Alþýðublaðið - 06.01.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.01.1925, Blaðsíða 3
En hvernitf er því varið? Hefir flokkur þeesi land ílýðrmm ekkert annað að bjóða en þessar kdg- unarkennlngar, er blðð hans stöðugt eru að klifa á? Er það hið eina, er þjóðln má vænta úr þeirrl átt, að ógleymdnm nýjnm toílum á borð við verðtoliinn HI- ræmda? At blððum flokksins verður ekki annað séð, því að Hklega verða »Vaitýsfjólurnar< frægu, — er skárst þykja falinar til skemtllesturs á skammdegis- kvðldum, — fremur að skoðást sem andlegt afsprengi biaðanna sjálfra eða þejrra, er í þau rita, en flokksins í heild. — En hví birtir flokkur þessi ekki stefnu- skrá síua? Eða hefir hann enga stefnuskrá? Er hann einungis stefnulaust þjóðmáiarekaid, er flýtur fyrir stormi og straumi reikulla kjósendaduttlunga, af- neitar áhagamálum sínum, ef svo ber undir, að heiilavænlegra þyki, en lætur svo blöð sín hampa þeim á lofti, þegar hann hyggur það hættuiaust? Spyr sá, er ekkl veit. En vatalauít værl flokknum það sjálfum fyrir beztu, að hann birti stefnuskrá sína, — ®t hdn nokkur er tii, — og tækl jarnframt skýra afstöðu til þess- ara mála, er blöð hans hafa verið að hampa, svo að almenningúr geti séð það svart á hvítu, hvort þau hata gert það að boðl flokkastjórnarinnar og í flokksins natni «ðhvort þan hatá fundið ALÍ»lPSöStÁÖÍð sjálf upp á þessu eða ritstjórar þeirra, og það verði því að eint að teljast örfá, áhrifaiaus ýlustrá innan flokksins, cr óhljóðum þess- nm hafi valdið. En geri flokks- stjórnin ekki hraint fyrir sfnum dyrum, sýnir hún þar með iands- iýð öliucn, að hdn er biöðum þessum sammála. Myndl þá ekki ilia tii fallið, þó kenningar þessar yrðu netndar: Evangelium íhalds- ins. Norður-Isfirðingur. Andríkt sendibréf. Bréf tll Láru frá Þórbergi Þórðarsyni. I. Mér þykir llklegt, að Alþýðu- blaðinu eó ljúft að flytja nokkur orð um þessa bók, því að alþýðu- hreyfiDgunni hér á landi heflr víst ekki komið fyrr og kemur líkiega ekki aftur í bráð önnur elns him- insending í bókarformi og Bróf ti) Láru er. II. Bókamaður lætur sig eigi að eins varða efni bókar. Honum fellur ekki vel í geð, nema ytri búningur bókarinnar sé í samræmi við efni, segi til um þsð eins og avipur og framganga manns um sál hans og geð. Ytri frágangur á Brófl til Láru geðjast bókamanni. Kápan er úr hvítum, stinnum pappír, gerð eins og brófsumsiag, sem skorið er út úr til endanna, og á framhlið þess prentað eins og utanáskrift bókarnafn- ið og aftan á lokið, frá hveij- um bróflð sé. Þegar bókin «r opn- uð, sést, að hún er prentuð á góðan og sterkan skrifpappír með fallegu, smáu letri og rúmum jöðr- um og blaðsíðutölur settar neðan- vert, bvo að ekki beri meira á þeim en nauðsyn krefur eftir not- um. Milli skjólblaðs og titils er mynd höfundar og undir henni sýnishorn af rithönd hans og nafnriti. I rithandarsýnishorninu eru látlaus gamanyrði til Láru með myndinni, en ekki nein hlá- leg uppgerðarspeki eins og vant er að vera í slíkum rithandarsýnis hornum lifandi höfunda. Titillinn er óbrotinn og tilgerðarlaus, en á baksíðu titilblaðsins er tilkynning frá höfundi um eintaka-fjölda og röö með tölusetningu og undir- skrift með eíginhendi hans. Á næstu blaðsíöu hefst bréfið með upphafsdagsetningu og ávarpi heldur svo áfram bókina út, skift í kafla eftír efni, og lýkur með kveðju og lokadagsetningu. Bókin er að stærð hálf tólíta örk ímeð- alstóru átta biaða broti og lögð upp 300 eintök og að auki »prentað frumrit« handa Láru. Verð er 15 krónur, og er ekki dýrt, er þess er gætt, hversu vönduð útgáfan er Edgar Riche Burroughs: Vilti Tarzaiio Schneider brosti og rétti úr sór. „Bétt segir þú, kunningi!“ sagði hann; „það mun verða okkur báðum til góðs, en langt verð ég að fara áður en ég næ Kraut hersköfðingja i Mombasa. Þeir ensku dónar munu hafa nægan tima til þess að komast til Indlandshafs með sínu fyrirlitlega liði.“ Hópurinn var i allgóðu skapi, er hann lagði af s'tað út á sléttuna áleiðis til bæjarins, en óánægja beið þeirra, þvi að hvorki Tarzan eða sonur hans voru heima. Lafði Jane, sem ekkert vissi um stríðið milli Breta og Þjóðverja, bauð herforíngjana hjartanlega velkomna og lagði svö fyrir við svertingja sína, að þeir hyggju aðkomusvertingjunum veglega veizlu. —o— Langt að austan skundaði Tarzan heimleiðis frá bænum Nairobi. Þar hafði hann frótt um heimsófriðinn og óttaðist um innrás Þjóðverja i lendur Breta i Afríku. Hann vildi komast heim sem hraðaat til þess að koma konu sinni á öruggari stað. Tuttugu hermanna hans voru með honum, en honum þótti þeir fara of hægt. Þegar á reið, varpaði Tarzan af sér öllum ytri merkj- um menningar og varð á svipstundu nakinn apa-maður. Kona hans var stödd i hættu. Sú hugsun gagntók huga hans. Hann hugsaði ekki um hana sem lafði Jane Greystoke,- heldur sem konuna, er hann með stálvöðvum sinum og hreysti hafði unnið og varið, og hann þóttist enn þurfa að treysta þessum vöðvum fyrst og fremst. Hann var eigi likur hefiuðum lávarði úr brezka þinginu, er hann þaut eftir trjánum eða ruddist yfir rjóðrin; — hann var karlapi, sem gagntekinn var svo af einni hugsun, að engin þreyta komst að. ■-1-—L'..." " y iinnniu™— I 'i ... mmmmmmmmwmmmmwmmm Til BkemtUe8tui*s þurfa allir að kaupa >Tarzan og gimsteinar Opar-borgar< og >Skógarsdgur af Tarzan< með 12 myndum. — Fyrstu sögurnar enn fáanlegar. mmmmmmm^mmmmmmmg^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.