Norðurslóð - 21.01.1986, Síða 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar
Landbúnaður heldur velli
Nú í miðjum janúar boðaði landbúnaðarráðherrann, Jón
bóndi Helgason í Seglbúðum í Landbroti, til íundar rheð
eyJirskum bændum á Hótel KEA á Akureyri. Rösklega 200
manns mættu til að hlýða á mál ráðherra sins ogeiga við hann
orðaskipti.
Það er ekki að orðlengja það. að lundurinn sncrist um
stöðu landbúnaðarinsog framkvæmd hinna nýju Iramleiðslu-
ráðslaga. sem svo cru kölluð í daglcgu tali.
Að sjálfsögðu komu Iram miklaráhyggjur fundarmanna út
afstööu markaðsmála og sér i lagi mikilli aukningu mjólkur-
Iramleiðslu í landinu samtímis því að útllutningsbætur
landbúnaðarafurða verða dregnar saman samkvæmt nýju
lögunum. Samt sem áður hlýtur ráðherrann að hala fariðal
fundinum með þá tillinningu. aðeylirskir bændur séu í heild
fylgjandi þessum lögunt og sjái í þeim miklu fleiri kosti en
galla.
Það eru einkum 3 atriði í nýju lögunum. sem bændur meta
ntikils og telja stéttinni stórkostlegan ávinning:
í lyrsta lagi cr það rétturinn til að semja við ríkisvaldið um
heildarmagn hefðbundinnar búvöruframleiðslu. sem rikið
ábyrgist l'ullt verð lyrir.
í öðru lagi ákvæðið um staðgreiðslu á Iramleiðslunni.enda
trevsta menn því fyrirheiti stjórnvalda. að vinnslustöðvunum
verði gert kleilt að standast þessar greiðslur.
í þriðja lagi það ákvæði laganna að sparaðar útllutnings-
bætur renni að miklu leyti í Framleiðnisjóð landbúnaðarins
og notist til að koma fótum undir nýjar búgreinar. Þar er
loðdýraræktin nú efst á blaði bæði með beinum stofnstyrkj-
um til nýrra loðdýrabænda og til fóðurstöðva þeirra.
Þaö er væntanlega öllum Ijóst aö á þessu ári verður að
draga saman seglin. einkum i mjólkurframleiðslunni og það
mun koma hart við margan manninn. iiinhverjir heltast úr
lestinni næstu árin e.t.v. í meira mæli en verið hefur
undanfarið.
Hinsvegar er cnginn uppgjafatónn í bændum. þeir ætla sér
að lifa af og trcysta atvinnuvcg sinn með bctra skipulagi.
Skynsamleg og vinsamleg framkvæmd nýrra framleiðslu-
ráöslaga á að geta stuölaö að því. ui.-b
Frá sóknarnefnd Urðakirkju
Áður hefur verið getið um það í þessu blaði, að á síðasta ári fóru fram miklar
endurbætur á Urðakirkju. málun, dúklagning o.m.fl. Er kirkjan nú hina
fegursta þegar inn er komið.
Nú hefur sóknarnefndin beðið blaðið að birta meðfylgjandi gefenda-
lista og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem lögðu kirkjunni lið í
þessu sambandi.
Gjafir og áheit til Urðakirkju árið 1985.
Börn og tengdabörn Guðrúnar og Jónasar í Koti Kr. 10.000
Heimilisfólkið á Atlastöðum kr. 6.500
N.N. til minningar um Guðrúnu og Jónas í Koti kr. 5.000
Sigtryggur Jóhannesson Göngustaðakoti kr. 2.500
Fjölskvldan Klaufabrekknakoti kr. 4.000
Fjölskyldan Hóli kr. 2.000
N.N. til minningar um Torfa Jónsson frá Hæringsstöðum kr. 5.000
Svana og Sverrir, Melum kr. 2.000
Fjölskyldan Urðum kr. 6.394
Helgi Simonarson, Þverá kr. 5.000
Fjölskyldan Syðra-Hvarfi kr. 1.550
Gunnar og Kristín, Dæli kr. 2.000
Kristín Sigurhjartardóttir frá Skeiði kr. 5.000
Friðrika og Friðjón kr. 5.000
Hjörtur Ármannsson frá Urðum kr. 5.000
Friðrika og Gunnar, Björk Dalvík kr. 2.000
Anna Jóhannesdótir frá Sandá kr. 1.000
Erla Gunnlaugsdóttir frá Atlastöðum kr. 1.000
Halla Gunnlaugsdóttir frá Atlastöðum kr. 1.000
Margrét og Sigvaldi í Skeggsstöðum kr. 2.000
Jónína Jóhannsdóttir kr. 1.000
Pálmi og Lilja í Odda Dalvík kr. 5.000
Ólafur Tryggvason kr. 1.500
Lilja Tryggvadóttir kr. 1.000
N.N. kr. 1.000
Júlíus Friðriksson, Gröf kr. 7.581
Áheit frá Margréti og Guðmundi kr. 1.500
Áheit frá Marinó Sigurðssyni kr. 1.000
Þau mörgu sóknarbörn og velunnarar kirkjunnar, scm lögðu fram vinnu
við gagngerar endurbætur á kirkjuhúsinu, gáfu alla sína vinnu eða 380
vinnustundir.
Þá bárust kirkjunni eftirtaldir munir: Hökull og stóla, gef'endur Kristín og
Gunnar í Dæli. Efni og vinna við bólstrun á kirkjubekkjum, minningargjöf
um I ryggva Halldórsson á Þorsteinsstöðum frá börnum og tengdabörnum.
Þá gaf Ungmennafélagið Atli tcppi á kirkjugólfið til minningar um látna
félaga. Ennfremur gáfu Birna og Halldór, fyrrum búendur á Melum,
kirkjunni 6 blómavasa og 6 kertastjaka úr silfri.
Gefendum þökkum við allar þessar góðu og höfðinglcgu gjafir, hvort
heldur þær eru fram færðar í peningum, vinnuframlagi eða munum. Ekki sist
þökkum við þann hlýhug og velvilja, sem þeir hafa sýnt kirkjunni á árinu.
Sóknarnefndin.
Gísli Kristjánsson
28. 2. 1904 - 24. 12. 1985
Gísli Kristjánsson frá Brautar-
hóli andaðist í Reykjavík á
aðfangadag jóla, 24. desember
1985.
Það var hráslagalegt veður og
hríðarslydda í lofti daginn 4.
janúar, þegar útför hans var
gerð frá sóknarkirkju hans,
Lágafelli í Mosfellssveit. Hann
var lagður til hinstu hvíldar þar í
kirkjugarðinum.
Kirkjan á Lágafelli var þétt-
setin fólki við hina Iátlausu
athöfn. Presturinn var sr. Jón
Helgi Þórarinsson á Dalvík,
gamall heimilisvinur Gísla og
Þóru og barna þeirra. Meðal
viðstaddra virtust einkum vera
3 hópar. Það voru vinir og
nágrannar Gísla heitins úrsókn-
inni. Það voru samstarfsmenn
Gísla frá Búnaðarfélagi Islands
og aðrir landbúnaðarmenn. Og
það voru gamlir sveitungar úr
Svarfaðardal búsettir syðra og
nokkrir komnir beint að heiman.
Það var geðþekkur blær yfir
þessari athöfn, látlausum og
sönnum orðum prestsins yfir
kistu hins burtkallaða bróður
og hljóðfæraleik og einradda
söng, sem vinir fjölskyldunnar
úr KFUM og K aðallega
önnuðust, en Guðrún Tómas-
dóttir nágranni og vinur söng
einsöng.
Samstarfsmenn og vinir Gísla
frá Búnaðarfélagi íslands og
Stéttarsambandi bænda báru
kistuna úr kirkju til grafar.
Þar með var á enda runnin
jarðlífsgana Gísla í Brautarhóli.
Með honum er genginn óvenju-
legur mannkostamaður og
góður Svarfdælingur. Æfiferill
hans hefur verið rakinn í dag-
blöðum og verður ekki endur-
tekinn hér. Aðeins skal þess
getið að á árunum milli tvítugs
og þrítugs var hann að mestu
hér heima við nám og störf
(Hólaskóla 1924 og 25) en í
Danmörku var hann samfellt
næstu 10 árin 1935-45. Hann
lauk prófi frá Búnaðarháskól-
anum í Kaupmannahöfn 1941.
í Danmörku varð Gísli fyrir
því óláni að veikjast af berklum,
sem m.a. bundu hann við rúmið
í nærri 3 ár. í því sambandi varð
hann einnig fyrir því láni að
kynnast hjúkrunarkonunni Thore
Margrethe Nielsen frá Holster-
bro á Jótlandi. Þau gengu í
hjónaband árið 1937.
Fjölskyldan, hjónin með 3
dætur, flutti heim 1945 og tók
Gísli við ritstjórn Freys og hélt
þeirri stöðu til ársloka 1974, í
tæp 30 ár. Þau bjuggu við
þrengsli og mikið óhagræði
uppi á lofti í gamla Búnaðar-
félagshúsinu við Lækjargötu í
10 ár. Þar fæddust þeim tvíburar,
piltur og stúlka, árið 1949.
Þau dreymdi um meira svig-
rúm og frelsi nær grasi oggróðri
og 1956 varð sá draumur að
veruleika, þegar þau fluttu í
nýbyggt hús sitt í því sem nú er
smáþorpið Hlíðartún við þjóð-
veginn við rætur hins 300 metra
háa Úlfarsfells í Mosfellssveit.
Þar sköpuðu þau fallegt heimili
umlukið stórum matjurta- og
skrúðgarði, sem var stolt heim-
ilisins. Þar heimsóttu Gísla og
tjölskylduna margir Svarfdælir
og geta borið vitni unt gestrisni
og hjartahlýju á þeim bæ.
Hvað á að segja um Gísla nú
þegar hann er allur. Hvaða orð
á að nota um þann óvenjulega
mann? Áhugi, dugnaður, óþreyt-
andi elja að fræða og leiðbeina.
Góðfysi, velvilji, jákvætt hugar-
far til manna og málefna. Þrek
og viljastyrkur að berjast við
ásækna vanheilsu. Þetta voru
orð sem komu greiðlega fram á
varirnar, þegar tveir sveitungar
voru að ræða um Gísla hér á
dögunum. Allt eru þetta sann-
yrði og segja þó næsta lítið brot
af því sem segja mætti og vert
væri að segja.
í starfi sínu hjá Búnaðar-
félaginu var hann öllum öðrum
fremur maðurinn, sem allt vildi
gera, sem gera þurfti og aldrei
hliðraði sér hjá að takast á
hendur erfiði og ábyrgð, sem alls
ekki voru hluti af hans skyldu-
starfi. Mér kemur í því sambandi
í hug eftirlit með forðagæslu,
sem var og er mikið ábyrgðar-
starf. Eða þá umsjá hans með
Ráðningarstofu landbúnaðar-
ins eða vistun útlendinga við
landbúnaðarstörf hér. Eða
meðalganga hans vegna íslenskra
námsmanna við erlendar bú-
vísindastofnanir. Eða þá og
ekki síst umsjá hans með
grænlenskum sauðfjárræktar-
nemum og aðstoð hans við
grænlenska bændur almennt.
Það var ekki að ófyrirsynju að við
kistu hans lá fagur blóntkrans
frá grænlcnsku landstjórninni.
En hér í þessu blaði væri þóef
til vill réttast að sleppa öllu
þessu, sem aðrir hafa þegar sagt
þó með öðrum orðurn sé. Tala
heldur urn það, sem tengdi
okkur Svarfdæli við Gísla annars
konar og sterkari böndum en
aðrir geta státað af. Gísli var
tengdur óslítandi böndum við
uppruna sinn og æskuumhverfi
hérna í dalnum. Hugur hans
dvaldi oft og löngum við fólk og
athafnir manna hér á svarf-
dælskum vettvangi, líklega í
vaxandi mæli eftir því sem
aldurinn hækkaði og heilsuleysi
bannaði æ meir heimsóknir í
dalinn kæra.
Hann var einn aðalfrum-
kvöðull að stofnun Samtaka
Svarfdælinga í Reykjavík og
nágrenni og var þar liðsmaður
af lífi og sál á meðan heilsa
leyfði. Hann fylgdist af lifandi
áhuga með öllum lífshræringum
hér í byggðum Svarfdæla og
gladdist innilega yfir hverju
framfaraspori, sem honum virt-
ust stigin hér á æskuslóðunum.
Hann sýndi þessu blaði mikinn
velvilja og skrifaði í það margar
greinar. Fyrir það skulu honum
færðar bestu þakkir á þessum
vettvangi.
Ég leyfi mér að tjá Gísla
Kristjánssyni virðingu og þökk
fyrir hönd sveitunga hans og
votta fjölskyldunni, Þóru og
börnunum, Rúnu, Stínu, Eddu,
Hans og Lilju og barnabörnun-
um samúð nú, þegar hann hefur
safnast til feðra sinna.
Héðan af á Svarfaðardalur
hlutdeild í kirkjugarðinum á
Lágafelli í Mosfellssveit.
Blessuð sé minning Gísla
Kristjánssonar.
H.E.Þ.
Gísli og Þóra í maí 1983, þegar hann var gerður heiðursfélagi í
Búnaðarfélagi íslands.
Frá Svarfdælingasamtökum
Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni
senda sveitungum heima og heiman kveðju guðs
og sína og óska þeim öllum hamingjuríks nýs árs
1986.
Um leið viljum við tilkynna að aðalfundurSamtakanna, sem hald-
inn verður í safnaðarheimili Langholtskirkju að Sólheimum 13 í
Reykjavík fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.00.
Fundarefni: venjuleg aðalfundarstörf og góðra vina fundur.
SVARFDÆLINGAR SÆKIÐ VEL FUNDINN.
Stjórnin
2 - NORÐURSLÓÐ