Norðurslóð - 28.10.1986, Síða 1

Norðurslóð - 28.10.1986, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær 10. árgangur Þriðjudagur 28. október 1986 10. tölublað Pelsun að hefj ast Það kemur fram hér í blaðinu, að slátrun sauðfjár er lokið og að innan við 5.000 dilkum var slátrað úr Svarfaðardal og Dalvík. Þetta er að sjálfsögðu stórfelld fækkun frá þvísem var fyrir fáum árum. Aftur á móti er nú komin til skjalanna önnur sláturtíð hér í sveit, nefnilega sú, sem fylgir loðdýraræktinni. Að vísu þykir ekki við hæfi að nefna slátrun í sambandi við svo fína fram- leiðslu eins og grávaran er. Pelsun skal það heita og ekkert annað. Sem sagt, pelsun stendur nú fyrir dyrum á loðdýrabúum landsins, og hér í sveit eru þau nú 5 þ.á.m. risabú Pólarminks á Böggvisstöðum / Ytra-Holti. í heild verður framleiðslan í ár hátt í 20.000 skinn, refa og minka, af þessum búum, þar af hjá Pólarmink einum um 3/4af magninu, ca. 15.000 stykki, þar af minkur 2/3, refur 1/3. Ekki er gott að spá, hvert framleiðsluverðmætið verður, það fer eftir uppboðsverðinu á mörkuðunum i London og Kaupmannahöfn á næstu mán- uðum. En verði verðið gott, eins og menn gera sér nú vonir um, eftir hrunið í fyrra, þá gæti svo farið að heildarverðmæti svarf- dælskrar loðdýraræktar yrði allt að því helmingi hærra en Jón Hjaltason með hvítan melrakka. verðmæti sauðfjárræktarinnar. Ennfremur er loðdýraræktin nú orðin töluverður atvinnu- veitandi. Að staðaldri eru bundin í henni a.m.k. 20 manns hér, en síðan er töluverð ígripavinna í' sambandi við pelsun og skinna- verkun. Hér fer vtrkunin fram á búunum og fær margt fólk, karlar og konur bæði af Dalvík og úr sveitinni vel þegna mögu- leika til að drýgja tekjurnar með þessari vinnu fyrir jólin. Sláturtíð lokið Metþungi dilka Sauðfjárslátrun er lokið á Dalvík þetta árið. Hún stóð yfir tímabilið 23. sept. til 16. okt. eins og ráð var fyrir gert og stóðust allar áætlanir, enda tíðarfar með ágætum eins og verið hefur lengst af þetta árið. Alls var slátrað 10.745 kind- um, sem er 2-300 stykkjum lleira en lofað var fyrirfram og svarar það til þeirrar auknu slátrunar innan úr Eyjafirði, sem ákveðin var á síðustu stundu. Al þessum fjölda voru dilkar 9.130 en eldra fé 1.624. Innlagðir dilkar voru þó aðeins 8.523 og skiptust þannig milli deilda: meöallall- þungi kg. Dalvík 952 15,76 Svarfaðard. 3.732 15.54 Árskógsstr. 1.814 15.40 Ólafsfjörður 1.161 17.28 Saurbæjarhr. 819 15,52 Veginn meðalfallþungi 15,78 Þessi mikli fallþungi dilka er allra tíma met hér um slóðir. Fer hér enn saman ágætlega hag- stætt tíðarfar vor, sumar og haust og síðan minnkandi álagá mmarhagana. Ágæt flokkun Þá er þess að geta, að flokkun skrokkanna var mjög góð. Að vísu fóru aðeins 14 stykki í stjörnuflokk! í I. flokk fóru hinsvegar 7.731, í 2. Ilokk 436 í 3. Ilokk 99 og í O-flokk 249 eða tæplega 39r af innlögðum skrokk- um. Hinsvegar tóku eigendur * 1 mrf't 4 Li k rfLjT mJHJIí'íÍ- u ■'M Ik ' ■ Æ f i Jðj ■•ÍJ, Í Starfsfólk við stórgripaslátrun: E.v. Sigurður Cunnlaugsson, Magnús Jónasson, María Jónsdóttir, Hallgrímur Kinarsson, Smári Jónsson, Hilmar Gunnarsson, Júlíus Sigurðsson og Stefán Jónmundsson. Sigurður Gunnlaugsson settur sláturhússtjóri. heim 607 skrokka, marga sem trúlega hefðu lent í O-flokknum því meðalfallþungi þeirra var 16,67 kg. Meistarar í faginu Að lokum skal að venju greint frá þyngstu dilkum og mestum meðalfallþunga á bæ. Menn geta skemmt sér við að velta fyrir sér tölunum. Allra þyngsta dilkinn sem vóg 29 kg. átti Garðar Steinsson í Engihlíð á Árskógsströnd. Nr. 2, sem vóg 28,7 átti Árni Snorrason á Völlum. Hæsta meðalfallþunga þeirra, sem lögðu inn 30 - 100 dilka hafði Andrés Kristinsson á Kvíabekk, 18,50 kg. Nr. 2 varð Jón Árnason á Syðri-Á, 18,37 kg. N r. 3 varð Guðbjörg Andrés- dóttir Kvíabekk, 18,29. Allt eru þetta Ólafsfirðingar og kemur fáum á óvart. Þá eru það afrek þeirra, sem lögðu inn meira en 100 dilka: Ragnar Kristófersson í Garði Ólafsfirði, 105 dilkar, 17,82 kg. Nr. 2 Marinó Magnússon Þverá Ólafsfirði, 143 dilkar, 17,49 kg. Og nr. 3 Gunnar Rögnvaldsson í Dæli í Skíðadal, 118 dilkar, 17,18 kg. Það fór þó aldrei svo, að Svarfdælingar kæmust ekki á blað. Slátrun fullorðins fjár varð óvenju mikil hlutfallslega eins og tölurnar sýna. Þarkomtilað á síðustu stundu var ákveðinn niðurskurður á þremur bæjum í Saurbæjarhreppi, Villingadal, Hólum og Krónustöðum alls tæplega 400 fjár. Nú á sem sé að leggja til atlögu við riðuveikina á þessu svæði. í lokin má segja, að vinna á sláturhúsinu hafi gengið ágæt- lega enda þótt sláturhússtjóri lorfallaðist og yrði að bregða sér á sjúkrahús. Þá tók við stjórninni Sigurður Gunnlaugs- son einn af starfsmönnum slátur- hússins og stýrði málum heilum í höfn. Nú þegar þessi orð eru fest á blað stendur yfir naut- gripaslátrun, sem tekur3-4daga og síðast í lokin einhver hrossa- slátrun. En allra síðast ætlum við svo að hengja aftan í þessar árlegu slátrunarfréttir gamlan brag, sem settur var saman og mikið sunginn á fyrstu árum slátrunar á Dalvík, fyrir einum 60 árum síðan. Þetta eru að vísu ekki merkilegar bókmenntir og e.t.v. ekki heldur góð sagnfræði, en við látum hann fljóta fyrst hann barst okkur upp í hendur.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.