Norðurslóð - 22.04.1986, Side 6
Heilsugæslustöðin á Dalvík
Starfsfólk leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins á
Akureyri verður á Heilsugæslustöðinni á Dalvík
dagana 5., 6. og 23. maí 1986 frákl. 10.00-16.00.
Konur 20 ára og eldri eru beðnar að mæta,
sérstaklega þær sem aldrei hafa komiö áður.
Markmið þessarar skoðunar er að greina
byrjunarstig krabbameins í leghálsi, grindar-
holi og brjóstum. Æskilegt er að fara í slíka
skoðun annað- eða þriðjahvert ár.
Verð skoðunar er kr. 550.00.
Vinsamlega pantið tímanlega ísíma61500ámilli
kl. 9.00 - 16.00.
Heilsugæslustöðin á Dalvík
Fjölskyldukaffi
Svarfdælingasamtakanna verður drukkið í
Múlabæ, Ármúla 36 Reykjavík á uppstign-
ingadag 8. maí og hefst kl. 14.30.
Ókeypis fyrir 60 ára og eldri.
Fjölmennið, góðir sveitungar.
Samtök Svarfdælinga
Frá Tréverki h/f
Gleðilegt sumar
óskum við viðskiptavinum nœr ogfjœr.
Þökkum samskipti á liðnum vetri.
Sæplast h f á Dalvík
sendir viðskiptavinum til sjós og lands
óskir um gott og gjöfult sumar og
þakkar liðinn vetur.
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
Laugavegi 120, 105 Reykjavík
Umsóknirum lán vegnaframkvæmdaáárinu 1987
þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins
fyrir 15. september næstkomandi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á
framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind
stærð og byggingarefni.
Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar,
svo og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn
búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir
væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækj-
anda eru.
Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvéla-
kaupa á árinu 1987 þurfa að senda inn umsóknir
fyrir 31. desember n.k.
Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næst-
komandi.
Búnaðarbanki íslands
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem
fram eiga að fara í hreppnum þ. 14. júní n.k.
liggur frammi til sýnis að Jarðbrú og Þverá í
Skíðadal 14. apríl til 11. maí 1986.
Kjörskrárkærur verða að berast til sveitar-
stjórnar í síðasta lagi 30. maí n.k.
Jaröbrú 10. apríl 1986
f.h. hreppsnefndar
Oddviti Svarfaðardalshrepps.
Frh. af bls. 3
Frá U.M.F.S.
um iþróttum og knattspyrnu
innanhúss. Við vonumst síðan
eindregið eftir því að vorið sé að
koma þannig að hægt verði að
hefja æfingar af fullum krafti
utanhúss. Búið er að ganga frá
ráðningu á tveimur knatt-
spyrnuþjálfurum það eru þeir
Björn Friðþjófsson sem mun
þjálfa 5. flokk og Steinþór
Þórarinsson sem mun þjálfa
meistaraflokk og 4. flokk. Eftir
er að ráða þjálfara í frjálsum
íþróttum og fyrir 6. flokk i
knattspyrnu en úr því rætist
vonandi mjög fljótlega.
Við erum held ég megi segja
nokkuð bjartsýn hvað varðar
starfsemina í sumar og ætla má
að á annað hundrað einstakl-
ingar bæði börn og fullorðnir
muni stunda íþróttir á vegum
félagsins í ár.
Þó er stærsta verkefni Ung-
mennafélagsins enn ótalið en
það er bygging grasvallar sem
ráðgert er að hefja í vor.
Félaginu hefur verið úthlutað
svæði sunnan og ofan heima-
vistar þar sem ráðgert er að
útbúa tvo grasvelli þ.e.a.s.
æfingasvæði og fullkominn-
keppnisvöll með hlaupabraut-
um og annarri aðstöðu fyrir
frjálsar íþróttir. Við gerum
okkur grein fyrir að mikið átak
þarf til að aðstaða þessi verði að
veruleika en höfum trú á því að
sú leið að Ungmennafélagið
byggi völlinn og eigi hann sé
fyrir alla aðila mjög heppileg
lausn. Við hér á Dalvík höfum
mjög góða reynslu af því að
frjáls félög hafi forgöngu um
gerð íþróttamannvirkja og bendi
ég þá á Skíðafélagið og að-
stöðuna í fjallinu sem gott dæmi
um það.
Þessa aðstöðu vantar til-
finnanlega hér og er mjög brýnt
að sem allra flestir leggi fram
sinn skerf til þess að okkur megi
takast að láta drauminn um
góða aðstöðu fyrir sumar-
íþróttir rætast hér á Dalvík.
Er eitthvað sem þið mynduð
vilja segja svona að lokum?
Já, við viljum að lokum bara
leggja áherslu á það hve mikil-
vægt það er æsku þessa bæjar að
hafa slíka íþróttaaðstöðu sem
við höfum verið að ræða um hér
að framan.
Einnig er það skoðun okkar
að einmitt nú, þegar svo margt
mjög óæskilegt glepur fólk ekki
síst börn og unglinga eins og til
dæmis neysla allskonar vímu-
efna, sé íþróttaástundun ekki
bara æskileg heldur hreint og
beint nauðsynleg til þess að
skapa fegurra og betra mannlif.
Norðurslóð þakkar þeim
félögum fyrir spjallið.
Leiðrétting
í síðasta tölublaði Norðurslóðar í grein um starfsemi
Sæplasts h.f. á Dalvík var skekkja, sem rétt er að leiðrétta.
Sagt var að nýtt karamót væri smíðað af Bílaverkstæði
Dalvíkur. Hið rétta er að mótið smíðaði einn starfsmann-
anna Vilhjálmur Reynisson, en verkstæðismenn voru
aðeins til aðstoðar.
Rétt skal vera rétt og biðjum við Vilhjálm velvirðingar.
Ritstj.
Kaupfélag Eyfírðinga
á Dalvík
sendir öllum viðskiptavinum
bestu kveðjur og óskir um gleðilegt sumar.
Þökk fyrir liðinn vetur.
Sparisjóður Svarfdœla
auglýsir
Nýtt innlánsform frá og með 1. maí 1986
TOPP BÓK
Bundinn reikningur í 18. mánuði (sjá lið nr. 4).
Það er lán að skipta við sparisjóðinn.
Símar: 61600 og 61601.
Innlán: Vextiralls
á ári
1. Almenn sparisjóðsbók 8,00%
2. Sparireikningur með 3ja mán. uppsögn 9,00%
3. Sparireikningur með 6 mán. uppsögn 10,00%
4. Sparireikningur með 18 mán. uppsögn (TOPP BÓK) 14,50%
5. Heimilislánareikningar:
a) sparnaður 3-5 mánuði 9,00%
b) sparnaður 6 mánuði og lengur 10,00%
6. Sérstakir Trompvextir 12,50%
7. Tékkareikningar 3,00%
Sparisjóðurinn sendir viðskiptavinum
bestu óskir um gott sumar og
þakkar viðskiptin á liðnum vetri.
^ Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvik
6 - NORÐURSLÓÐ