Norðurslóð - 28.10.1986, Qupperneq 6

Norðurslóð - 28.10.1986, Qupperneq 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir 28. september var skírður i Dalvíkurkirkju Kjartan Davíð. Foreldrar hans eru Hanna Sigurbjörg Kjartansdóttir og Sigurður Gísli Lúðvígsson tannlæknir, Drafnarbraut 7, Dalvík. 28. september var skírður í Dalvíkurkirkju Elvar Freyr. Foreldrar hhns eru Valgerður Gísladóttir og Snorri Snorra- son skipstjóri, Karlsrauðatorgi 10, Dalvík. Afmæli Þann 3. nóv. verður áttræður Tryggvi Jónsson fyrrverandi frystihússtjóri í Sognstúni 1 á Dalvík. Andlát 16. október lést Anton Baldvinsson. Goðabraut 18, Dalvík. Anton fæddist á Grund í Svarfaðar- dal 27. október 1897, sonur hjónanna Guðlaugar Sigfúsdóttur og Baldvins Jóhannssonar sem síðar bjuggu á Steindyrum 1906-28. Þar ólst Anton upp til fullorðinsára. Hann vann margvísleg störf um ævina og var dugnaðar- og kapps- maður til vinnu 1935 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Lilju Tryggva- dóttur frá Ytra-Hvarfi. Þau hjón bjuggu þar 1935-44, síðan á Hrappstöðum þar til þau fluttu til Dalvíkur 1949. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið ogeru þrjú þeirra á lífi. Anton var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 25. október. J.H.Þ. Þann 14. október átti áttræðisafmæli Dýrleif Friðriksdóttir í Árgerði. Á dögunum héldu nokkrar kunningjakonur henni samsæti á Dalvík. Heiðursgesturinn önnur frá hægri sitjandi við borðið. Frá opnun blóma- og gjafabúðarinnar ILEX sem er eign þriggja hjóna á Dalvík sem mynda hlutafélagið KAS h/f. F.v. Sigríður Rögnvaldsdóttir, Kristín Júlíusdóttir og Anna Jóna Geirsdóttir. Má ég kynna? Kennaraskipti hafa orðið við Tónlistarskóla Dalvíkur frá því í fyrra. Englendingarnir eru horfnir til síns heima, en í stað- inn eru komnir Pólverjar. Það er ekki að því að spyrja, útlendingar bjarga tónlistar- málum landsbyggðarinnar, þegar allir okkar eigin menn í faginu eru hlaupnir á brott til að setjast við kjötkatlana í Reykjavík og nágrenni. Blaðið hafði tal af pólsku kennurunum þar sem þeir voru við störf sín við Húsabakka- deild Tónlistarskólans. Hún heitir Dorota Manczyk, fædd 22. janúar 1960 og er frá borginni Katowice í suður- Póllandi, sem er stórborg með 300.000 íbúum og hátt í milljón manns ef útborgir eru taldar með. Faðir hennar er píanóleikari og spilar í sinfóníuhljómsveit þar í borginni. Hún lauk prófi frá Músík-Akademíu borgar- innar fyrir 2 árum síðan og hefur starfað við þá stofnun síðan en er nú í ársleyfi. Hingað kom Dorota fyrir viku síð'an og er tekin til starfa við píanókennslu ogsöngkennslu. Einnig ætlar hún að æfa upp lítinn kór með nemendum skól- ans, en auk þess nrun hún taka fólk í einkatíma í söng og píanó- spili. Henni líst prýðisvel á sig hér, náttúran er stórfengleg, fjöllin, sjórinn, allt. Aðaláhugamál hennar fyrir utan músíkina er saga, einkum trúarbragðasaga en hún er katólsk eins og flestir landar hennar og sækir vel kirkju, þegar hún er heima. Hann heitir Waclaw Lazarz, fæddur 23. maí 1950 og býr í Katowice eins og Dorota. Reynd- ar þekkir hann vel föður hennar og hefur leikið með honum í sinfóníuhljómsveitinni þar. Hann stúderaði við Músík- Akademíuna í Krakow í suður- Póllandi þar sem hann lauk prófi 1974. Hann ‘stundaði framhaldsnám í Katowice í nokkur ár, en síðustu 3 árin hefur hann spilað í Filharmoníu- hljómsveitinni þar. Hingað kom hann fyrir mánuði síðan og kennir nú einkum á þverllautu og blokkflautu en líka á harmonikku. Waclaw er fjölskyldumaður, á konu og 12 ára son heima í Póllandi og er ráðgert að þau komi hingað til lands síðar meir a.m.k. í heimsókn. Hann hefur mikinn áhuga á tennis, en er hræddur um að hann hafi litla aðstöðu til að iðka það sport hér. Þá er að demba sér í skokkið, sem hann iðkar líka heima njá sér. Hann hefur uppgötvað Böggvisstaðasand- inn sem ágætt æfingarsvæði og segist hvergi hafa séð svona fallegan og svartan sjávarsand. Hann segir það hafa komið sér þægilega á óvart, hve hér sé stórbrotin náttúra á íslandi, umhverfi Dalvíkur, norðurljós- in, sem ekki verða þjóðnýtt, og svo strjálbýlið, sem er líka mikil blessun miðað við manngrúann í Evrópu. Norðurslóð býður þessa áhugasömu kennara velkomna til starfa og óskar þeim alls hins besta. Fréttahornið Dr. Ingimar Jónsson hefpr verið ráðinn æskulýðsfulltrúi hér á Dalvík. Ingimar hefur gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna um ára bil m.a. verið forseti Skák- sambands íslands og Blak- sambandsins. Hann mun taka fljótlega til starfa og er vafa- laust mikill fengur í að fá svona reyndan mann til starfa við skipulagningu æskulýðsmála á vegum bæjarins. Þess má geta að fálagsmálaráð hefur óskað eftir að hann verði að hluta starfsmaður ráðsins og er það í athugun. Ibyrjun október var Leikfélag Dalvíkur með leiklistar- námskeið og var Þráinn Karls- son leiðbeinandi. Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu sem heppnaðist vel. Leikfélagið stefnir að því að setja upp dagskrá úr verkum Jónasar Árnasonar fyrir áramót. Undir- búningur er nú að byrja og er ekki að efa að um skemmtilega sýningu verður að ræða. Starfsemi leikfélagsins hefur oft verið öflug og haft mikið gildi fyrir byggðarlagið. Ber það félaginu og staðnum gott vitni að nú eru tveir Dalvíkingar í leiklistar- skóla ríkisins. Hjálmar Hjálmars- son er nú byrjaður sinn síðasta vetur í skólanum, lýkursem sagt námi í vor. Björn Ingi Hilmars- son þreytti í vor inntökupróf í skólann ásamt um sjötíu öðrum. Hann var einn af átta sem síðan jnnrituðust í haust á grundvelli þrófsins. Um síðustu helgi hélt Leik- félagasamband Norðurlands haustfund sinn hér á Dalvík. Á haustfundum sínum ber leik- félagsfólk hér á Norðurlandi saman bækur sínar um reynslu liðins leikárs og horfur fram- undan hjá hverju félagi. Á fund- inum hér var Hávar Sigurjóns- son leikstjóri með erindi um stöðu áhugamannaleikfélaga og vandamál þeirra að fá fólk til starfa og til að sækja leiksýn- ingar. í lok fundarins, sem stóð tvo daga, settu þátttakendur upp leiksýningu, danskt barna- leikrit sem Hávar hefur þýtt. Áhorfendur voru síðan aðallega börn á öllum aldri og tóku þeir virkan þátt í sýningunni sem þótti takast hið besta. Formaður leikfélagasambands- ins er María Axfjörð frá Húsa- vík, en fyrsti formaður þess var Kristján Hjartarson á Tjörn. Margir voru uggandi um að Samkór Dalvíkur myndi ekki koma Dalvíkingum í jóla- stemmingu nú eins og hann hefur gert undanfarin ár með söng á götum úti fyrir jólin. Það var Colin Virr sem kom þessari skemmtilegu hefð á ogóttuðust menn að hún hyrfi með honum. Kórfólkið sjálft er sem betur fer orðið háð þessari hátíðarstemmn- ingu og hefur komið sér saman um að reyna í vetur eins og áður. Jón Helgi Þórarinsson ætlar að sjá um æfingarnar til jóla, en eftir áramótin er vonast til að nýju kennararnir við tónlistar- skólann komi til liðs við kórinn. Um nokkurt skeið hefur KEA haft í undirbúningi framleiðslu á fiskréttum í hús- næðinu sem losnaði þegar kjör- búðin var lögð niður við Skíða- braut. Nú hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrir þessa starfsemi Viðar Valdimarsson matreiðslumaður. Verið er að hanna vörumerki og umbúðir en ákveðið helúr verið að framleitt verði undir nafninu Fiskiland. Til að byrja með verður aðallega um fullvinnslu fisks og fiskrétta fyrir verslanir KEA hér á Eyjaljarðarsvæðinu að ræða en síðar er gert ráð fyrir að setja framleiðsluna á stærri markað í það minnsta hér innanlands. Við sögðum frá því hér í fréttahorninu síðast að hugmyndir væru uppi hjá þeim í Sæluhúsinu að útbúa sali á neðri hæð húss þeirra við Hafnarbraut, þar sem verslunin Ýlir hefur verið til húsa. Versl- unin er nú flutt að Skíðabraut 3 þar sem bókasafnið var til húsa. Um leið urðu eigendaskipti að versluninni. Þær sem nú eru í forsvari eru þær Anna Jóna Geirsdóttir," Kristín Júlíus- dóttirogSigríðurS. Rögnvalds- dóttir. Verslunin var formlega opnuð í nýja húsnæðinu föstu- daginn 24. október s.l. Víkur- bakaríið flytur í nýtt húsnæði á næsta ári og losnar þá enn pláss í Skíðabraut 3. Heyrst hefur að þar verði einnig verslun en Hallgrímur Antonsson verst allra frétta í þessu sambandi og verður hin dularfyllsti í framan þegar rætt er um málið við hann. Af þessu má þó ljóst vera að líkur eru til að Skíðabrautin lifni aftur sem verslunarsvæði og er það vel. Hér áður var þarna mikið verslunarlíf þegar Siggabúðin, Bókabúðin hans Jóa, Klemman og PAD voru upp á sitt besta.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.