Norðurslóð - 31.03.1987, Blaðsíða 4
- Viðtal við Þorstein Aðalsteinsson
Það hefur ekki farið framhjá neinum hér um slóðir að Þorsteinn
Aðalsteinsson loðdýrabóndi hefur mjög verið að auka umsvif sín í
Ytra-Holti og leikur sjállsagt mörgum forvitni á að fregna meira
af þeim framkvæmdum og framtíðaráformum bóndans. Norður-
slóð lagði því leið sína upp í Böggvisstaði og innti Þorstein eftir
hvernig málin stæðu. Hér fer á eftir það helsta sem hann haföi aö
segja:
Ég hef alltaf haft óbilandi trú á
loðdýrabúskapnum, annars væri
ég jú ekki að þessu. Verðið á
minkaskinnum er yfirleitt nokk-
uð stabílt en refaskinnin eru
meira upp og niður. Að vísu
hljóp afturkippur í minkinn í
fyrra og verðið var óeðlilega lágt
en núna hefur verðið hins vegar
rokið upp og er að mínu mati í
hærri kantinum, þ.e. um 2000 kr.
skinnið að meðaltali.
Þetta kemur sér að sjálfsögðu
afar vel fyrir mig núna. Við erum
með mjög góðan og sérstæðan
minkastofn enda búnir að rækta
hann upp í mörg ár. Hann stend-
ur jafnfætis því besta erlendis.
Við erum það heppin hér á Is-
landi að vera laus við mikið af
þeim vandamálum sem aðrar
þjóðir hafa þurft að glíma við,
t.d. fjölda sjúkdóma sem ekki
hafa borist hingað. Núna er ég
með 3000 minkalæður hér á
Böggvisstööum og 800 refi í Holti
svoleiðis að þetta verða um 20-
25000 hausar með hvolpum í
sumar, ef allt fer að óskum.
Framkvæmdirnar í Ytra-Holti
hafa kostað óhemju mikið fé og
ég viðurkenni að ýmislegt hefur
fariö öðruvísi en ég reiknaði með
í byrjun. Ég byrjaði að vetrarlagi
með framkvæmdir sem e.t.v. var
ekki heppilegur tími og svo hefur
þetta allt tekið lengri tíma en ég
átti von á. Nú, svo kom þetta
hrun á refaskinnsmarkaðinum
sér illa. Má vera að ég sé full-
bjartsýnn að eðlisfari en þó virð-
ist mér núna dæmið ætla að
ganga upp.
Kartöflur og fiskvinnsla
Hvað kartöfluræktina varðar þá
hefur þar líka gengið á ýmsu.
Hugmyndin var sú að samnýta
ýmislegt varðandi loðdýrabú-
skapinn og kartöfluræktina, t.d.
vélar og annað og framleiða fyrir
kartöfluverksmiðjuna á Sval-
barðseyri. En þar var ýmislegt
sem ekki gekk eftir, loforð
brugðust og búskapurinn varð
gerast hluthafar í henni. En ég
ætla að bíða átekta og nota garð-
ávaxtageymsluna í Ytra-Holti
undir einhvern annan rekstur á
meðan. Geymslan heldur samt
áfram að vera garðávaxtageymsla
með fullkominni kælingu, loft-
ræstingu og öðru sem til þarf.
En núna er ég að gæla við þá
hugmynd að fara út í fiskverkun í
einhverjum hluta húsnæðisins,
verka saltfisk og skreið til dæmis.
Þarna er góð aðstaða, snyrting,
kaffistofa, 3ja fasa rafmagn,
skrifstofa með síma, góð loftræst-
ing og kæling og geymslupláss í
kjallara svoleiðis að aðstaðan er
öll fyrir hendi. Öflun hráefnis er
kannski akkílesarhællinn en ég lít
með björtum augum til fjar-
skiptafiskmarkaðarins sem þeir
eru að stofna núna á Akureyri.
Ég tek það fram að þetta verð-
ur allt á tilraunastigi til að byrja
með, ég ætla bara að prófa mig
áfram og sjá svo til hvernig
gengur. Ég hef alltaf haft taugar
til fisksins ef svo má að orði
komast. Pabbi var alla tíð á kafi í
útgerð svoleiðis að þetta er
kannski í blóðinu.
Heitt og kalt vatn
í sumar ætla ég svo að láta bora
eftir heitu vatni fyrir ofan Ytra-
Holt. Ég uppgötvaði þarna heitar
uppsprettur, 2-4 1/sek. allt að 19
gráðu heitar og er nú búinn að fá
samþykkt fyrir láni úr Orkusjóði
til að láta bora þarna með léttum
bor sem ekki þarf neinar tilfær-
ingar í kringum og kemst ca. 60
metra djúpt. Ég var nú reyndar
upphaflega að leita að köldu
vatni þarna og það voru hálft í
hvoru vonbrigði að þarna fannst
ekkert kalt vatn nema þá mengað
af því heita. Ég réðst því í að
virkja uppsprettur fyrir utan og
neðan refaskálann, en þar er nóg
af köldu vatni sem að vísu þarf að
dæla og kostaði sú framkvæmd
mig '/i milljón. En hvað heita
vatnið varðar þá er ég búinn að
láta jarðfræðinga rannsaka svæð-
ið eins og hægt er og var niður-
staða þeirra hvorki nei eða já.
Þannig að það ætti ekki að saka
að prófa hvort ekki sé mögulegt
að finna þarna meira og heitara
vatn. Ef svo fer þá opnast ótal
möguleikar en ef ekki þá má nota
þetta yfirborðsvatn þó ekki væri
nema til að leiða inn á brynning-
arkerfið hjá refunum til að verja
það frosti.
Verslun
Ég er hins vegar búinn að leggja
allar verslunarhugmyndir á hill-
una í bili. Það stóð til að við Þórir
Pálsson reistum matvörubúð með
meiru á Dalvík og vorum m.a.s.
búnir að fá lóð undir hana efst í
Mímisveginum, en þá datt þeim í
bæjarstjórninni í hug að leggja
hraðbraut í gegnum hana fyrir
fyrir áföllum. Annað árið sem ég
var með þetta var t.d. rosaleg
uppskera, yfir 100 tonn, en þá
fengu líka allir aðrir rosalega
uppskeru. Okkur var hótað öllu
illu ef við seldum á frjálsum
markaði og KEA og KSÞ vildu
ekki taka eitt einast kíló af
okkur. Hjá KSÞ var gerð stjórn-
arsamþykkt eftir ósk frá Félagi
kartöflubænda þess efnis að verk-
smiðjan tæki ekki við kartöflum
frá bændum sem ekki hefðu verið
í kartöflurækt undanfarin 3 ár og
ekki byggju á jörðum sínum.
Maður skildi svo sem hverjum
þetta var ætlað. Ég tapaði á aðra
milljón á þessu og var frekar
svekktur. Nú, svo fór verksmiðj-
an á kúpuna eins og allir vita og
nú hefur okkur verið boðið að
í fiöl-
breyttum
stærðum
Lítið inn
í næstu
kjörbúð
félagsins
og veljið
meðan
úrvalið er
PÁSKA-
EGG
Loðdýr,
kartöflur
fiskur o.fl.
Akureyringa til að komast á skíði
upp í fjall og þar með var það
mál úr sögunni.
Við erum reyndar ekki enn
búnir að fá skriflegt svar en þetta
er engu að síður ákveðið. Eigin-
lega kom mér mest á óvart í
sambandi við þetta mál, annars
vegar gífurlega jákvæð viðbrögð
bæjarbúa og hins vegar furðuleg
meðhöndlun málsins af hálfu
bæjaryfirvalda. Rökin sem mað-
ur heyrði voru þau að allar versl-
anir ættu að vera staðsettar á
Rádhuspladsen þarna í kringum
Ráðhúsið og það segir sig sjálft
að við förum ekki að versla með
t.d. byggingavörur og matvörur
við anddyri kaupfélagsins. Það
virðist vera stefna bæjarstjórnar-
innar að koma í veg fyrir alla
samkeppni og ég held að það sé
einsdæmi að bæjaryfirvöld vilji
verslunina alla á einum stað.
Ef maður skoðar það sem er að
gerast á Dalvík þá kemur í ljós
að það er bílskúrabransinn sem
blífur. Við erum með 3 hár-
greiðslustofur, 3 vídeoleigur,
hjólbarðaverkstæði, hannyrða-
verslun, sportvöruverslun og
reiðhjólaverkstæði og til skamms
tíma prentsmiðju allt í bílskúr-
um. Við Þórir höfðum hugsað
okkur að byggja stórt húsnæði og
leigja einkaaðilum afnot fyrir
ýmiss konar starfsemi. Margt
fólk, m.a. þeir sem nú eru í bíl-
skúrabransanum, sýndu því mik-
inn áhuga að komast þarna að.
Þessi neikvæða afstaða bæjaryfir-
valda er algerlega ofar mínum
skilningi en ég vil helst ekki ræða
þessi mál mikið opinberlega að
tilefnislausu. Ég er sem sagt hætt-
ur við verslunina í bili.
Já, það er engin launung að
maður er búinn að keyra ansi
bratt að undanförnu og ekki hef-
ur allt gengið eins og maður hefði
kosið. Það er kominn tími til að
skipta um gír og hugsa sinn gang.
Það sem heldur í manni lífinu
núna er bjartsýnin á minkarækt-
ina.“
Meira um
loðdýr
Loðdyraræktin er orðin tals-
vert gildur þáttur í svarf-
dælskum búskap eins og fram
kemur annarsstaðar í blaðinu.
Um það bil 700 blárefalæður á 4
loðdýrabúum í hreppnum eiga að
gefa af sér afurðir á borð við tvis-
var til þrisvar sinnum fleir ær, og
ætti það að koma sér vel ekki síst
með tilliti til væntanlegs niður-
skurðar sauðfjár vegna riðuveik-
innar og meira eða minna sauð-
leysis hér um slóðir a.m.k. næstu
árin.
Nú eru þó því miður miklir erf-
iðleikar í refaræktinni ekki síst
vegna lágs skinnaverðs 1985 og
raunar líka á síðustu framleiðslu,
1986.
Eigi að síður er hugur í svarf-
dælskum loðdýrabændum að
sækja upp í veðrið og treysta
rekstur búanna. Það hyggjast
þeir gera með því að koma sér
upp minnkarækt við hliðina á ref-
abúunum. Eru á öllum 4 búunum
uppi áform um að byggja 300-500
læöu minnkabú. Spurningin er
aöeins hvort fjárhagurinn leyfir
aö í þetta sé ráðist, sem er þó
sennilega hráðnauðsynlcgt upp á
framtíðarreksturinn.
Nú er annars fengitími í
hámarki og mikiö að gera hjá
loðdýrabændum. Sæðingar eru í
fullum gangi. kynbótahögnarnir
eru í Dýrholti en sjálf sæðingin í
Ytra-Holti og skutlast bændur
þangað með læður sínar sem eru
móttækilegar í þaö og það
skiptið. Ætti að koma mikið af
fajlegum og verðmætum hvolp-
um í heiminn með vordögunum
hér í sveit.
4 - NORÐURSLÓÐ