Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 10. árgangur Þriðjudagur 18. febrúar 1986 2. tölublað Böggvisstaðafjall Paradís skíðamanna Bikarmót Skíðasambands Islands um síðustu helgi. Sjá opnu. Biðröð við nvju skíðalyftuna. Síðustu helgina í janúar var nýja skíðalyftan tekin í notkun. Myndin er tekin við það tækifæri. Mörg er búmarksraunin Fréttir af mjólkurmálum Framleiðslutakmarkanir á mjólk eru án efa heitasta umræðuefni í sveitum landsins um þessar mundir og reyndar líka meðal manna, sem ekki eiga beinna hagsmuna að gæta í landbúnað- inum. Svarfaðardalur er dæmigerð mjólkurframleiðslusveit í þeim skilningi, að bændur hafa mikinn meirihluta tekna sinna af mjólkursölu. En hvað fram- leiða þeir þá mikið allir saman, og hver og einn að meðaltali og hverjir framleiða mest? Þessu getum við svarað eftir samtal við Vernharð Sveinsson hjá Mjólkursamlaginu á Akureyri. Framleiðslan 1985 Á almanaksárinu 1985 sendi Svarfdæladeild Mjólkursam- lagsins 3.485.117 lítra til Samlagsins, en það er 0,82% aukning frá 1984. Meðalfitan var 3,941. Innleggjendur eru 44 og með deilingu kemur út, að meðalinnlegg er rúmlega 79.000 lítrar. Þess skal getið, að heildar- mjólkurmagn, sem Samlaginu barst var 22.43Í.922 lítrar, svo hlutdeild Svarfdæla er rösk- lega 15,5% af innlegginu. Eftirtaldir innleggjendur höfðu yfir 100.000 lítra fram- leiðslu. Þetta er meistara- flokkurinn: Hofsárkot 149.772 Sakka, félagsbú 149.682 Hóll fram 138.736 Jarðbrú 135.611 Steindyr 124.854 Ytra-Hvarf 122.372 Hofsá 117.176 Þverá, félagsbú 114.069 Hrafnsstaðir 113.230 Vellir 108.607 Dæli 104.689 Tjörn 102.500 Þetta eru 12 bæir, sem hafa samanlagt 42,5% af framleiðslu deildarinnar. Framleiðslurétturinn 1985-'86 Þetta var um hið liðna, en nú er flestum ofar í huga, hver réttur þeirra til mjólkurframleiðslu verður á þessu verðlagsári fullvirðisréttur. Nú er það vitað, að skerðing frá framleiðslu síðasta verð- lagsárs á Eyjafjarðarsvæði verður ca. 1,1 milljón lítra - minna en 5%. Það mætti því ætla að ef þessi skerðing deildist hlutfallslega á framleiðsluna á svæðinu fengi Svarfdæladeild 15,5% hennar eða svo sem .160-170 þús. litra skerðingu. Nú hefur blaðamaður fengið að sjá skrá hjá Búnaðarsam- bandinu þar sem m.a. skerð- ingin er reiknuð út hjá ein- stökum framleiðendum. Þar kemur fram heildarskerðing í Svarfdæladeild upp á ca. 465 þúsund lítra. Þá ber þess að gæta að eftir er að útdeila 5 prósentunum, sem Búnaðar- sambandið hefur til ráð- stöfunar. Ef við segjum að það jafngildi 1 milljón mjólkur- lítra og þeim væri skipt út hlutfallslega við mjólkurmagn milli deildanna, þá fengi Svarf- dæladeild 155 þús. lítraút úr því magni. Þá væri skerðingin í deildinni samt yfir 300 þúsund lítrar þ.e.a.s. ca. tvöföld skerð- ing á við heildina. Hverju sætir nú þetta? Jú, skýringin er einfaldlega sú, að "Svarfdælir hafa framleitt þetta miklu nær búmarki, allir teknir >? Þat er hús mest" Stórhýsi á Holtstúni. í Gylfaginning í Snorra-Eddu segir svo um hýbýli Asa-Þórs: „Hann á þar ríki, er Þrúðvangar heita, en höll hans heitir Bil- skirnir. I þeim sal eru 5 hundruð gólfa ok 4 tugir. Þat er hús mest, svá^at menn viti." Asa-Þór er löngu fallinn og höll hans Bilskirnir horfin af yfirborði jarðar. Aftur á móti er að rísa í landi Ytra-Holts hús eitt, sem hlýtur að vera hið stærsta, sem um er vitað a.m.k. hér á Norðurlandi. Hér er að sjálfsögðu átt við refaskála Þorsteins Aðalsteinssonar, sem nú þessa góðviðrisdagana er verið að þekja rauðu þakjárni með glærum plastplötum á milli, svo byggingin verður röndótt á að sjá. Þorsteinn loðdýrabóndi er inntur fregna af þessu mikla fyrirtæki. Gefur hann ljúfmann- lega upplýsingar í þeim mæli, sem honum finnst hæfilegt, en heldur eftir því, sem honum finnst engan varða um nema hann sjálfan. Þetta finnst okkur blaðamönnum ósköp eðlilegt. Hugmyndin er í stuttu máli sú, að flytja fram í skálann seint í vetur eða snemma í vor frá Böggvisstöðum blárefalæður, komnar undir got. Það þykir hæfilegt að flytja dýrin á 45. degi meðgöngutímans, sem allur er 52 dagar. Þarna á að verða pláss fyrir 800 læður plús tilheyrandi karldýr plús alla hvolpana, vonandi 6-7 á læðu. Þá geta snjallir reikningsmenn fundið út (með hjálp tölvu) hve dýrin verða mörg alls. Þorsteinn er bjartsýnn ungur maður og treystir á, að allt gangi í haginn. Hvaðan koma pening- arnir í fjárfestingu sem þessa, 30- 40 milljónir eða jafnvel meir, þegar allt er talið? Þarna verður Þorsteinn leyndardómsfullur í svörum, en nefnir, að við eigum margar peningastofnanir á ís- landi, bæði nær og fjær, og að í fáu sé nú álitlegra að fjárfesta en loðdýrarækt í þessu landi. Og hér kemur önnur spurning sem blaðamanni liggur á hjarta af sérstökum ástæðum. Verður lögð hitaveita fram í hinn nýja Bilskirni? Þarna er Þorsteinn mjög bjartsýnn. Nefnir að með nýrri tækni sé kostnaður við flutning á heitu vatni orðinn að litlu broti af því, sem var fyrir fáum árum. Já, hann á alveg von á, að það mál geti leyst átakalítið. (hér skal því skotið inn í, að fjarlægðin milli Ytra- Holts og Húsabakka í Svarf- aðardal er 3 km og á þeirri leið eru ein 5-6 heimili og ein kirkja). Vegfarendur munu hafa tekið eftir því meðan jörð var enn auð, að búið var að jafna land og útbúa miklu stærri grunn en þann, sem Bilskirnir hinn nýi stendur á og er hann þó nærri hálfur hektari. Þorsteinn og blárefurinn. Þorsteinn játar að þetta sé rétt. Þarna gætu hugsanlega risið 2-3 jafnstórir skálar aðrir, segir hann, ef svo vill verkast í framtíðinni. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma, er nokkuð ljótt við það? Nei, nei, alls ekki. A þá kannski að flytja frá Böggvisstöðum? Ekki í bráð, en varla verð ég nú þar að eilífu. Ætli tíminn leysi ekki það mál, ef hann má hafa sína hentisemi og þarf ekki að flýta sér of mikið. Framtíðarmúsik er nú einu sinni músík framtíðar- innar, ekki satt? Með þessum leyndardóms- fullu orðum látum við lokið samtali við þennan hugumstóra brautryðjanda kxkiýraræktar, sem heitinn er eftir Ása-Þór með steinvölu aftan í, Þór-Steinn. Ljúkum svo spjallinu með tilvitnun í Gylfaginningu, þar sem Gangleri fregnar af Þór: „Engi er svá fróðr at telja kunni öll stórvirki hans. En segja kann ek smá mörg tíðendi frá honum, at dveljask mundu stundirnar, áðr en sagt er allt, þat er ek veit." Séð eftir skálanum endilöngum. saman, heldur en meðaltals- bíndinn i Eyjafirði. Það eina, sem gæti breytt þessari niðurstöðu, væri það, að menn hér fengju meira en þennan reiknaða skerð af 5% - unum. Það er þó ekki líklegt. Til fróðleiks skal þess getið, að fram kemur á nefndri skrá, að skerðingin frá framleiðslu 1984- 85 hjá svarfdælskum bændum er afskaplega misjöfn. Hjá 7 manns er hún engin en yfir 15% hjá 15 mönnum allt upp í 30% hjá einum. (Og hér má ekki gleyma 5% - unum, sem auðvitað lækka meðaltalsskerð- inguna sem þeim nemur.) Um allt þetta mætti segja margt og margt og fylla heila Norðurslóð. En til þess er hvorki pláss né vilji. Það er ljóst, að hér verður margur maður fyrir alvarlegum skell en skellur- inn er reyndar mjög svo mis- þungur. Að lokum skal það upplýst, að Búnaðarsambandið er að undirbúa útsendingu á Fregnum og fróðleik, þar sem auglýst verður eftir umsóknum í 5% - in á meðsent eyðublað. Frestur til 10. mars. Þá má búast við að margur maður fari á stúfána og skrifi bréf.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.