Norðurslóð - 27.05.1986, Page 1

Norðurslóð - 27.05.1986, Page 1
Halla og Oskar. Vorkoman á Dalvík En samt sem áður, vorið er nú mjög kalt og seint á sér, því verður ekki á móti mælt. Fénaðarhöld Blaðið hafði tal af dýralækni, sem allra rnanna besta yfirsýn hefur um ástand búfénaðar á vordögunum. Samkvæmt upp- lýsingum hans gengur sauð- burður yfirleitt vel, víða ágæt- lega og hvergi verulega illa. Það kentur heim við gamla revnslu að í svalri tíð eru lambahöld oft ágæt ef fóður er nægilegt og aðstaða í húsum góð. Aftur á móti er þá sögu að segja frá kúabúunum, þó það verði ekki sett í samband við vorveðrið, að heilsuleysi í kúm Frh. á bls. 4 Hæringsstaðahyrna á hvítasunnu 1986. Kuldatíð og gróðurleysi Vorið kemur bráðum . . . Lllan tangl úr gráum geim geysist kaldur vindur. Hert er nú á hnútum þeim, sem hinmakóngurinn hindur. Nú er maímánuður langt liðinn og fer að verða unnt að gefa honum einkunnir. Og því miður verður það að segjast, að aðal- einkunnin hlýtur að verða anski slök. Einkenni mánaðarins hefur verið þrálátur norðanþræsingur og lágt hitastig, þetta 2-5 gráður. Aftur á móti hefur úrkoma verið sáralítil og raunar engin um nærri þriggja vikna skeið, frá 2. til 20. mánaðarins. Þá kom úrkomugusa, ca 17 millimetrar á 3 dögum aðallega þann 21. Reyndar gerði nokkra góða hlýviðrisdaga upp úr miðjum mánuðinum, en fljótt sótti aftur í sama horfið og stendur enn. þegar þetta er ritað þann 25. H vað gefur svo þessi lýsing til kynna unt gróðurinn hér um slóðir? Að sjálfsögðu það, að hann er fjarskalega stutt á veg kominn. Túnin eru jafnmikið grá eins og græn og tré og runnar nánast ekkert farin að laufgast. Allt larnbfé er enn á gjöf og lengi mega börnin bíða þeirrar stundar að kýrnar verði látnar út. Sem sagt, enn eitt kalda vorið af mörgum sem gengið hafa yfir hin síðari ár. Enginn skyldi þó vera svo ósanngjarn að líkja þesu vori við annað og verra, sem við höfum upplifað síðustu 10 árin eða svo. T.d. á þetta vor enn langt í land að líkjast ósköp- unum 1983, fyrir aðeins 3 árum síðan. Hefur einhver gleymt því vori? Þástóð í Norðurslóðeftir- farandi klausa: ,,Nú 25. júníeru enn snjóskaflar í giljunr heima við bæi hér í miðsveitinni, og í Gróðrarreitnum á Holtsmó- unum eralvegvonlaustaðskafl- inn verði horfinn fyrr en eftir mánaðamót júní-júlí. Nú skulu menn festa sér þetta í minni og sjá til, hvenær aftur kemur slíkt og þvílíkt kuldavor." Á annan dag hvítasunnu voru nokkrir tugir manna, kannske nærri 100 manns, mættir í Víkurröst á Dalvík. Tilefnið var tengt „Vorkomunni á Dalvík“ þessu árlega fyrirbæri á sviði listaviðleitni, sem Lionsklúbbur- inn gengst fyrir. Að þessu sinni var Vorkoman sérlega ánægjuleg. Fyrst kom fram 5-manna strengjasveit, undir stjórn Antoníu Ogonovsky sem Dalvíkingar þekkja frá vetrinum 1984-5. Sjálf lék hún með strengjasveitinni á píanóið. Þetta voru létt, klassísk lög spiluð af fjöri og sannri vor- gleði, virtist okkur hinum ófag- lærðu. Það er gaman að ,,sjá“ slíka músík verða til. Síðari þátturinn var ein- söngur og tvísöngur þeirra Höllu Jónasdóttur, sem nú býr í Reykjavík, og Óskars Péturs- sonar, Skagfirðings, sem bú- settur er á Akureyri. Nú skortir mann alla kunn- áttu til að skilgreina sönginn og gefa einkunnir fyrir hina ýmsu eiginleika raddanna. Manni dettur eitt og annað í hug að nefna: raddfylling, tónsvið. sveigjanleiki, blæbrigði, túlkun, innlifun. Þetta sjáum við alltaf í listdómum um söng og söng- vara. En hvernig á að raða upp orðunum og tengja saman, svo úr verði eitthvað annað en meiningarlaust fimbulfamb? Ætli maður verði ekki bara að grípa til gamla, góða brjóst- vitsins og segja hreint út, að þessi söngur verkaði alveg stór- vel á mann. Halla Jónasdóttir, okkar góði sveitungi, er orðinn þjálfaður söngvari, sem hvert byggðarlag mætti vera stolt af, líka hún Reykjavík og jarðar- byggðir hennar. Slíkan gest er gott að fá að syngja vorið í bæ. Og sannleikurinn er sá, að alveg þetta sama rná segja um hinn söngvarann, Óskar Péturs- son. Hann verður bara að fyrir- gefa, að hann er settur hér eins og neðanmálsgrein. Hann geldur þess þá, að hann er ekki kynborinn Svarfdælingur. Lionsklúbburinn á þakkir skilið fyrir framtakið. En hvort hann fær þær svikalaust, það er nú önnur saga. H. Svarfdælingar í Reykjavík fagna vori Samtök Svarfdælinga í Reykja- vík hafa lengi haft fyrir sið að efna til samkomu á vorin fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Þá hittast gamlir sveitungar og rabba saman í rólegheitum yfir síðdegiskaffi með ljúffengum kökum sem konur í samtök- unum hafa bakað. Rosknum Svarfdælingum er alltaf sérstak- lega boðið að koma til þessa mannamóts. Stundum er eitthvað haft um hönd til fróðleiks og skemmt- unar. Hin síðari ár hafa Svarf- dælingasamtökin notið gest- risni Múlabæjar í Reykjavík með þessar samkomur. Hefur Guðjón Brjánsson forstöðu- maður Múlabæjar reynst Sam- tökunum heldur en ekki haukur í horni. Að þessusinni varsamkoman haldin á uppstigningardag. Hún var varla jafn vel sótt og stundum áður en var þó ekki síður ánægjuleg að öðru leyti. Kristján Jónsson formaður Samtakanna ávarpaði gesti. Hann skýrði m.a. frá því að á aðalfundi þeirra í vetur hefði einróma verið samþykkt tillaga stjórnar um að færa Safna- húsinu á Dalvík eitt hundrað þúsund krónur að gjöf til minningar um stofnendur Sam- taka Svarfdælinga í Reykjavík, þá Gísla Kristjánsson, Kristján Eldjárn og Snorra Sigfússon. Yrði upphæðin afhent við vígslu Safnahússins. Gunnlaugur V. Snævarrflutti gamanmál eftir Atla Rúnar í forföllum höfundar sem var á vakt hjá útvarpinu okkar. Sveinn Gamalíelsson frá Skegg- stöðum kvnnti fyrirhugaða skemmtiferð Samtakanna á Strandir í 12. viku sumars, og Svarfdælingar í Múlabæ. Systurnar frá Brautarhóli, f.v. Svanfríður, Filippía. svo var tekið lagið að góðum svarfdælskum sið. Var þetta á allan hátt ánægju- legur mannfagnaður, en hita og þunga dagsins báru hinar ötulu og ósérhlífnu konur sem voru í nefnd þeirri sem undirbjó og sá um samkomuna. Þær voru Sigurlína Árnadóttir nefndar- formaður, Ellen Sigurðardóttir, Fanney Arnbjörnsdótir, Helga Hjörleifsdóttir og Sigurjóna Jóhannesdóttir en einnig voru með þeim konur úr félags- stjórninni: Hrönn Haraldsdóttir Sólveig Jónsdóttir og Sólveig Sveinsdóttir. , , ^ F.v. Valdimar Jóhannsson, Egill Bjarnason. Ljósm. J.J. D.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.