Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 7
Taktu það með Trompi! Veistu að Trompreikningur sparisjóðanna gaf hæstu ávöxtun á óbundnum reikningi, 40,1%, á sfðasta ári. Því segjum við það: Taktu það með Trompi! 05 Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvík SUMARFRÍIÐ ’86 Aldrei meira ferðaval! Nýir staðir - nýir möguleikar. Fjölbreyttir greiðslu- og afsláttarmöguleikar. Aðildarfélagsverð - SL-kjör - SL-ferðavelta - Barnaafsláttur - ,,Sama verð fyrir alla landsmenn“. ítarlegur kynningarbæklingur. Kynningarmynd (video). Upplýsingar hjá umboðsmanni. Rögnvaldur Friðbjörnsson, Dalbraut 8. Guðríður Ólafsdóttir, Dalbraut 8. Sími 61200 og 61415. SAMVINNUFERÐIR - LANDSÝN HF. UMBOÐ DALVÍK. TUNGUSEL skal hann heita i ■ I ■ I ■ I ■ ii Gjaldendur athugið: Fyrsti gjalddagi útsvara, aðstöðugjalda og fasteignagjalda 1986 var 1. febrúar s.l. Vinsamlega greiðið tímanlega og komist hjá óþarfa kostnaði. Bæjarsjóður Dalvíkur Kvenfélagið Tilraun Svarfaðar- dal hélt aðalfund sinn laugar- daginn 8. febrúar s.l. að Húsa- bakka. Þar voru tíunduð helstu störf félagsins á liðnu ári. Við Tungurétt hefur kven- félagið stórlega bætt aðstöðu sína með byggingu snyrtinga við hliðina á veitingaskála félags- ins og vatnsleiðslu á staðinn. Hestamannafélagið Hringur er meðeigandi að snyrtingunum en Svarfaðardalshreppur styrkti framkvæmdina með 60 þúsund kr. framlagi. Kostnaður við bygginguna varð um 220 þúsund svo að hlutur hvors félags var um 80.000,00 eða með framlagi hreppsins 110 þús. krónur. Þessi framkvæmd auðveldar félaginu að mun alla veitinga- sölu þarna. A s.l. sumri tóku félagskonur upp þá nýlundu að vera með kaffisölu um nokkrar helgar, tókst það nokkuð vel þrátt fyrir leiðinlegt veðurfar,en á góðviðrisdögum að sumrinu fer straumur ferðafólks „Litla hringveginn" í dalnum. Aðal- vertíðin verður þó alltaf Réttar- kaffið, þar var mikil ös að venju enda veður eins og best getur orðið. Um önnur störf félagsins: Haldið var uppá 70 ára afmæli félagsins á s.l. vetri. Opið hús fyrir aldraða var tvisvar á árinu í samvinnu við Ungmennafélagið Þorstein Svörfuð, leikhúsferð með aldraða til Akureyrar var Stjórn Tilraunar 1985. farin í samvinnu við Kven- félagið Vöku Dalvík og Lions- klúbb Dalvíkur. Tekið var á móti tveim bændaferðum, frá Vest- fjörðum og Austfjörðum. Þann 19. júní gróðursettu konur trjá- plöntur við Húsabakkaskóla. Þá voru haldin námskeið, nokkur spilakvöld, basar o.fl. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að skipt var um ritara, Margrét Kristinsdóttir Skeiði gaf ekki kost á sér áfram, og í hennar stað var kosin Margrét Gunnarsdóttir Göngustöðum. Aðrar í stjórn eru Svana Halldórsdóttir Melum, for- maður og Sigríður Hafstað Tjörn gjaldkeri. A fundinum var endanlega tekin ákvörðun um nafn á veitingaskálann við Tungurétt, Tungusel skal hann heita. Kvenfélagið Vaka á Dalvík hélt aðalfund sinn sunnudaginn 16. febrúar s.l. Starfsemi félags- ins á árinu 1985 var svipuð og undanfarin ár. Konur komu nokkrum sinnum saman og unnu muni fyrir sinn árlega basar sem haldinn er seinni hluta vetrar. Þann 19. júní voru gróðursettar trjáplöntur í gróðurreitinn ofan við Dalvík. Opið hús fyrir aldraða sá félagið um ásamt Lionskl. Dal- víkur sömuleiðis leikhúsferð. Þá var einnig kvöldvaka á Dalbæ, og barnaheimilinu Krílakoti voru gefnar kr. 20.000,00 á árinu. Námskeið voru bæði í basti og jólaföndri, og Laufa- brauðs- og kökubasar var haldinn fyrir jólin. Stjórn kvenfélagsins skipa: Emma Stefánsdóttir formaður, Ásta Aðalsteinsdóttir gjaldkeri og Karítas Kristinsdóttir ritari. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.