Norðurslóð - 21.01.1986, Side 5
Vísumar hennar „Gömlu“
„Leiktu þér nú, litla Fríða“
Löngum hafa verið vísnasmiðir
hér í Svarfaðardal sem hafa ort
tækifærisvísur og Ijóð og fundið
tilefni í mannlífinu kringum sig.
Þegar vel er ort lifir kveðskapur-
inn á vörum fólks, en hverfur svo
oftast með því fólki sem þekkir
höfundinn eða efnið sem var
tilefni vísunnar. Það er auðskilið
mál. Slíkur kveðskapur fer aldrei
á bókfell, er oft hvergi skrifaður
niður nema e.t.v. í handrit sem fer
á flakk og tapast. Ef kveðskapur-
inn er góður er skaði skeður.
Skjalasafn einstaks byggðarlags
á sér gott verkefni á þessu sviði.
Árið 1930 lést á Hofi í Svarf-
aðardal, 90 ára að aldri, vísna-
smiðurinn einn sem ýmsir eldri
Svarfdælingar þekkja eitthvað
eftir en fáir vita deili á. Sá sem
hér um ræðir hét Hólmfríður
Benediktsdóttir, hér í dal
þekktari undir nafninu
,,Gamla“. Það er þess virði að
beina að henni ljósi, bæði af því
vísur hennar voru góðar og lífs-
hlaupið sérstakt.
Þegar ég fór fram á viðtal við
Soffíu á Hofi fyrir jól þóttist
hún lítið hafa fram að færa sjálf.
í staðinn benti hún mér á vísur
Gömlu sem ekki mættu gleym-
ast og væri betra efni í blað.
Soffía er ein meginheimild mín
um Gömlu ásamt Soffía Sigur-
hjartardóttur og Friðriku
Ármannsdóttur, báðum frá
Urðum, og kirkjubókum sem
upplýsa um dvalarstaði hennar
á ýmsum tímum.
Nokkur æviatriði Gömlu,
samkvæmt þessum heimildum,
eru sem hér segir: Hún fæddist
að Hömrum við Akureyri árið
1840. Þriggja ára fluttist hún
með foreldrunum að Rangár-
völum utan við Glerá og þaðan
níu ára að Stóru-Laugum. Þar
er faðir hennar titlaður bóndi
Búskapur hans mun þó hafa
staðið veikum fótum því 5 árum
síðar er hann kominn að Litlu-
Laugum sem hjú. E.t.v. hafði
heilsan þá bilað og tveimur
árum síðar, 1855, dó hann þar,
rúmlega fertugur.
Hólmfríður var einkabarn og
á unglingaárum hennar munu
mæðgurnar hafa farið um
saman í vinnumennsku. Ein-
hvern tíma á þeim árum fékk
hún meinsemd og ígerð við
augað og þar eð engin lækning
fékkst varð meinið svo heiftar-
legt að augað sprakk út. Eftir
það var eitt auga að duga.
Móðirin dó svo 1862.
Raunirnar urðu fleiri, meðal
annars sagði hún síðar að fjár-
haldsmaður sinn hefði fengið
föðurarf hennar að láni og notað
hann svo til að flytja til Ame-
ríku. Flökkutilvera hennar, sem
vinnuhjú, hélt áfram um Þing-
eyjarsýslur með síðustu viðdvöl
á Þverá í Dalsmynni. Eftir
föðurmissinn er hún skráð í
kirkjubókum á a.m.k. 11
stöðum í vist. Líf hennar hefur
vart einkennst af sæld eða
miklum tómstundum en þó
hefur hún einhvern veginn
ræktað með sér kveðskaparlist.
í Svarfaðardal
Árið 1884 fluttist Hólmfríður
frá Þverá í Urðir í Svarfaðardal.
Þá urðu þau umskipti á kjörum
hennar að hún eignaðist fastan
samastað. Húsfreyjan á urðum
Soffía Jónsdóttir sem þá
var nýgift, hafði flutt þangaðfrá
L itlu-l augum, þar sem hún
fæddist 1854 ári áður en faðir
Hólmfríðar lést. Þar hafa þær
trúlega kynnst og Soffía svo
boðið henni til sín eftir að hún
stofnaði eigið heimili. Hólm-
fríður þurfti ekki aftur að flytja
nema hvað hún fylgdi Arnfríði,
dóttur Soffíu og Sigurhjartar á
Urðum, ofaní Hof árið 1925 og
bjó hjá henni síðustu 5 æviárin.
Lífssagan sem hér er skráð er
afar stuttaraleg og sjálfsagt
ónákvæm en verður að duga
sem inngangur að vísunum.
Soffía frá Hofi segir að
Gamla hafi verið glaðsinna og
kát að jafnaði en einnig örlynd
og látið menn heyra það, jafnvel
almættið, ef henni mislíkaði. Þá
má fljóta með ein saga, sem mér
sagði Friðrika Ármannsdóttir,
sem e.t.v. segir nokkuð um lífs-
viðhorf Gömlu og ævikjör. Eitt
sinn heimsótti hana í Urðir
gamall kunningi, sem taldi sig
eiga henni gott að gjalda. Hann
gaf henni 50 krónur sem var
drjúgmikill peningur. Hún
gladdist mjög og fjór strax að
finna Svein á Skeiði og lét hann
smíða handa sér líkkistu. Átti
hún þá a.m.k. tíu ár ólifuð. Hún
vildi ógjarnan verða til byrði
þegar að útförinni kæmi.
\ Sá kveðskapur, sem ég hef séð
eftir Gömlu, er allur frá tíð
hennar í Svarfaðardal. Það er
greinilegt á honum að hún hefur
haft gaman af börnum, vísurnar
snúast nær allar um börn og
unglinga sem hún umgekkst. Eg
læt þá ganga þá ljóðaskrá sem í
hefur náðst.
Sigurhjörtur og Soffía á
Urðum eignuðust saman 5
börn, allt dætur. í einni vísu
taldi Gamla þær upp í aldursröð:
Þorbjörg, Anna Arnfríður,
Elín, Sigrún, Þórunn.
Flokkur svanna sjálegur
situr í ranni fjörugur.
Þessar stúlkur urðu allar
miklar sómakonur; Þorbjörg
ljósmóðir á Urðum og Dalvík,
Arnfríður Anna húsfreyja á
Hofi, Elín á Urðum, Sigrún á
Tjörn og Þórunn á Hraunum í
Fljótum og víðar. Um Þor-
björgu orti Gamla eitt sinn er
hún hafði áhyggjur af hve föl
stelpan var:
Þú ert skrýtin Þorbjörg mín
þetta hlýt ég segja.
Eins og krít er ásýnd þín
ofurlítil meyja.
Arnfríður Anna var uppá-
haldið hennar ísystraflokknum.
Eftir að hún var skýrð voru
Fríðurnar orðnar þrjár: Litla
Fríða, Stóra Fríða sem var
vinnukona á bænum, og svo
Hólmfríður, Gamla Fríða, sem
varð svo bara ,,Gamla“. Þegar
Arnfríður var barnung orti
Gamli til hennar vísu sem e.t.v.
er sú þekktasta af vísum hennar.
Greinilegt er að Litla Fríða
hefur verið eitthvað sorgmædd
en Gamla viljað snúa grát í
gleði. Hún yrkir við Bellman-
lagið Fyrst ég annars hjarta
hræri:
Leiktu þér nú litla Fríða
láttu hugann kætast þinn
mærin unga, munarblíða
með svo rjóða kinn.
Dansaðu við Tobbu drósin smá
dægilegt og gaman verður ykkar
til að sjá.
Kannski að hann pabbi komi þá
kalla skal ég líka hana mömmu
þína á.
Þó að sorgin brjóstin beygi
breytast hún í gleði kann.
Skemmtinn maður er vagn á
vegi
veit það hamingjan.
Það er eftirtektarvert hvað
kveðskapurinn er hér þjáll og
léttur í munni við þetta hraða og
fjöruga lag.
Angantýr Arngrímsson, sonur
Arngríms málara og Þórunnar
ljósmóður í Gullbringu, ólst
mikið til upp á Urðum eftir lát
föður síns. Hann var jafnaldri
og leikbróðir Þorbjargar Sigur-
hjartardóttur. Eftirfarandi vísa
er um viðskipti Tobbu og Týra
einn daginn:
Týri litli, Týri litli, til hvers ertu
kominn?
Til að fá þér meyjarkoss?
Burtu farðu, burtu farðu,
brugðist hefur vonin
þú bara færð ei þetta hnoss.
Það fer svona stundum, það fer
svona stundum
þess sem leitað er hjá sprundum.
Það fer svona stundum, það fer
svona stundum.
Verður úr þ\ í versti kross.
Vísurnar eru gjarnan ortar
við sönglög og þessi t.d. var
nokkuð sungin hér í sveit undir
danslagi (ræl, að ég held).
Soffía, húsmóðir Hólmfríðar,
lést á besta aldri úr lungna-
bólgu. Sigurhjörtur kvæntist
aftur, Friðriku Sigurðardóttur.
Þau eignuðust tvö börn, Soffíu
og Sigfús (alþingismann, rit-
stjóra Þjóðviljans m.m), en
Friðrika átti áður soninn Kára.
Um hann orti Hólmfríður og
má merkja af vísunni að hann
hafi þá verið úti við einhvern
svalan morgun og orðið kalt.
Bragarháttur og lag er eins og í
Lýsti sól stjörnustól.
Kári minn, komdu inn
kuldinn vill þig pína,
Ijúfurinn, ljós á kinn
láttu þér nú hlýna.
Móðir þín, mæt og fín
mun þér blíðu sýna.
Blessuð sólin bráðum fer að
skína.
Ofanskráðar vísur eru líklega
allar frá því fyrir aldamót. En
nú kemur stökk í tíma, því frá
u.þ.b. 20ára bili þar áeftirkann
ég enga vísu eftir höfundinn. En
frá því um og eftir 1920, þ.e.
þegar Hólmfríður var á níræðis-
aldri, eru varðveittar nokkrar
vísur, ortar til fólks sem enn
lifir. Á þeim árum varð hún
smám saman blind á sínu eina
auga, en hélt áfram að yrkja.
Kveðskapurinn bar stundum
merki hins háa aldurs en ennþá
á hún góða spretti.
Eftir að Soffía Sigurhjartar-
dóttir, það eina systkinanna
sem enn lifir, hafði flutt að
heiman kom hún eitt sinn í
heimsókn og fékk þá þessa vísu
frá Gömlu:
Björt og rjóð, blíð og góð
broshýr silki-nanna.
Hljóttu fljóð heims um slóð
hylli guðs og manna.
Æ þig geymi gylfi sólarranna.
Hér má nefna til skýringar að
Nanna var gyðja og gylfi er
konungur.
Friðrika Haraldsdóttir frá
Ytra Hvarfi á afmælisvísur scm
Gamla orti til hennar á 4.
afmælisdegi. Friðrika átti þá
heima á Þorleifsstöðum og
gömul kona þar á bæ hafði
beðið Hólmfríði á Urðum um
vísur handa vinkonu sinni. Þar
eru m.a. þessar:
Friðrika Vigdís blómann ber
betur hverjum svanna
sem á fjórða ári e .
eikin mundar fanna.
Ef að færðu aldri náð
og auðgast dyggðum sönnum
svo vaxir þú að visku og dáð
vel hjá guði og mönnum.
Alla þína ævistund
óska ég þér gæða
verndi þig í vöku og blund
vísir góður hæða.
Mundar fönn hlýtur að tákna
gull og vísir er konungur.
Árið 1916 hófu Elín Sigur-
hjartardóttir og Ármann
Sigurðsson búskap á Urðum.
Það var þó löngu ákveðið að
Hólmfríður skyldi fylgja Arn-
fríði (Litlu Fríðu) ef hún
stofnaði heimili. Það gerði hún
og Hólmfríður fylgdi henni í
Hof árið 1925. Þarkynntist hún
m.a. Ara á Sökku sem kom oft í
heimsókn. Henni þótti hann
skemmtilegur og orti:
Ertu kominn Ari minn?
Ævinlega velkominn!
Ungur, frískur, fjörugur
og fram úr máta laglegur.
Heimilisfólkið hafði gaman
af síðustu hendingunni þar sem
Gamla var nú orðin steinblind
og hafði aldrei séð Ara!
Með því siðasta sem Gamla
hefur ort eru vísur sem hún
sendi Friðriku Ármannsdóttur
á Urðum á fermingardegi henn-
ar 1927. Það eru guðrækileg
heilræði í 5 erindum. Tvö þeirra
hljóða svo:
Sæl og blessuð sért þú silki -
unga lín.
Nú sendi ég þér hjartans kveðju
mín.
Lifðu vel og lengi
lukku blítt með gengi.
Guð á himnum gæti ávalt þín.
Farðu nú vel, þér fylgi gæfan
blíða
fram urn brautir lífs þíns
ævitíða.
Ég fel þig föður þjóða
fögur silkitróða.
Fyrirgef mér fánýtt hjalið ljóða.
Öllu meira kann ég ekki af
kveðskap þessarar konu sem
lífgaði upp á fátæklega og erfiða
æfi með vísnasmíðum. Mér
finnst hér eiga við orð Jóhannes-
ar úr Kötlum um sína hrjáðu
þjóð í kvæðinu Rímþjóð: „í
sléttubönd vatnsfelld og stöguð/
hún þrautpíndan metnað sinn
lagði...“ eða „því rýrara verður
í aski/því dýrari háttur á
tungu . . .“ Kannski hefur
Hólmfríður kveðið sig í sátt við
kjör sín, eða a.m.k. kveðið liti í
gráleita tilveru. Hún mun þó
hafa samið fleira en ljóðin. Hún
gerði mikið af að segja sögur og
oft sögur sem menn höfðu ekki
heyrt fyrr og ekki síðar. Þær
voru sagðar eins og sannar væru
og var þar þó margt lygilegt. En
henni var afar illa við ef spurt
var: er hún sönn þessi? Þá varð
kerling reið. En sögurnar voru
góð skemmtun og vel þegnar,
ekki síst af börnunum á bænum.
Líklega er hér kominn einn
nokkuð dæmigerður höfundur
okkar höfundarlausu íslensku
þjóðsagna.
Læt ég svo þetta ljóðahjal
niður falla. En gaman væri að
heyra hvort einhver lesandi
Norðurslóðar á í fórum sínum
frekari kveðskap eftir Hólmfríði
Benediktsdóttur.
Þ.H.
NORÐURSLÓÐ - 5
seinni kona hans Friðrika Sigurðardóttir og börn þcirra Soffía og Sigfús og Kári sonur Friðriku og kjörsonur
Sigurhjartar. Fyrir framan þau sitja þrjar dætur Sigurhjartar, Þorbjörg, Arnfríður og Sigrún, en fyrir aftan þau er
Jóhannes Þorsteinsson og situr á hestbaki þótt það sjáist varla á myndinni. Lengst til hægri er Jóhanna
Jóhannesdóttir (systir Sigurhjartar), en til vinstri Björn Pálsson og Hólmfríður Benediktsdóttir og á hestbaki
Jóhann Einarsson. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri tók myndina, líklega sumarið 1908.