Norðurslóð - 29.06.1987, Side 1
Svarffdælsk byggð & bær
11. árgangur
Mánudagur 29. júní 1987
6. tölublað
17. júní
17. júní rann hvorki upp bjartur né fagur í ár. Kalsaveður var og
setti það strik í reikninginn, bæði varðandi skemmtanin og þátttöku
í þeim. Um morguninn var víðavangshlaup og tók nokkur hópur
barna og unglinga þátt í þeim.
Eftir hádegi safnaðist fólk síðan saman á Ráðhústúninu. Heldur
var þar fátt, einhverjir sátu þó í bílum sínum umhverfis túnið og
reyndu að fylgjast með. Yrsja Helgadóttir flutti ávarp fjallkonunar
af svölum Ráðhússins og sr. Pétur Þórarinsson flutti hátíðarræðu.
Þá voru vöskustu hlauparar frá um morguninn verðlaunaðir. Ragn-
ar Jónsson lék létt lög á orgel og farið var í leiki með börnunum og
fengu þau jafnframt að fara á hestbak.
Unga kynslóðin hafði bundið mestar vonir við flugvél sem boðað
hafði verið að kæmi og dreifði sælgæti og síðan myndu fallhlífa-
stökkvarar svífa til jarðar. Af þessu varð ekki vegna þess hve lág-
skýjað var.
A sunnudag, 21. kom svo flugvélin og þá viðraði þannig, að þó
kalt væri, var mun fleira fólk saman komið og tókst hið besta til.
Sæplast í nýju húsnæði
Refabændur
„minka við sig“
Refabændur í Svarfaðardal eru
nú flestir að hefjast handa við
byggingu minkaskála og hyggjast
stunda minkarækt samhliða refa-
búskapnum. Á loðdýrabænda-
máli heitir það að minka við sig.
Að sögn Björns Þórleifssonar
oddvita hafa nú þegar þrjú bú
sótt um byggingaleyfi fyrir
minkahús. Það hefur sýnt sig að
verð á refaskinnum er ákaflega
óstöðugt á heimsmarkaðnum. En
minknum er hinsvegar mun betur
treystandi hvað söluverð varðar.
Eins og kunnugt er fengu refa-
bændur hastarlegan skell í fyrra
þegar verð á framleiðslu þeirra
hrapaði niður úr öllu valdi. Með
því móti að hafa búin blönduð er
unnt að mæta verðsveiflum refa-
skinnsins með tiltölulega „stabíl-
um“ tekjum af sölu minkaskinna.
Auk þess má samnýta flesta þætti
þessara tveggja búgreina, vinnu-
kraft, fóður, vatn o.s.frv.
Af öðrum byggingarfram-
kvæmdum í sveitinni má nefna
íbúðarhús í Ytra-Garðshorni og
annað á Syðra-Hvarfi og verk-
færahús á Þverá í Svarfaðardal.
Framkvæmdir við sundskálann
eru komnar á lokastig og verður
hann líklega opnaður í ágúst. Þá
er á vegum hreppsins í bígerð að
gera við steypuskemmdir og mála
syðra skólahúsið á Húsabakka.
Það er semsagt mikil fram-
kvæmdagleði í Svarfdælingum í
sumar eins og hjá mörgum öðr-
um en hörgull á byggingamönn-
um gæti átt eftir að tefja eitthvað
framkvæmdir.
Atvinnumál:
Nóg störf fyrir
vinnufusar hendur
Mikil gróska er nú í atvinnu-
málum á Dalvík og hafa bygg-
ingarfyrirtæki staðarins tæpast
undan að byggja yfir einstakl-
inga og atvinnufyrirtæki.
Fyrirtækið Viðar h/f er farið af
stað með 10 íbúða blokk, Tré-
verk h/f er að byrja á 7 raðhús-
íbúðum og tveir einstaklingar eru
að smíða sér einbýlishús. Þó fer
því fjarri að eftirspurn eftir íbúð-
arhúsnæði sé annað. Fyrirtækin í
bænum eru einnig mjög að sækja
sig í veðrið. Bakaríið er komið í
nýtt hús, Sæplastsmenn eru að
fara af stað aftur og nýbúnir,
Electro co og skátarnir eru byrjað-
ir á sameiginlegu húsi og heyrst
hefur að útgerðarfyrirtækið Har-
aldur sé eitthvað að hugsa sér til
hreyfings.
Bæjarverkfræðingur, Arn-
grímur Ævar Ármannsson, sagði
í samtali við blaðið að líklega
réði aukin bjartsýni samhliða
breyttu lánafyrirkomulagi því að
menn tækju nú svo duglega við
sér enda hefði húsnæðisskortur-
inn verið orðinn mjög tilfinnan-
legur og er raunar enn.
Á vegum Dalvíkurbæjar verð-
ur framkvæmdagleðin
einnig óvenju mikil. Þar vegur
vatnsveitan þyngst en fleira má
þó nefna. Nýlokið er stækkun
húsnæðis barnaheimilisins Kríla-
kots (eða „Kríló“ eins og börnin
segja) og gatnagerð er töluverð
samhliða nýbyggingunum. Gatan
milli hafnargarðanna verður
hækkuð og breikkuð og færð að
nokkru út í sjó. Þá verður að
vanda eitthvað malbikað t.a.m.
hinar gamalgrónu holur á
Grundargötunni sem liggur að
bílaverkstæðinu og niður með
því.
Einnig er á framdvæmda-
áætlun bæjarins vegalagning að
fyrirhuguðu hesthúsahverfi í
landi Hrísa en þangað ætla
bæjaryfirvöld að flytja aðstöðu
hestamanna og verður fljótlega
hafist handa við að semja við
hestamenn um búferlaflutninga.
En nú er svo komið að mann-
ekla er farin að há byggingariðn-
aði sem og öðrum atvinnugrein-
um á Dalvík. Verður nú mörgum
ósjálfrátt hugsað til þess þegar
byggingarmönnum var sagt upp í
stórum stíl vegna verkefnaskorts.
Föstudaginn 19. júní tók
Sæplast við húsi því sem Híbýli
h/f hefur byggt fyrir fyrirtækið
við Gunnarsbraut. Húsið er
rúmir 800 fermetrar að stærð
og mjög vandað á allan hátt.
Bygging þess tók níu mánuði
og voru verklok í samningum
við verktaka ákveðin 18. júní.
Auk dagsetningarinnar í verks-
amningi var á máluðu skilti við
byggingarstað, tilkynntur þessi
dagur sem verklok strax við
upphaf byggingarinnar. Verk-
takinn stóð við gerðan samn-
ing af sérstakri prýði bæði með
verklokin og frágang allan.
Öllum þeim sem áhuga hefðu
var boðið að skoða húsnæðið á
föstudaginn og vera við athöfn
þegar verktaki afhenti eigendum
lykil að húsinu. Stjórnarformað-
ur Sæplasts Matthías Jakobsson
bauð fólk velkomið og fór nokkr-
um orðum um framkvæmdirnar
og fyrirtækið en Hörður Túliníus
framkvæmdastjóri Híbýiis
afhenti síðan stóran áletraðan
lykil. Við lyklinum tók einn af
starfsmönnum Sæplasts Dórótea
Jóhannsdóttir. Því næst hélt
framkvæmdastjóri Sæplasts Pétur
Reimarsson tölu og sagði frá hús-
inu og upplýsti um leið að það
væri þegar orðið of lítið fyrir
starfsemi fyrirtækisins áður en
það er tekið í notkun.
Pétur gat þess að búið væri að
semja við sama verktaka um
áframhaldandi byggingu sem tek-
in yrði í notkun í haust. Léttar
veitingar voru bornar fram við
þessa athöfn og var allmargt fólk
saman komið. Síðan bauð fyrir-
tækið nokkrum gestum til kvöld-
verðar í Sæluhúsinu. Kvöldið eft-
ir var svo árshátíð hjá fyrirtæk-
inu, svo segja má að þessum
áfanga hafi verið fagnað á viðeig-
andi hátt eins og vera ber.
Nýja húsið er hið smekklegasta
bæði að utan og innan. Þar er
framleiðslusalur og góð starfs-
mannaaðstaða auk skrifstofu.
Búið er að malbika bílastæði og
allt athafnasvæðið og þökuleggja
stærstan hluta lóðarinnar. Því má
segja að allur frágangur sé fyrir-
tækinu til mikils sóma og öðrum
til eftirbreytni.
Hiö nýja húsna'öi Sæplasls.