Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 4
Verðlaunahafar frá föstudeginum. Frá vinstri Bryndís Ýr Viggósdóttir, Anna María Maimqvist og Ingigerður Júlíusdóttir. Verðlaunahafar karla. Guðjón Ólafsson, Daníel Hilmarsson og Haukur Bjarnason. sKÍÐAf&^* PAL\/ IKUR I Mikið hefur mætt á stjórn Skíðafélags Dalvíkur að undanförnu. Brynjólfur Sveinsson formaður félagsins lengst til vinstri daginn sem lyftan var tekin í notkun. 4 - NORÐURSLÓÐ Bikarmót Um helgina var mikið um að vera í Böggvisstaðaríjalli. Skíðalyfturnar voru í gangi og margt fólk notfærði sér góða veðrið til að vera úti. Á föstudag hófst bikarmót Skíðasambandsins sem stóð á laugardag og sunnudag líka. Blaðamaður Norðurslóðar Iagði land undir fót á laugardag til þess að fylgjast með mótinu og fólkinu njóta útivistar- innar. Ljósmyndari blaðsins var þarna á ferð einnig og festi fólk á filmu. Síðustu helgina í janúar var tekin í notkun ný lyfta sem kemur í stað gamallar tog- brautar. Lyftan er talsvert mannvirki, sjö voldug möstur bera lyftuna uppi auk enda- mastra. Lyftan er sett upp sunnar í fjallinu en togbrautin var. Við það kemur í notkun svæði sem áður var mjög lítið notað. Þegar okkur bar að var nokkur biðröð við lyftuna, þrátt fyrir að hún flytji 350 manns á klukkustund. Blaðamaður gekk upp fjallið meðfram lyftunni og fylgdist með skíðafólkinu bæði á leið í lyftunni og á fleygiferð niður brekkurnar aftur. Það leyndi sér ekki ánægjan og gleðin í andlitum þessa fólks. Þegar blaðamaður kom í stjórn- stöð var síðari umferð stórsvigs kvenna um það bil að hefjast. Harðsnúið lið hélt þar um ■ stjórnvölinn. Fullkomin tæki eru notuð við tímatöku og í því skyni hefur verið lagður kapall um fjallið frá stjórnstöð og að enda og rásmörkum. Um þenn- an kapal er símasamband frá rásmarki til stjórnstöðvar. Allt virðist því ágætlega tækjum búið til mótshalds. Bjarni Jónsson stjórnaði tíma- tökunni og Jóhanna Skafta- dóttir sá um skráningu og bók- haldið. Stefán Björnsson var kynnir og gerði það mjög líflega. Komið var að því að ræsa undanfarana. Það þykir mikil virðingarstaða að vera undanfari á svona sterku móti. Fara sömu braut og Danni og þessir bestu. Undanfararnir voru að þessu sinni Börkur Ottósson, Gunnlaugur Jónsson og Arnar Már Arnþórsson. Allir stóðu þessir ungu skíðamenn sig með prýði. Strax og þeir voru komnir í mark hófst keppni allra bestu skíðakvenna landsins. Stefán kynnir var með □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Úrslit mótanna Bikarmót á Dalvík 15.-16. febr. Mótstjóri Þorsteinn Skaftason. Stórsvig kvenna 1. Anna María Malmqvist 2. Snædís Úlriksdóttir 3. Guðrún H. Kristjánsdóttir Stórsvig karla 1. Daníel Hilmarsson 2. Guðmundur Sigurjónsson 3. Guðmundur Jóhannsson Svig kvenna 1. Bryndís Ýr Viggósdóttir 2. Guðrún H. Kristjánsdóttir 3. Sigrún Sigurðardóttir □ □ □ □ □ □ Svig karla , 1. Haukur Bjarnason 2. Guðmundur Jóhannsson 3. Tryggvi Þorsteinsson Ak. 114.77 □ Árm. 115.17 □ Ak. t 115.97 □ □ D. 111.29 n Ak. í. 113.65 113.79 1—1 □ □ Ak. 102.32 □ Ak. 103.19 □ í. 110.87 □ □ KR 95.82 □ í. 96.50 □ Árm. 98.08 □ Hi Ci mót á Dalvík 14. febrúar 1986. Svig karla 1. Daníel Hilmarsson 2. Haukur Bjarnason 3. Guðjón Ólafsson Stórsvig konur 1. Anna María Malmqvist 2. Ingigerður Júlíusdóttir 3. Bryndís Ýr Viggósdóttir D. 88.10 KR 94.37 í. 97.30 Ak. 114.05 D. 114.82 Ak. 118.80 □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Það voru fleiri fjölmiðlar á svæðinu en Norðurslt Ríkisútvarpið var með dagskrárgerðarmann C Inga frá Akureyri. Örn Ingi var að vinna að þætti Dalvík og greip þá Daníel Hilmarsson og ræddi1 hann. Daníel er vafalítið skíðakóngur landsins um þes mundir og satt best að segja finnst mörgum undarl fálæti sumra flölmiðla t.d. sjónvarpsins varðai þennan snjalla skíðamann. Myndin hér til hliðar er af Erni Inga ræða Daníel.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.