Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 3
Heimsókn til vinabæjar Borgá í Finnlandi Á liðnu sumri stóð dómkirkjan í Borgá í Finniandi fyrir æsku- lýðsmóti, þar sem fjallað var um æskuna og þátt kirkjunnar að æskulýðsmálum. Borgá bauð öllum vinabæjum sínum að senda fulltrúa á þetta mót. Arnar Símonarson frá Dalvík tók þátt í þessu móti og fer hér á eftir frásögn hans. Margs- konar rit og bækur um vinabæina munu liggja frammi í bókasafni Dalvíkur þegar það verður opnað í Ráðhúsinu. Hjá Norrænafélaginu er hægt að fá upplýsingar um svokallað „Nordjobb“ en það er samvinnu- verkefni allra norðurlandanna. Tilgangur þess er að gefa ungu fólki 18-26 ára tækifæri til sumarvinnu í öðru norrænu landi. Fæstir Dalvíkingar vita sennilega um þá vinabæi er Dalvík á á Norðurlöndunum. Þess vegna ætla ég hér á eftir að segja stuttlega frá ferð minni til bæjarins Borgá í Finnlandi. Þar var haldið vinabæjarmót dag- ana 5.-9. ágúst 1985. Það sérstaka við þetta vina- bæjarmót var að þarna hittust í fyrsta sinn unglingar frá öllum vinabæjum Norðurlandanna. Þarna komu saman unglingar frá Hamri í Noregi, Lundi í Svíþjóð, Viborg í Danmörku og Borgá í Finnlandi og svo Dalvík. En auk þess voru þarna unglingar frá Tyresö í Svíþjóð, en sá bær er sérstakur vinabær Borgá, en er þó utan við keðjuna er hinir bæirnir mynda. Höfuð- áhersla var lögð á að efla tengsl okkar Norðurlandabúanna. Umræða og vinna um menn- ingu, kirkju, æsku og menntun áttu að vera innlegg okkar. Að mótinu stóðu 3 fulltrúar Borgá og var allt uppihald frítt þennan tíma er mótið stóð yfir. Sóknar- nefndir og félög sendu ungling- ana úr hverjum bæ fyrir sig og sáu auk þess um allan undir- búning. Sóknarnefnd Dalvíkur- kirkju greiddi allt mitt fargjald til Finnlands og vil ég þakka nefndinni fyrir að hafa gefið mér tækifær, á að taka þátt í þessu vinabæjarmóti. reglur innan Finnsku kirkj- unnar. Síðan var ekið til Pellinke en það er staður um 30 km. frá Borgá. Þar var stórt sumarhús sem við héldum mótið í. Borgarstjóri Borgá bauð okkur öll velkomin og lýsti yfir ánægju sinni með að við skyldum koma saman. Svo var þetta æskulýðsvinabæjarmót sett. Svo var smákynning á hverju landi fyrir sig og okkur sjálfum. Um kvöldið var bæna- stund í Pellinkekapellu. Þar var bænastund og söngur og ung- dómsprestur Borgá predikaði. íslendingar væru meö mestu bókarþjóðum heims. Búðaráp okkar stóð yfir seinni part dagsins en síðan var ekið til Pellinke á ný. Við fórum í ekta Finnskt sauna, syntum í vatninu fyrir neðan Pellinke og bökuðum finnskar pönnukökur úti á hlóðum. Meðalhitinn var um 24 gráður, þó að í ágúst væri. Noregskynningin var seint um kvöldið og þá voru sýndar litskyggnur og sungið. Svo var kvöldstund í kapellunni og kvöldte. vildu þeir margt vita um ísland. Eg svaraði fúslega öllum spugn- ingum þeirra og upplýsti þá um margt er viðkom Islandi. Ferja beið okkar við nálæga bryggju, og farið var í siglingu um allar nálægar eyjar. Um kvöldið var Danmörk fyrst með kynningu og ég á eftir með Islands svo og Dalvíkurkynningu. Ég sýndi lit- skyggnur, talaði um jólin, snjó- inn okkar og landið, hefðir og trúarbrögð. Ég söng lagið ,,Fyrr var oft í koti kátt“. Þetta varallt velheppnað og margir meira upplýstir um Island og Dalvík. Svo var bænastund í kapellunni og við fengum oblátu og báðum bæn fyrir friði og farsæld í heiminum. Svo var dansað og sungið og rætt saman á eftir. 9. ágúst. Þetta var síðasti dagurinn okkar og allir pökkuðu niður. Við keyrðum til Borgá, skoð- uðum hús finnsks skálds og síðan ókum við til Helsinki þar sem ein sérstakasta kirkja heims var skoðuð. Kirkjan er byggð inn í bjarg eitt stórt og rennur uppsprettuvatn niður veggi hennar. Þar settu allir bænar- kerti á stall og kveiktu á. Við drukkum kveðjukaffi á huggu- legum litlum veitingastað. Ferjan beið allra frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Við vorum öll sammála um að þetta hefði verið bæði skemmtilegt og fróðlegt vinabæjarmót. Dagínn eftir flaug ég til Kaupmanna- hafnar með ánægjulegar endur- minningar í huga og margs vísari um nálæg lönd. Eg ætla að miðla þekkingu minni til annarra og stuðla að bættum kynnum Norðurlandanna. Arnar Símonarson. Arnar í flokki svanna prúðum. 6. ágúst. Við eyddum meiripart dags- ins í umræðu um kirkjuna og þýðingu hennar í okkar sam- félagi. Við vorum öll sammála um mikilvægi þess að koma saman og ræða mál er snerti æskuna. Svo vorum við sett 2 og 2 saman og teiknuðum plaköt. Myndefnið var æskan og kirkjan og áhrif kirkjunnar á fólk í dag. Ég sagði svojítillega frá æskunni á Dalvík. Ég talaði um æskulýðsheimilið okkar og hvað við gerðum í frítímum. Ekki virtist sænskan vera erfið að skilja né tala en allir áttu að reyna að tala sænsku. Það furðu- legasta við Finna í Borgá er að um helmingur þeirra er sænsku- mælandi, það er: Sænskan er 8. ágúst. Menntamálaráðherra Finn- lands kom í heimsókn. Hann ræddi um mikilvægi menntunar á okkar tímum og talaði um samskipti Skandinavíu. Hann valdi sér plakat og það var skemmtilegt að hann valdi plakatið sem ég og einn strákur frá Danmörku máluðum. Borgá blaðið tók viðtal við mig og Lausnir jólagetrauna Viðbót Til viðbótar þeim langa lista yfir þá, sem sendu okkur ráðningu sína á ljóðagetraun Jólablaðs- ins, koma hér tvær nýjar. Onnur er frá Jónínu Kristjáns- dóttur á Klængshóli. Sú hafði hreinlega týnst í öllu pappírs- flóðinu í janúar. En það er ekki að orðlengja það, að þegar loksins þessi blöð voru skoðuð kom í ljós, að úrlausn Jónínu var alveg frábærlega vel úr garði gerð og auðvitað hárrétt að öllu leyti. Hinar úrlausnirnar voru lengra að komnar, nefnilega frá Sigrúnu Dagbjartsdóttur í Seldal í Norðfirði. Það var ráðning á krossgátu, ráðning á bæjar- nafnagátum svör við ljóða- getraun og svör úr Svarfdælu meira að segja. Allt var það prýðilega af hendi leyst. Nú vill svo vel til, að Norður- slóð lumar á tveimur bókum til verðlaunaveitinga, gefnar henni af Bókaforlaginu Skjaldborg. Nú ætlar blaðið að senda þessum áhugasömu og bók- menntasinnuðu konum bæk- urnar í þakklætisskyni fyrir þátttökuna. Jónína fær sent IV bindi Búskaparsögu í Skriðu- hreppi forna eftir Eið Guðmundsson, en Sigrún fær sendan Skapta í Slippnum, sem skráð hefur Bragi Sigurjónsson. Ráðhúsið í Borgá, byggt 1746. 5. ágúst. Við stóðum öll á bryggjunni í Helsinki og biðum eftir ferjunni er átti að flytja krakkana frá Noregi, Svíþjóð og Danmörk til Finnlands. Ég hafði komið út 3. ágúst og hafði eytt mínum 2 dögum í skoðunarferðir og kynnst krökkunum frá Borgá sem tóku þátt í mótinu. Ferjan kom og allir komu með. Við reyndumst vera um 32 stykki og ég var sá eini frá Islandi. Með rútu ókum við um Borgá, skoðuðum dómkirkjuna og hlustuðum á fyrirlestur í húsi þar sem allir prestar Finnlands komu saman til að ákveða móðurmál þeirra. Um kvöldið var Svíþjóðarkynning. Krakk- arnir frá Svíþjóð sungu söngva og sýndu okkur myndir frá Lundi og Tyresö. Kvöldstund var á eftir í Pellinke kapellu og svo var farið að sofa. 7. ágúst. Við ókum með rútu til Borgá og skoðuðum sælgætisverk- smiðju. Bókþrykki verksmiðjan var svo næst á dagskrá, en þar skoðuðum við lagerinn og sáum framleiðsluna í heild sinni. For- stjórinn talaði um að Finnar og Nú er ódýrt að fljúga og gista innanlands. Helgarferðir Flugleiða í samvinnu við 15 hótel víðsvegar um land er kjörið tækifæri til ferðalaga. Leikhúsferðir Flugleiða til ýmissa staða eru vinsælar og sannkölluð lyftistöng menningarlífs. Broadway-reisur frá 6. mars eru í sérflokki, þar sem Söngbók Gunnars Þórðarsonar verður ógleymanleg. Auk alls þessa bjóðum við bílaleigubíl í Reykjavík á sérstöku verði í sambandi við innanlandsflug Flugleiða og helgarreisurnar. Pantaðu bíl um leið og flugfarið. Bílaleigubíll Flugleiða bíður þín á flugvellinum. Umboð Flugleiða á Dalvík Sólveig Antonsdóttir sími 61300 NORÐURSLOÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.