Norðurslóð - 26.10.1989, Side 5
NORÐURSLÖÐ - 5
Tvístýft framan hægra, biti aftan vinstra.
UUergudl
- ef henni er sómi sýndur
Snemma á þessu ári tók til starfa
að frumkvæði Framleiðsluráðs
landbúnaðarins starfshópur sem
falið var að vinna að úrbótum í
ullarmálum.
Ullarhópurinn mun beita sér
fyrir sérstöku kynningarátaki þar
sem áhersla verður lögð á haust-
rúning og bætta meðferð ullar
dagana 30. október til 2. nóvem-
ber nk. Haldnar verða kynningar
á eftirtöldum stöðum:
Hrafnkelsstöðum, Hruna-
mannahreppi, Árnessýslu, mánu-
dag 30. okt. kl. 14.00.
Hesti í Borgarfirði, þriðjudag
31. okt. kl. 10.30. (Þessari kynn-
ingu lýkur á Hvanneyri síðdegis.)
Samkomugerði I í Eyjafirði,
miðvikudag 1. nóv. kl. 10.30.
(Þessari kynningu lýkur á Akur-
eyri síðdegis.)
Skriðuklaustri í Fljótsdal
fimmtudag 2. nóv. kl. 14.00.
Kynningarnar fara fram með
þeim hætti að nokkur hópur fjár
verður rúinn, ullin verður skoðuð
og metin og leiðbeint verður um
vinnubrögð við frágang hennar.
Þá verða frjálsar umræður um
ullarmálin í lok hverrar kynning-
ar. Auk fulltrúa úr ullarhópnum
taka þátt í leiðbeiningum eftir-
taldir erlendir gestir sem sérstak-
lega eru fengnir hingað til lands
af þessu tilefni:
Svein Halleraker, ullarsér-
fræðingur (Noregi). Cesil
Berndtsen, ullarsérfræðingur
(Noregi). Arnfinn Straume,
ullarkaupmaður (Englandi).
Búnaðarsamböndunum verður
gefinn kostur á að senda rúnings-
menn og áhugasama fjárbændur
á kynningarnar. Einnig eru full-
trúar fjölmiðla velkomnir.
Til upplýsingar má geta þess að
á árinu 1988 voru lögð inn hjá
Álafossi alls um 808 tonn af
vetrarrúinni og 615 tonn af
sumarrúinni ull. í úrvalsflokk
fóru 11,5% af vetrarrúinni ull og
1% af sumarrúinni. Alis flokkuð-
ust 226 tonn eða tæp 16% af allri
ull í flóka á árinu 1988, mest
sumarrúin ull, algerlega verölaus
vara. Þessu þarf að gjörbreyta og
stórbæta nreðferð og hirðu á ull.
Á sl. hausti voru lögð inn um
70 tonn af haustull, nær eingöngu
af Norðurlandi. Af þeirri ull voru
43% metin í úrvalsflokk.
Ákveðið hefur verið að hrein
og óskemmd haustull fái rýrnun-
arstuðul 1,22 í haust, þ.e. verði
greidd 22% hærra verði á kg en
í verðlagsgrundvelli.
Það er von ullarhópsins að
sauðfjárbændur taki þessari
málaleitan vel og árangur komi í
Ijós í betri ull strax í haust og
vetur.
Ullarhópinn skipa: Þórarinn
Þorvaldsson (form.), Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins.
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Stétt-
arsambandi bænda. Emma Ey-
þórsdóttir, Ullarmatsformaður.
Guðjón Kristinsson, Álafossi hf.
Guðmundur Sigþórsson, land-
búnaðarráðuneytinu. Kristinn
Arnþórsson, Álafossi hf. Ólafur
R. Dýrmundsson, Búnaðarfélagi
íslands. Sigurgeir Þorgeirsson,
Búnaðarfélagi Islands.
Nánari upplýsingar um kynn-
ingarnar veita eftirtaldir aðilar:
Upplýsingaþjónusta landbúnað-
arins, sími 91-19200. Ólafur R.
Dýrmundsson, Búnaftarfélagi
íslands, sími 91-19200. Þórarinn
Þorvaldsson, Þóroddsstöðuni,
sími 95-10024. Aðsent
. rlp ní
1 j Hil E T fll
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, DALVÍK
620 DALVlK • SÍMI 96-61500
Influenzubólusetning
Boöiö veröur upp á inflúenzubólusetningu
haustiö 1989.
Hverja á að bólusetja?
1. Fullorðna og börn meö langvinnandi hjarta-
og æöasjúkdóma og lungnasjúkdóma.
2. Aldraða, 75 ára og eldri.
Sprautað verður á mánudögum og föstudögum
eftir hádegi í október og nóvember.
Hjúkrunarforstjóri.
Dalvíkurbær
Dalvíkingar athugið
Bæjarsjóður Dalvíkur skorar hér með á þá sem skulda gjald-
fallin aðstöðugjöld og útsvör að greiða skuldir sínar nú þegar
svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum.
Bæjarritari.
' '
‘ ;;
TVboð
Þykkvabæjamasl ,.
Sjávamasl
Lambahamborgarhryggur
TRAUST
PENMGA
STOFNUN
Allt cr á hverfanda hvcli í íslcnskum banka-
málum um þessar mundir. Sjóðif riða til falls
og bankar ganga kaupum og sölum.
En Sparisjóður Svarfdæla, 105 ára gamall
og síungur, stcndur á traustum fótum og cr
alls eldd til sölu.
- Eflið hcinmbyggð, cflið Sparisjóðinn! -
Sparisjóður
Svarfdæla
Dahík