Norðurslóð - 31.03.1987, Qupperneq 3
Fréttir úr nágrannabyggð
Frá Arskógsströnd
Blaðamaður Norðursióðar
hafði samband við Svein Jóns-
son bónda og oddvita á Kálf-
skinni og spurði frétta af
mönnum og málefnum úr ná-
grannabyggöinni. Sveinn hafði
eftirfarandi að segja:
Héðan af Ströndinni er allt
heldur gott að frétta. Mönnum er
auðvitað tíðrætt um þennan
milda og snjólétta vetur sem hef-
ur verið fram að þessu. Pótt ein-
hverjir sakni þess að hafa ekki
nægan snjó til sleða- og skíða-
ferða, verða þeir þó líklega fleiri
sem blessa himnaföðurinn fyrir
milda veðráttu það sem af er
árinu, sem kemur sér vel til sjós
og lands.
Síðan sjómannaverkfallinu
lauk hefur sjórinn verið stund-
aður af kappi og hér byggist
afkoman óneitanlega að mestu á
sjósókn og verkun aflans í landi.
Aflabrögð hafa verið góð og það
skapað stöðuga vinnu í landi að
verka fiskinn í salt. Rækjuveiðar
liggja niðri af heimabátum með-
an verið er að ná þorskkvót-
anum.
Vegna ýmissa anna til sjós og
lands verður minni tími til félags-
starfa en oft áður. Þó er reynt að
halda uppi svipuðu félagslífi og
áður í starfandi félögum með
árvissum uppákomum svo sem
hjónaböllum, þorrablótum, félags-
vistum og Bingóum. Björgunar-
sveitin starfar af þrótti við æfing-
ar og útvegum betri búnaðar.
Nýlega hélt Lionsklúbburinn
Hrærekur hátíðlegt 15 ára afmæli
sitt, en eins og kunnugt er hefur
hann starfað að margskonar líkn-
ar- og menningarmálum á starfs-
ferli sínum. Félögin hafa nú hald-
ið aðalfundi sína hvert af öðru á
hefðbundinn hátt, þar sem upp er
gert starf liðins árs og næstu spor-
in ákveðin í framfara átt.
Um næstu helgi heldur Ung-
mennafélagid Reynir árshátið
sína og minnist einnig 80 ára
afmælis síns sem það átti 3. mars
s.l. Af þessu tilefni verður veisla í
Árskógi 21. mars sem vonast er
til að verði fjölmenn og ánægju-
leg upplyfting fyrir sveitungana.
Frá Stærra Árskógskirkju
Á síðasta starfsári voru 10
almennar guðsþjónustur með
samtals 845 kirkjugestum. Aðrar
athafnir voru 4 með 390 kirkju-
gestum. Skírð voru 5 börn í
kirkju, 5 börn voru fermd. 1 gift-
ing og 3 greftranir. Helstu fram-
kvæmdir á árinu 1986 voru þær
að skift var um timbur í þaki og
turni kirkjunnar, sem farið var að
fúna, settur nýr þakpappi og litað
stál á þak og turn. Einnig var
unnið nokkuð við stækkun kirkju-
garðsins og lagfæringar við eldri
hluta garðsins ásamt stækkun bíla-
stæðis við kirkjuna. Á þessu ári
verður kirkjan 60 ára, reynt verð-
ur að minnast þess, en hvenær
það verður gert er enn óákveðið.
Pá er fyrirhugað að mála kirkj-
una á þessu ári að innan, skifta
um glugga í kór og turni. Þá hef-
ur einnig verið rætt um að ein-
angra og klæða kirkjuna að utan
og nota til þess steindar kvarts-
plötur þannig að kirkjan haldi
samt sínu upprunalegu útliti sem
mest. Einnig verður haldið áfram
með fegrun umhverfis hennar.
Organisti er Guðmundur Þor-
steinsson, þjónandi prestur er
séra Pálmi Þórarinsson á Möðru-
völlum. Staðarhaldari og for-
maður sóknarnefndar er Sigurð-
ur Stefánsson. Stærra-Ársskógi.
Framkvæmdir
Á liðnu ári og það sem af er
Rækjuverksmiðjan Árver hf., Árskógsströnd. Látrafjöll og Hrísey í baksýi
þessu er allmikið um verklegar
framkvæmdir í sveitinni. Byggðir
voru minnkaskálar á Hellu og í
Rauðuvík fyrir yfir 1000 minnka-
læður. Afhentar voru 3 fullgerðar
raðhúsaíbúðir byggðar af stjórn
verkamannabústaða og byrjað er
á öðrum 3 í sama kerfi. Einnig
eru í byggingu 3 íbúðarhús, eitt á
Litla-Árskógssanid og tvö á
Hauganesi. Útgerðarfyrirtækið
G. Ben. sf. á Litla-Árskógssandi
byggði 800 m‘ fiskverkunarhús á
s.I. hausti til viðbótar við sína
aðstöðu og keypti einnig stærri
bát svo nú er skipakostur fyrir-
tækisins kominn yfir 300 tonn.
Byggt var nýtt hús yfir starfsemi
rækjuverksmiðjunnar Árver hf.
sem stendur á nýja iðnaðarsvæð-
inu uppi við þjóðveg sunnan Þor-
valdsdalsár. Síðan um áramót
hefur verið unnið við innréttingar
þar, flutning og uppsetningu véla
og frystikerfa í nýja húsinu sem
er tæplega 1000 m að gólffleti. Á
liðnu sumri var nokkuð unnið að
vega- og gatnagerð í hreppnum.
Þjóðvegirnir að báðum þorp-
unum voru lagfærðir og að hluta
endurbyggðir og lagðir bundnu
slitlaei alveg að höfnunum bæði á
Litla-Árskógssandi og Hauga-
nesi. Einnig var nokkuð unnið að
gatnagerð á báðum stöðum með
jarðvegsskiptum og varanlegu
slitlagi. Fyrirhugaðar eru áfram-
haldandi framkvæmdir á þvf sviði
næsta sumar. Einnig er ráðgert
að fara í verulegar hafnarfram-
kvæmdir á sumri komanda á
Árskógssandi. Þar er áætlað að
byggja sérstaka haróviðarbryggju
inni í höfninni fyrir Hríseyjar-
ferjuna og lengja núverandi hafnar-
garð með grjótgarði um 60 m.
Þessar framkvæmdir eru mjög
nauðsynlegar og óhjákvæmilegar
til að mæta þeirri aukningu á
útgerð sem verið hefur þarna síð-
ustu árin, og þeim umsvifum sem
þeim fylgja. Vonandi heldur sú
þróun áfram með meiri fjöl-
breytni í veiðum með nýtingu
fleiri fiskistofna ásamt nýtingu og
fullvinnslu afla í enn lrekari mæli
en nú er.
Hjá Byggingarfélaginu Kötlu
hf. er unnið að stækkun húsnæðis
fyrir starfsemi fyrirtækisins sem
hefur nýlega komið sér fyrir á
hinu nýja iðnaðarrsvæði hrepps-
ins. Verkefni fyrirtækisins hafa
aðallega verið alhliða húsbygg-
ingar og rekstur bíla og véla í
flutningum og jarðvegsskiptum.
Á s.l. ári hóf fyrirtækið fram-
leiðslu á vörupöllum sem notaðir
eru við margskonar llutninga á
útflutningsvörum landsmanna og
má þar nefna frosinn fisk alls-
konar, rækju, saltfisk, fóður-
vöru, vatnspökkum o.fl. o.fl. I
sambandi við þessa framleiðslu
sér fyrirtækið um innflutning á
timbri til framleiðslunnar svo og
ýmsum öðrum byggingarvörum.
S.J.
Héraðsskjalasafn Dalvíkur
- Vel rekin stofnun
Út er kominn 7. árgangur árs-
skýrslu Héraðsskjalasafns Svarf-
dæla fyrir árið 1986, vel unnið og
ítarlegt rit að vanda. í skýrslu
stjórnar fremst í ritinu segir svo:
„Fyrri hluta ársins rættist úr
húsnæðismálum safnsins í Ráð-
húskjallara bæjarins. Þáverandi
bæjarstjórn úthlutaði safninu
marglofuðu herbergi við hlið þess
húsnæðis, er safnið hefur verið í.
Með þessari stækkun má segja, að
nú fari allvel um safnið og allur
aðbúnaður fyrir þá gesti, sem í
það koma, sé með ágætum." Þess
er getið, að safngestir á árinu hafi
orðið um 100 og flestir hafi kom-
ið til að nýta sér einhver þau
gögn, sem þar eru geymd. Má
líklegt þykja, að með vaxandi
sögu- og ættfræðiáhuga muni
aðsóknin aukast bæði til skoðun-
ar á skjallegum gögnum svo á
ljósmyndasafninu, sem að sínu
leyti er ekki ómerkilegra.
Á árinu 1986 barst safninu enn
mikið af skjallegum heimildum.
flestum um svarfdælsk efni. og er
sérstaklega getið um sendibréf
frá Guðjóni Baldvinssyni frá
Böggvisstöðum svo og um heilla-
skeytasafn Snorra Sigfússonar.
en þessir menn voru báðir meðal
helstu frumkvöðla svarfdælskrar
alþýðufræðslu.
Einna mest að vöxtum virðist
þó vera gagnasyrpa úr fórum sr.
Stefáns B. Kristinssonar prests á
Völlum sem sonur hans, Sæm-
Bjarkarbraut og Goöabraut. Arnarhóll og Bergþórshvoll t.h.
Myndir úr Ijosmyndasatni HSD
Karlsbrautin uin 1930. Ásbyrgi og Tunga næst á myndinni.
undur æðarbóndi á Ystabæ í
Hrísey, afhenti safninu á síðast-
liðnu hausti. Kennir þar margra
grasa t.d. likræður yfir fjölda
manna og tækifærisræður margs
konar. Ennfremur ágrip úr prest-
þjónustubókum úr sóknunum 5 í
Svarfaðardal og á Árskógs-
strönd, sem sr. Stefán þjónaði.
Að lokum er getið um 2 bækur
með smágreinum. einkum mann-
lýsingum. Ein þeirra mannlýs-
inga er reyndar birt í heilu lagi.
sem sýnishorn og er um fyrir-
rennara hans á Völlum sr. Tómas
Hallgrímsson. Mun mörgum
þykja það fróðleg lesning. (Sr.
Tómas var prestur á Völlum eftir
sr. Hjörleif Guttormsson 1884-
1901. en sr. Stefán B. Kristinsson
frá 1902-1941.) Myndir af klerk-
unum Tómasi og Stefáni prýða
ritið.
Það fer ekki á milli mála. að
Héraðsskjalasafn Svarfdæla er
vel rekin stofnun og mega
aðstandendur þess, íbúar Dalvík-
ur og Svarfaðardalshrepps, vei
við una. Safnvörður er Ragn-
heiður Sigvaldadóttir. en stjórn-
ina skipa nú Júlíus Kristjánsson
formaður, Jóhann Daníelsson
Dalvík, Þóra Rósa Geirsdóttir
Dalvík, Guðbergur Magnússon
Þverá og Sigurjón Sigurðsson
Syðra-Hvarfi.
NORÐURSLÓÐ - 3