Norðurslóð - 23.05.1987, Blaðsíða 7
Þórarinn Hjartarson:
Úr Slesíu - í Hlíð
- Erika Ottósdóttir segir frá
Hún telur sig íslending - og
Svarfdæling. Þó hefur hún
aldrei haft nema stopula við-
veru hér í dalnum. Því síður er
hún upprunnin hér, heldur í
fjarlægu landi. Nú býr hún á
Akureyri. En hún segir
„heima“ þegar hún talar um
dalinn. Hvernig getur þetta
hangið saman?
Þetta er Erika frá Hlíð, hefur
átt þar lögheimili í 30 ár. Hún er
66 ára ekkja, nú sem stendur í
hálfu starfi sem dagmamma, ósk-
Tvíburarnir Erika og Gúnter.
ar sér þó betur borgaðrar vinnu,
en á við sjóndepru að stríða. Hún
lætur lítið yfir sér, sker sig ekki
úr öðru fólki í útliti en allnokkuð
í tungutaki og hreim. Saga
hennar er sérstæð um margt.
Erika er Þýsk að þjóðerni,
fædd 1921 í litlu iðnaðar- og
sveitaþorpi, Wiesau, í Neðri-
Slesíu. Eru Þjóðverjar í Slesíu?
mun þá einhver spyrja. Svar:
ekki lengur. Slesía er nú svæði í
Suðvestur-Póllandi. Að því
sögðu er óvitlaust að líta örstutt á
sögu Slesíu.
Slesía
Landsvæði þetta var framan af
miðöldum byggt fólki af pólsku
og tékknesku þjóðerni. Því var
löngum stjórnað af pólskum
konungum en eftir 1300 af
tékkneskum furstum í Bæheimi.
Frá því um 1200 fór þjóðverskt
fólk að flytja inn á svæðið og við
lok miðalda varNeðri-Slesía orð-
in alþýsk en í Efri-Slesíu var
þýsk-pólsk blanda og þannig stóð
fram á okkar öld. Árið 1526 lenti
landið undir austurríska keisara-
dæminu sem lengi var kennt við
Habsburg. Landið varð herfilega
úti í 30 ára stríðinu á 17. öld sem
reyndar drap þriðjung þýsku
þjóðarinnar. Á 18. öldinni fékk
svo Friðrik mikli Prússakeisari
ágirnd á námuauðæfum og vax-
andi iðnaði Slesíu og gerði
innrás. Stríð hans við Austur-
ríkiskeisara stóð með hléum í 20
ár og hafði Friðrik sigur. Þannig
komst mestur hluti Slesíu undir
Prússland og síðan undir hið
sameinaða Þýskaland eftir sam-
einingu þess um 1860. Þannig
stóðu enn málin 1921 þegar Erika
fæddist.
Dóttir glerblásarans
„Faðir minn vann í glerverk-
smiðju sem var aðalvinnustaður-
inn í þorpinu - hann var glerblás-
ari. Það var erfið vinna- unnin í
sífelldum steikjandi hita.“
Hvernig var að vera barn
þarna?
„Við lékum okkur eins og önn-
ur börn. Þó ekki við hvern sem
var. Verksmiðjueigandinn bjó í
næsta húsi og við töluðum aldrei
við börnin hans eða þau við
okkur. Eina dóttur hans, sem var
dáh'tið eldri en ég, talaði ég við í
fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum
þegar hún allt í einu hringdi í mig
frá Bandaríkjunum þar sem hún
býr nú. Það kom svo mikið á mig
að ég kom varla upp nokkru orði
í símann. Hún hafði rekist á nafn
mitt og heimilisfang í átthaga-
blaði fólks úr Neðri-Slesíu sem er
gefið út í Vestur-Þýskalandi.“
Erika nefnir störf sem hún
vann sem barn, til dæmis að
kemba og gefa angórakanínum.
„Við áttum hátt í 200 stykki,
bæði tii átu og ullarframleiðslu.
Það var góð búbót, ekki síst á
kreppuárunum. Eins fór ég með
matinn til pabba í verksmiðjuna.
Við vorum tvö börnin, Gúnter
og ég, tvíburar. Foreldrarnir
voru okkur góðir og lögðu sig
fram um að ala okkur vel upp.“
Hún minnist kreppuáranna
kringum 1930. „Faðir minn hafði
þá ósköp stopula vinnu. Árið
1933 kom svo Hitler til valda.
Þeir tímar sem þá tóku við voru
reyndar léttari fjárhagslega fyrst
og fremst af því atvinna varð
öruggari og því meiri peninga að
hafa. Þar kom á móti að öll gagn-
rýni á stjórnarfarið var í raun
bönnuð.“
Bróðirinn var sendur í iðn-
skóla og lærði þar bakaraiðn, en
ekki þótti í þann tíma taka því að
mennta stelpur svo Erika fór að
vinna fyrir sér, daginn eftir ferm-
ingu, 1. apríl 1935.
Húsþerna -
hergagnaframleiðsla
Hún byrjaði í uppþvotti í hótel-
eldhúsi - vann frá hálf átta á
morgnana til sex á kvöldin. Hún
bjó þó áfram í föðurgarði. En
1937 er hún var 16 ára flutti hún
sig til bæjarins Zagan í 25 km
fjarlægð og fór að vinna sem hús-
þerna hjá fólki af hærri stigum.
Það var erfið, illa borguð og afar
bindandi vinna. Frá hálf sjö á
morgnana til kl. átta á kvöldin og
aðeins frí hálfan sunnudaginn.
Það var því ekki tími til að fara
langt og eftir þetta kom hún næst
lítið heim.
Eitt árið vann hún þó í verk-
smiðju. Þar voru framleiddar
klósettskálar. Það líkaði henni
nokkuð vel, launin voru betri,
meiri félagsskapur og frítíminn
var einn og hálfur dagur.
Húsþernustörf voru þó aðal-
vinna hennar fram að stríði. Eftir
að stríðið hófst og skortur var á
vinnuafli varð það regla að ein
húsþerna átti að anna tveimur
heimilum. Eftir það var sú vinna
raunar alveg óvinnandi.
Árið 1940 gafst hún upp á
þessu og fékk r.ú vinnu í
hergagnaverksrniðju. Þá voru
nær öll störf sem buðust af hern-
aðatoga. Þar vann hún einkum
við að pakka kúlum og púðri - út
allt stríðið.
„Gúnter, bróðir minn, var
kvaddur í herinn. Eftir það
heyrðist lítið frá honum. Við
vissum þó að hann særðist í
orustunni við Stalingrað og lá á
hersjúkrahúsi í Austur-Pruss-
landi. Við vissum ekki hvert
hann var síðan sendur og eftir
stríðið kom hann ekki fram.“
Þýskaland í upplausn
Þannig liðu stríðsárin hjá Eriku.
Verksmiðjan þar sem hún vann
var um 100 km norðan við
Berlin. í ársbyrjun 1945 var hún
eyðilögð í loftárásum, óvinaher-
irnir nálguðust nú ört - einkum
úr austri. Hjá Eriku hófst flótta-
Erika og Alexander.
ferðalag um Þýskaland í upp-
lausn. Hún hélt, ásamt nokkrum
stalisystrum, fyrst suðvestur fyrir
Berlin og síðan í norður allt til
Rostock - ýmist gangandi, með
lestum eða herflutningabílum.
Síðast fóru þær frá Rostock vest-
ur til Lubeck, þá á flotta undan
herjum Rússa. Alls staðar var
öngþveiti. Þjóðverjar voru búnir
að tapa þó Hitler neitaði að
viðurkenna það. Flóttakonurnar
óttuðust mjög Rússa. Þeir höfðu
reyndar mikilla harma að hefna,
og komu margir hverjir fram af
grimmd gagnvart þjóðverjum
yfirhöfuð.
„Við vorum óskaplega hrædd-
ar og ætluðum okkur bara að
komast sem lengst í vestur. Það
var líka á þessari göngu sem við
sáum til fangaflutninga nasista -
hópa af þessu h oraða fólki í
röndóttum fötum sem verið var
að reka til eða frá einhverjum
fangabúðum."
Hún fullyrðir af áhersluþúnga
að fram að því hafi hún ekki
vitað að slíkar fangabúðir væru
til. „Við vissum ekki hvaða fólk
þetta var,“ segir hún. Þær námu
loks staðar í Lúbeck þar sem þær
voru komnar á hernámssvæði
vesturveldanna.
Sá hluti Þýskalands sem verst
fór út úr stríðinu og stórvelda-
samningum eftir stríð var rétt
einu sinni - Slesía. Landið var
lagt undir Pólland í skiptum fyrir
sneið af austurhluta Póllands sem
lögð var undir Sovétríkin. Allir
Þjóðverjar voru flæmdir úr
Slesíu.
Foreldrar Eriku settust að í
Dresden, í þeim hluta landssins
sem varð Austur-Þýskaland. Þar
starfaði faðir hennar áfram sem
verkamaður og bjó, a.m.k. efna-
hagslega, við allgóð kjör. Erika
sá foreldrana ekki allt tímabilið
frá 1942 til 1948. Hún varð áfram
í Lúbeck í fjögur ár og vann ýmis
störf. Árið 1949 fór hótel þar sem
hún vann á haustinn. Um það
leyti sá hún í blaði auglýsingu þar
sem kaupafólk óskaðist í sveit á
íslandi. Hún sló straks til og tók
sér far með Esjunni frá Hamborg
- ásamt á annað hundruð þýskum
stúlkum.
Faðirinn, Bruno Otto Húbner,
við glerblástur.
Til íslands
Það sem nú tók við var að hand-
mjólka á fjórða tug kúa með
heimilisfólkinu á Melum í Mela-
sveit í Borgarfirði. Sú iðja var
ólík því að pakka kúlum og
púðri, og huggulegri á ýmsan
hátt.
„Ég vil ekki þurfa að lifa aftur
tíma eins og þann sem nú var
afstaðinn. Ég var fegin að komast
eitthvað langt í burtu.“ Þarna
vann hún í þrjú ár og kunni því
vel.
Haustið 1952 urðu svo tíma-
mót hjá Eriku, er hún flutti sig
noður í Hlíð í Skíðadal - og var
þá þegar trúlofuð Alexander
Jóhannssyni. Þarmeð hóf hún
sína framtíðarlifnaðarhætti.
Alexander átti hálfa Hlíð og þau
dvöldu þar á sumrin. En hann var
barnakennari að atvinnu og á
vetrum voru þau við skólann.
Frá 1952 þar til um 1960 hélt
Alexander lítinn skóla að Innsta-
landi í Skarðshreppi í Skagafirði
og var eini kennarinn. Erika sá
um matseld og annað tilheyrandi.
Síðan voru þau t.d. á Hóium í
Hjaltadal, Hrísey og Laugalandi
í Eyjafirði. Þar var Alexander
kennari og síðan skólastjóri allt
þar til hann veiktist skyndilega og
lést árið 1983.
„Árin á Laugalandi í Eyjafirði
voru besti tíminn í kennslunni.
Það var góður andi þarna fremra,
hjálpsemi og gott félagslíf.
Reyndar hefur mér fundist létt-
ara yfir bæði Skagfirðingum og
innfirðingum en Svarfdælingum.
Ég hugsa að það standi í
sambandi við harðari veðráttu og
eingangrun útfrá. Þegar ég kom
fyrst í Hlíð var þar t.d. enginn
sími og enginn vegur vestur yfir
á. En ég á samt bara góðar
minningar um dalinn og Svarf-
dælinga, Fólkið í Hlíð tók mér
vel þegar ég kom þar inn á
heimilið, ekki síst Ingibjörg
tengdamóðir mín. Og hún
kenndi mér mikið. Fyrir allt það
er ég þakklát.
Útsaumur og ættfræði
Það kemur glögglega fram þegar
Erika er spurð um lífshlaup sitt,
að þegar hún flutti út hingað 1949
kvaddi hún uppruna sinn og byrj-
aði alveg á nýju lífi frá grunni. ef
sjónvarpið kemur með efni um
Þýskaland Hitlers slekkur hún á
tækinu. Það samfélag sem hún
ólst upp í, í Slesíu, er ekki lengur
til. Hún hefur lítið haldið tengsl
um við eftirstríðs Þýskaland.
Hún hefir að vísu tvívegis fegið
foreldra sína í heimsókn en sjálf
aldrei viljað fara utan þótt það
hafi staðið til boða. Helstu
áhugamálin eru íslensk, eins og
hannyrðir, t.d. útsaumur sem
hún lærði á Akranesi. Af bókum
metur hún mest ævisögur, frá-
sagnir í nútíð og fortíð og ekki
síst ættfræðirit, íslenskara getur
það varla orðið. Hún telur sig
íslending - einsog áður sagði.