Norðurslóð - 27.05.1986, Síða 5

Norðurslóð - 27.05.1986, Síða 5
Frá Svarfaðardalshreppi Sundskáli Svarfdæla endurbættur Þann 23. apríl var haldinn almennur hreppsfundur í Þing- húsinu á Grund. Um 40 manns sátu fundinn. Oddviti hreppsins, Halldór Jónsson á Jarðbrú gerði grein fyrir reikningum hreppsins fyrir 1985 og fjallaði um málefni sveitarfélagsins út frá þeim. Það kom fram, að hreppurinn á all- miklar eignir, þó nær eingöngu fasteignir. Má þar rh.a. nefna jarðeignir, þ.e. Hamar, Lauga- hlíð svo og Skíðadalsafrétt. Ennfremur Barna- og unglinga- skólann á Húsabakka í sam- eign með ríkinu. Með Dalvíkur- bæ á hreppurinn Sundskála Svarfdæla og Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvik svo og hlut- deild í Heilsugæslustöðinni á Dalvík. Sjóðir hreppsins eru litlir, en skuldir nær engar. Það kom fram í umræðum, að oddvitinn hyggst ekki gefa kost á sér til frekari setu í hreppsnefnd, en hann hefur nú gegnt oddvita- starfinu í 12 ár og hyggur á brottflutning úr sveitinni. Urðu ýmsir til að þakka Halldóri vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og árna honum heilla á fram- tíðarvegum. Skýrslur nefnda Þá flutti formaðurskólanefndar Guðrún Lárusdóttir á Þverá skýrslu nefndarinnar og kom þar m.a. fram að enn er þörf á framkvæmdum við skólann á Húsabakka. Nefndi Guðrún sérstaklega þörf á malbikun á skólahlaði og bifreiðastæði svo að leir og önnur jarðefni haldist sem mest utan dyra, þar sem Húsnæði í Reykjavík Ereinhver, sem áeöa veit um húsnæði til leigu í Reykjavík. Okkur vantar íbúð þar frá 1. september í haust. Við getum hugsaðokkurað leigja íbúð saman ef hún væri stór. Til 1. iúní Ósk Jórunn og Guðmundur Sími til 1. júní Ósk Jórunn og Guðmundur (91) 36399, Rvík. og síðar Ásrún og Arnþór (96) 61652, Dalvík. Gluggakaffi — Gluggakaffi Sóknarnefnd Tjarnarkirkju verður með kaffi- sölu í borðstofu Húsabakkaskóla á KOSN- INGADAGINN, 14. júní n.k. frá kl. 14.00 - kl. 2 eftir hádegi og fram á kvöld. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í kirkju- gluggasjóð Tjarnarkirkju. Dalvíkingar — Svarfdælingar, gerið ykkur dagamun, fáið ykkur góðar kaffiveitingar og styrkið gott málefni. Sóknarnefndin. “V y i DALVIKURSKDLI Skipstjórnarnám Á Dalvík er starfrækt 1. stigs skipstjórnarnám sem veitir rétt til stjórnunar fiskiskipa allt að 200 lestum. Námið er skipulagt í samvinnu við Stýrimannaskólann í Reykjavík. UmsóknirfyrirskólaáriðS6ji5’7þurfa aðberast fyrir IjúlL. Umsóknum fylgi: a) Afrit af prófskírteini grunnskóla b) Vottorð um siglingatíma c) Heilbrigðisvottorð d) Augnvottorð frá augnlækni e) Sakavottorð f) Vottorð er staðfesti sundkunnáttu Upplýsingar ciefur skólastjóri í símum 61380 og 61491. - Heimavist er á staðnum. Skólastjóri. þau eiga heima, en fari ekki inn í vistir og skólastofur. Formaður „riðunefndar", Halldór Jónasson í Koti, gerði grein fyrir störfum þeirrar nefndar. Kom fram að á annað hundrað fjár var lógað á ýmsum bæjum í sveitinni vegna riðu- veiki og skrokkunum eytt í sor.pbrennslustöð Dalvíkinga. í umræðum kom fram, að menn búast nú almennt við ein- hverjum útrýmingaraðgerðum gegn riðunni hér áður en langt líður. Þá flutti Björn Þórleifsson, formaður sundskálanefndar, skýrslu hennar. Töluverð við- gerð fór fram á skálanum á síðastliðnu ári og kom þá líka í ljós, að enn er mikill og almennur áhugi á að nota þennan gamalfræga sundstað bæði af Dalvíkingum og sveita- mönnum, sem eiga hann og reka í sameiningu. í þessu sambandi kom það fram, að nú er tryggt fjármagn til mikilvægra endurbóta á Sundskálanum á þessu og næsta ári. Þar er um að ræða smíði nýrra búningsklefa og tilheyr- andi við skálann. Verður væntanlega hafist handa í haust við að hrinda þessum bráðnauðsynlegu endur- bótum í framkvæmd. í almennum umræðum í lok fundarins kom fram, að mönnum þykir nú sem ekki geti dregist lengur, að snúa sér að því að koma upp nýju félagshúsnæði í hreppnum. Virðist sú skoðun nú njóta mikils fylgis, að byggt verði í námunda við Húsa- bakkaskóla með samnot skóla og félaga af slíku húsnæði fyrir augum. Er ekki að efa, að á eftir viðbyggingu við Sundskálann verður nýbygging hæfilegs félagsheimilis næsta stóra dag- skrármál Svarfdælinga. Auglýsing um Bæjarstjórnarkosningar á Dalvík Kosning fer fram í Dalvíkurskóla laugardag- inn 31. maí næstkomandi. Kjörfundur verður settur á kjörstað kl. 8.30. Kjördeild verður opnuð kl. 10.00. Kjörfundi lýkur kl. 23.00. Atkvæði verða talin á kjörstað að loknum kjörfundi. Kjörstjórn Dalvíkur Helgi Þorsteinsson Halldór Jóhannesson Stefán Jónsson Dalvíkurbær -SKÓLAGARÐAR- Dalvíkurbær mun í sumar starfrækja skólagarða, líkt og var á síðasta sumri. Rétt á þátttöku eiga börn fædd 1975 og 1976 sem lögheimili eiga á Dalvík. Þátttökugjöld skulu greiðast við innritun og eru 300 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í þátttökugjaldi eru plöntur og verkfæri. Byrjunartími verður auglýstur síðar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu bæjarins og þar er jafnframt tekið við skráningum fram til 31. maí. Dalvíkurbær Sundskáli Svarfdæla verður opinn fyrir almenning í sumar á mánudagskvöldum kl. 20.00 - 22.00 fimmtudagskvöldum kl. 20.00 - 22.00 sunnudagsmorgnum kl. 10.00 - 12.00 og verður fyrsti almenningstíminn sunnudaginn 1. júní. Einnig gefst einstaklingum, fjölskyldum eða hópum kostur áað leigjaskálann utan almenningstíma. Umsjónarmaður sérleigu er Steinunn Hafstað í Laugasteini, sími 61430. Sundskálanefnd. Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar Kosning til hreppsnefndar og sýslunefndar í Svarfaðardalshreppi fer fram að Húsabakka (syðri bygging) lautíj'ardaginn 14. júní 1986. Kjörfundur hefst kl. 10.00. Kosningarnar eru óbundnar. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs samkv. 19. grein sveitarstjórnarlaga: 1. Atli Friðbjörnsson, Hóli. 2. Gunnar Jónsson, Brekku. 3. Halldór Jónsson, Jarðbrú. Enn fremur skorast Halldór Jónsson undan endurkjöri til sýslunefndar. Talning atkvæða fer fram á kjörstað að loknum kjörfundi. 26. maí 1986 Kjörstjórnin. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.