Norðurslóð - 22.04.1986, Síða 4
B-lisinn
1. Guðlaug Björnsdóttir,
bæjarfulltrúi, Hólavegi 15
2. Valdimar Bragason,
útgerðarstjóri, Mímisvegi 20
3. Óskar Pálsson,
húsasmiður, Svarfaðarbraut 11
4. Hulda Þórsdóttir,
sjúkraliði, Dalbraut 5
5. Jóhann Bjarnason,
vélstjóri, Svarfaðarbraut 26
6. Björn Friðþjófsson,
húsasmiður, Steintúni 4
7. Guðrún Skarphéðinsdóttir,
verkakona, Hafnarbraut 16
Listi Framsóknarmanna við
bæjarstjórnarkosningar á Dal-
vík 31. maí 1986.
8. Guðmundur Ingi Jónatansson,
framkvæmdastj., Böggvisbraut 11
9. Sæmundur E. Andersen,
skrifstofumaður, Böggvisbraut 2
10. Anna Margrét Halldórsdóttir,
húsmóðir, Mímisvegi 3
11. Anton Ingvason,
stýrimaður, Karlsrauðatorgi 26
12. Guðríður Ólafsdóttir,
húsmóðir, Dalbraut 8
13. María Jónsdóttir,
skrifstofumaður, Böggvisbraut 10
14. Kristinn Jónsson,
bifvélavirki, Sunnubraut 6
Ásdís
Jón
D-listinn
1. Trausti Þorsteinsson,
Böggvisbraut 7
2. Ólafur B. Thoroddsen,
Steintúni 1
3. Ásdís Gunnarsdóttir,
Sunnubraut 5
4. Jón Þ. Baldvinsson,
Goðabraut 9
5. Albert Ágústsson,
Brimnesbraut 5
6. Svanhildur Árnadóttir,
Öldugótu 1
7. Sigurjón Kristjánsson,
Karlsbraut 7
Listi Sjálfstæðismanna og
óháðra kjósenda.
8. Anna Baldvina Jóhannesdóttir,
Sunnubraut 4
9. Hermína Gunnþórsdóttir,
Svarfaðarbraut 10
10. Sigurður Kristjánsson,
Lækjarstig 3
11. Elín Sigurðardóttir,
Stórhólsvegi 7
12. Jón Finnsson,
Ásvegi 4
13. Kristín AðalheiðurSímonardóttir,
Ásvegi 6
14. Tryggvi Jónsson,
Sognstúni 1
Svanfríður Jón
G-listinn
1. Svanfríður Jónasdóttir,
bæjarfulltrúi, Sognstúni 4
2. Jón Gunnarsson,
framleiöslustjóri, Sunnubraut 8
3. Sigríður B. Rögnvaldsdóttir,
skrifstofum,, Goðbraut 24
4. Kristján Aðalsteinsson,
kennari, Hringtun 4
5. Ottó Jakobsson,
framkvæmdastjóri, Ásvegi 1
6. Þóra Rósa Geirsdóttir,
kennari, Hólavegi 3
7. Einar Emilsson,
trésmiður, Karlsbraut 8
Sigríður Kristján
Listi Alþýðubandalagsins og
annarra vinstri manna.
8. Gunnar Randversson,
tónlistakennari, Bárugötu 2
9. Herborg Harðardóttir,
verslunarm., Mímisvegur 11
10. Fjóla Magnúsdóttir,
verkamaður, Hjarðarslóð 3b
11. Arnþór Hjörleifsson,
skipstjóri, Hólavegi 5
12. Elín Rósa Ragnarsdóttir,
sjúkraliði, Hjarðarslóð 4a
13. Jóhannes Haraldsson,
skrifstofumaður, Smáravegi 12
14. Árni Lárusson,
verkamaður, Karlsbraut 16
Gengið yfir nýfallið snjóflóð. Sér niður Skallárdal. Ljósm. H.E.Þ.
Kringum Hnjótaíjall
Fagurt var veður á föstudaginn
langa 28. mars, sólskin og blíða
og nógur snjór um fjöll og dal.
Þá lagði 15 manna hópur 6
konur og 9 karlar frá Ferða-
félagi Svarfdæla í fjallgöngu á
skíðum í kringum Hnjótafjallið
fagra og tígulega sem trónar
fyrir botni fram-Svarfaðardals.
Lagt var af stað frá Atla-
stöðum og er þá þegar komið í
250 metra hæð yfir sjó. Eftir
þriggja tíma göngu kom hópur-
inn á Unadalsjökul, sem er í um
1000 metra hæð. Blasir þá við
Unadalur og Höfðaströnd og
sér út á Skagafjörð með eyjun-
um sínum frægu.
Þá var snúið til vinstri og
gengin Hákambaleið bak við
Deildardalsdrög um skálar og
kamba þar til stóra Heljardals-
skálin blasir við, sem allir
þekkja, sem farið hafa um
Heljardalsheiði. Renndu menn
sér síðasta áfangann „niður“að
Stóruvörðu. Leiðin þaðan
niður Hnjóta var góð og fljót-
farin.
Öll tók ferðin 7 klukkutíma og
voru menn töluvert þreyttir en
ákaflega ánægðir, þegar komið
var á leiðarenda.
Sumir ferðafélagarnir höfðu
verið með í samskonar leiðangri
á sumardaginn fyrsta fyrir 4
árum. Þá lentu menn í dimm-
viðri og villum óg gekk í brösum
að finna Heljardalsheiði. Nú
höfðu þeir sömu gaman af að
sjá, hvar þeir höfðu þá verið að
ráfa í hríðinni. Á rnynd, sem hér
fylgir, sést hnjúkurinn Deilir í
fjallshryggnum sem skiptir
löndum milli Deildardals og
Heljardals. Á myndinni sést
hann alllangt til hægri við
gönguleiðma. Þaðersýnilegtað
í villunni forðum hafa göngu-
mennirnir farið yfir fjalls-
hrygginn með Deili á vinstri
hönd. Með því móti lenda menn
langt niðri í Heljardalsskál og
þurfa þá að ganga langa leið
,,upp“ að Stóruvörðu. Það var
það, sem mörgum gekk illa að
kyngja í villunni forðum.
Þessi ferð er ógleymanleg,
eins og allar slíkar íjalla-
ferðir. Ekkert óhapp henti utan
það, að Rögnvaldur Skíði Frið-
björnsson renndi inn í snjó-
hengju og braut framan af öðru
skíðinu. A.m.k. tveir ferða-
félagarnir höfðu verið svo for-
sjálir að kaupa plast-skíða-
beygju, sem hægt er að stinga
upp á skíði, þegar svona óhöpp
hendá. En, því miður, forsjálnin
var samt ekki nægileg, því þeir
höfðu báðir skilið ,,bjargræðið“
eftir heima.
En Rögnvaldur lét ekki
óhappið tefja för sína og renndi
sér á öðrum fæti niður heiðina
og heim í Atlastaði. Um þetta
afrek kvað einn ferðafélaginn
(Hj Hj) vísu þessa:
Um öræfin flokkurinn fríði
fór eins og eldur í sinu.
Rögnvaldur Skíði braut skíði
og skíðaði síðan á hinu.
Gott þótti ferðalúnum göngu-
mönnunum að koma í Atlastaði
og þiggja rjúkandi kaffið og
ilmandi vöfflurnar hjá hús-
freyjunni þar. Er það ekki í
fyrsta skipti, og vonandi heldur
ekki hið síðasta, sem Heljar-
dalsheiðarfarar þiggja beina og
fá endurnæringu og nýja krafta
á þeim ágæta bæundirheiðinni.
Hið tígulega fjall Deilir á mörkutn Deildardals og Heljardals. H.E.Þ.
4 - NORÐURSLÓÐ