Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Gísli Jónsson á Hofí: Torsótt matbjörg fyrir 100 árum Neðanskráða frásögn flutti skrásetjarinn, Gísli Jónsson menntaskólakennari frá Hofi, í Ríkisútvarpinu í október síð- astliðnum. Hann hefur vinsamlegast leyft Norðurslóð að birta erindið í jólablaöinu. Ritstj. Fyrir allmörgum árum skráði ég fáeina minningaþælti eftir afa mínum, Gísla Jónssyni bónda á Hofi í Svarfaðardal, áður á Syðra-Hvarfi. Ná hefur orðið að ráði að ég fiytji lítið eitt af þessu í útvarp. Pykja vera þarna allskýrar þjóðlífsmyndir, og líka er þetta til marks um málfar óskóla- genginna íslenskra alþýðumanna fyrr á árum. Gísli á Hofi varð háaldraður og þótti minnugur og ólyginn. Hafi vill- ur slœðst inn í þetta spjall, eru þœr því að kenna að ég lief tekið skakkt eftir eða mislesið það sem ég skráði eftir frásögn afa míns. Mislingasumarið 1882 var heyskapartíð svo fram- úrskarandi ill sem mest mátti verða. Frá því sláttur byrj- aði og allt fram í ágústlok, alsnjó- aði í hverri viku. Mikið af töðu varð ónýtt og það, sem inn náðist, svo illa varkað. að það kom að litlu gagni. Nokkuð bætti það úr skák, að í september og jafnvel í október var heyskapar- tíð góð, og þá aflaðist nokkur heyforði. Þá um haustið konru nokkrir skipsfarmar af gjafa- fóðri, svo sem maís, bygg, hafrar og klíð, frá Danmörku og Eng- landi fyrir forgöngu Eiríks heitins Magnússonar í Canrbridge. Bjargaði það áreiðanlega mjög búpening bænda. Hjálpaði það svo líka til, að haustveðrátta var góð og vetur nrildur. Næstu ár voru alltaf ísaár. Sumarið 1886 voru afskaplega ntiklir óþurrkar og litlu betra en 1882. Heyfengur var lítill og mjög illa verkaður. Um vorið 1887, tel ég, að harðast hafi sorfið bæði að mannfólki og fénaði í Svarfaðardal, og er þetta í eina skiptið í mínu minni, að verulega sá á fólki vegna matar- skorts. Á sumardaginn fyrsta 1887 brast í einn grimmasta norðanbyl, sem ég man eftir, snjókoma mikil og frostharka. Voru hákarlaskip þá komin út í fyrstu veiðiferð sína, og hlekktist mörgurn á. Hinn mikla formann og aflamann. Jón Gunnlaugsson frá Sökku, sem var formaður á Pólstjörnunni, tók þá út í brotsjó vestur á Miðfirði, og drukknaði hann, en skipverjar aðrir björguð- ust og náðu heim að Söndum í Miðfirði á föstudaginn fyrstan í sumri. Rómuðu þeir mjög við- tökur og alla aðhlynningu á Söndum. Komu þeir svo gang- andi vestan úr miðfirði eftir nálega vikudvöl á Söndum. Pól- stjarnan fór þarna í strand, og snemma um sumarið brotnaði hún að fullu. Á uppstigningardag, mánuði af sunrri, gerði aftaka stórhríðarbyl, fórst þá mjög margt bæði af hrossum og sauðfé bæði í Húna- vatns og Skagafjarðarsýslum, en ekki hér í Svarfaðardal, svo að nein brögð væru að, og hvergi hér í sveit varð teljandi fjárfellir þetta vor, hvorki fyrr né síðar. Skömmu fyrir uppstigningardag var Jóhann hreppstjóri á Ytra- Hvarfi staddur á Akureyri; veiddist þá eitthvað af millisíld í fyrirdrátt í Oddeyrarbót, því að þar var auð vök, annars hafís inn á Leiru. Gerði hann þær ráðstaf- anir, að ef síld aflaðist til nokk- urra muna, þá skyldi sendur hraðboði hingað út í Svarfaðar- dal til að gera kunnugt um veið- ina. Kom maður rakleitt út að Ytra-Hvarfi laugardaginn eftir uppstigningardag. Fóru þá fimnrtán menn með sína tvo reið- ingshesta hver strax að kvöldinu af stað til Akureyrar að sækja síld. Færi var mjög slæmt alla leiðina að Fagraskógi. Varð að þræða sjávarbakkana frá Há- mundarstöðum og alla leið þang- að inn eftir. Úr því var færi all- gott til Akureyrar. Komum við tímanlega á sunnudaginn inn á Oddeyri. Man ég þá, að Einar heitinn Pálsson kcmur á nróti okkur út og upp á Oddeyrina og segir, að nú sé mikil síld, fleiri hundruð tunnur, sem liggi hér og Svarfdælingar geti fengið, verði þeir komnir til Akureyrar á mánudagskvöld. Hvetur hann okkur, að einn okkar ríði til baka undir eins til að koma boðum um þetta í tæka tíð. Dæmdist það á mig að fara, því að ég hafði einna liprastan reiðskjóta. Lagði égsvo fljótt af stað, að ég gaf mér ekki tíma til að gefa hestinum að éta af heyi, senr ég þó hal'ði með mér. Hugsaði ég mér að fá hey- tuggu einhvers staðar á leiðinni. Reið ég svo, sem leið liggur, út að Dagverðareyri. Vissi ég, að þar bjó gildur bóndi, Oddur að nafni. Hitti ég hann að máli og falaði hey handa hestinum. „Því miður," segir Oddur, „get ég það ekki. Ég á ekki eitt einasta hey- strá. Kýrnar mínar snöltra hérna á sinuþúfunum, ég gef þeim fisk- meti og síld með sinubeitinni." Leizt mér nú ekki björgulcga á ferðalagið. Reið ég allgreitt út að Skipalóni, en þar bjó Þorsteinn Daníelsson yngri. hafði hann sömu sögu að segja eins og Oddur, hann ætti ekki heystrá. Þótti mér nú óvænlega horfa, er ég þurfti sem mest að hraða ferð- inni, en hesturinn mundi ekki þola ferðalagið hálfhungraður. Réð ég þá af að koma heim að Ósi, en þar bjó þá Guttormur Einarsson frá Nesi og hafði flutt þangað vorið áður. Ég sagði hon- um frá ferðalagi mínu og mínar ferðir ekki sléttar. Kvaðst hann geta látið mig hafa töðurekjur handa hestinum, og tók ég því. sem vænta nrátti, með þökkum. Meðan hrossið var að éta, bauð hann nrér til stofu, fékk ég þar heita mjólk og nokkrar rúsínur með. Sykur eða kaffi var alls ekki fáanlegt nokkurs staðar. Þegar hesturinn hafði étið nægju sína, lagði ég af stað, sem leið liggur, út Ása, út fyrir ofan Arnarnes og að svokallaðri Arnarnestjörn, sem vegurinn lá þá yfir skammt fyrir ofan ósinn. Rétt áður en ég legg út í tjörnina, heyri ég hvar hóað er austur í móunurn, og staldra ég þar við. Kemur piltur nokkur þá til mín og biöur mig að reiða sig yfir tjörnina, sem ég og gerði. Það er ógreiður vegur um Arnarnesmölina, laust hnull- ungagrjót, og er piltur þessi mér samferða. Ber þá í tal milli okkar, á hvaða ferð ég sé og hvað vegurinn sé slæmur út nreð firðin- um. Hann skýrir mér svo frá því, að daginn áður liafi hann verið sendur með hest út að Brattavöll- um. Kvaðst hann hafa farið út Vatnamýrar og þar hefði veriö ágætt færi, mátt heita rifahjarn yfir allt og snjóbrú á Þorvalds- dalsá rétt fyrir sunnan Bratta- vclli. Varð það svo úr, að ég lagði á þessa leið, og gafst færið ágæt- lega. En þegar ég kom að Þor- valdsdalsá, hafði brúin fallið nið- ur og snjóbakkar svo háir að ánni. að ómögulegt var að koma hesti þar niður. Þótti mér nú óvænlega horfa að þurfa að leggja niður með allri Þorvalds- dalsá að sjó fram, en það cr löng leið og ill yfirferðar. Fyrir all- mörgum árum hafði Þorvalds- dalsá verið brúuð yfir fossinum fyrir sunnan og neðan Litla- Árskóg. Var brúin svo mjó, að ekki var hægt að fara yfir hana með klyfjahest, því að grindur voru á henni svo þröngar, að ekki var baggatækt. En á vetrum voru grindurnar niður teknar, því aö Gísli Jónsson á Hofí. 1869 - 1964. snjó lagði stundunr á brúna og braut þær. Þegar ég svo kom gagnvart brúnni, datt mér í hug að reyna að komast þar yfir, enda gekk það vel, en það var þá svo hár skafl eða hengja í brckkunni utan við brúna, að ég kom hestin- unr með engu móti upp. Datt nrér þá í hug, að reynandi væri fyrir nrig að teyma hestinn suður fyrir brúna aftur og hlaupa heim í Litla-Árskóg og fá skóflu og nroka skarð í skaflinn. Þegar ég er kominn lítinn spöl upp með ánni að norðan áleiðis í L.itla- Árskóg, lítur hesturinn upp, þar sem hann var að reyna aö krafsa til jarðar á holtsnybbunum sunn- an við brúna. Tekur hann síðan viðbragð og út á brúna, og ein- hvern veginn klöngraðist hann sjálfur upp á skaflinn. Þótti mér nú vænkast hagur minn og lagði út Litla-Árskógsmóa. Er skemmst af því að segja, að þar var eitthvert svakalegasta hest- færi, sem ég hef lent í. Á einum stað fór hrossið í taglhvarf í krapastokk. Mun það hafa verið lækur uppbólginn þar á móunum. Held ég nú út hjá Krossum og út á Hámundarstaðaháls. Innanvert í hálsinum mæti ég fjórunt mönn- um utan af Upsaströnd. Man ég, að ég þekkti tvo þeirra, þá Magn- ús Jónsson í Miðkoti og Jón í Hrafnsstaðakoti og Halldórs- gcrði, en annað hvort hef ég gleymt hinum eða ekki þekkt þá með nafni. Þeir spyrja, hvaðan ég kotni, og segi ég þeini það. Þeir spyrja: „Er það rétt, að mik- il síld sé fáanleg í Akureyri? „Ég kveð svo vera. Þeir eru þá að leggja af stað með poka á bakinu að sækja síld til Akureyrar og bera á sjálfum sér út á Upsas- trönd. Viröist mér þetta sýna glöggt, liversu hart hefur sorfið að. — Þegar út yfir hálsinn kom, kom ég við á Hálsi og skýrði frá síldarfengnum á Oddeyri, því næst á Hamri, Völlum, Hofi og Ytra-Hvarfi og kom heim fyrir háttatíma. En frá bæjum þeim. sem ég kom á, var sendur hrað- boði í allar áttir að segja tíðindin. Þegar ég svo vaknaði urn morg- uninn, frétti ég. að framdælir væru að leggja af stað að sækja sér síld. Heyrði ég sagt, að um 300 tunnur hefðu verið fluttar í þessari viku frá Oddeyri og hing- að út eftir og allt landveg, því að hvergi var fleytt fyrir ís. Síldin var aðallega keypt til manneldis og þeir, sem höfðu einhver lítils háttar heyráð, miðluðu til þeirra, sem voru uppiskroppa. En nú vildi svo lánlega til, að á annan í hvítasunnu rak lival hér á Bög- gvisstaðasandi. Var það hvalkálf- ur, sem skildist einhvern veginn viö móður sína í vök út af Brimn- estöng og þvældist inn með fjör- unni og inn á Sand. Má með full- um sanni segja, að hvalrekinn yrði til að bjarga bæði mönnum og skepnum, því að nú gekk síld- in til skepnufóðurs, þegar hvalur- inn lagðist mannfólkinu til. -

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.