Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 6
Dalvíkingar Verðum með leiðarlýsingu í kirkjugörðum eins og undanfarin ár. Pöntun veitt móttaka í kirkjunni daganna 6-7 og 12-13 des. frá kl. 20.00 til 22.00. Eftir þann tíma tekur Kristján í Staðarhóli á móti öntunum eftir kl. 20.00. ár kostar Ijósið kr. 400.00 og greiðist við pöntun. Minnum á veggplatta kirkjunnar, þeir fást í Svarfdælabúð. Sóknarnefndin. Dalvíkingar - Nágranar Gerið jólainnkaupin tímanlega. Fjölbreytt úrval af fatnaði á börnin og fullorna. S.s. buxur, peysur o.fl. Fallegar kvennblússur. Jólakort og jólavörur. Ath. Nýja Sinfoníuplatan tilvalin jólagjöf til vina erlendis. Verslunin Sogn s/f Sími 61300 Frá Fóstbræðrasjóði Fóstbræðrasjóður mun veita námsstyrk á yfir- standandi skólaári. Styrkhæfir eru allir fyrrver- andi nemendur Húsabakkaskóla sem stunda eða hyggjast stunda nám í búnaðar-, kennslu- og samvinnufræðum. Umsóknir um styrki sendist formanni skóla- nefndar Húsabakkaskóla, Jóhanni Ólafssyni á Ytra-Hvarfi fyrir 31. desember 1986. Sjóðstjórn Opið hús í Dalvíkurlæknishéraði Undanfarna vetur hafa félagasamtök í Dalvíkur- læknishéraði undir forystu öldrunarnefndar Rauðakrossdeildar sameinast um að hafa Opið hús einu sinni í mánuði fyrir lífeyrisþega og maka þeirra. Hafa þessar samkomur notið mikilla vinsælda þess fólks sem þær hefur sótt. Nú hefur það verið ákveðið að halda þessari starfsemi áfram með svipuðu sniði og áður. Verða samkomurnar auglýstar hverju sinni með dreifibréfi. Fyrsta Opna húsið á vetrinum verður á Þinghús- inu Grund í Svarfaðardal kl 14 sunnudaginn 30. nóvember, það næsta verður í janúar og síðan í hverjum mánuði fram í maí. Þau félög sem standa að Opnu húsi í vetur eru: Kvenfélagið Tilraun og U.M.F. Þorsteinn Svörf- uður, Kvenfélagið Vaka og Lionskl. Dalvíkur, Slysavarnadeild kvenna Dl. og Hestamannaf. Hringur, Kiwaniskl. Hrólfur Dl. og R.K. deild, Leikfélagið Krafla, Kvenfélag og Lionskl. Hríseyjar, kvenfélagið Hvöt og Lonskl. Hrærekur Árskógströnd, verkalýðsfélagið Eining. Það er einlæg ósk og von þessara félaga að sem flestir lífeyrisþegar og aðstandendur þeirra sjái sér fært að vera með í vetur. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem staðið hafa að Opnu húsi undanfarna vetur. Mætum sem flest kát og hress í Opið hús 30. nóvember og í hverjum mánuði eftir það. Kolbrún Pálsdóttir Blómabúðin ILEX auglýsir: Jólastjarnan og grenið komið. Höfum tilbúnar skreytingar og allt efni til aðventu- og jólaskreytinga. Tökum upp nýjar gjafavörur daglega. Venjulegurafgreiðslutími kl 1-6 Áföstudögum kl 1-7 Álaugardögum kl 10-4 1. sunnudag íaðventu kl 10-2 Opnunartími verður lengdur í desember. ,,Ber er hver að baki nema hann komi í nóvember eða desember.“ Verið velkomin Blómabúðin ILEX sími 61212. Auglýsing um innheimtu þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Síðasti gjalddagi þinggjalda 1986 er hinn 1. desember nk. Er því hér með skorað á alla gjald- endur þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyja- fjarðarsýslu er enn hafa ekki gert full skil, fjarðarsýslu er enn hafa ekki gert full skil, að greiða gjöldin nú þegar til embættisins, svo komist verði hjáóþægindum, kostnaði og frekari dráttarvöxtum er af vanskilum leiðir. Dráttar- vextir eru nú 2,25% fyrir hverh vanskilamánuð. Sömuleiðis eru kaupgreiðendurhérmeð minntir á að skila þegar til embættisins sköttum starfs- manna. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 17. nóvember 1986. Jæja, þá er það opnunartíminn hjá okkur í Jæja, þá er það opnunartíminn hjá okkur í desember, bæði SVARFDÆLABÚÐ og BYGGINGAVÖRUDEILD: Laugardaginn 6. verðuropið frá kl. 10.00-16.00. Laugardaginn 13. kl. 10.00-18.00. Laugardaginn 20. kl. 10.00-22.00. Þriðjudaginn 23. (Þorláksmessu) kl. 9.00-23.00. Miðvikudaginn 24. (aðfangadag) kl. 9.00-12.00. Miðvikudaginn 31. (gamlársdag) kl. 9.00-12.00. Að sjálfsögðu er opið hjá okkur alla aðra virka daga. Þá vitið þið það. Verslið á heimaslóð. Kaupfélag Eyfirðinga, útibúið á Dalvík Framhald af baksíðu Gunnsteinn gekk stóran hring um Afréttina, sá margar rjúpur og náði einum 20 í pokann sinn. En hvergi sá hann tangur eða tetur af týndu nautgripunum, enda má telja víst að þeir liggi í stórurð eða jökulsprungu upp við lngjaldsfjall eða' annar- staðar á þeim tröllaslóðum. en annað sá Gunnsteinn. í rindun- um norðan og neðan við Nóns- skála sá hann dökkleita sauð- kind á beit. í kíkinum sá hann að þarna var botnótt ær á ferð- inni. Rifjaðist það upp, að Botna þessi frá Klaufabrekkum hafði snúið sig af gangnamönn- um í öllum göngum og horfið upp á eggjar. Töldu menn ólík- legt, að hún skilaði sér lífs til byggða. En þarna var Botna sem sé bráðlifandi og tók á rás þegar hún varð mannsins vör og rann norður eftir öllum hlíðum og mun hafa smogið upp á Kóngs- staðadal. Þar geta þeir Klaufa- brekknamenn gengið að henni - eða svoleiðis. Eldavél - eldavél Til sölu er eldavél á Ásvegi 13, Dalvík. Upplýsingar í síma 6 13 04. Gömludansa- klúbburinn Dansleikur í Þinghúsinu á Grund laugardaginn 29. nóvember kl. 22. Komið og skemmtið ykk- ur á Grundinni. Fjölmennið. Skemmtinefndin. Jólakort Tjarnakirkju fást í Versl. Sogn Dalvík, í Svarfdælabúð Dalvík, í Versl. Kompan Akureyri og hjá sóknarnefnd Tjarnarkirkju. Sóknarnefndin. Halló, halló. Ég ætlaði bara að láta ykkur vita, að nú er allt að fara á fullt fyrir jólin. Bökunar- tilboðið byrjað (og þvílíkt tilboð. Annað eins hefur varla sést), og niðursuðuvörurnar frá K. Jónsson á til- boðsverði (et verð skyicn kaiia), oq gjafavörurnar! Þvílíkt úrval. Kerti og konfekt, mikið úrval, hagstætt verð. Ég vildi bara segja ykkur frá þessu. 6 -NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.