Norðurslóð - 23.05.1987, Blaðsíða 3
Skólaslit
Dalvíkurskóli
Húsabakkaskóli
ftrnsnú
þegar þú vilt góðan fisk
Skólar eru nú hver af öðrum að
Ijúka sínu starfsári og nemend-
ur að fá sitt hefðbundna
sumarfrí. í kvöld verður Dal-
víkurskóla slitið og fer athöfn-
in fram í Dalvíkurkirkju. 45
nemendur munu þá útskrifast
úr 9. bekk en það er einn
stærsti námshópur sem útskrif-
ast hefur frá skólanum nú um
langt skeið.
f skólann voru innritaðir 312
nemendur nú í haust þar af voru
grunnskólanemendur 278 að
forskóladeild meðtaldri. 34
nemendur voru innritaðir í fram-
haldsdeild í skipstjórnarnám,
réttindanámskeið og fornám.
Réttindanámskeiðum lauk á fyrri
önn en þá útskrifuðust 11
nemendur með 1. stigs skip-
stjórnarpróf og tveir með 80
tonna próf. Af skipstjórnarbraut
útskrifuðust nú í haust 13
nemendur með 1. stig og er það
stærsti hópurinn sem útskrifast
frá skólanum í þessu námi. Að
venju komu nemendur úr
nágrannasveitarfélögunum í eldri
bekki skólans en auk þeirra
stunduðu 5 nemendur frá Gríms-
ey nám í 7. og 8. bekk. Heimavist
skólans var vel nýtt þetta skólaár
og má segja að hún hafi verið
fullsetin. Auk grunnskóla-
nemenda úr nágrannasveitar-
félögunum bjuggu allmargir
nemendur af stýrimannabraut á
vistinni.
Útskrift nemenda af skip-
stjórnarbraut fór fram laugardag-
inn 16. maí. Námsárangur var
mjög góður. Hæstu meðal-
einkunn hlaut Birgir Stefánsson
frá Ólafsfirði 9,50 og mun það
hæsta meðaleinkunn sem náðst
hefur á fyrsta stigi nú í ár. Hlaut
Birgir að launum viðurkenningu
frá Útvegsmannafélagi Norður-
lands. Við útskriftina afhenti
Jóhann Gunnarsson skipstjóri
viðurkenningu frá Skipstjóra-
félagi Norðlendinga fyrir bestan
námsárangur í siglingafræði en
þrír nemendur urðu jafnir með
39 stig af 40 mögulegum. Þeir
voru Birgir Stefánsson, Baldur
Baldursson frá Húsavík og
Kristinn Snæbjörnsson frá Greni-
vík. Sérstaka viðurkenningu
hlaut Sigurjón Sigurbjörnsson frá
Húsavík fyrir góða námsframför
og ástundun. Eins og fram hefur
komið í blaðinu þá hefur fengist
heimild til að starfrækja 2. stig á
næsta skólaári og hefur stór hóp-
ur þeirra nemenda sem nú út-
skrifuðust af 1. stigi frá skólanum
sótt um skólavist.
Ekki er gert ráð fyrir miklum
kennarabreytingum nú í vor.
Ljóst er þó að Guðlaugur Arason
mun ekki kenna á næsta ári og þá
hefur yfirkennari skólans fengið
ársleyfi. Ekki hefur enn verið
gengið frá kennararáðningum og
því óljóst hver muni skipa stöðu
yfirkennara næsta skólaár. í>á
hefur verið auglýst eftir kennara í
íslensku, stærðfræði og dönsku.
Auk þess þarf að ráða kennara
að 2. stigi skipstjórnarbrautar.
Laugardaginn 9. maí var Húsa-
bakkaskóla slitið í 31. sinn við
athöfn í íþróttasal skólans. A
sl. vetri voru nemendur 40 í 8
bekkjardeildum auk 3 for-
skólanemenda. Fimm piltar
luku prófí úr 8. bekk og munu
sækja skóla á Dalvík á næsta
vetri.
Að venju voru veitt verðlaun
fyrir góða frammistöðu á ýmsum
sviðum. Fyrir hæstu meðaleink-
unn yfir skólann fékk Harpa Rún
Jóhannsdóttir frá Atlastöðum
viðurkenningu frá Lionsklúbbi
Daivíkur. Fyrir góða frammi-
stöðu í móðurmáli fékk Ingibjörg
Stefánsdóttir á Göngustöðum
verðlaun úr verðlaunasjóði
Húsabakkaskóla. Frá sama aðila
fékk Edda Björk Ármannsdóttir
viðurkenningu fyrir frammistöðu
í sagnfræði. Nokkrir nemendur
fengu einnig viðurkenningar frá
skólanum.
Við skólaslitin barst tækja-
kaupasjóði Húsabakkaskóla pen-
ingagjöf frá nemendum sem út-
skrifuðust fyrir 20 árum. Þá til-
kynnti skólastjóri að skólinn
hefði hlotið 100.000 króna styrk
frá Menningarsjóði Svarfdæla til
þess að koma upp skólabóka-
safni. Unnið verður að því á
sumrinu að koma upp aðstöðu
fyrir slíkt safn.
Litlar breytingar hafa orðið á
kennaraliði skólans á undanförn-
um árum og er allt útlit fyrir að
svo verði áfram. Allir fastir kenn-
arar verða starfandi áfram næsta
Frá fermingu í Dalvíkurkirkju sl. sunnudag, þar sem 24 ungmenni voru fermd.
vetur. Einn stundakennari,
Steinunn P. Hafstað hefur sagt
starfi sínu lausu og þakkaði
skólastjóri henni störf hennar í
þágu skólans.
Að Iokinni skólaslitaathöfn
höfðu nemendur kaffisölu til
ágóða fyrir ferðasjóð sinn og
gafst gestum kostur á að skoða
teikningar, handavinnu og önnur
verkefni frá vetrinum.
Tónlistarskóli Dalvíkur
Tónlistarskóla Dalvíkur var slitið
í Víkurröst sunnudaginn 17. maí
s.l. 48 nemendur stunduðu nám
við skólann á vormisseri, þar af
10 á Húsabakka. 14 nemendur
luku 1.-3. stigsprófi í tónfræði. í
hljóðfæraleik luku 11 nemendur
1. stigi, 4 nemendur 2. stigi og 1
nemandi 3. stigi.
2 fastráðnir kennarar störfuðu
við skólann s.l. vetur auk skóla-
stjórans Roars Kvam. Gunnar
Jónsson frá Akureyri kenndi auk
þess gítarnemendum í stunda-
kennslu. Annar fastráðnu kenn-
aranna, Waclaw Lazarz, mun
starfa áfram við skólann en hinn,
Dorota Manczyk, hefur sagt upp
störfum og mun færa sig um set
og kenna við Tónlistarskólann á
Akureyri næsta vetur. í hennar
stað hefur verið ráðin eiginkona
Waclaws, Magdalena Lazarz.
Sú nýbreytni var tekin upp við
skólann í vetur að hafa tónlistar-
stund einu sinni í mánuði. Mark-
miðið með þeim er að æfa
nemendur í því að koma fram og
flytja fyrir aðra það sem þeir eru
að æfa hverju sinni. Aðsóknin að
þessum tónlistarstundum fór
stöðugt vaxandi eftir því sem leið
á veturinn og munu verða fastur
liður í starfsemi skólans næsta
vetur.
Skólaslitunum lauk með kaffi-
sölu, sem orðinn er árlegur við-
burður. Hana önnuðust foreldrar
nemenda og aðrir velunnarar
skólans. Ágóða kaffisölunnar
verður varið til að auka hljóð-
færaeign skólans.
Bókasafn
Dalvíkur
- Kynning -
Frá 1. júní til 15. júlí verður kynning frá Nor-
ræna húsinu á bókum sem tilnefndar voru til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
1985.
Athugið að frá 1. júní til ágústloka verður
opnunartími safnsins sem hér segir:
Mánudag kl. 14-19.
Fimmtudaga 14-17 og 19-21.
Bókaverðir.
m
Upprennandi konsertpíanisti, Ásta Bragadóttir á nemendatónleikum.
Lögtaksú rskurðu r
eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri, Dal-
vík og í Eyjafjarðarsýslu úrskurðast hér með, að lögtök
geti farið fram fyrir eftirtöldum gjöldum, gjaldföllnum en
ógreiddum: Söluskattur fyrir janúar, febrúar og mars
1987 svo og viðbótar- og aukaálagning söluskatts
vegna fyrri tímabila. Ennfremur fyrir þinggjaldahækk-
unum vegna fyrri ára og skipulagsgjaldi af nýbygging-
um.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum 8
dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu,
15. maí 1987.
og
fermíngar