Norðurslóð - 29.04.1987, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 29.04.1987, Blaðsíða 3
og sjást þeir vel heiman frá bænum. Fyrir nokkrum árum sá Guörún húsfreyja í Koti, ein- kennileg ljós í steinum þessum, sem enginn gat skýrt, og var það tengt huldufólki. (Þessar frásagn- ir eru ritaðar eftir þeim hjónum í Koti, 8. ágúst 1984). Jólagleði huldufólks á Þorsteinsstöðum Tryggvi Fíalldórsson á Þorsteins- stöðum, sem getið var í síðasta þætti, í sambandi við Kálfadalinn á Hverhóli, hefur ritað frásögn í tímaritið Súlur, 3. árg. bls. 57, er hann nefnir „Huldufólkssam- koman“. Árið 1961 var heimilisfólkinu á Þorsteinsstöðum boðið yfir í Kot, milli jóla og nýjárs, og fóru allir úr bænum nema Tryggvi. „Þegar fólkið var farið , sat ég í eldhús- inu og var að tálga spýtu. Heyrði ég þá fljótlega mannamál, að mér virtist innan húss, og datt mér strax í hug, að gleymst hefði að skrúfa alveg niður í útvarpinu." Tryggvi gengur nú úr skugga um þetta, en öll útvarpstæki reyndust vera lokuð þar í bænum. „Ekki varð mér neitt hverft við þetta, sem mér duldist þó ekki að var dularfullt. Settist ég niður og tók að hlusta á með athygli, það sem fyrir eyru bar. Engin heyrði ég orðaskil, enda var nú farið að leika á hljóðfæri, helzt harmon- iku. Kannaðist ég eigi við þau lög, sem leikin voru, en þau voru falleg." Þetta varaði í um stundarfjórð- ing, en eftir það smálækkaði klið- urinn og hljómlistin og dó svo alveg út. Segir Tryggvi að sér hafi liðið vel á meðan þetta stóð yfir. Eins og flestir vita, eru til margar sögur um jólaleiki huldu- fólks í hýbýlum manna, um jól og nýjár. Er gaman að fá svo nýja staðfestingu á þessum gömlu þjóðsögum, sem bendir til, að jafnvel fyrir hinum ótrúlegustu huldufólkssögum, geti verið ein- hver fótur. Bláklædda konan á Klaufabrekkum Klaufabrekkur hafa orðið sögu- frægar fyrir búsetu berserksins Klaufa, morð hans og aftur- göngu, sem frá greinir í Svarf- dæla sögu, og enn eru sýnd til í örnefnum. I Þjóðsagnasafninu Grímu hinni nýju, 5. bindi, bls. 46-47, er sagan „Jón á Syðra- Hvarfi“, sem Þorsteinn Þorkels- son hefur ritað. Jón þessi var Halldórsson, og bjó á Syðra- Hvarfi 1844-1867 (segir Þor- steinn), en bjó áður á Klaufa- brekkum. Þar lenti hann í sennu við heimilisfólkið, um tilveru „ljúflingsfólks", og hélt því ein- dregið fram, að það væri til. Um kvöldið var hann lasinn og háttaði fyrr en venjulega. Dreymdi hann þá að til sín kæmi bláklædd kona, sem hann þekkti ekki, og þakkaði honum fyrir að halda með ljúflingsfólkinu og trúa á tilveru þess. Gaf konan honum meðal í spæni, sem hún hellti í úr glasi. „Virtist honum meðalið vera blóðrautt á lit og gott á bragðið.'1 Þegar hann vaknaði um morguninn var hann alheill. Sagan er höfð eftir Jóni sjálfum. Grásteinn á Auðnum Segir Jóhannes Óli að sé „talinn mikill huldufólksbústaður." (Ör- nefnaskrá). Steinn þessi er lík- lega um 250 m inn og upp frá bæjarstæðinu á Auðnum, tæp- lega mannhæð, með dálitlu nefi, sem vísar ofan í dalinn, og moln- ar talsvert úr honum fyrir neðan nefið. Fleiri steinar eru þó á þess- um slóðum sem komið geta til greina. Bærinn eyddist af snjó- flóði á föstudaginn langa 1953 og fórust tveir menn og flestar skepnur, en ekki hef ég heyrt það sett í samband við Grástein eða aðra dularstaði. Greimdarskólí, hvað er það? - Heimbyggðarvika á Húnabakka Sýningin skoðuð. Síðustu viku fyrir páskafrí brugðu nemendur og kennarar Húsabakkaskóla útaf venju- legri stundatöflu, lögðu gamal- kunnar kennslubækur á hill- una um tíma og sökktu sér þess í stað niður í Svarfdælsk fræði. Allar bækur sem til náðist um sögu og náttúru Svarfaðardals voru dregnar fram og einnig öfluðu börnin sér upplýsinga um byggðarlagið í fortíð og nútíð með því að tala við eldra fólk, feður og mæður, afa og ömmur. Það voru þau Rósa Kristín Bald- ursdóttir og Hjörleifur Hjartar- son, nemendur í Kennaraháskóla fslands sem stóðu fyrir þessari uppákomu og tengist hún lokarit- gerð þeirra sem á að fjalla um svokallaðan grenndarskóla. Hugtakið grenndarskóli felur í sér að skóli eins og t.d. Húsa- bakkaskóli taki meira mið af því umhverfi og þeirri menningu sem nemendurnir þekkja. Forsvars- menn grenndarskólans benda á að það námsefni sem borið er á borð fyrir grunnskólanemendur er oft slitið úr samhengi við þann raunveruleika sem þeir þekkja. Náttúrufræðin fjallar ekki um þá náttúru sem blasir við út um glugga kennslustofunnar og sag- an virðist í engum tengslum við sögu byggðalagsins. Börnin læra þannig að líta á sína eigin menn- ingu sem einhverskonar undir- málsmenningu og að menntun feli í sér undirbúning undir lífið annarsstaðar (í Reykjavík) þar sem menningin sé með stóru emmi. Einnig gangrýna grenndarskólamenn þá ofur- áherslu sem lögð er á bóklegt nám og um leið það litla vægi sem verklegt nám hefur og benda þeir á að í fæstum tilfellum sé þetta í samræmi við vægi þessara þátta þegar út í lífið er komið. Öhætt er að fullyrða að með tilliti til reynslu okkar Svarfdæl- inga sé eitthvað til í þessum mál- flutningi. Það má t.d. nokkurn- veginn telja það öruggt að fari einhver í framhaldsnám, að mað- ur tali nú ekki um langskólanám þá er sá hinn sami fluttur burt og á ekki afturkvæmt nema sem gestur. Það var semsagt í þessum anda sem krakkarnir á Húsabakka unnu við að koma upp sýning- unni „Svarfaðardalur í fortíð og nútíð" sem opnuð var almenn- ingi, einkum foreldrum og vandamönnum, fimmtudags- kveldið fyrir dymbilviku. Þar gaf á margt að líta. Á veggspjöldum upp um alla veggi voru teknir til umfjöllunar hinir aðskiljanleg- ustu þættir Svarfdælskrar menningar og sögu. Má þar nefna þætti úr Svarfdælu, frá- sagnir af náttúruhamförum, töl- fræðilegar upplýsingar um fólks- fjöldaþróun og aldursskiptingu, greinargerð um stjórnkerfi hreppsins og súlurit yfir tekjur og útgjöld Svarfaðardalshrepps, þætti af Bakkabræðrum, örlitla úttekt á svarfdælskum húmor, þætti um fuglalíf í Svarfaðardal og þannig mætti lengi telja. í anddyri sýningarsalarins stóð Jó- hann Pétursson Svarfdælingur í fullri líkamsstærð, eða öllu held- ur málverk af honum og bauð hann foreldrana velkomna á sýn- inguna. Foreldrar og aðrar aðstendur barnanna fjölmenntu á opnunina og gerðu góðan róm að skemmtiatriðunum sem börnin höfðu samið og fluttu af miklum skörungsskap. Það voru bæði leikrit, söngur og dans, gaman- sögur og ljóðalestur og sagn- fræðiþættir allt rammsvarfdælskt efni. Á eftir var boðið upp á kaffi og er mál bæði barna og fullorð- inna að vel hafi til tekist og að uppákomur sem þessar mætti gjarnan endurtaka ár hvert. Nomin Baba Jaga - Barnasýning L. D. Albert Ágústsson og Kristjana Arngrímsdóttir í hlutverkum sínum. Annan páskadag frumsýndi Leik- félag Dalvíkur Nornina Böbu Jögu sem er, eins og við höfum áður greint frá, barnaleikrit af rússneskum ættum, eftir Jewgeni Schwarz. Schwarz þessi er þekkt- ur fyrir að semja leikrit upp úr þekktum ævintýrum eða sækja yrkisefni sín í nægtarbrunn ævintýranna á annan hátt og koma þannig boðskap sínum á framfæri með hjálp ævintýrapers- óna sem flest börn og fullorðnir hvar sem er að minnsta kosti í hinum vestræna heimi þekkja. Baba Jaga er ævintýri með vondri norn sem hneppir saklaus börn í álög og vinnusamri og ráðagóðri kvenhetju sem nýtur aðstoðar dýranna til að bjarga börnunum sínum. Þrjár sýningar hafa þegar verið og sú fjórða er ráðgerð á föstu- dag. Er ekki annað að sjá en áhorfendur, bæði fullorðnir og börn, hafi skemmt sér hið besta. Þetta er í fyrsta skipti sem L.D. tekur barnaleikrit til sýninga og er það óneitanlega mjög svo virð- ingarvert framtak því bæði er að börnin vilja gjarnan gleymast þegar eitthvert menningarstarf er unnið hér sem víða annars staðar, og svo getur leikfélagið ekki reiknað með jafnmörgum sýningum og ef um væri að ræða leikrit fyrir fullorðna og því síður með jafnmiklum hagnaði því börn borga helmingi minni aðgangseyri en fullorðnir. Um leið og við þökkum leik- félaginu þetta framtak viljum við hvetja alla Dalvíkinga og nær- sveitamenn sem hafa börn í fór- um sínum eða varðveita eitthvað af barninu í sjálfum sér að drífa sig með þau á leikinn áður en það verður um seinan. Leikarar, sitjandi f.v.: Birkir Bragason, Albert Ágústsson, Heiða Hilmars- dóttir. Standandi f.v.: Ingvar Jóhannsson, Berglind Sigurpálsdóttir, Óskar Óskarsson, Guðrún Tómasdóttir, Tómas Viðarsson, Fjóla Magnúsdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Þórgunnur Vigfúsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.