Norðurslóð - 23.05.1987, Qupperneq 1

Norðurslóð - 23.05.1987, Qupperneq 1
11. árgangur Þriðjudagur 26. maí 1987 5. tölublað Af mönnum og hestum Sumarkoma - Bæjarlækur gerir usla Þá er sumarið komið. Alla vegna er orðið býsna sumarlegt yfir að líta þó að enn sé ekki komið fram í júní. Tré eru laufguð og tún orðin græn yfir að líta víðast hvar. Sums staðar hefur þau þó kalið og hafa nokkrar jarðir í miðsveitinni orðið fyrir búsifjum af þeim sökum. Kalið má að sjálfsögðu rekja til svellanna sem lágu hér yfir öllu í vetur og þarf engum að koma á óvart. Síðustu dagar hafa verið með eindæmum sólríkir og fallegir, hnúkaþeyr af fjöllum og greini- legur munur á græna litnum í túnunum frá degi til dags svo ntaður tali nú ekki um trjá- gróðurinn. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Óhjákvæmilegur fylgifiskur hlýviðrisins eru miklar leysingar og flóð í ám og lækjum. Flestir lækir í svarfaðardal héldu sig innan skynsamlegra marka en einstaka spræna sleppti sér ger- samlega og breyttist í stórfljót. Þannig fór bæjarlækurinn á Tjörn úr böndunum, hljóp fram með miklum aurburði, möl og grjóti sem stíflaði ræsi og olli verulegu tjóni á túni og trjágörðum bæði í Laugasteini og á Tjörn. Framan við Urðir lagði annar lækur til atlögu við þjóðveginn og áttu vegagerðarmenn í vök að verjast en tókst með harðfylgi að halda honum í skefjum. Sauðburður er nú víðast hvar langt kominn og hefur að sögn héraðsdýralæknis víðast hvar far- ið vel fram. Mikil hlýindi eru þó ekki æskilegasta veðráttan um sauðburð þvf þá hættir lömbum frekar til að sýkjast af hvers kon- ar lambapestum. Að sögn Skarp- héðins í Dýrholti er got vel á veg komið hjá refalæðum og hefur gengið ágætlega. Af öðrum refa- bændum taldi hann að sömu sögu væri að segja. Sæðingar virðast ætla að bera góðan árangur. Áburðarbílar hafa að undan- förnu verið að silast fram sveitina með þungar klyfjar en ekki hefur Norðurslóð frétt hvort einhverjir séu byrjaðir að bera á. Kýr eru komnar út á nokkrum bæjum og ber ekki á öðru en að þær kunni því vel og hafi nóg að bíta. Vatnavextir. Það fer vart fram hjá neinum, hve hesturinn og hestamennsk- an er orðin snar þáttur í tóm- stundalífi fólks hér um slóðir sem annarsstaðar. I vorblíð- unni að undanförnu hefur mátt sjá fjölda fólks á öllum aldri spóka sig á gæðingum sínum. Flestamannafélgaið Hringur starfar fjörlega og gengst fyrir ýmsum uppákomum. Má t.d. nefna hestaíþróttakeppni með um 70 skráningum á kosninga- daginn, firmakeppni með um 50 þátttakendum um miðjan maí, sýningu 30 kynbótahrossa 24. maí og úrtökumót gæðinga fyrir Fjórðungsmótið á Melgerðis- melum 27. maí. Hápunktur hestamennskunnar hér í sumar (fyrir utan fjórðungsmótið) verð- ur svo íslandsmót í hestaíþróttum sem haldið verður á mótssvæði Hrings á Flötutungum 18.-19. júlí. Koma þar saman menn og hestar kvaðanæfa af landinu til leika og keppni og verður vafa- laust mikið um dýrðir. Ekki má gleyma unglingastarf- inu, en hestamannafélagið hefur sinnt þeim þætti all vel að undan- förnu. Hafa þau Kolbrún í Rauðuvík og Þorsteinn Hólm leiðbeint unglingunum í hesta- mennskunni nú í vor og vafalaust verður svo reiðskóli í sumar eins og undanfarin sumur. Sigurvegari í firmakeppni Hrings, unglingaflokki, Unnur Ármanns- dóttir á Smyrli keppti fyrir Sparisjóð Svarfdæla. Mynd: Baldur Þórarinsson. Sigurvegarar í firmakeppni Hrings fullorðnir. 1. Sleipnir, knapi Rafn Arn- björnsson, keppti fyrir Oskar Jónsson. 2. Tryggur, knapi Ingvi Antonsson. 3. Helmingur, knapi Stefán Friðgeirsson. Mynd: Baldur pórarinsson. Hjálparsveitin byggir yfir sig Dalvíkurdeild Hjálparsveitar skáta er fimm ára um þessar mundir og verður að því tilefni tekin fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði fyrir félagsskap- inn á uppstigningardag kl. 5.00. Húsið mun standa að Gunn- arsbraut 6 og reisa þeir það í samvinnu við fyrirtækið Electro co. sem einnig verður með starf- semi sína þar. í húsinu munu bíl- ar og önnur tæki sveitarinnar vera geymd og einnig verður þar aðstaða fyrir félagsstarfið. í sveitinni eru 40-50 manns og voru þeir kallaðir út þrisvar sinn- um sl. vetur. í lok mánaðarins er fyrirhugað landsþing Hjálparsveitar skáta á Akureyri og sagði Aðalsteinn Hauksson, formaður Dalvíkur- sveitarinnar að þessi athöfn yrði í tengslum við þingið. Á eftir verð- ur drukkið kaffi í Víkurröst.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.