Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 1
1 9 0 7 - 1 9 9 7 SPRRISJÓDURINH í KEFLAVÍK AFMÆLISBLAÐAUKI Stjórn og sparisjóðs- stjórar Stjórn og sparisjóðsstjórar Sparis/óðsins í Keflavík. Frá vinstri í aftari röð: Karl Njálsson, Eðvarð Júlíusson, Friðrik Georgsson, varamaður Drifu Sigfúsdóttur og Jóhanna Reynisdóttir. Fremri röð f.v. Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri, Benedikt Sigurðsson, formaður, og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri. Þjónustan verður aðalsmerki Sparisjóðs framtíðarinnar „Góð samskipti við Suðurnesjamenn verður áfram lykilatriði í þjónustu okkar í Sparisjóðnum í Keflavík. Samkeppnin er mikil á fjármagnsmarkaðn- um í dag og verðugir samkeppnisaðilar eru stöðugt að herja á okkar viðskiptavini með alskvns tilboðum. Okkar inarkmið er að gera betur og koma þannig á móts við brevttar kröfur", segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri. En hvað segir Geirmundur um framtíðina? „í dag er það þannig að allir vilja góða þjónustu á sann- gjömu verði og við munum mæta þeirri kröfu viðskipta- vinarins. -segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Við gerum okkur ljóst að viðskiptamenn okkar vilja meira en breitt bros, þjónusta í þeirra huga er líka hve mikinn ávinning þeir haft af henni. Þjónustuhugtakið verður því áfram aðalsmerki Spari- sjóðsins í framtíðinni. Það getur verið erfitt að skil- greina hvað er þjónusta og hvað þá heldur er góð eða slæm þjónusta. Þjónusta er hugtak yfir eitthvað sem er erfitt að þreifa á en samt eitt- livað sem allir vilja fá. í Sparisjóðnum hefur alla tíð verið lögð rækt við það að veita góða þjónustu og við teljum það eitt af aðals- merkjum okkar. Sámæli- kvarði sem kannski best er að styðjast við þegar mið metum árangur og gæði þeirra þjón- ustu sem við veitum er viðskiptavinurinn. Sá fjöldi tryggra viðskiptavina sem stundar sín viðskipti við Sparisjóðinn er okkar vimeskja um að við stöndum okkur sæmilega í því sem við eru að gera dags daglega, en það er að veita þjónustu á sviðum fjár- mála. f Sparisjóðnum höfiim við alltaf haft það að ieiðarljósi að bjóða eins persónulega þjónustu og unnt er. Þratt fyrir miklar tækninýjungar og breytingar á síðustu árum í bankakerfinu þá sjáum við það ganga ágætlega upp að blanda saman persónulegri þjónusm og aukinni sjálfvirkni", sagði Geirmundur að lokum. />«/-/»»/ Það hefur mikið brevst í 90 ára sögu Sparisjóðsins í Keflavík ekki síst í bættri aðstöðu fyrir viðskiplavini sjóðsins. Víkurfréttir Rlaðauki

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.