Norðurslóð - 27.05.1986, Page 3

Norðurslóð - 27.05.1986, Page 3
Skólauppsögn á Húsabakka Laugardaginn 10. maí var Húsabakkaskóla sagt upp í 30 sinn frá byrjun. Skólahald hófst þar haustið 1955 og útskrifuðust fyrstu nemendurnir vorið 1956. Fjölmenni var við skólaslitin að venju og var þröngt setinn bekkurinn í samkomusalnum. Skólastjórinn, Björn Þórleifsson, gerði grein fyrir skólastarfinu á liðnum vetri, sem hann taldi að verið hefði árangursríkt og áfallalaust. Skólinn var fullsetinn og er fyrir- sjáanlegt, að svo verður einnig í náinni framtíð. Húsabakkaskóli er einn meðal fárra skóla, þar sem heimavistarformið er enn allsráðandi og ekki horfur á, að frá því verði horfið fyrst um sinn. ÍJtskrifuð frá Húsabakkaskóla. Fremri röð f.v. Hlyni Holsa, trla Jona Klaufabr. Helgi Þverá, Sólveig Brautarh., Inga Dóra Jarðbrú. Aftari röð Alferð Hánefsst., Elín Hofsárk., Sveinborg Þverá í Skíðad., Saga Ingvörum. Ljósm. H.E.Þ. Skólastjórinn greindi frá ýmsu því, sem aðhafst var innan vébanda skólans til hliðar við hið lögboðna nám. T.d. kom skólablaðið. BLEÐILL, út fyrir jólin í 16. sinn. Var hann vandaður mjög, enda gekk sala hans greiðlega og skilaði drjúgri summu í ferðasjóð en áætlað er að fara í skólaferðalag til Snæ- fellsness á sumri komanda, jafnvel út í Breiðafjarðareyjar. Þá nefndi hann skákiðkun, sem var með blóma, og fórfram hefðbundin keppni við Árskógs- strandarskóla. Lukkaðist Hús- bekkingum „að ná aftur lang- þráðum verðlaunagrip úr höndum Árskógsströndunga“ eins og skólastjórinn orðaði það. Björn skólastjóri fór nokkrum orðum um íþróttakennsluna í skólanum. Hvað sundkennslu varðar, taldi hann að hún væri komin í æskilegt horf, þar sem kennt er í tveimur skörpum lotum, á haustin og aftur seinni- part vetrar, en nlé gert yfir kaldasta hluta vetrarins. Afturá móti taldi hann aðstöðu til annarra innanhúsíþrótta vera harla bágborna og raunar alls enga fyrir boltaleiki. „Ég er ekkert að leyná því, að einn af mínum stærstu draumum er að fá með einhverju móti íþrótta- sal hér á staðinn.“ Að þessu sinni útskrifuðust 9 nemendur úr 8. bekk, 6 stúlkur og 3 drengir, sjá mynd. Tónlistarskólinn Eins og að undanförnu var í vetur leið haldið uppi við skól- í 30. sinn ann deild úr Tónlistarskólanum á Daivík. Fjórðungur af nem- endum Húsabakkaskóla not- færði sér þennan möguleika og stundaði tónlistarnám með almenna náminu. Einnig höfðu nokkrir kennarar skólans fengið lítilsháttar tilsögn í söng. Nú kom árangurinn af þessari iðkun fram því þarna voru haldnir skólatónleikar og komu allir tónlistarmennirnir fram. Þótti þetta vera hin ánægju- legasta tilbreyting. Að þessu loknu tróð upp karlakvintett 5 kennara skólans og söng nokkur lög (sjá myndir) við hinar bestu undirtektir. Sýningar Að athöfn lokinni fluttu gestir sig út í „eldri skóla“ þar sem komið hafði verið upp sýningu á verkum nemenda bæði í handa- vinnu og í sambandi við „sér- stök rannsóknarverkefni.“ Sýningarnar báru vott um ágætt starf á þessum mikilvægu sviðum ekki siður en óðrum í skólastarfinu. Þessi athöfn í Húsabakka- skóla í köldu sólskini vorsins var í alla staði hin ánægju- legasta og staðfesti bjartsýnar vonir manna um gott gengi þessarar mikilvægustu stofn- unar sveitarfélagsins. Undir lok máls síns gatskóla- stjórinn þess, að horfur væru á, að skólanum héldist enn um sinn á því kennaraliði, sem þar hefur starfað undanfarið og mælti svo: „Ein mesta blessun okkar í starfi hér er stöðugleiki í þessum málum og að hér er að meirihluta vel menr.tað réttinda- fólk við störf. Ég sagði áðan, að áfram yrði þörf fyrir þennan skóla. Þessvegna þurfum við öll að standa vörð um 'nann, vinna honum vel og stefna stöðugt upp á við í þróun hans og öllum aðbúnaði. Þannig er hægt, ekki bara að halda honum sæmilega góðum, heldur gera hann sífellt betri.“ Skólastjórinn afhendir skírteini Kvintettinn syngur, f.v. Sigurður Marinósson, Armann Gunnarsson. Þórarinn Hjartarson, Björn Þórleifsson, Björn Daníelsson. Kennarar Tónlistarskólans f.v. Tracy Wheeler, Colin P. Virr, Gunnar Randversson. Skipstjórnarbraut á Dalvík Nemar útskrifaðir í 5. skipti sinni. Ástæða er til að hvetja Dalvíkinga til að nota sér bað tækifæri sem þeim býðst með því að sækja skipstjórnarnám við Dalvíkurskóla þar sem sjósókn skiptir okkur svo miklu máli. Skólastjóri afhenti nemend- um einkunnir við útskriftina og þá voru einnig veittar viður- kenningar þeim __ sem bestan árangur sýndu. Útvegsmanna- félag Norðlendinga veitti verð- laun fyrir bestan árangur á skip- stjórnarprófi og hlaut þau Nökkvi Jóhannesson frá Blönduósi, en hann hlaut eink- unnina 8,72 sem er 1. einkunn. Þá hlaut hann einnig viður- kenningu fyrir bestan árangur í skipstjórnargreinum. Sú viður- kenning var veitt af Skip- stjórnarfélagi Norðurlands og var framkvæmdastjóri þess, Guðmundur Steingrímsson, mættur til að afhenda Nökkva viðurkenninguna. Dalvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og ástundun í námi en hana hlaut Benedikt Guðbrandsson frá Engihlíð við Hofsós en hann hlaut einkunn- ina 8,22. Báðir þeir Nökkvi og Benedikt eru svarfdælskrar ættar. Við lok útskriftar flutti skóla- stjóri kennurum og nemendum þakkir og einkum Júlíusi Kristjánssyni kennara skip- stjóraefnanna en hann hefur borið hitann og þungann af starfi deildarinnar undanfarin ár. Gott orð hefur farið af deild- inni og má m.a. geta þess að dúxar á 2. og 3. stigi í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík nú í vor luku 1. stigi á Dalvík. Nú þegar farið er að spyrjast fyrir um skólavist á næsta ári og gefur það fyrirheit um áfram- haldandi starfrækslu skip- stjórnarbrautar á Dalvík. Nemendur með skólastjóra og kennara. Ljósm. J.B. NORÐURSLÓÐ - 3 Miðvikudaginn 14. maís.l.voru útskrifaðir frá Dalvíkurskóla 10 nemendur af skipstjórnarbraut 1. stigs og er þetta ljölmennasti hópurinn sem útskrifast hefur. Þetta er í 5. skipti sem nem- endur útskrifast af brautinni en samtals hafa nú útskrifast 38 nemendur með 200 tn. skip- stjórnarréttindi frá skólanum. Um áramót voru aftur útskrif- aðir 10 nemendur úr svokölluðu réttindanámi með 80 tn. skip- stjórnarpróf. Munu þeir koma í skólann í haust og Ijúka 200 tn. réttindum. Flestir þeirra er nú útskrif- uðust voru aðkomunemendur en aðeins einn nemandi frá Dalvík útskrifaðist að þessu Guðmundur Steingrímsson afhendir Nökkva Jóhannessyni verðlaunin. Ljósm. J.B.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.