Norðurslóð - 21.01.1986, Side 4

Norðurslóð - 21.01.1986, Side 4
Spurt um áramót 9 menn í byggð og bæ Norðurslóð hefur stundum gert það um áramót sér og öðrum til skemmtunar að spyrja nokkra valinkunna Svarfdælinga í bæ og sveit hvaó þeim vœri minni- stœóast frá iiðnu ári og hvers þeir vœntu af því sem nú er hafió. Hér á eftir fara svör þeirra sem haft var samband við að þessu sinni: Lena Gunnlaugsdóttir á Atla- stöðum. Hann pabbi dó á síðasta ári og það hlýtur eðlilega að vera það sem mér er minnistæðast. Það er ekki lítil breyting sem verður á einu sveitaheimili þegar slíkt gerist. Pabbi hefur alltaf verið hér á bænum frá því ég man eftir mér og er því stór hluti af öllu lífi manns. En einn dag rétt fyrir sauðburðinn er hann horfinn og kemur ekki aftur. Þetta er auðvitað það sem manni dettur fyrst í hug. Þá gerðist það einnig að gamla baðstofan hér á Atla- stöðum var rifin. Hún hefurlíka verið hluti af lífi manns frá fvrstu tíð. og er því mikill sjónarsviptir af henni þó hún væri orðin mesta skrifli. Hvað hinni spurningunni við- víkur þá hef ég alltaf haft það fyrir reglu að gera mér ekki hugmyndir um nokkurn hlut fyrirfram. En ég held samt sem áður að ég geti talist bjart- sýnismanneskja og finnst hlut- irnir hljóti að fara batnandi. Þetta er óráðin gáta. Friðrika Ármannsdóttir Björk Dalvík. Mér er það minnistæðast að fá að sjá fæðingasveit mína aftur eftir 68 ár. Það var ekki seinna vænna. Eg var 3ja ára þegar ég flutti með foreldrum mínum frá Botni í Þorgeirsfirði í Urðir í Svarfaðardal. Pabbi gerði þar út ásamt Jörundi mági sínum qg Guðmundi bróður hans. Eg held þeir hafi verið síðustu útgerðarmennirnir í Þorgeirs- firði. Eg man nú raunar ekkert þaðan nema smá svipmynd af því þegar hjónin á bænum, Kristjana og Geirfinnur, sóttu mig í teppi í sjóbúðina þar sem 4 -NORÐURSLÓÐ við bjuggum, ég veit raunarekki af hvaða tilefni. En það sem ég man best er að Geirfinnur rak skeggið í andlitið á mér og síðan fékk ég tvinnakefli þrætt á band til að leika mér að. En þetta skrifar þú náttúrulega ekki. Svo er það í sumar að mér býðst að fara með Ferðafélaginu út í Fjörður og ég greip tækifærið. Og ég sé aldeilis ekki eftir því. Þetta var svo skemmtilegt. Við þurftum að ganga úr Hvalvatns- firði yfir í Þorgeirsfjörð og var sú leið nokkuð lengri en við bjuggumst við. En alla leið komst ég og þá var takmarkinu náð. Næsta ár? Ætli maður verði ekki að vera bjartsýnn á það. Við skulum vona að veðrið verði ekki verra en síðasta sumar. Haraldur Hjartarson, Grund. Ja, nú man ég ekkert. Þetta kemur svo flatt upp á mann. Það er þá helst veðráttan síðasja sumar sem mér dettur í hug. Ég hef búið hér í 13 ár og get fullyrt að þetta sé versta heyskapar- sumarið á þeim tíma. Það er raunar ótrúlegt, hvað heyskap- urinn gekk þó vel hér í sveitinni þrátt fyrir þetta tíðarfar. Þetta nýja ár leggst bara heldur vel í mig. Égernúenginn spámaður en þó held ég að veturinn verði mildur og sumarið gott. Það er sjaldgæft hér um slóðir að fá tvo óþurrka- sumur í röð. Gunnsteinn Þorgilsson Sökku. Mér dettur nú fyrst í hug þetta vonda sumar og hin erfiða hey- skapartíð. Það slagaði hátt upp í sumarið ’79. Einnig settu óvenjumikil vanhöld á kúm hér á bæ svip sinn á liðið ár. Tófu- veiðar gengu þar að auki illa og kenni ég óvenju snjóléttum vetri um það. Eitthvaðjákvætt hlýt ég að muna ef éghugsa migum. Jú, við keyptum okkur nýjan hey- hleðsluvagn, þann flottasta og fullkomnasta hér í sveit með sjálfvirkum losunarbúnaði, 2ja hásinga og vökvadrifinn. Svo létum við gera við veginn hingað heim og er það til mikilla bóta. Það sem einkennt hefur þjóð- málin síðasta ár virðist mér helst það að allt sé á leið til fjandans. Allskyns svindl og svik ber hæst hér á landi þetta árið og aðal- boðorðið er að bjarga sjálfum sér hvað sem það kostar. Ég vildi gjarnan beina þeirri á- skorun til fólks, að það hætti nú að lifa um efni fram eins og mér virðist margir gera. Ég held að þetta nýbyrjaða ár verði gott. Veturinn verður snjó- þungur en vorið og sumarið gott. Haustið verður kalt. Mitt áramótaheit er að halda áfram að vera sami góði strákurinn. Heiðbjört Jónsdóttir Hofsá. Ég var að láta ferma síðasta barnið okkar síðastliðið vor. Það er mér ofarlega í minni. Svo fórum við hjónin í utanlands- - reisu í fyrsta skipti á ævinni. Það er að sjálfsögðu alveg ógleyman- legt. Við fórurn til Hollands, Belgíu, Frakklands, Andorra, Spánar, furstadæmisins Mónakó og spilavítin þar, Italíu Þýskalands, skoðuðum þar m.a. Arnarhreiðrið hans Hitlers og til Austurríkis komum við líka. Þetta eru 9 lönd á tæpum mánuði. Þá er méreinnig minni- stætt að ein dóttir okkar fór til Suður Ameríku og dvaldi í Equador í 2 mánuði. Það er ansi langt í burtu og þóttu mér það hrein undur að geta talað við hana í sima alla þessa leið eins og hún væri á næsta bæ. Ætli veðráttan síðasta ár verði ekki að teljast minnistæð líka, þessi dýrðlegi vetur og svo þetta rigningasumar. Hvað gerist á þessu ári veit ég ekkert um nema ef vera kynni að við færum í annað ferðalag. Svo vil ég bara að endingu óska þjóðinni alls góðs á þessu ári. Óskar Pálmason, Dalvík. Það sem að sjálfum mér snýr, þá er mér einna minnistæðast sumarleyfið mitt. Því eyddum við á ferðalagi um Vestfirði. Ókum norður Strandir í stór- góðu veðri alla leið norður í Trékyllisvík. Þar er mjögfagurt víða. Síðan ókum við til baka um Steingrímsfjarðarheiði og yfir í Djúp. Þaðan til Isafjarðar, og dóluðum síðan um firðina einn af öðrum, höfðum nógan tíma og komum víða við. Þetta er alveg ógleymanleg ferð. Árið sem lcið var mjög svo gott fyrir okkur í byggingar- iðnaðinum hér á Dalvík. Atvinna var mjög mikil og meiri en okkur tókst að anna. Opnun Svarfdælabúðar þykir mér mikill og merkur áfangi í verslunarsögu staðarins og hefur að mínu áliti bætt mjög alla verslunarþjónustu hér. I þjóðmálunum er mér ofarlega í minni atburðurinn á kvenna- frídaginn þegar Vigdís tók sér frest til að skrifa undir bráða- birgðalögin. Þar þótti mér hún gera rétt. Ár friðarins leggst vel í nrig. Eftir friðarávörpin, sent þeir Reagan og Gorbatsjov fluttu hvor yfir annars þjóð á nýársdag finnst mér öllu friðvænlegra í heiminum en áður. Stefán Stefánsson, sjómaður Dalvík. Ja, blessaður vertu, þau eru öll eins þessi ár. Ég man ekki eftir neinu merkilegu, sem gerð- ist á þessu ári nema ef vera kynni netavertíðin í vor. Það hefur aldrei verið svona gott á netunum frá því ég man eftir mér. En síðan kom sumarið og þá fór nú að versna í því. Bæði var það, að tíðarfarið kom í veg fyrir, að maður kæmist á sjóinn og eins helgarveiðibannið. Ég er samt þeirrar skoðunar, að nauð- synlegt sé að hafa kvóta. Það gengur ekki að hleypa öllum stjórnlaust á fiskimiðin. En ég hef þá sérstöðu hér á Dalvík, að ég er sá eini, sem reyni að lifa af þessari smábátaútgerð eingöngu, og þess vegna kemur þetta kannske harðar niður á mér en öðrum. Nýja árið? Ég er nú heldur bjartsýnn á þetta nýja ár. Maður miðar náttúrulega allt út frá sjónum og sjósókninni. Maður hefur verið á sjó alla ævi og hugsar helst ekki um annað. Við megum strax byrja á línu, en annars veit ég ekki, hvernig veiðum verður háttað þetta árið. En það eru góð skilyrði fyrir fiskinn í sjónum og víða fiskur, svo útlitið er bara gott. Helgi Þorsteinsson á Dalvík. Hvað er eftirminnilegast frá liðnu ári? Ja, þú segir nokkuð. Jú ætli það sé ekki helst ferðin á vinabæjarmót í I undi í Svíþjóð í júnímánuði. Við hjónin og Stefán bæjarstjóri og Þórdís kona hans fórum sem fulltrúar bæjarins. Auk þess fóru þau Sigríður Rögnvaldsdóttir og Jóhann Daníelsson sem full- trúar Norræna félagsins. Þarna voru líka fulltrúar frá hinum vinabæjununt á Norður- löndunum, Viborg í Dan- mörku, Hamri í Noregi og Boro í Finnlandi. Þetta var óskaplega gaman. Þarna var nokkurskonar ráð- stefna og umræðuefnið Skóli og atvinnulíf. Ég flutti smáerindi fyrir okkar hönd um, hvernig þessi mál stæðu á íslandi. Ég held þeim hafi þótt nokkuð athyglisvert að heyra, hvað skólafólk vinnur rnikið við atvinnuvegina hérna. Hvernig mér líst á nýja árið? Nú bara vel, mér finnst það hafi farið nokkuð vel af stað hérna. Ég hjálpaði t.d. til við að koma á stofn nýju fyrirtæki núna í byrjun ársins. Það heitir Pól- stjarnan h.f. Það er eiginlega stofnað utan um reksturinn hans Jóns Tryggvasonar, þ.e. niðurlagning og niðursuða sjávarafurða. Aðallega verður það kannske niðursuða á þorskalifur. Það er mikil fram- tíð í því. Hluthafarnir eru allar litlu útgerðirnar hérna á Dalvík og ein af Árskógsströndinni. Já, já, blessaður vertu, það liggja fyrir hlutafjárloforð upp á 3 milljónir Mér finnst þetta spá góðu. Aðalbjörg Árnadóttir Dalvík. Mínar minningar frá liðnu ári snúast nú fyrst og fremst um þennan rekstur okkar hérna í Sæluhúsinu. Þetta er spenn- andi starf að halda uppi veitinga- oggistiþjónustu hérna áDalvík. Það gekk auðvitað ekki nógu vel í sumar, veðurfarið var á móti okkur. Hinsvegar sýnist okkur að mörgum finnist gott að koma hérna og fá sér bita. T.d. Akur- eyringar, þeir eru að byrja að uppgötva að það passar alveg fyrri þá að aka hérna úteftir og bjóða konunni eða allri íjölskyldunni upp á miðdags- kaffi eða kvöldmat. Ekki má ég heldur gleyma ferðinni, sem við fórum til Skotlands í haust með sveitar- stjórnarmönnum héðan af Norð- urlandi. Það var alveg ógleym- anlegt. Við komumst alla leið til Orkneyja. Hefur þú komið þangað? (Nei, því miður segir blaðamaður.) Það er margt hægt að læra af Skotum í ferða- bransanum. Og svo eru þeir ekkert nískir, það er tómur þvættingur. Og svo gerðist það á árinu, að ég fékk öll börnin mín 5 hingað heim, og þar með öll barna- börnin, 7 talsins. Er það ekki dálítið? Þetta nýbyrjaða ár? Ja, hvað á ég nú að segja? Mann dreynrir auðvitað um að geta aukið og bætt þjónustuna við ferða- mennina. En það er nú ýmislegt í óvissu í því sambandi t.d. leigan á Heimavistinni, sem rennur út eftir árið og við vitum ekki um framhaldið. En við erum nú bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir allt. Nú höfum við ráðið til okkar nýjan matreiðslumann. Hann heitir Oddsteinn Gíslason og er að sunnan. Alveg bráðduglegur strákur og góður kokkur. Mönnum er alveg óhætt að koma og prófa, gjörið þið svo vel.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.