Fréttablaðið - 16.05.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 16.05.2017, Síða 2
Veður Þokkalegt veður í dag. Vind lægir og það léttir heldur til, en áfram rignir á norðanverðum Vest- fjörðum. sjá síðu 16 Riggað upp fyrir Rammstein Nú styttist óðum í stórtónleika þýsku þungarokkaranna í Rammstein sem haldnir verða í Kórnum í Kópavogi þann 20. maí. Ljósmyndari Frétta- blaðsins kom við í Kórnum í gær þar sem undirbúningur var kominn á fullt. Að mörgu þarf að huga enda þýska hljómsveitin þekkt fyrir tilkomu- mikla tónleika. Búist er við að á annað þúsund þýskir aðdáendur Rammstein fylgi sveitinni til landsins. Fréttablaðið/andri Marinó Mosatætarar Vandaðir mosatætarar á hagstæðu verði Garðsláttuvélar sem slá á þínum gönguhraða Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is stjórnsýsla Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngu- stofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhann- aðri bifreið til að flytja fatlaða ein- staklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingi- leif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfn- ast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bif- reiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skamm- ar. Og þar situr sem forstjóri Þór- ólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngu- Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. Samgöngustofu gengur illa að saxa á langa biðlista sem hafa myndast. Gróa ingileif segir að hún hafi að mestu verið heima síðustu vikur þar sem bíllinn er ókominn. alþingi „Ég myndi segja að það væri ókostur að við erum ekki með eins mikinn strúktúr. Þær stöður sem verða innan flokksins taka mun meira pláss en ætlast er til af þeim í stað þess að verið sé að dreifa valdinu með skýrum hætti eins og er gert í öðrum flokkum með formennsku, varaformennsku og þingflokksformennsku,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fráfarandi þingflokksformaður Pírata. Ásta sagði af sér embætti í gær vegna ágreinings innan þingflokks- ins um hlutverk þingflokksfor- manns, að sögn Ástu. „Þetta snerist um hversu mikið þingflokksformaður ætti að gera og hvaða hlutverki hann gegnir innan þingflokksins. Við höfðum mis- munandi sýn á það. Ég vildi halda í hefðirnar um stöðu þingflokksfor- manns og ekki vera að finna upp hjólið endalaust en samþingflokks- menn mínir voru einfaldlega ósam- mála mér varðandi það.“ Ásta segist vilja að þingflokksfor- maður sé málsvari flokksins inn á við og sjái um almenna yfirsýn og rekstur frá degi til dags. Um þetta hafi ekki verið einhugur. Í kjölfarið var Einar Brynjólfsson kjörinn formaður þingflokks, Birg- itta Jónsdóttir varaformaður þing- flokks og Smári McCarthy ritari þingflokks. – snæ Píratar sagðir þurfa strúktúr DanMÖrK Vegna þess hversu hátt verðið er á nýjum íbúðum í borgum í Danmörku hafa þar orðið til svoköll- uð ríkismannagettó, að því er segir á viðskiptavef Berlingske. Stærsti verð- munurinn er í Óðinsvéum þar sem fermetraverðið er næstum tvöfalt hærra fyrir nýja íbúð en gamla. Í Kaupmannahöfn kostar 80 fer- metra ný íbúð að meðaltali 3,1 millj- ón danskra króna eða rétt rúmar 47 milljónir íslenskra króna. Jafn stór eldri íbúð kostar um 2,8 milljónir danskra króna eða um 42,5 milljónir íslenskra króna. – ibs Gettó ríkra vegna hás íbúðaverðs Gamalt húsnæði í danmörku er mun ódýrara en nýtt. Fréttablaðið/PJEtUr Ástga Guðrún Helgadóttir sagði af sér embætti vegna ágreinings. stofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út  til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeð- ferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta. sveinn@frettabladid.is Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið. Gróa Kristmannsdóttir 1 6 . M a í 2 0 1 7 þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :3 9 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D C -8 7 A C 1 C D C -8 6 7 0 1 C D C -8 5 3 4 1 C D C -8 3 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.