Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 10

Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 10
10 - NORÐURSLÓÐ Snerra í Jarðbruarlandi •• Orlög og sögubrot í túninu fyrir ofan Jarðbrú skammt neðan við tætturnar af jarðbrúargerði, áður Tómasargerði, er dálítill, snotur birki- lundur. Hann er það eina sem enn minnir á sumarhúsið Snerru, sem þarna stóð til skamms tíma. Hver einn bær á sína sögu. Ritstj. Til Snorra bónda að Snerru I dagsins stríði og önnum er ótal margt sem gleymist og iðulega fennir í þá slóð sem fyrrum var. En minningin um Snerru og Sncrruhjónin geymist og Snerrufarar muna lengi viðtökurnar þar. Því Snerrubóndi á töframátt er gerir hreysi að höllu og hvað mun þá um Snerru, sem byggðarprýði er. Og þessi hvítagaldur hans breytir einu og öllu til yndis ferðamanni, sem þar að garði ber. Þú reistir bústað prúðan í faðmi fríðrar sveitar í fjallaskjóli hlýju með viðhorf móti sól. Við hjarta bernskustöðva, er hvíldar þar þú leitar þér hver einn dagur ylji, sem fögur bernskujól. Þetta ljóð er skrifað í gestabókina í Snerru, sem nefnd var Snerru Edda til gamans, fagran haustdag árið 1943. Undir það stendur SNARFARI, en hann var Magnús Pétursson góðvinur föður míns og lengi kennari við Barnaskóla Akureyrar í skólastjóratíð hans (1930-1947). Þennan haustdag komu 20 kennarar frá skólanum í heimsókn út í dal. Þar skrifar einnig Egill Þorláksson kennari með sinni gullfallegu rithönd eftirfarandi: Sönnun hér glögga gefur gestir þess vott fá séð: að sá, sem hjartarúm hefur húsrúm fær öðrum léð. Það var þröng á þingi þennan dag, sem ég man vel enda ein í hópnum, en eins og segir í vísunni, kom það ekki að sök og allir skemmtu sér vel. Snerra sumariö 1943. Fyrsta sunmr í Snerru Foreldrar mínir keyptu húsið af Stefáni Guðnasyni lækni og nefndu Snerru. Faðir minn skrifar í minningum sínum, að það hafi verið vinur hans og frændi Karl Finn- bogason, sem átti hugmynd að nafninu. Þau fluttu fyrst út eftir til sumardvalar um miðjan júlí 1943. Daginn eftir komuna skrifar hann í Snerru Eddu: Dagur sólar, dýrra smfða, drottins blessan nýrra tíða: Ekkert útvarp, enginn sími, endurborinn fyrri tími. Ég kannast við þig. komdu heill með kyrrð og ró - korriró. Degi síðar kemur gamall vinur pabba, Björn R. Árnason og skrifar: Góðvild mér sýnda guð æ meti. Gæti' hann þín ætíð hvar þú fer. Og þegar þú hnígur í hinsta feti himinninn opnist fyrir þér. Jón Jóhannsson, sem við nefndum ævinlega Jón gamla á Tjörn, ritar nafn sitt, og húsbóndinn skrifar eftir honum nokkur orð en Jón var þá 87 ára. Unga syninum á Tjörn, Hirti Eldjárn, hefir sennilega þótt þetta heldur þung- lamalegt og skilur eftir þessa snaggaralegu kveðju: Kom í Snerru, kaffi drakk kvaddi og sagði takk! Þennan dag má líka sjá nafn Þórarins Kr. Eldjárn fóst- bróður og vinar pabba, og mikil voru faðmlögin í hvert sinn og þeir hittust og hafa eflaust verið líka þennan dag. En neðst á blaðinu er nafn Ármanns Sigurðssonar. Það varð fljótt gestkvæmt í Snerru. Fyrri eigendur, þau Stefán læknir og kona hans Elsa Kristjánsdóttir komu snemma, og Stefán skrifar í bókina: Fegri man ég fífil minn fyrr á bænum, herra. Blessist Snorra bærinn sinn býsna gott nafn Snerra. Ekki vildu allir yrkja, þótt Snerrubóndi skipaði svo fyrir, en einn og cinn skildi eftir vísukorn. Kínverskt táknletur vekur athygli, þegar blaðað er í gestabókinni. Þar skrifar Oddný Sen, sem kom í heimsókn með Signýju dóttur sinni, Ólöfu Eldjárn og ungum frænda sínum, Ingva Matthíasi Árnasyni. Það er kínverskt spakmæli þar sem segir, að silkiormurinn vinni inni í púpu sinni og sé því í fjötrum, en köngulóin vinni úti sín spunastörf og sé þvf frjáls. Ólöf Eldjárn, sem átti létt með að yrkja og var í raun ágætlega hagmælt, kastaöi fram þessari stöku: Auðnan lýsi ykkar veg og allra ykkar krakka. Oddný, Signý, Ingvi og ég' ykkur kaffið þakka. Húsráöendur sunnan undir vegg. Húsfreyja viö garðyrkju- störf. Margir voru hjálplegir við ýmiss konar lagfæringar bæði úti og inni og það var eins og pabbi ætti vini á hverjum bæ. Oft komu piltar frá Tjörn méð kerru ef eitthvað þurfti að flytja, og Jón Björnsson smiöur, Tjarnargarðs- horni vann innandyra við smíðar og lagfæringar, sem húsbóndinn nefndi tekníska aðstoð! Jón skrifar í bókina: Að Snerru'var haldið með hamar og sög liillur á vegginn upp settar, hurðin var löguð svo félli í fög þær framkvæmdir voru svo nettar. Á sömu blaðsíðu er að finna eftirfarandi Ijóð: Kvöldsins kyrrð og blíða komin er yfir dalinn hátt til fjalls og hlíða horfa grund og balinn. Léttur lækjarniður læðist inn um gluggann, þar sem þrasta kliður þreyttum veitir huggan. Næst þegar við systur komum í heimsókn þekktum við strax rithönd móður okkar og bárum á hana, að hún væri höfundur. Hún brosti góðlátlega og gekk hljóðlega úr stofu. Þannig var Guðrún Jóhannesdóttir, sem elskaði fögur Ijóð og las mikið. Hún var fagurkeri að eðlisfari. Ýmsa bar að garði. Fólkið á Tjörn hefir allt ritað nöfn sín og sumir oft, kunningjar og vinir frá ýmsum stöðum komu í heimsókn meira að segja fólk vestan af fjörðum. Vinir frá Dalvík komu og Stefán Hallgrímsson, sem föður mínum þótti ákaflega vænt um eins og alla þá bræður. Hann skrifar í Snerru Eddu: Snorra ek kom í Snerru, snart viðu, stoð, sperru, andans á klif kerru keyrð ek minni í Snerru. Með honum í för eru þau Þuríöur Finnsdóttir, Snorri Hallgrímsson, Baldvin Jóhannsson, Stefanía Jónsdóttir og Rannveig Stefánsdóttir. Allt kærir vinir. í lok ágústmánaðar var litli bærinn kvaddur og haldið til vetrarstarfa. Með í för var yngsti sonurinn Snorri og fyrsta barnabarnið, Haukur Hauksson. Snorri og Guörún mcö fyrsta barnabarn sitt Hauk og yngsta soninn, Snorra. Næstu þrjú suniiir Þegar skóli var úti og faðir minn gat farið frá, var aftur haldið út í dal. Þetta voru í raun fyrstu sumarleyfi for- eldra minna, því að öll sín manndómsár vann hann við síldarmat á sumrum áratugum saman, en mamma var heima með stórt hús fullt af fólki. Anna S. Snorradóttir: Anna S. Snorrudóttir. Sumarið 1944 ritar Sigurður Guðmundsson skóla- meistari með sinni sérstæðu rithönd: „Hér var yndislegt að koma bæði sökum hins fagra landslags, hins fríða og friðsæla dals og skemmtilegra viðræðna, alúðar og gest- risni. Vona, að ég eigi eftir að liggja hér uppi á hús- ráðendum. Þakka minni ágætu námsmeyju, Önnu Snorradóttur, veitingar og myndarskap." Með honum í för voru kona hans Halldóra Ólafsdóttir, sonur þeirra hjóna Guðmundur Ingvi og Þórarinn Björnsson kennari við M.A. og síðar skólameistari, en móðir mín var stödd í Reykjavík, og því eru mér þakkaðar veitingar. Kristján Eldjárn kemur um miðjan júlí þá nýkominn frá Grímsey þar sem Örn bróðir minn og hann voru á skaki. Hann kallar pabba landnema og segist ætla að yrkja, þegar hann komi næst. Þórarinn bóndi á Tjörn var yndislegur vinur okkar allra og lánaði mér oft góðan skeiðhest, sem mig minnir að héti Rauðka. í júlí 1944 skrifar hann í Snerru Eddu: Vanti gleði veiðina á valta lífsins kerru. Lykkju taktu á leiðina og labbaðu heim í Snerru. Við systur reyndum að hnoða einhverju saman, og eftir ævintýralegan útreiðartúr með pabba sumarið 1945 skrif- aði ég: I sumarleyfi að sunnan flaug síðan út í dalinn smaug. Átti margar yndislegar stundir einkanlega Hrafnabjörgum undir. Og fyrir neðan skrifar pabbi: Þökkum líka Dellu fyrir dvölina þótt drjúga hreppti' hún armæðu og kvölina. Og aldrei meir skal gaddavír gera henni tjón þótt geysi hún á fákum um vort gamla frón. Þess má geta í framhjáhlaupi, að greinarhöfundur ber enn ör á fæti eftir þennan sögulega reiðtúr. Stundum var slegiö upp tjölduni Þegar margt var um manninn í Snerru og ekki rúm fyrir alla inni (lítið svefnloft var uppi auk stofunnar niðri) var tjaldað við húsið og þótti mörgum sú vist ágæt, og mættu svo glaðbeittir í morgunkaffið. Húsbóndinn lék á als oddi, þegar hann var korninn út í litla bústaðinn og gat kastað af sér vetrarerfiði, og mikið starf við skólann var að baki. Hann varð stundum eins og unglingur á ný, söng og trallaði, rakaði sig á morgnana með vaskafat úti á grund, og þegar vinirnir komu í heimsókn átti hann til að bjóða þeim í eina bröndótta eða hoppaði á öðrum fæti og bauð í „hanaslag"! „Jæja, yrkiö þiö nú stelpur," sagði hann stundum, „það eru allir skáld í Snerru." En skáldmæltastur af systkinun- um var Örn, og á hann nokkrar vísur í bókinni, m.a. þessa: Skaust með skólameistara’ út f dalinn. skeleggur var á mér sálarhalinn dvaldi nokkrar nætur út í Snerru, og nærri fór með Sesselju í kerru. Síðasta vísan í Snerru Eddu, sem faðir minn skrifaði rúmri viku áður en veikindin dundu yfir, má gjarnan vera hér með: Hirt var túnsins taða, tuttugu reipi bundin, og í Jarðbrú flutt sem fyrr! Hoppar hraðfleyg stundin þó ég heimti að hún standi kyrr! „Þannig eins og lækur líður" líf og aldrei bíður. I lok árs 1945 fór ég til Englands og dvaldi fram á haust næsta ár og kom því ekki í Snerru sumarið Í946. það varð síðasta sumar foreldra minna þar. Þann 25. júlí veiktist móðir mín hastarlega og var flutt milli heims og helju til Akureyrar og beint á sjúkrahús. Með þeim í Snerru voru þá tvö sonarbörn, Haukur og Hildur börn Elsu og Hauks. Þetta var meira áfall fyrir föður minn og okkur öll, en orð fá lýst. Hún andaðist þann 17. jan. 1947 úr lífhimnu- bólgu, rösklega 61 árs að aldri.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.