Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 4
ÚTLÁNAMÖGULEIKAR Einn veigamesti þátturinn í starf- semi Sparisjóðsins er útlánaþátt- urinn. í gegnum tíðina hefur Sparisjóðurinn séð um að fjármagna ýmsar fram- kvæmdir og kaup hvort sem er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga. Spari- sjóðurinn hefur alla tíð reynt að sinna eftir bestu getu þeirri eftirspum sem hefur verið eftir lánsfé þó svo að stundum hafi framboð lánsfjár verið takmarkað. Það er liðin sú tíð að fólk þurfi að leita til sparisjóðsstjóra til þess að fá fyrirgreiðslu. í dag geta viðskipta- vinirnir snúið sér til þjónustufulltúa eða annara starfsmanna og fengið fyrirgreiðslu sinna mála. Þjónustufulltrúar Sparisjóðsins íKeflavík, aftari röð f. v. Erna Árnadóttir, Björn Kristinsson, Bryndís Hákonardóttir. í fremri röð f. v. Elsa Skúladóttir og Helga Jakobsdóttir. Asdís Ýrjakobsdóttir, forstöðumaður ein- staklingssviðs VANSKIL SKULDBINDINGA: Heildarlausn í stað skammtímalausna Oft hefur inikil vinna farið í það hjá starfs- fólki sem vinnur við útlán að taka á móti viðskiptavinum sem eiga í erfiðleikum með sínar skuldbindingar. Ásdís Ýr forstöðumaður einstaklingssviðs segir að mikil breyting hafi átt sér stað í viðhorfi fólks til skulda sinna. I dag vilja viðskiptavinirnir sem leita sér aðstoðar varðandi vanskil skuldbindinga fá heildarlausn í sínum málum. Engar skammtímalausnir duga lengur. Fólk er líka óhrætt að koma fyrr inn og ræða vandamálin. Auk þess er starfsfólkið mun virkara að grípa inn í málin og koma með lausnir áður en skuldirnar verða að stóru og óleysanlegu máli. Greiðsluþjónustan skipar þar stóran sess. VISSIR ÞÚ? ..að árið 1907 þegar Spari- sjóðurinn f Keflavík var stofnaður voru í Keflavík 34 hús. fbúamir vom 440, 220 konur og 220 karlar á 80 heimilum. ...að aðaltilgangur spari- sjóða um aldamótin var að koma í veg fyrir óþarfa kaup og eyðslusemi, en geyma og ávaxta fé efnalítilla manna sem þeir kynnu að hafa afgangs.... ...að Geirmundur Krist- insson, sparisjóðssjóri hefur starfað lengst núverandi starfsmanna í Sparisjóðnum, í 32 ár eða fráárinu 1965... Líf- og sjúkdómatryggingar og SP-fjármögnun Alþjóða líftryggingarfélagið er nýjasta fyrirtækið í eigu sparisjóðanna sem Sparisjóðurinn í Keflavík er farinn að bjóða þjónustu frá. Nú er hægt að kaupa líf- og sjúkdómatryggingu í öllum afgreiðslum Sparisjóðsins. Kaupþing hf. er verðbréfa- fyrirtæki í eigu sparisjóðanna og flest það sem íyrirtækið býðuruppá er hægt að nálg- ast í afgreiðslum Spari- sjóðsins. Það sama má segja um SP- fjármögnun, en í gegnum fyrirtækið getur Sparisjóðurinn boðið við- skiptavinum sínum upp á fjár- mögnun í gegnum kaup- og eignaleigusamninga. Fyrsta tölvan Fyrsta lölvan í Sparisjóðmwi var af gerðinni Wang og varfyrir 1-2 notendur. Tölvuöldin hóf innreið sína á Suðurnesjum fyrir rúmum tutt- ugu árum eða árið 1975. Fyrsta tölvan var af gerðinni Wang. Hún var aðeins með 24kb minni og 10 mb disk. í dag hafa allir, um sextíu starfs- menn Sparisjóðsins sína einkatölvu sem er nettengd á víðneti sparisjóðanna. Þar eru allir sparisjóðir landsins sömu- leiðis nettengdir um Tölvu- miðstöð sparisjóðanna. Einnig eru allar tölvur tengdar við Keiknistofu bankanna sem er sameiginleg gagnavinnslustöð allra banka og sparisjóða á Isl- andi. Sannarlega mikil tölvubylt- ing í starfseminni á aðeins rúmum tuttugu árum. Bikarmeistaraskápur KeflvOdngar urðu sem kunnugt er bikanneistarur í knattspymu í liaust. Sjtarísjóðurinn í Keflavík er aðal- styrktaraðili liðsins. Bikarar ogfleira tengt liðinu er af jtessu tilefni sýnt i glerskáp í Sparisjóðnuni í Keflavík. Blaðauki Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.