Norðurslóð - 31.03.1987, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær
11. árgangur
Mánudagur 31. inars I9S7
3. tölublaö
Sundskálínn
Framkvæmdir við Sundskála
Svarfdæla eru nú í fullum
gangi. Múrarar hafa lokið sín-
um þætti við nýju viðbygging-
una og er nú beðið eftir pípu-
lagningamönnum. Fyrirhugað
er að klæða allt þakið með
bárujárni, bæði gamla stein-
þakið og þakið á nýju bún-
ingsklefunum, og verður ein-
angrun undir bárujárninu.
Þetta stórmerkilega mannvirki
mun þó eftir sem áður halda sínu
upprunalega útliti að mestu því
viðbyggingin er látlaus og lítið
áberandi á bakvið skálann.
Nauðsynlegt er að skipta alveg
um vatnsleiðslu frá borholunni
því sú gamla er illa farin enda
ekki búin til fyrir heitt vatn. Skál-
inn verður því ekki opnaður fyrr
en í júní.
Heita vatnið
Líf í tuskunum á Dalvík á öskudag '87. (Ath. þá var nær snjólaust í byggð)
Einstakt tíðarfar
Ekki verður hjá því komist að
býsnast yfir veðrinu. Ekkert
lát hefur verið á hlýindunum
frá því um áramót og var þó
tæpast hægt að tala um kulda
fyrir áramótin heldur. Dag eft-
ir dag, viku eftir viku hefur
vindáttin verið sunnanstæð
með meðfylgjandi lofthita og
eru nú svellin sem ollu mörg-
um bóndanum áhyggjum í
vetur, svo til horfin og kemur
sums staðar grænt gras undan
þeim. Sumir segjast þó hafa
séð slíkt gerast áður en síðan
hafi grasið sem virtist svo líf-
vænlegt hreinlega steindrepist
þegar jörð þornaði og eftir hafi
setið Ijótar kalskellur í túnun-
um. Við skulum bara bíða og
sjá.
Þegar þetta er ritað, 12. mars
er brum farið að sjást á trjám,
stör og aðrar harðgerðar grasa-
tegundir eru verulega byrjaðar
að taka við sér og þegar vel er að
gætt má sums staðar sjá græna
slikju á túnum. Hafa margir af
því áhyggjur hvað gerast ntuni ef
skyndilega kólnar. Það kæmi sem
reiðarslag fyrir marga plöntuna
sem í einfeldni sinni heldur að
komið sé fram í maí og myndi
hún eflaust aldrei jafna sig að
fullu af slíku áfalli. Það eru óneit-
anlega enn meiri líkur á að veðr-
ið kólni en hitt og væri þá líklega
betra að hafa snjóahulu til að
skýla gróðrinum.
En ef nú svo ólíklega skyldi
vilja til að blíðan héldist þá gæti
sumariö orðið býsna fróðlegt og
ekki síður skemmtilegt. Þegar
mars er eins og maí í meðalári
hvernig verður þá júlí og ágúst?
Gaman væri að sá byggi eða höfr-
um í einhvern skika og sjá hvað
gerðist. Er þessi veðursæld e.t.v.
forsmekkurinn af almennt hlýn-
andi vcðurfari hér á ncrðurhveli
sem sumir vísindamenn hafa
spáð og rekja til aukinnar loft-
mengunar?
Nú, ekki var þessum veður-
fréttum fyrr lokið en hann snéri
sér í norðanátt og þann 13. var
orðið alhvítt um að litast. Þann
20. fengum við loksins almenni-
lega stórhríð en enn er þó ekki
hægt að býsnast yfir fannfergi.
Snjórinn kemur sér samt vel fyrir
gróðurinn því kuldinn er mikill.
Ef allt fer sem horfir verður
borað eftir mcira af heitu vatni
á Hamri í sumar. Hitaveitu-
mönnum hefur verið það Ijósí
um nokkurt skeið að það vant-
aði varaholu til að geta gripið
til ef eitthvað færi úrskeiðis við
holurnar sem fyrir eru og sl.
sumar gerðu menn á vegum
Orkustofnunar úttekt á svæö-
inu.
Jarðboranir höfðu síðar sam-
band við þá hjá Hitaveitunni og
vildu endilega fá að bora. Þeir
fengu þau svör að þar eð fyrir-
hugaðar væru stórframkvæmdir á
vegum vatnsveitunnar og vatns-
og hitaveitan eins og kunnugt er
undir sama hatti þá væru ekki til
peningar til framkvæmdanna.
Þeir hjá Jarðborunum hafa nú
boðist til að borga brúsann og
skuli Hitaveitan endurgreiða
upphæðina á þrcmur árum ntcð
rekstrarafgangi. Þetta er tilboð
sem tæplega er hægt að neita ekki
síst þegar tekið er tillit til þess að
kostnaður við framkvæmdina er
nú 25% minni en fyrir 2-3 árum í
krónunt talið. Ástæða þess að
bormenn eru svona áfjáðir í að
bora fyrir svona lágt verð er auk-
in samkeppni og verkefnaskortur
almennt hjá borunarfyrirtækjum.
Samningaviðræður standa nú
yfir.
Fyrirhuguð hola, sem er nr. 11,
verður allt að 1400 m djúp og
henni er ætlað að hitta sama
vatnsleiðara og hola nr. 10.
Ný vatnsveita á Dalvík
- Rætt við Guðmund Ámason, veitustjóra
Loksins, loksins hillir undir
það að Dalvíkingar geti drukk-
ið vatnið úr krönunum heima
hjá sér án þess að fá velgju.
Eftir áratugaleit að vatnsbóli í
nágrenni Dalvíkur hefur nú
verið ákveðið að dæla vatni
upp úr áreyrum Svarfaðardals-
ár á svæðinu frá Hofsá fram að
Ytra-Hvarfi, og veita því í
leiðslu til Dalvíkur.
Hingað til hafa Dalvíkingar
fengið allt neysluvatn úr eyrunt
Brimnesár, mest úr holu sem
boruð var þar árið 1964, og er
það vatn bæði afar vont og auk
þess af mjög skornum skammti.
(Neysluvatn með seltuinnihaldi
10-30 mg/1 þykir viðunandi. Á
Dalvík er það 200-300 mg/líter-
inn en í eyrunum fyrir neðan
Ytra-Hvarf er 7 mg/1).
Norðurslóð hafði samband við
Guðmund Árnason veitustjóra
og sagði hann að undir lokin hafi
aðallega þrír virkjunarmöguleik-
ar komið til greina:
1. Virkjun linda á Karlsárdal
plús vatn dælt upp úr áreyrum við
Holtsá.
2. Hreinsistöð á Brimnesá.
3. Dælt upp úr áreyrum við Y-
Hvarf.
Kostnaðurinn við alla þessa
möguleika er svipaður. Gallinn
við nr. 1 er sá að með honum
næst það magn af vatni sem Dal-
vík þarf á að halda á þessari
stundu þ.e. 401/sek. en lítið fram
yfir það til framtíðarnota. Auk
þess er betra að fá vatnið allt frá
einum stað. Möguleiki nr. 2 hef-
ur þann annmarka að lítil reynsla
er af slíkum hreinsibúnaði hér-
lendis og auk þess er Brimnesáin
træg fyrir krapaelju á vetrum sem
vís væri með að valda vandræð-
um. Loks er kostnaður við rekst-
ur hreinsistöðvar óviss þáttur.
Virkjunarmöguleiki nr. 3 þykir
því liafa ótvíræða kosti fram yfir
hina tvo þar eð góð reynsla er
fyrir þess háttar vatnsöflun hér á
landi. Þá eru það jarðefnin sjálf.
Veitustjórinn Guöniundur Árnason f. iniöju, Þórir Stefánsson starfsm. veitunnar t.v., Sveinn Vigfússon starfsm.
Dalvíkurbæjar t.h.
möl og sandur, sem sjá um að
hreinsa öll óhreinindi úr vatninu
og þarna eiga að nást upp um 70
sekúndulítrar af vatni sem er
nægjanlegt Dalvík um ókomna
framtíð.
Nú kunna menn að spyrja
hvernig í ósköpunum standi á því
að nauðsynlegt sé að sækja vatn-
ið langt frarn í sveit þegar allt í
kring um Dalvíkurbæ sullar allt
og bullar í vatni. En ekki er allt
sem sýnist. Þetta gildir nefnilega
aðeins yfir sumartímann. Á vetr-
um þorna þessar uppsprettur all-
ar nær því upp en því tökum við
ekki eftir því þá er jú allt á kafi í
snjó.
Að sögn Guðmundar er áætlað
að vatnsleiðslan, 12 tommu sver
og 9-11 km löng. liggi niðurgrafin
fá Dalvík suður frá Böggvisbraut
að þjóðveginum við Böggvis-
staðaafleggjarann og þaðan í
vesturkanti vegarins fram að
Grund. Yfir ána liggur hún fyrir
neðan Blakksgerði og þaðan eftir
árbakkanum fram að dælustöð-
inni sem líklega verður staðsett í
landi Ytra-Hvarfs. Ekki hefur
enn verið santið við landeigendur
á þessari leið en Guðmundur seg-
ist vongóður um að greiðlega
gangi að semja og að ekkert ætti
að vera því til fyrirstöðu að bæir
á leiðinni fengju vatn úr leiðsl-
unni.
Strax og veður leyfir verður
hafist handa og ef allt gengur að
óskum ættu Dalvíkingar að geta
skálað í hreinu og heilnæmu
kranavatni fyrir nýju lögninni
strax í haust.