Norðurslóð - 21.01.1986, Qupperneq 3

Norðurslóð - 21.01.1986, Qupperneq 3
Bréf frá Nýja-Sjálandi 2000 ár - 150 mjólkurkýr Víöa fara sveitungar vorir Svarfdælir um heimsins foldarból. I jóla- blaðinu birtist kveðja frá einum af oss, sem býr í einni nyrstu byggð í Evrópu, Varðey fyrir strönd Norður-Noregs. Fyrir jólin barst Norðurslóð tilskrif frá öðrum sveitunga, sem kominn var langt suður á bóginn, nefnilega til Nýja-Sjálands. Þessi maður er Jón Viðar Jónmundsson frá Hrafnsstöðum. Jón Viðar er vel þekktur maður, ekki einasta hér á heimaslóðum hans, hcldur um allt Island a.m.k. þar sem bændur eru eða menn, sem eitthvað hugsa um landbúnað. Hann er sem sé einn fremsti búfjárræktarsérfræð- ingur, sem nú er hér á landi og vinnur að þeim málum hjá Búnaðar- félagi íslands, nú sérstakiega sem ráöunautur við nautgriparæktina. Hugur Jóns Viðars hefur þó löngum verið öðru fremur bundinn sauðfjárræktinni, en hann er maður sem hefur alhliða áhuga á búfjárrækt og meginreglur erfða- og kynbótafræða gilda fyrir alla skepnu allt frá kúm og kindum niður til laxa og silunga. í haust er leið brá Jón Viðar sér allar götur til Nýja-Sjálands og dvaldi um skeið á búfjárræktarstöð á norðureynni þar, sem heitir því skemmtilega nafni Rúakúra. Samkvæmt loforði sendi J.V. blaðinu fréttabréf frá N.S. þar sem hann lýsir landi og lýð þarna hinumegin á hnettinum. Ekki voru aðstæður til að birta bréfið íjóla- blaðinu, eins og fyrirhugað var, en hér kemur þó lengsti kaflinn úr því, sem fjallar um landbúnaðinn. Mun a.m.k. mörgum bóndanum þykja gaman af að frétta af aðstæðum stéttarbræðra á Nýja- Sjálandi. Menn mega bara ekki fyllast gagnslausri öfund eða rífa sig upp héðan úr dalnum og panta far til Góseniands. Ritstj. Landbúnaður ....Að síðustu ætla ég að víkja að örfáum atriðum í nýsjálensk- um landbúnaði. Það er í raun líklega eini þátturinn sem ég veit þá eitthvað um. Áður en ég hélt hingað þá taldi ég mig hafa ákveðnar hugmyndir um að hér í landi væru mikil og góð skilyrði til landbúnaðar. Það verður þó fyrst þegar maður sér þetta, sem hægt er að gera sér grein fyrir hve stórkostlegt þetta er. Það sem er undirstaða þessa alls er hin milda veðrátta, sem skapar skilyrði til grasvaxtar nánast allan ársins hring. Hér á lág- lendinu þar sem ég dvelst þá mun láta nærri að ársuppskeran af hverjum hektara lands nemi 150-200 hestburðum. Nú nytja menn þetta gras ekki til hey- öflunar, heldur láta þeir búféð að öllu leyti um að nýta gróður- inn. Það sem meira er, áburðar- notkun er hverfandi lítil. Megin- uppistaða í gróðri eru belgjurtir og fjölært rýgresi, og belgjurtirn- ar sjá um að vinna köfnunarefni úr lofti. Áburðarnotkun verður þá fyrst og fremst steinefna- áburður, og víðast hvar er áburðardreifing framkvæmd með ílugvélum. Veðurblíðan gerir það að verkum að byggingar fyrir búfé verða að mestu óþarfar. Á fjár- búum eru einu byggingar, mjög vel skipulagðar réttir til að draga sundur fé og góð aðstaða til rúnings. Eins og ég sagði áður, þá er fóðuröflun til geymslu lítil, það litla sem er, er mest vothey, og þó að kunnátta okkar íslend- inga í votheysverkun mætti gjarnan vera meiri og betri, þá er hennar áreiðanlega ekki að leita hér. Sjálfir segjast þeir gera versta vothey í heimi úr besta hráefni sem til sé. Sauðíjárrækt hefur lengi verið veigamesti þáttur landbúnaðar á Nýja-Sjálandi. Nú mun vera hér í landi um 70 milljónir fjár. Fjárfjöldi í öðrum löndum er alltaf erfiður til samanburðar við íslenskar tölur, þar sem taka verður tillit til hvernig féð er talið. Hér gera menn t.d. veru- legan hluta af lömbum að vetur- görnlu fé, þannig að það sem talið væri fullorðið fé hjá okkur er víst nær 50 milljónum. Fjár- búin eru ákaflega stór mjög algengt er að menn hafi um 2000 ær. Kjötframleiðsla skiftir mestu máli, en ullarframleiðslan er mun þýðingarmeiri þáttur en í sauðfjárbúskap á íslandi. Meðferð fjárins er ákaflega frábrugðin því sem bændur í Svarfaðardal þekkja. Hérerallt fé á ræktuðu landi á búinu sjálfu. Beit á afréttarlönd eða ógirt svæði er óþekkt fyrirbæri hér. Landinu erskipt ígeysilegan Ijölda beitarhólfa og fjár- mennskan er fyrst og fremst í því fólgin að færa fé milli hóll'a eftir kúnstarinnar reglum. Hér á lág- lendinu eru þessi beitarhólf yfirleitt mjög lítil, minni en hektari að stærð. Aftur á móti er hverju sinni beitt miklum Ijölda Ijár í hvert hólf, svo tugum skiftir. Þetta minnir því að vissu leyti á fé í rétt. Féð er látið hreinsa allan gróður í hólfinu á skömmum tíma og þá flutt í annað hólf með nægu grasi sem hef'ur verið friðað í nokkurn tíma. Áberandi er að sjá fé með skitu enda þarf að gefa fé mikið af ormalyfjum og eru þau auglýst hér í sjónvarpi eins og ríkisskuldabréf á íslandi. Girðingar eru geysilega öflug- ar og skiljanlega við þessar aðstæður mjög miklar. Kostn- aður við girðingar verður því einn af stærstu útgjaldaliðum við fjárbúskapinn. Vinna við hirðingu er lítil. Fjármennirnir ferðast um landið á mótorhjólum eða kerru fyrir hundana. Notkun fjárhunda er hér mjög þróuð og sýnist mér að þeir séu fjárbændum hér álíka mikilvægir og dráttarvélar íslenskum bændum. Hver fjár- maður hér er oftast með þrjá hunda. Einn megin vinnuþáttur á fjárbúunum er rúningur. Hann er yfirleitt unnin af þrautþjálf- uðum rúningsmönnum, sem ferðast um allt landið og stunda ekki aðra atvinnu. Mjólkurframleiðsla Mjólkurframleiðsla er einnig ákaflega mikil hér í landi og á margan hátt einstök í heiminum. Mjólkurkýr eru rúmar tvær milljónir. Sauðfjárbúskapur er dreifður um allt landið, en mjólkurkýrnar eru að lang- mestum hluta á Norðureyjunni. Meginhluti mjólkurframleiðsl- unnar er vinnslumjólk, sem unnin er í smjör og osta til útflutnings. Neyslumjólkur- framleiðslan er í höndum lítils hóps bænda sem hefur á henni einkaleyfi. Kúabúin eru mjög stór. Meðalbú mun vera um 150 mjólkurkýr. Á þessum búum sem framleiða til útflutnings, bera allar kýr á innan við tveim mánuðum að vorinu (ágúst- september). Þetta þýðir að framleiðslan verður algerlega árstíðabundin. Kýrnar fá aldrei neitt kjarnfóður, heldur fram- leiða aðeins þá mjólk sem þær gefa af beitinni einni. Hér hef ég aðeins sagt frá örfáum atriðum í tveim þáttum landbúnaðar hér í landi. Land- búnaðurinn er mjög fjölþættur og á síðustu árum hafa fjöl- Sauða-fögur-hjörö. margir þættir komið til í fram- leiðslunni, sem ekki verður fjallað um hér. Að síðustu vil ég víkja öfáum orðum að horfum í landbúnaði hér, nú á þessum vordögum Greinilegt er að miklar hrær- ingar eru í þeim efnum og breyt- ingar framundan. Þegar Bretar gengu í Efnahagsbandalagið fyrir rúmum 10 árum, var það landbúnaði hér gífurlegt áfall. Breski markaðurinn hafði til þess tíma tekið við nær allri landbúnaðarframleiðslu Nýsjá- lendinga. Frá þeim tíma hefur mjög mikils verðhruns fyrir bændur, sérstaklega á kinda- kjöti en einnig mjólk. Það er talað um 30-50% verðfall. Sem dæmi um ástandið má nefna að talað er um að fyrir fullorðnar ær sem bændur senda til slátr- unar, megi þeir eiga von á reikn- ingi frá sláturhúsi vegna slátur- kostnaðar, þar sem afurða- verðið nægi ekki til greiðslu hans. Bændur hafa því víða bundist samtökum um að farga þessum ám sjálfir og husla í fjöldagröf- um. Rætt er um að miðað við horfur nú, þá verði þúsundir bænda gjaldþrota. Það sem hefur ýtt undir þessa þróun er stefna stjórnvalda í gjaldeyris- og peningamálum. Tekin var upp frjáls gengis- skráning og vextirgefnirfrjálsir. Á síðustu mánuðum hefur þetta leitt til verulegrar hækkunar á gengi nýsjálenska dollarans, sem gerir útflutningi þungt fyrirfæti. Vextir hafa á sama tíma rokið upp og eru nú 21-23%, sem er víst fáheyrt hér. Að lokum sendi ég öllum mínum gömlu sveitungum inni- legar jóla- og nýárskveðjur. Jón Viðar Jónmundsson. \ ið Milfordfjörð. mikil vinna verið lögð í upp- byggingu nýrra markaða víða um heim. Stjórnvöld hafa veitt bændum ákveðna styrki í verði búvara á síðustu árum. Að vísu virðast þessir styrkir hafa verið í óþökk flestra bænda. Nú hefur það gerst að öllum þessum stuðningi stjórnvalda hefur verið kippt burt. Þetta hefur leitt til Minnisvarði uni fjárhundinn. Gjaldkeri Laus er til umsóknar staða gjaldkera áskrifstofu Dalvíkurbæjar. Um heilsdagsstöðu er að ræða. Umsóknarfrestur er til 29. janúar n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 96-61370. Bæjarritarinn Dalvík. Bæjarpósturinn Nýtt fréttablað á Dalvík. Bæjarpósturinn kemur út vikulega. Flytur fréttir og greinar frá Dalvík og nágrenni. Hefur þú áhuga? Áskriftasöfnun stendur nú fyrir. Áskriftarsímar: 61470 - 61566. NORÐURSI.OÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.