komu bílstjórarnir tveir og tóku kassana og létu á bílana. Þá var Venni hlaupastrákur með öðr- um bílnum og Garðar Ólafsson bílstjórinn. Jónas fór á Alþingishátíðina og þar á Þingvöllum opinberaði hann trúlofun sína 28. júní og konuefnið hét eins og unnusta Björn og Sigríður á miðjum aldri. húsinu Oddagata 5, sem þá var til sölu. Við fluttum þangað 1. október 1931 og höfum búiðhér síðan. 22. nóvember 1930 var haldinn stofnfundur Starfsmannafélags KEA niðri á skrifstofu í Kaup- félaginu. Þegar fundurinn stendur sem hæst kemur sendiboði og segir mér, að ég eigi að koma heim strax, og hafa með mér ljósmóður. Ég brá að sjálfsögðu við, kom við hjá Jórunni Bjarnadóttur ljósmóður og við fórum úteftir (í Brekkugötu 30). Ég var víst rétt nýlega farinn af fundinum, þegar aftur kom sendiboði með nákvæmlega sömu skilaboð, en að þessu sinni til vinar míns Kristins Þorsteinssonar. Svo þegar við Jórunn erum rétt komin heim, þá kemur þar Kristinn og spyr mig með mikilli hógværð, hvort ég geti ekki verið svo góður að eftirláta sér Tuttugu og fímmára nemendur heima á Hólum 1. júlí 1950. Fremsta röð f.v.: Einar Gíslason, Kjarnholtum Biskupstúngum, Tómas Jónsson Blönduósi, Þorleifur Bergsson Hofsá, Jósep Stefánsson Hvammi Hjaltadal, Guðmundur Magnússon Magnússkógum Dalas. Miðröð f.v.: Jóhann Kristmundson Goðdal Strandas., Halldór Halldórsson Torfastöðum Vopnaf., Lárus Sigurðsson Brekkukoti Húnav., Jakob Einarsson Dúki Sæmundarhlíð. Aftasta röð f.v.: Þorsteinn Jónsson Eyvindarstöðum Blöndudal, Björn Þórðarson Tjörn Svarfd., Daníel Guðjóns- son Hreiðarsstöðum Svd., Gísli Kristjánsson Brautarhóli Svd., Kristján Árnason Skagafírði. inn 1929 hringdi Jónas Kristjáns- son í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma norður næsta vor og gerast bústjóri á kúabúi, sem þeir Vilhjálmur Þór ætluðu að koma upp á jörð í Eyjafirði á vegum KÉA, til þess að fá meiri mjólk i Samlagið. Þetta var Ytri-Hóll á Kaupangssveit. Ég tók þessu líklega og hann biður mig að fara nú strax að útvega einar 20 kýr í þetta fyrirhugaða bú. Segir að ég þekki alla í Svarfaðardal, þar séu sjálfsagt til kýr en enginn markaður fyrir mjólk. Þetta gerði ég og hafði samband við einhverja heima og fékk loforð fyrir mörgum kúm. En þetta varð aldrei að veru- leika. Þegar til kom vildu ættmenn eigandans ekki að hann seldi eða leigði svo þar strandaði það. Ég sagði Jónasi að þetta væri nú allt í lagi, en nú vantaði mig samt atvinnu, því nú ætlaði ég bráðum að fara að gifta mig og stofna heimili. Jónas segir að ég geti fengið atvinnu h\á sér, ég skuli bara koma næsta vor'. Svo í maí um vorið 1930 fór ég á skipi til Akureyrar, en Sigríður varð eftir. Hún hafði mín, Sigríður Guðmundsdóttir. Skrýtin tilviljun? Snemma í ágúst kom Sigríður norður og fékk inni hjá Jóni bróður mínum og Margréti, en ég var í fæði hjá þeim Sesselju og Ingibjörgu Eldjárn í Brekku- götu 9, en hafði herbergi uppi á Brekku. 16. ágúst ókum við upp á Eyrarlandsveg til sr. Rafnars. Þar vorum við gefin saman í heilagt hjónaband. Þá fluttum við 1 tvö súðarherbergi í Brekku- götu 5, til Geirs Þormars. Og þar fórum við að búa og Sigríður eldaði matinn á olíuvél undir súð, sem var svo lág að hún þurfti oftast að vera á hnjánum framan við vélina. En um haustið fengum við svo tveggja herbergja íbúð í Brekku- götu 30 hjá Jónasi Þór. Þetta gegnumgekk Jónas Kristjáns- son allt saman fyrir okkur og var okkur afskaplega hjálplegur, en við bæði vorum gjörsamlega ókunnug öllu og öllum hér í bænum þá. Undir eigin þaki Við vorum þarna í eitt ár, en festum þá kaup á efri hæðinni í ljósmóðurina, því hann þurfi nauðsynlega á henni að halda. Ég sagði að því verði kona mín og ljósmóðirin að ráða. Niðurstaðan varð sú, að Jórunn sagði að þetta gæti skeð á hverju augnabliki og hún þyrði alls ekki að fara og benti Kristni á lækni, því önnur ljósmóðir var ekki til. Með það fór Kristinn. Og þessa nótt, aðfaranótt 23. nóv. 1930, bættust 2 nýjar dömur í hóp Akureyringa, sem fyrir vóru. Og báðar hlutu þær Guðrúnarnafnið í skírninni. 1932 fæddist okkur önnur dóttir, Erla, hér á þessum stað, og 1936 fæddist þriðja dóttirin, Birna, einnig hér í þessu húsi. (Birna andaðist 15. júní 1985. Ritstj.) Þá var ekki komið í tísku, að konur færu upp á Sjúkrahús til að fæða. Fleiri störf hjá KEA í Mjólkursamlaginu vann ég í 7 mánuði, sumarið og haustið 1930. Síðan vann ég 6 ár í Smjörlíkisgerðinni. Þar voru á þeim tíma danskir menn, sem stjórnuðu því fyrirtæki. Næst varð sú breyting á að ég flutti mig yfir í Sápuverksmiðjuna Sjöfn og tók þar við heildsölu- afgreiðslu á lagernum og var við það í 13 ár. Ég ætla að segja skrýtna sögu, sem skeði meðan ég var í smjör- likisgerðinni. Einn daginn upp- götvaði ég að ég var búinn að týna giftingarhringnum mínum. Ég þóttist auðvitað vita að hringurinn hefði smokrast fram af fingrinum, þegar ég var að taka smjörlíkið, hálft tonn í senn, út úr mixaranum, sem við kölluðum svo. Það var svona helmingurinn eftir ópakkaður. Við leituðum í því, sem eftir var, skófum þetta niður með tré- spöðum, en fundum ekki neitt. Hringurinn hlaut því að hafa farið í því sem búið var að pakka. Svo liðu mörg ár. Þá var ég staddur í húsi hér í bænum og það berst einhvernveginn í tal, að ég hefði einu sinni tapað hring í smjörlíkinu. Þá segir mér maður, sem þar var í húsinu, að hann viti, hvar hringurinn hafi komið fram. Ég fór nú að sperra eyrun og spyrja manninn út úr. Hann sagðist þá hafa hitt stúlku utan úr Hrísey, sem hafði unnið þar í einhverju mötuneyti fyrir löngu síðan, og hún hefði sagt sér að það hefði komið hringur úr smjörlíkisstykki hjá þeim stúlkunum þarna í mötuneytinu. Ég hafði svo samband við konuna, sem hafði rekið þetta mötuneyti. Og viti menn, hún kannaðist við þetta og sagðist geyma hringinn og ég mætti koma og sækja hann, og það gerði ég við fyrsta tækifæri. En hann hafði þá aldeilis breytt um lögun, var orðinn eins og talan 8 eftir spaðana í mixaranum. En nafnið innan í honum, sem var ÞÍN SIGRÍÐUR, var alveg óskemmt. Ég kom svo hringnum í aðgerð hjá gullsnið hér í bænum og fékk hann fljótt aftur og þá var hann alveg jafngóður og nýr, og hér er hann enn á fingrinum. Þetta var nú útúrdúr. Ég var nú búinn að vinna við þessi verksmiðjustörf í 20 ár og var satt að segja orðinn svolítið þreyttur á þeim. Ég var ekki vel góður í fótunum til að standa alltaf á þessum steingólfum og bera oft mikið, kassa og þess háttar út í bílana. Ég fann að ég mátti ekki vera öllu lengur við þetta, ef ég átti að geta skipt um starf, því árin voru að færast yfir og ég kominn dálítið á fimmtugs- aldurinn. Svo ég hafði tal af okkar ágæta framkvæmdastjóra, Jakobi Frímannssyni, frænda mínum, við eru systrasynir, og hann tók máli mínu mjög vel, sagðist skyldu komu því svo fyrir að ég gæti byrjað að vinna niðri á skrifstofu umáramótin. Égfann fljótt, að nú hafði ég skipt um til hins betra, mér leið með hverj- um deginum betur þarna á skrif- stofunni, starfsfólkið allt saman alveg fram úr skarandi. Arn- grímur Bjarnason var skrif- stofustjóri, og okkur hefur alla tíð verið afskaplega vel til vina frá því við fyrst kynntumst og fram á þennan dag. Þarna var ég hjá Kaupfélag- inu allar götur fram undir 1980, í tæp 50 ár. Þá*lét ég af störfum vegna aldurs. Vann þó nokkur Framh. á bls. 19 NORÐURSLÓÐ - 13

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.