Norðurslóð - 17.12.1985, Síða 19
Framh. af bls. 13
ár enn, sem lausráðinn í hluta úr
starfi á skrifstofunni við gömlu
störfin mín. Það fannst mér
mjög gott og ég er mjög
þakklátur fyrir að hafa fengið
að hafa þetta svona.
Ég vann hjá KEA undirstjórn
þriggja kaupfélagsstjóra, fyrst
Vilhjálms, þá Jakobs og síðast
Vals og mér hefur fallið ljóm-
andi við þá alla.
Við byggðum
Bjarkarlund
Mig langar í lokin að segja frá
því þegar við reistum Bjarka-
lund í Vaglaskógi, sumarhús
Starfsmannafélags KEA. Það
var laugardagskvöld 5. júní
1932 að við fórum á tveimur
vörubílum austur í Vaglaskóg
til að byggja hús á grunni í
skóginum, sem hafði verið lokið
við áður. Jakob hefur verið
formaður félagsins þá, hann var
það fyrstu árin. Síðan tók við
sem formaður lngimundur Áma-
son. Og sjálfur var ég reyndar
formaður félagsins um skeið
eftir 1940 tvö ár og aftur seinna.
Við vorum líklega uppundir
20 menn, sem fórum austur.
Það var þá enginn vegur að
staðnum, bara heim að Vagla-
bænum. Svo þurftum við að
bera allt efnið og við það vorum
við alla nóttina, við sem ekki
vorum taldir nýtilegir smiðir.
En hinir, Jakob og Jónas
Kristjánsson og Aðalsteinn
Jónatansson og Björn Sigmunds-
son og fleiri, sem gátu haldið á
hamri, þeir byrjuðu undireins á
smíðinni.
Tvennt var það sem við
treystum okkur ekki til að bera.
Annað var eldavél, talsvert stór
og þung, hitt var járnið á þakið.
Svo við fengum lánaðan hest og
kerru hjá Þorsteini Davíðssyni,
sem þá var skógarvörður á
Vöglum, og fórum með þessi
þungu stykki á kerrunni niður
laut, sem þarna er, voðalega
brött og erfið.
Það voru 4 menn með kaðla,
sem voru bundnir í kerruna svo
að hún rynni ekki fram á klár-
inn. Það var unnið alla nóttina
og allan sunnudaginn, en þá var
húsið orðið fokhelt. Ég minnist
þess að á sunnudaginn kom
Halldór Ásgeirsson, Arnheiður
Skaftadóttir og fleiri stúlkur frá
KEA með meiri mat handa
okkur og studdu okkur með
ráðum og dáð. Nielsen forstjóri
Smjörlíkisgerðarinnar var þarna
kokkur og var alltaf að elda mat
og hita kaffi, svo við höfðum
nóg að bíta og brenna.
Þetta hús var fyrst ein hæð
bara með skúrþaki. Tveimur
árum síðar var bætt ofan á og
gert ris, svo þetta varð ágætt
hús.
Ég man að Gunnar heitinn
Larsen var með. En hann fór
ekki heim með okkur um sunnu-
dagskvöldið, heldur tók sér
þarna sumarfrí og bjó þá í
húsinu, óinnréttuðu auðvitað.
Hann tók sig þá til og bjó til úr
skógargreinum nafnið á húsið,
sem þar er enn þann dag í dag
sunnan á stafninum.
Jú ennþá stendur þetta góða
hús okkar, en ég veit að nú er
búið að byggja 2 eða 3 önnur
hús þarna. Og ég hef heyrt út
undan mér að það eigi kannske
að rífa gamla húsið. Til þess má
ég nú helst ekki hugsa, þetta hús
á sér svo langa og skemmtilega
sögu og margir eru búnir að eiga
þar góða daga.
Önnur félagsstörf
Ég hef alltaf verið félagslyndur,
held ég. Ef ég ætti að fara að
tíunda það, þá get ég sagt það,
að ég var a.m.k. einn áratug
ritari í stjórn Leikfélags Akur-
eyrar, þó aldrei hafi ég komið á
svið. En ég starfaði þar mikið
sem souffleur (hvíslari), dyra-
vörður o.fl.
Þá held ég að ég hafi verið
rúmlega tvo áratugi í stjórn
Skógræktarfélags Eyfirðinga,
vann þar með fram úr skarandi
mönnum, ánægjulegustu félög-
um, sem ég hef nokkurn tímann
unnið með. Þar nægir að nefna
Ármann Dalmannsson, sr. Sigurð
á Möðruvöllum, sr. Benjamín á
Laugalandi, Guðmund Karl
Pétursson, Helga á Þórustöð-
um, og Þorstein Davíðsson.
Þarna var valinn maður í hverju
rúmi, þ.e.a.s. að mér undan-
teknum. Afskaplega skemmti-
legir fundir, sem við héldum. Nú
eru flestir þessir menn farnir af
þessum heimi.
Svo var það náttúrulega
Ferðafélag Akureyrar. Þar var
ég í stjórn í 25 ár og einn af
stofnendum reyndar. Þorsteinn
Þorsteinsson, sá ágæti maður,
var nú reyndar lífið og sálin í
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
h.f.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Dalvíkingar,
} heima og heiman |
^ *■ ^
Við minnum á jólablómin og £
skreytingarnar. í
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
í Gleðileg jól og þökkum t
í viðskiptin á árinu. *
Hringið og við sendum.
Síminn er 96-61405.
*
*
*
*
* T Y *
*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*
þessu og lengst af framkvæmda-
stjóri hjá félaginu og venju-
lega fararstjóri í ferðum.
Það var mikið og gott starf í
félaginu og er enn fram á
þennan dag. Það hefur hver
ágætismaðurinn tekið við af
öðrum í formannsstöðunni,
Tryggvi Þorsteinsson, Jón
Dalmann Ármansson, Valgarður
bæjargjaldkeri Baldvinsson o.fl.
Og ekki má gleyma kvenfólkinu.
Þær hafa ekki látið sinn hlut
eftir liggja, t.d. Sesselja Eldjárn,
sem lengi vel var með í næstum
hverri ferð. Það var oft skemmti-
legt heima hjá henni á fundum.
Ég hef ferðast heilmikið bæði
erlendis og hér um landið í
byggðum og um hálendið. Hvergi
hef ég þó farið oftar en um
Heljardalsheiði. Hana hef ég
farið 26 sinnum, oftast að
vetrarlagi. Og enn langar mig til
að fara yfir Helju, en það get ég
líklega aldrei héðan af. Fæturnir
eru svo lélegir. Það er eiginlega
það eina sem er bilað í mér.
En af því ég er að tala um
ferðalög þá ætla ég að segja, að
ekkert finnst mér hafa breytt lífi
mínu og fjölskyldunnar meir en
það að eignast bíl. Þetta finnst
nú einhverjum fáfengilegt. En
bílinn eignaðist ég 1947. Mér
fannst við verða svo frjáls að
geta farið hvert sem var og
hvenær sem var eitthvað burt í
einhverja átt á eigin farartæki.
Mér fannst ég geta gert svo
miklu meira fyrir fólkið mitt,
konuna, dæturnar og svo barna-
börnin, þegar þau komu til.
Og að síðustu, meðan við
erum að tala um félagsmála-
störf mín, þa má ég ekki gleyma
kirkjunni. Ég er búinn að vera
meðhjálpari í Akureyrarkirkju
síðan á sjómannadaginn 1. júní
1962 og er enn. Ég er búinn að
aðstoða marga presta og mér
hefur líkað prýðilega við þá alla.
Og svo var ég lengi í sóknar-
nefndinni, þangað til núna á
síðasta aðalfundi að ég sagði af
mér. Ég hef haft óblandna
ánægju af öllum mínum störfum
í þágu kirkjunnar. Og mér er
það satt að segja mikils virði að
halda þessum tengslum við fólk
í félagsstörfum. Maður einangr-
ast ekki alveg á meðan.
Að leikslokum
Þú spyrð hvort þessi 82 ár hafi
verið skemmtilegt ferðalag. Já,
því svara ég hiklaust, mjög
skemmtilegt oggott. Við hjónin
vorum alla tíð afskaplega sam-
rýmd, dæturnar hafa verið
okkur einstaklega góðar og
tendasynirnir alveg fram úr
skarandi. Það hefur eiginlega
allt leikið í lyndi síðan morgun-
inn góða, þegar ég rölti með
tvílembdu ána suður í Tjörn og
hélt af stað út í lífið.
Svo hef ég líka alltaf haft
ánægju og áhuga fyrir starfi'
mínu, hvaðsemþaðhefurverið.
Og starfsfélaga hef ég eignast
svo góða og marga að ekki
verður tölu á komið. Ég er inni-
lega þakklátur öllu og öllum,
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Jú þetta hefur verið mikil
hamingjuganga.
H.E.Þ.
r
■
s
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
L.
Oskum viðskiptavinum vorum
gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Landsbanki íslands
Strandgötu 1, Akureyri
Brekkuafgreiðsla, Kaupangi
I
I
s
I
s
I
I
I
I
I
I
I
I
J
Jólaölið frá Sana
Nú í51 umbúðum á kr. 170.00
og 101 umbúðum á kr. 330.00.
Pantanir í síma 61304 alla daga.
i
Gosdrykkir frá Sana á hvert borð.
Ath. gerið verðsamanburð.
Umboðið Ásvegi 13 Dl.
^ f
NORÐURSLÓÐ - 19