Norðurslóð - 21.01.1986, Qupperneq 6

Norðurslóð - 21.01.1986, Qupperneq 6
Lausnir jólagetrauna Aldrei meiri þátttaka Aldrei hefur verið jafnmikil þátttaka í jólagetraunum eins og þetta skiptið. Það þykir okkur mjög svo ánægjulegt og það þeim mun fremur sem mörgum lausnunum fylgja vinsamlegar kveðjur til blaðsins og árnaðaróskir. „Þrautirnar" voru 4 að þessu sinni: Krossgátan, Bæjarnafnagátur, Spurningar úr Svarfdælu og Ljóðagetraunin. I. Krossgátan: L ausnarvísan hljóðar svo: L oksins tókst mér léttilega lausnina að finna. Reyndar ber mér réttilega rósahnapp að vinna. Þessir sendu rétta lausn: Halldóra Gunnlaugsdóttir Akureyri, Lilja Kristjánsdóttir Reykjavík, Loftur Baldvinsson Reykjavík, Erna Kristjáns- dóttir Hnjúki, Stefán Jónmundsson og Helena Ármannsdóttir Dalvík, Steinunn Davíðsdóttir og Árni Rögnvaldsson Akureyri, Páll Helgason Akureyri, Jórunn Sigurðardóttir Dalvík, Sigríður Klemensdóttir Reykja- vík, Arngrímur Stefánsson Dalvik, Hafsteinn Páls^on Miðkoti, Steinunn Daníelsdóttir Dalvík, Dagbjört Ásgrímsdóttir Dalvík, Guðríður Ólafs- dóttir Dalvík, Jóna Rósa Geirsdóttir Dalvík, Fjóla og Björn Húsabakka, Svanhildur Karlsdóttir Hóli, Suðri?, Guðbergur Magnússon Þverá, Arndís Baldvinsdóttir Kristnesi, Erla Björnsdóttir Reykjavík, Jóhanna og Hallgrímur Urðum, Gunnar Sigurðsson Brautarhóli, Freydís Laxdal Akureyri, Trausti Kristjánsson S-Hofdölum Skf., Gréta Friðleifsdóttir og Hjálmar Dalvík, Valgerður Þorbjarnardóttir Dalvík, Hrönn Haraldsdóttir Garðabæ, Kristjana Björgvinsdóttir Dalvík, Anton Ármannsson Reykja- vík, Sesselja Guðmundsdóttir Reykjavík, Ragnheiður Sigvaldadóttir Dalvík, Sigurður Gunnarsson Akureyri Freygarður og Kristján Þorsteins- svnir Uppsölum, Gunnar Friðriksson Dalvík, Helga Ágústsdóttir Reykja- vík. Hlíf Gestsdóttir Reykjavík, Gerður Jónsdóttir Dalvík, Hanna K. Hallgrímsdóttir Reykjavík, Sigurlaug Stefánsdóttir Dalvík, Þórunn Elíasdóttir Hafnarfirði, Hrefna Haraldsdóttir Dalvík, Kristinn Þorleifsson Dalvík. Freylaug Eiðsdóttir Nesi Eyjaf., Stefán Björnsson Dalvík, Páll Stefánsson Reykjavík, Níels Friðbjarnarson Siglufirði, Brynhildur Bjarnadóttir Möðruvölum Hörgd., Fanney M. Þórðardóttir Arnarhr., Ingibjorg Hafliðadóttir Vestmannaeyjum, Gunnar Guðbjartsson Hjarðar- felli Snæf., Elínborg og Sigurjón S-Hvarfi. Hildur Loftsdóttir Dalvík, Sverrir Gunnlaugsson Melum Svarfaðardal. Páll Helgason á Akureyri (frá Þórustöðum) sendi höfundi kross- gátunnar vísu þessa: Vegleg knippi valdra rósa vel að sönnu geðjast mér, þó frekar mundi ég kankvís kjósa koss af rjóðum vörum þér. Nú getur aðeinseinn af öllum þessum skara hlotið verðlaunin. Við útdrátt kom fram miði Dagbjartar Asgrímsdóttur Lambhaga Dalvík og henni sendur við bókina Litið út um ljóra eftir Bolla Gústavsson. Allar verðlaunabækurnar eru framlag Skjaldborgar- bókaútgáfu, þökk sé henni. Það var ekki óeðlilegt að kona fengi verðlaunin, því af ca. 60 réttum ráðningum eru konur nærri 2/3 hluti. Krossgáturáðning er líklega kvennaíþrótt. Nú hefur það komið í ljós, að gátuhöfundur, Steinunn P. Hafstað, tekur orð sín svo alvarlega, að hún ætlar að afhenda vinningshafa rósavönd, sjá mynd. II. Bæjarnafnagáta. Höfundur gátunnar, Ingvar Gíslason alþingismaður, sendi þau svör með gátunum, sem hann helst vildi fá fram. Hinsvegar geta í mörgum tilfellum önnur svör verið alveg jafnrétt eins og t.d. Hvaða bær er mótuð mynt? Svarið á að vera Dalur, en gæti allt eins verið Aurar og, ef mætti nota samsett nöfn, þá Krónustaðir. En hér koma „réttu“ nöfnin: 1. Ból 14. Háls 2. Gröf 15. Dunkur 3. Kot 16. Björk 4. Bakki 17. Grýta 5. Dalur 18. Naust, Höfn 6. Ás 19. Krókur 7. Brú 20. Lykkja 8. Ausa 21. Bót 9. Bás, Fjós 22. Speni 10. Hamar, Steðji 23. Vatn 11. Enni 24. Tún, Engi, Vellir, Grund 12. Kringla 25. Látur, Sker 13. Skeið 6 -NORÐURSLÓÐ Eftirtaldir sendu lausnir. Engin þeirra er alveg eins og höfundurinn vildi helst hafa hana, en margir fara ansi nærri því. Þórunn Elíasdóttir Hafnarfirði, L ilja Kristjánsdóttir Reykjavík, Valgerður M. Jóhannsdóttir Reykjavík, Hrönn Haraldsdóttir Garðabæ, Stefán Jónmundsson og Helena Ármannsdóttir Dalvík, Aðalbjörg Jóhannsdóttir Dalvík, Helga Þórsdóttir Bakka, Kristjana Ásbjörnsdóttir Mývatnssveit, Jónína og Erna (á Hnjúki) Kristjánsdætur Klængshóli, Sigvaldi Gunnlaugsson Hofsárkoti, Björn Þórðarson Akureyri, Páll Helgason Akureyri, Dagbjört Ásgrímsdóttir Dalvík, Elísabet Bjarnadóttir og Aðalgeir Egilsson Mánárbakka, Halldóra Gunnlaugsdóttir akureyri, Árni M. Rögnvaldsson Akureyri, Sigríður Klemenzdóttir Reykjavík, Anna S. Sigurjónsdóttir S-Hvarfi, Hjalti Finnsson Ártúni Eyf., Jóna og Stefán Snævarr Seltjarnarnesi. Steinunn Daníelsdóttir og Halldór Jóhannesson Eftir nákvæman samanburð og útreikninga dæmist að næst því að vera hárrétt sé lausn þeirra Klængshólasystra Jónínu og Ernu. Nú er að vita hvaða bók eða bækur alþingismaðurinn sendir í verðlaunaskyni. III. Spurningar úr Svarfdælu. Hér koma svörin eins og höfundurinn, Árni Rögnvaldsson vill hafa þau. 1. Þorgnýr - úr Naumudölum (kafli 1) 2. Þórólfur, bróðir hans, datt um hann og hugði drumb vera (k.2) 3. Ljótur bleiki. (k. 5) 4. Þórólfur, Karl rauði og Þórana eða Guðrún. (k. 10) 5. Drap Ljót bleika - Fékk bæ og bú föður síns. (k. 10) 6. Á Grund. (k. 13) 7. Snækollur (Hafþór) Ljótsson bleika og Herröður (Guðrún) Þorsteinsdóttir Svörfuður. (k. 14) 8. vngvildur við Klaufa. (k. 22) 9. Þórólfur við Þorstein bróður sinn. (k. 4) 10. Hann var mjög við alþýðuskap, vitur maður ogforsjáll, vinsæll og gerðist kaupmaður og fór landa í milli og þótti hinn besti drengur. Ekki var hann mikill maður, en vænn að áliti og vel á sig kominn. (k. 1) 11. Öxi og glófa og þrjár merktir silfurs. (k. 27) 12. Ásgeirssynir, Þorleifur og Ólafur. (k. 22) 13. í mykjuhaugnum að Hoft (haugstæðinu) (k. 24) 14. Möðruvöllum í Skíðadal (k. 24) 15. Hann reið þrevetra ólmu ótömdu hrossi (k. 27) 16. Fór utan með Karli ómála og gekk kaupum og sölum, sem ambátt og lyktaði lífi hennar hjá Ljótólfi (k. 31) 17. Hann sá Klaufa afturgenginn ríðandi í loftinu, er hann sagði: „Heim ætla ég þér með mér í kveld, Karl frændi.“ (k. 26) 18. Hann var grafinn upp og lík hans brennt til ösku og sett í blý- stokk og síðan sökkt í hver á Klaufabrekkum (k. 32) 19. Klaufa (k. 18) 20. Teknir voru af lífi þrir synir Skíða og búið gert upptækt (k. 28). Þessir sendu svör við spurningunum: Kristinn Guðlaugsson Dalvík, Aðalbjörg Jóhannsdóttir Dalvík, Stefán Jónmundsson Dalvík, Björn Þórðarson Akureyri, Friðgeir Jóhannsson Dalvík, Gunnlaugur Snævarr Seltjarnarnesi. Allar eru úrlausnirnar góðar, svo lítið er hægt að þeim að finna. Þó ber af úrlausn Aðalbjargar Jóhannsdóttur, sem er mjög ítarleg og nákvæmlega unnin. Hún hlýtur því verðlaun höfundarins kr. 1000,- eitt þúsund krónur, segi og skrifa - og fær hún þær í pósti sendar við fyrstu hentugleika. IV. Ljóðagetraunin. Hér koma spurningarnar og rétt svör við - feitletruð. 1. Hvað lagði ég í kjöltu þér? Og í kjöltu þér/lagði ljúfar gjafir. Ferðalok, Jónas Hallgr. 2. Hvenær rís gafl úr gráðinu? Rís úr gráðinu gafl/þegar gegnir sem verst. Ólag, Grímur Thomsen. 3. Hve lengi munu niðjar Islands minnast þín? Niðjar Islands munu minnast þín/meðan sól á kaldanjökul skín. Hallgrímur Pétursson, eftir Matth. Joch. 4. Hver telur tárin mín? Því drottinn telur tárin mín/ég trúi og huggast læt. Tárið, Kristján Jónsson. 5. Hvað ber mót þíns heimalands? Bera hugur og hjarta/samt þíns heimalands mót. Ur Islendinga- kvæði eftir Stephan G. 6. Hvar heldur Græðir anda? Sléttu bæði og Horni hjá/heldur Græðir anda. Lágnætti, Þorsteinn Erlingsson. 7. Hvað er öllum hafis verra? Öllum hafís verri/er hjartans ís. I hafísnum, Hannes Hafstein. 8. Hvað er skaparans meistaramynd? Hesturinn, skaparans meistaramynd/er mátturinn steyptur í hold og blóð. Fákar, Einar Ben. 9. Hvar átti ég löngum mitt sæti? Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti. í Árnasafni, Jón Helgason. 10. Við hvað leika kýrnar? Folöldin þau fara á sprett og fyglinn syngur/og kýrnar leika við hvurn sinn fingur. H.K.L. 11. Hvenær er sælt að vera fátækur? Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa/er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín. Dalákofinn, Davíð Stefánsson. 12. Hver fjarlægist sumarból? Lóan í flokkum flýgur/fjarlægist sumarból. Magnús Grímsson. 13. Hvað er handan við Okið? Handan við Okið er hafið grátt/heiðafugl stefnir í suðurátt. Á Rauðsgili, Jón Helgason. Framh. á bls. 7 Til áskrifenda Með þessu tölublaði hefst 10. árgangur Norðurslóðar. Fyrsti árgangur var aðeins 2 blöð, nóvember og desember 1977. Hinir árgangarnir 8 hafa verið 10 blöð hver nema 1984, sem missti úr eitt blað vegna verkfalls prentara. Heildarblaðsíðufjöldi er orð- inn um það bil 560 og myndir fjölmargar. Ýmsir hafa haldið blaðinu til haga og látið binda það. Ef einhverja slíka vantar einstök blöð til að fá verkið heilt, getur afgreiðslan hugsanlega hjálpað upp á sakirnar. ■ Útgefendur blaðsins þakka kaupendum áhuga og skil- vísi og vænta þess að það góða samband haldist áfram | meðan blaðinu endist aldur, I hvort sem það verður lengur J eða skemur. Hvernigsemum I það fer verður ekki með | sanni sagt að Norðurslóð, ■ svarfdælsk byggð og bær, J hafi komið eins og ein I dægurfluga, sem er horfin I áður en nokkurn varir og ■ fokinn út í veður og vind. J Með bestu kveðju og ósk um I farsælt nýbyrjað ár. Útgefendur. I_______________________J Mér er spurn? Sigrún Eyrbekk á Dalvík biður blaðið að koma á framfæri því, sem hér fylgir: Hver getur hjálpað mér til að fá meiri vitneskju um þetta ljóð, sem var sungið svo mikið í gamla daga og jafnvel dansað eftir. I heiðardalnum er heimbyggð mín þar hef ég lifað glaðar stundir. Og hvergi vorsólin heitar skín en hamrabeltunum undir. Og fólkið þar er svo frjálst og hraust og falslaust viðmót þess og ástin traust. Já, þar er glatt, það segi ég satt og sælt að eiga þar heima. Spurningarnar eru þá þessar: Er þetta ein'stök, sjálfstæð vísa eða er það byrjunin á lengra ljóði og hvernig er þá framhaldið? Eftir hvern er ljóðið og eftir hvern er lagið, sem þetta er sungið undir og margir sjálfsagt þekkja? Svar til bráðabirgða Norðurslóð spurði Elínborgu á Syðra-Hvarfi, hvað hún gæti upplýst í málinu. Fljótlega hringdi hún aftur og sagði að í nótnabók væri þetta birt, lagið undir nafni Hillebrandt, en ljóðið merkt stöfunum B.J. Þá er þetta líka að finna í Kvæði og leikir, en þar er höfundur vísu sagður Steingrímur Thorsteins- son, en laghöfundur ekki nefndur. Geta einhverjur bætt hér við: Hver er hinn rétti höfundur, er þetta þýðing eða frumsamið, hver er Hillebrandt, er ljóðið lengra o.s.frv. ? Gaman væri að fá meiri vitneskju um þetta fallega sönglag og ljóð. Sími Sigrúnar Eyrbekk er 61276 á Dalvík.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.