Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 04.07.1986, Blaðsíða 5
Um þetta leyti í fyrra A jarðarberjaekru í Wisconsin f júnímánuði í fyrra fórum við hjónin til Bandaríkjanna í sumarfrí ásamt Ingibjörgu systur Þuríðar. Dvöldumst við þar í góður yfirlæti hjá annari mágkonu minni og manni hennar, þeim Guðrúnu (Lillu) og Harald Femal í veglegum sumarbústað þeirra við Shawanovatn í Wisconsin. Þessi tími vestra var hinn ánægjulegasti í alla staði, fólkið sem við hittum var mjög elskulegt og gestrisið. Upp í hugann kemur minning um það þegar við fórum í jarðarberjamó í 35 stiga hita: Vorið hafði verið þurrt og kalt í Norðurríkjum og fyrstu dagana eftir að við komum til Wisconsin var stundum nokkuð svöi norðvestan stinningsgola. Upp úr miðjum júní fór að hlýna og gerði sterkjuhita um daga. Marsha kona Erics, eins sonar Lillu og Harrys og Joan móðir Mörshu vöktu athygli Fólk á jarðarberjarekru í Wisconsin Maísgrösin á ökrunum voru enn lágvaxin þó komið væri fram í miðjan júní. Heimamenn höfðu orð á því áhyggjufullir að líklega yrði maísinn, sem Bandaríkja- menn nefna korn (corn) ekki orðinn hnéhár 4. júlí, á þjóð- hátíðardag þeirra, eins og hann ætti að vera að öllu eðlilegu. um Jónsmessu t985. J. J. D. okkar á því að nú væru jarðar- berjabændur sem óðast að auglýsa í blöðunum að fólk mætti koma og tína jarðarber á ekrum þeirra fyrir 50 cent (20 kr) pundið. Það varð því úr að ákveðið var að fara á berjateig á bæ einum alllangt þar frá. Við Þuríður kona mín vorum í bíl með mæðgunum Joan og Mörshu, en Inga með Harry og Lillu og ennfremur Þórunn Guðmundsdóttir og sonur hennar Hafliði Gíslason. Hafliði er nýbakaður doktor í eðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð en vinnur nú við rannsóknir í sérgrein sinni við Bethlehem háskólann í Pennisylvaníu. Á skilti við heimreiðina að jarðarberjabænum stóð að menn væru boðnir velkomnir þangað. Ekki bar á öðru en að fólk léti sér það að kenningu verða því að þegar við komum að berja- ekrunum gat að líta tugi ef ekki hundruð manna, konur, börn og karlmenn, hálfbogin við að tína jarðarber. Okkur var hleypt inn um hlið. Hver maður fékk grunnan pappakassa til að tína í og svo var okkur ekið á dráttarvéla- vagni út á ekrurnar. Vörður úthlutaði hverjum einni rein að tína á. Nú var komin þrúgandi hitabreyskja því sólin skein I heiði og ekki blakti hár á höfði.. Ég fór að hugsa um að varla gæti verið þægilegt að vinna erfiðisvinnu í svona 35 stiga hita eða hvernig skyldi þeim líða sem væru að vinna daginn langan á tóbaks- og baðmullarekrunum ennþá sunnar í landinu. En þá kom mér í hug að sjálfsagt vendust menn þessu, það væri ekki að marka þó ferðalang af norðurslóðum sem væri vanur við golusvelju á sumrin volgnaði í þessum ofnhita. Ég hafði upp úr krafsinu þrettán pund af fallegum, full- þroska jarðarberjum, kúfaðan pappakassa og borgaði sex og hálfan dollar fyrir og hin eitthvað svipað. Joan bjó til úr þessu þá langbestu jarðarberja- sultu sem ég hef smakkað og gerði okkur út með margar sulutkrukkur til fslands. Júlíus J. Daníelsson ölunn færir út kvíarnar Margföldun framleiðslunar ráðgerð sem fyrir er. Nýja húsið er 560 m2 og á að hýsa 2 gríðarstór fiskiker 14 metra í þvermál, þ.e. 150 m2 hvort. Kerin eru gerð úr emeleruðu stáli, innflutt frá Þyskalandi. Þetta þýðir að sjálfsögðu margföldun þeirrar framleiðslu á sláturlaxi sem stöðin annar nú og er ráðgert að í stað tveggja kvía, sem nú er, verði 8 kvíarúti á víkinna næsta vor. Sá fiskur, sem þangað á að fara er nú að alast upp í kerjum í eldri skálanum. 60 tonn af sælgæti Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá stöðvarstjóranum, Þórólfi Antonssyni, sem hefur greini- lega mikla trú á fyrirtækinu. Hann sagði ennfremur, að þeir vonuðust til að ársframleiðsla yrði í kring um 60 tonn af slátur- laxi, þegar þessi aukning er komin i kring. Ef meðalþungi laxins er 2,5 kg þýðir þetta að 24.000 stykki þarf í 60 tonnin. Þarna fær margur maðurgóðan bita á diskinn sinn. Ekttshus öluns, nýja húsið í smíðum. Fiskeldi virðist vera sú atvinnu- grein, sem mestur er uppgangur í á fslandi í dag. Hér í Eyjafirði er þó heldur lítið um að vera á þessu sviði. í Ólafsfirði er fyrirtækið Óslax h.f. að slíta barnsskónum og hyggst nýta sér allsérstæðar aðstæður í Ólafs- fjarðarvatni. ög svo er það ölunn h.f. á Dalvik. f síðasta blaði Norður- slóðar var gefið í skyn, að eitthvað yrði sagt frá starfsem- inni þar í þessu tölublaði. Til að efna það birtist hér mynd tekin á staðnum og síðan koma hér upplýsingabrot. Stækkun stöðvarinnar Það er til marks um hug og bjartsýni þeirra Ölunnarmanna, að þeir eru nú að byggja nýtt og miklu stærra eldishús en það, Colin og Tracy voru kvödd með virktum og gjöfum en þau era nú fhitt til London. **r Brúarsmíði vlð Holtsá. f minningu liðinnar grásleppuvertfðar. Grasleppukarlar f.v. Hjálmar Randversson og Rósmundur Stefansson handlanga hrognatunnurnar. Konur í Tjarnarsókn seldu kaffi á kosningadaginn. F.v. Fjóla á Húsabakka, Kristín í Brekku, Sigríður á Tjörn, Ástdís í Syðra-Holti. , NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.