Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 25.11.1986, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir 16. nóvember var skírður í Vallakirkju Þorgils, í'oreldrar, Guðrún Karlotta Þorgilsdóttir frá Sökku og Magnús H. Jóhannsson. Þau búa í Lönguhlíð 15, Akureyri. 8. nóvember var skírður í Dalvíkurkirkju Sœmundur Ómar, foreldrar Kristín Guðmundsdóttir og Dúi K. Andersen, (Sæmundar Andersen) Skíðabraut 17, Dalvík. Afmæli Þann 24. nóvember varð fimmtugur Jón Jónsson bílstjóri á Dalvík. í meira en 30 ár hefur Jón ekið mjólkur- bíl frá mjólkurframleiðendum í Svarfaðar- dal og úr útanverðum Eyjafirði til Akur- eyrar, lengur en nokkur annar maður frá upphafi. Fyrir hönd vina Jóns og velunnara sendir Norðurslóð honum bestu afmælis- kveðjur og heillaóskir. /. r Börn á dansæfingu, í jazzballett, Sparisjóður Svarfdæla skenkti nýlega tveimur dalvískum skíðaköppum æfíngagalla og smágjöf með. Hér sjáum við f.v. Friðrik Friðriksson spari- stjósstj., Ingigerði Júlíusdóttur, Daníel Hilmarsson og Jón Halldórsson „faðir skíðaíþróttarinnar á Dalvík“. Dalvíkingar Gerið pöntun í laufabrauðið. Magnafsláttur. Víkurbakarí Má ég kynna? Kominn er til starfa sem æsku- lýðsfulltrúi Dalvíkurbæjar nýr maður í stað Gísla Pálssonar, er hætti nú í haust eftir þriggja ára starf. Sá heitir Ingimar Jónsson, fæddurá Akureyri 19. des. 1937. Foreldrar hans voru Jón Ingimarsson, sem lengi var formaður Iðju, félags iðnverka- fólks á Akureyri, og kona hans Gefn Geirdal Steinólfsdóttir frá Grímsey. Systir Ingimars er María húsfreyja á Ingvörum. Ingimar gekk í Gagnfræða- skólann á Akureyri, en settist síðan í íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni og lauk þaðan prófi á tilsettum tíma. Hann kenndi íþróttir á ýmsum stöðum veturinn 1958-59 þar á meðal á Dalvík og þekkir marga Dalvíkinga frá þeim tíma. 1960 hélt Ingimar_ til A-Þýskalands og hóf nám í íþróttaháskólanum í Leipsig. í Leipsig var hann í 8 ár þar af 4 ár í háskólanum og brautskráðist þaðan með doktors- gráðu í uppeldisfræði 1968. Titill hans er því dr. ped. (agogie). Heimkominn hóf hann kennslu við Kennaraskóla íslands, en varð síðan námstjóri á íþrótta- sviðinu á vegum menntamála- ráðuneytisins allt til 1984. Síðan þá hefur hann mest fengist við ritstörf. Þar til má nefna endur- skoðaða heilsufræði fyrir skóla og uppsláttarrit um skák, sem kemur út á næsta ári. Ennfremur samdi hann fyrir 10 árum síðan Alfræðirit um íþróttir í ritröð Menningarsjóðs. Ingimar er mikill skákáhuga- maður frá barnæsku. Af afrek- um hans á því sviði má nefna, að 1957 varð hann skákmeistari Norðlendinga og næstu 2 árin hlaut hann annað sætið á Skák- þingi íslands. 1958 var hann einn íslensku keppendanna á Ólympíuskákmótinu í Múnchen. Þá hefur hann látið til sín taka í félagssamtökum skákmanna og var forseti Skáksambands Islands í 2 ár. Ingimar var kvæntur Agnesi Löve píanóleikara í yfir 20 ár en þau skildu fyrir nokkrum árum. Synir þeirra eru Þorsteinn 24 ára, bakari að iðn, og Jón 23 ára, sem um þessar mundir vinnur á samyrkjubúi í ísrael. Ingimar kveðst hyggja gott til starfsins hér, það á vel við hann að vera þátttakandi í virku félagsstarfi og hann vonast til að geta látið nokkuð gott af sér leiða hér. Hann er þegar farinn að starfa með Taflfélaginu og telur, að þar sé mikill og góður efniviður. Norðurslóð býðúr dr. Ingimar velkominn til Dalvíkur og óskar honum góðs gengis. Fréttahornið Hjá Fjölrita s/f hafa nú orðið breytingar. Sigmar Sævalds- son sem stofnaði fyrirtækið í upphafi með Guðmundi Inga Jónatanssyni hefur hætt aðild sinni að því. Sæmundur Andersen kemur að einhverjum hluta sem eignaraðili nú ep fyrirtækið er að mestum hluta í eigu Guðmund- ar. Fjölriti hefur fest kaup á setningartölvu og stærri prent- vél og mun geta veitt meiri þjónustu en áður var. Bæjar- pósturinn, sem legið hefur í dvala frá því í júní, er nú að vakna til lífsins aftur. Fréttst hefur að Heimir Kristinsson hafi tekið að sér ritstjórn blaðsins og að útgáfa byrji að nýju í desember. Að undanförnu hefur verið til umræðu hjá Bæjarstjórn Dalvíkur endurskoðun á eignar- aðild bæjarins að sjávarútvegs- fyrirtækjum hér á Dalvík. Það er ekkert nýtt að þessi mál beri á góma. Á síðasta kjörtímabili gerði þáverandi bæjarstjórn nokkrar samþykktir um að stefna að sameiningu fyrirtækja með það að markmiði að veiðar og vinnsla verði sameinuð. Ekkert kom útúr þeim hug- myndum þá. Nú snúast umræður um, að hve miklu leyti þörf er á að bærinn hafi bundið fé í þessum fyrirtækjum. Smærri fiskverkendur hafa sent erindi til bæjarins um að fá aðgang að hráefnisöflun togaranna og hafa lýst sig reiðubúna til að kaupa hlut bæjarins í fyrirtækjunum að einhverju leyti í þessu skyni. KEA er aðaleigandi með bænum í fyrirtækjum og hefur einn viðræðufundur verið milli bæjar- ins og fulltrúa KEA um þessi mál. Var sá fundur haldinn á laugardaginn fyrir rúmri viku. Bæjarstjóri og bæjarráð tóku þátt í fundinum að hálfu Dalvík- urbæjar en Valur Arnþórsson, Kristján Ólafsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson frá KEA. Engar ákvarðanir hafa verið teknar en reiknað er með áfram- haldandi vinnu og umræðum í þessum málaflokki. Skíðafélag Dalvíkur hefur reist byggingu við neðri enda skíðalyftunnar. Þessa dag- anna er verið að innrétta bygg- inguna. Þarna verður aðstaða fyrir skíðafólkið að búa sig í öðrum endanum en snyrting í hinúm. í haust varvatnogskólp lagt frá bæjarkerfinu þarna uppeftir. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær lyfturnar verða teknar í notkun nú í vetur, en snjór er orðin nægur til að vera á skíðum. Skíðamenn hafa verið að æfa þótt þeir hafi ekki notað snjóinn. í september hófust þrekæfingar á þeirra vegum og þá úti. Frá því í október hafa æfingar farið fram í íþrótta- húsinu. Aðsókn vargóð í byrjun en aðeins hefur dregið úr henni að undanförnu. Björgvin Hjör- leifsson hefur aftur verið ráðinn þjálfari félagsins í vetur og er ekki að efa það að því fagna allir áhugamenn um skíðaíþrottina. Fyrir rúmri viku hófust hér á Dalvík námskeið fyrir fisk- verkunarfólk. Markmið þessara námskeiða er að auka þekkingu starfsfólksins á sínu sviði. í kjarasamningum er gert ráð fyrir að að afloknum námskeið- um hækki hver um að jafnaði tvo launaflokka, svo þetta hefur talsverða þýðingu fyrir fisk- vinnslufólk. Aðsókn að nám- skeiðunum er líka mikil. Áttatíu manns hjá fiskvinnslustöðvun- um hér hafa nú þegar skrifað undir samning um að sækja námskeið. Alls eru þetta tíu ljögurra tíma námskeið fyrir hvern. Fimmtán manns eru í senn í hverjum hóp. Áformað er að öll kennsla fari fram á Dalvík, en fyrirlesarar koma víða að. Fólk er að sögn ánægt með það sem búið er og telur byrjunina lofa góðu. Dansnámskeið var haldið hér á vegum Danslínu Huldu Hallsdóttur, bæði fyrir skólabörn og fyrir fullorðna. All sæmileg aðsókn var hjá skólabörnum. Hjá fullorðnum var nokkuð góð þátttaka í gömludönsunum þar voru níu pör í læri. Hins vegar var engin þátttaka í samkvæmisdönsum sem boðið var upp á. Aftur á móti var einn flokkur í djass- ballet. í lokin var haldin eins konar útskriftarhóf. Þeir full- orðnu fengu engin formleg útskriftarskýrteini, en vafalítið fer það ekki fram hjá neinum á dansleikjum vetrarins hverjir voru þar. Þátttakendur sögðu að mjög gaman hefði verið á þessu námskeiðum, menn á balli tvisvar í viku, og hyggjast þeir halda þeim sið í vetur. Næsta haust verður þetta námskeiðsJ hald endurtekið og ætla allir að mæta aftur og vafalaust verða fleiri áhugasamir þá. Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður bryddaði upp á þeirri nýbreytni nú um helgina að auglýsa hjónaball á ÞingJ húsinu. Þar var boðið upp á skemmtiprógramm og dans. Hljómsveit frá Akureyri mætti á staðnum og lék í tvo tíma. Þá var skemmtuninni slitið því þarna mættu aðeins 6 pör. Hljómsveitinni var greitt það sem henni bar og þessum 6 pörum endurgreiddur aðgangs- eyririnn. Eftir stóð ^Ungmenna- félagið töluvert fátækara. Um þessa sömu helgi efndi Menningarsamband Norðlend- inga til samkomu á Dalvík. Þar var margt áhugavert til skemmt- unar svo sem léttur fiðluleikur, söngur með djasshljómsveit, steppdanssýning o.fl. örn Ingi stjórnaði af öryggi og léttleika. Allt tókst þetta ljómandi vel og áheyrendur skemmtu sér prýði- lega. En á þessa vönduðu samkomu keyptu 14 manns sig inn. Er þetta það sem koma skal í skemmtanalífinu í vetur? Ef svo er ætti Leikfélagið kannske að hugsa sig um áður en félagar þar leggja á sig miklar vökur og vinnu við æfingar og uppsetn- ingu á söngvum og leiksýningu, sem byrjað er á og sýna á um jólin. Og er eitthvað hægt að gera til þess að svona slys ,endurtaki sig ekki? Hér á dögunum brá Gunn- steinn Þorgilsson bóndi og veiðimaður á Sökku sér fram í Skíðadalsafrétt í þeim tilgangi að bæta nokkrum rjúpum í safnið og huga um leið að týndu kvígunum frá Tjörn, sem áður hefur verið minnst á hér í blaðinu. Frh. á bls. 6

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.