Norðurslóð - 23.05.1987, Qupperneq 4
Leiklistarhátíð í Svarfaðardal
- Fjóshlöðu breytt í leíkhús
Góð stemmning á súgþurrkunarstokkunum.
En ekki var allt búiö enn. Þeg-
ar áhorfendur komu aftur út í
bjarta vornóttina loguðu eldar
útifyrir og tónlist barst fyrir fjós-
hornið. Suður undir fjósveggnum
hímdu tveir torkennilega búnir
menn sem við nánari aðgæslu
reyndust vera fakírar, Guðjón
Pedersen leikari við annan mann.
Fakírinn hófst nú handa við að
strjúka sig allan utan með log-
andi kyndlum og rjóða eldi á
skrokk og útlimi og var ekki laust
við að hrollur færi um suma.
Þetta var þó aðeins byrjunin því
nú tók hann til við að gleypa
eldinn, sleikja logandi kyndla og
slökkva elda með tungunni. Að
endingu saup hann á staupi með
eldfimum vökva og frussaði á
eldinn svo eldtungurnar stóðu
upp úr vitum hans nokkra metra
upp í loftið. Eldgleypinum var að
sjálfsögðu vel fagnað enda ekki á
hverjum degi sem eldgleypar
leggja leið sína í svarfdælsk fjós.
Par með var dagskrá kvöldsins
tæmd, enda klukkan orðin hálf
tvö og ráðstefnugestum ekið
heim í háttinn eftir ógleymanlegt
kvöld.
Ökuferð og veisla
Á laugardaginn hélt landsþingið
áfram. Menn ræddu vítt og breitt
um tengsl við hin Norðurlöndin
og hlýddu á erindi þar að lútandi.
Um miðjan daginn byrjaði aðal-
fundur bandalagsins og stóð til
hálf sex en þá var liðinu smalað í
rútur og ekinn hringur um dalinn
í dásamlegu veðri undir leiðsögn
Björns Daníelssonar og Hjalta
Haraldssonar. Ökuferð þessi
endaði síðan á Víkurröst þar sem
gestanna beið veisla í boði Svarf-
aðardalshrepps og Dalvíkurbæj-
ar. Dagskrá dagsins endaði síðan
með leiksýningu. Par var á ferð-
inni nornin Baba Jaga hjá L.D.
og var gerður að henni góður
rómur.
Ó þú
Um miðjan dag á sunnudag var
landsþinginu síðan formlega
slitið. Fóru þá margir að tygja sig
til brottfarar en aðrir lögðu leið
sína fram á Grund þar sem leik-
Nú um helgina uröum viö
svarfdæiingar varir við miklar
mannaferðir i nánd við Húsa-
bakkaskóla og var þar greini-
lega mikið líf og fjör enda
veðrið eins gott og það getur
orðið og skilyrði hin bestu til
að gleðja sig. Við nánari eftir-
grennslan kom í Ijós að þarna
voru á ferðinni um 70 áhuga-
menn um leiklist hvaðnæva að
af landinu að halda landsþing
Bandalags íslenskra leikfélaga.
Leikið í Tjarnarhlöðunni
Pingið hófst á föstudag og var
fólk að tínast að í blíðviðrinu
þann dag allan en að loknum
fundum um ellefuleytið um
kvöldið var öllum þingheimi
safnað upp a heyhleðsluvagn og
þeim ekið sem leið liggur út í
Tjörn óg sturtað þar framan við
hlöðudyrnar. Þegar hlöðudyrun-
um var síðan hrundið upp gaf að
líta yngsta leikhús landsins en
ekki það ófrumlegasta. Þar inni
hafði súgþurrkunarstokkum ver-
ið raðað upp í áhorfendastúku og
sviðsvængir hlaðnir úr heybögg-
um. Þarna hafði þá Leikfélag
Dalvíkur haslað sér völl og skap-
að umgjörð við hæfi fyrir dagskrá
úr verkum Jónasar Árnasonar,
„Til sjávar og sveita“ sem eins og
menn eflaust muna var flutt í
„Unó“ um jólaleytið í vetur.
Eflaust muna margir eftir
leiknum „Táp og fjör“ þar sem
Björn Björnsson fór á kostum í
hlutverki hins hjartagóða fjósa
manns sem neyðist til að flytja á
mölina þegar bróðir hans, bónd-
inn á bænum, ákveður að slátra
kúnum og byrja að rækta refi.
(frá höfundarins hendi voru það
víst svín en refir hæfa betur í
Svarfaðardal).
Dagskráin í hiöðunni hófst á
því að fluttir voru söngvar eftir
Jónas við erlend lög í einkar
frumlegum og skemmtilegum
útsetningum Katjönu Leifsdóttur
en eftir hlé var tekið til við leik-
inn „Táp og fjör“. Eins og við var
að búast sýndu þeir þremenn-
ningar sem mest mæddi á í sýn-
ingunni, þeir Björn Björnssn,
Albert Ágústsson sem lék bónd-
ann og Friðrik Vilhelmsson,
alveg stjörnuleik svo áheyrendur
ætluðu á stunudm hreinlega að
rifna af fögnuði Björn hefur fyrir
löngu sýnt og sannað að hann er
ekkert meðalmenni í kómíkinni
og slær á því sviði út margan
atvinnumanninn.
Albert er tiltölulega nýr í
bransanum og hefur aðeins leikið
í þremur sýningum hjá L.D. til
þessa. Honum hefur þó tekist í
þessum þrem mjög svo ólíku rull-
um að sýna það og sanna að hann
er afburða snjall leikari bæði í
gamni og alvöru og í hlutverki
hins drembiláta og hjartasmáa
bónda gefur hann Birni ekkert
eftir enda er samleikur þeirra
með því spaugilegasta sem undir-
ritaður hefur séð á leiksviði,
Bjössi svo lítill og Albert svona
stór. Friðrik steig sitt fyrsta skref
á leiksviði í þessu leikriti og verð-
ur það tæpast séð á leiknum.
Vandræðaunglingurinn sem síð-
an reynist fyrirmyndarunglingur í
dulargervi en fær þó Lása fjósa-
mann til að taka duglega í lurginn
á bróður sínum í kveðjuskyni,
leikur í höndunum á Friðriki og
slanguryrði með norðlenskum
framburði láta einkar vel í eyr-
um.
Helga Mathíasdóttir og Krist-
ján Hjartarson léku þarna smærri
hlutverk og gerðu það með sóma.
Eldgleypir undir fjósvegg
Að leiksýningunni lokinni brut-
ust út mikil fagnaðarlæti og var
Ieikstjóranum Kristjáni á Tjörn
og áhöfn hans klappað óspart lof
í lófa. Höfundurinn Jónas Árna-
son var meðal gesta í hlöðunni og
sýndist mér hann skemmta sér
ákaflega vel.
Beðið eftir að „tjaldið Ivftist".
Katjana, útsetjari tóniistar og Jónas, höfundur texta.