Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 8
Tímamót Skírn í KópaVogskirkju 25. janúar, Oddur Jóhann. Foreldrar: Sandra Carla Barbosa og Brynjólfur Oddsson, Lækjarstíg 7, Dalvík. Mér er spurn? í síðasta blaði spurðist Sigrún Eyrbekk fyrir um ljóðið „í heiðardalnum er heimbyggð mín“. Strax fékk hún ábend- ingar frá Elínborgu á Syðra- Hvarfi um höfundinn, B.J. En hver var B.J. og hvernig er allt kvæðið? Þessu svarar Lilja Kristjáns- dóttir frá Brautarhóli í bréfi til Norðurslóðar, en þar skrifaði hún eftir nokkur orð um önnur efni: . . Tilefni þess, að ég skrifa þessar línur er þó fyrst og fremst spurning Sigrúnar Eyrbekk um ljóðið: I heiðardalnum. Ég þóttist muna, að erindið væri upphaf á ljóði eftir Bjarna Jónsson, kennara f. 1862, d. 1951. Til öryggis fletti égþó upp í bók hans ,,Ljóðmæli“ sem gefin var út af nokkrum vinum hans árið 1935. Þar er kvæðið á bls. 52-53, þrjú erindi, sem ég ætla að vélrita og senda með þessu bréfi. Bjarni Jónsson orti ljóð og sálma og þýddi bæði sögur og ljóð, svo sem sjá má í Kennaratali. „Nú hljómi lofsöngslag“, mjög fallegur páskasöngur, eftir hann, er í sálmabók Þjóð- kirkjunnar. Arum saman var hann meðhjálpari í Dómkirkj- unni. Ég minnist hans þaðan sem gamals manns með mikið, hvítt skegg og hár, óvenju broshýrt andlit hlýlegt augna- ráð. Én nafn hans þekkti ég löngu fyrr, vegna margra sagna og ljóða úr barnablaðinu Æsk- unni og Ljósberanum. Þó að ég hringi e.t.v. til Sigrúnar (ég kenndi henni í gamla daga í unglingaskóla) vildi ég senda Norðurslóð þessar upplýsingar, ef fleiri en hún hefðu áhuga á málinu. Varðandi ,,Gömlu“ á Hofi langar mig að segja þetta: Eitt sinn sendi hún móður minni, Kristínu í Brautarhóli, eftir- farandi vísu: Gulls-mig-tróða gladdi hér, geri ég Ijóða svona: Guð, minn bróðir, borgi þér blessuð, góða kona. Með bestu kveðju L.K. Blaðið þakkar Lilju fyrir að hafa upplýst þetta mál og þarf ekki úr að bæta. Gaman var líka að fá nýja stöku eftir „Gömlu“. Ritstj. I heiðardalnum er heimbyggð mín, þar hef ég lifað glaðar stundir, því hvergi vorsólin heitar skín en hamrafjöllunum undir. Og fólkið er þar svo frjálst og hraust og falslaus vinmál þess og ástin traust. Já, þar er glatl, þa'ð segi ég satt, og scelt að eiga þar heima. A vorin brýst þar úr bruni fram á björkum laufaskrúðið fríða. A sumrin fjallablóm hlíð og hvamm og hoh og grundir þar prýða. A hausti’er roðinn á hnjúkum skcer, á himin flugeldum á vetrum slœr. Já, þar er glatt, það segi ég satt, og sœlt að eiga þar heima. Ég elska fjöllin, því höfuð hátt ég hefi lcert af þeim að bera, á Ijósum tindi við loftið blátt mig langar jafnan að vera, því þar í öndvegi uppi hcest er útsjón fegurst, björtum himni ncesl Já, þar er glatt, það segi ég satt og scelt að eiga þar heima. Gulli ritstýrir Skáldið okkar Guðlaugur Arason hefur verið ráðinn ritstjóri Norðurlands, blaðs Alþýðubandalagsmanna sem gefíð er út á Akureyri. Gulli er úm Ieið fréttamaður Þjóðvilj- ans á Norðurlandi. Fréttahornið Leikstjórinn Margrét Óskarsdóttir ásamt aðstoðarmönnum þeim Stefáni Björnssyni t.v. og Birni bróður hans t.h. r síðustu viku glæddist afli netabáta talsvert. Algengt var að bátar væru með 5-10 tonn á fimmtudag og föstudag eftir nóttina. Mikið hefur því verið að gera í fiskvinnslunni. Togar- arnir hafa líka reitt sæmilega eftir áramót. Björgvin og Björg- úlfur byrjuðu veiðar strax eftir áramót. Björgúlfur er búinn að fara einn sölutúr til Þýskalands með karfa. Baldur hóf veiðar seinast í janúar og hefur landað tvisvar. Dalborg hefur verið á rækjuveiðum frá áramótum og aflað mjög vel. Rækjuvinnsla hefur því verið mikil miðað við árstíma. Bliki og Sólfellið hafa líka verið á rækju og aflað vel. Við sögðum frá því hér í fréttahorninu síðast að erfiðlega gengi að fá fólk til að starfa í kór og hjá leikfélaginu. Það gekk á endanum að fá fólk í leikinn, en samkórinn fór ekki af stað eftir áramótin. Reiknað er með að leikfélagið frumsýni leikritið Jóa eftir Kjartan Ragnarsson í fyrstu vikunni í mars. Margrét Oskarsdóttir er leikstjóri. Ljós- myndari Norðurslóðar mætti á æfingu nú á dögunum og við birtum mynd hér í horninu. A síðasta ári var á vegum Fóðurstöðvarinnar gerð tilraun með meltuframleiðslu. Sú til- raun þótti lofa góðu þó í smáum stíl væri. Nú er verið að setja upp tæki til stórfelldrar meltu- vinnslu þar. Þegar er í vinnslu um 200 tonn af meltu og taka þeir slóg sem fellur til á Dalvík og Árskógsströnd. Jafnframt er Fóðurstöðin með lýsisfram- leiðslu. Lýsi h/f í Reykjavík kaupir af þeim framleiðsluna, sem fer til manneldis. Um síðustu helgi var fóðurbíllinn sendur til Reykjavíkur með lýsisfarm. Mikil aukning hefur verið á sölu fóðurs það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Jj^ftir að Nígeriumarkaður lokaðist með skreiðina, hafa þorskhausar ekki verið þessi verðmæta vara sem áður var. Tilraunir hafa þó staðið yfir með söltun hausanna. Eftirað hausa- vinnslan varð vélvædd kom tals- verður skriður á málin. Fram- leiðslan hlaut nafnið fés. Stefán Rögnvaldsson h/f hefur nú hafið framleiðslu fésa. Vél til þess er nýkomin til þeirra og hafa þeir framleitt um 3 tonn. Hausarnir sem í þetta fara þurfa að vera stórir og góðir, svo það takmarkar magnið talsvert. Þeir hjá Röggnum hafa tekið lítils- háttar af öðrum til þessarar framleiðslu. ?fuT I ** . i fej - m v g 3 ÍHrt Starfsmenn Fóðurstöðvarinnar við meltutankinn. Símon Ellertsson, Bergur Höskuldsson, Þórir Jakobsson og Friðrik Þórarinsson.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.