Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 15.12.1989, Blaðsíða 8
8 - NORÐURSLÓÐ Frá Baldvini Þorvaldssyni og konu hans Þóru Sigurðardóttur: Hjónin á Böggvisstöðum Hann hét fullu nafni Baldvin Gunnlaugur Þorvaldsson. Fæddur var hann 23. sept. 1837 á Krossum á Árskógsströnd og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann lést á Dalvík 5. okt. 1919. Foreldrar hans voru Þorvaldur útvegsbóndi á Krossum, fæddur 6. nóv. 1804, dáinn á Akureyri 11. aprfl 1880, Gunn- laugsson útvegsbóndi á Hellu, Þorvaldss. b. á Ingvörum í Svarfaðardal og konu Gunnlaugs, Þóru Jónsdóttur bónda á Krossum, Jónssonar og Guðlaugar Vigfúsdóttur. Móðir Baldvins Gunnlaugs og kona Þorvalds: Snjólaug, f. 27. febr. 1809, d. 13. des. 1890 á Krossum, Baldvinsdóttir prests á Upsum 1813-51, dáinn á Upsum 28. des. 1858, Þorsteinsson pr. í Stærra-Árskógi, d. 1791, Hallgrímssonar og konu hans, Filippíu, d. á Upsum 5. mars 1838, Erlendsdóttur klaustur- haldara, Hjálmarssonar. Frá þeim hjónum, Þorvaldi og Snjólaugu á Krossum, er komin Krossaætt hin yngri. Þor- valdur faðir Baldvins fer að búa á Krossum um 1835, til ævi- loka 1880. Hann var mikill útvegshöldur og í góðum efnum. Snjólaug kona hans var rómuð fyrir góðverk og hjartahlýju og voru þau hjón, samtaka að ráðdeild og dugnaði, vinsæl og vel látin. Ungur fór Baldvin Gunnlaugur til sjós, vart kominn af barns- aldri, þegar hann fór fyrst í há- karlalegur á vetrarskipi. Ungur lærði hann stýrimannafræði og er orðinn skipstjóri 23 ára gamall. Ekki er vitað hvar hann nam þau fræði. Árið 1861 skipti sköpum í lífi Baldvins. t>á kvæntist hann heimasætunni á Böggvisstöðum, Þóru, f. á Hellu 7. ágúst 1842, d. á Böggvisstöðum 20. apríl 1933, Sigurðardóttur útvegsbónda á Böggvisstöðum 1848-71, dáinn á Hálsi 28. júní 1880, Jónssonar b. í Kálfsskinni og konu hans, Sig- ríðar, dáin í Árgerði 24. júní 1872, Gunnlaugsdóttur útvegs- bónda á Hellu og voru þau Baldvin og Þóra, systkinabörn. Þóra var mesta heiðurskona, gestrisin og kærleiksrík og var Böggvisstaðaheimilið rómað fyrir gott atlæti í hennar tíð. Sagt er að hún hafi verið fyrst á fætur og síð- ust að ganga til náða á Böggvis- stöðum í meira en hálfa öld. En eins og þá var í alfara leið, voru gestakomur tíðar á Böggvis- stöðum og öllum tekið tveim höndum. Var póstleiðin milli Akureyrar og Siglufjarðar um Reykjaheiði eða Grímubrekkur og auk póst- ferða margir sem þurftu þessa fjallvegi að fara. Baldvin Gunnlaugur verður bóndi á Böggvisstöðum frá 1871 til æviloka 1919, en hafði talist fyrir búi tengdaföður síns á Böggvisstöðum árin 1864-67. Baldvin rak stórbúskap á Böggvisstöðum og var jafnan tal- inn einn mesti bústólpinn í Byggðarlaginu. Átti opin skip og þilskip til hákarlaveiða. Margir áttu viðskipti við Baldvin, því umsvifin voru mikil bæði á sjó og landi. Hann var skráður einn fyrir þilskipi í tvö ár 1864-66. Seinna er hann skráður fyrir ló. Árin 1879-1883, fyrir Vs. Þetta mun hafa verið „Pólstjarn- an“ og var hann þar skipstjóri um sinn, með vissu vorið 1864. „Pólstjarnan" rakst á boða utarlega á Miðfirði og rak síðan upp á Miðfjarðarsand. Skipstjór- ann Jón Gunnlaugsson, frá Sökku tók út og drukknaði hann. Þetta var vorið 1887. Sjó sótti Baldvin fram á efri ár og þótti góð selaskytta. Baldvin Gunnlaugur var mikill og þéttur á velli, óvílinn og hélt jafnan fast fram hlut sínum við hvern sem hann átti. Hreppstjóri varð hann 1867, oddviti fyrstu hreppsnefndar 1874 til 1883 og var í nefndinni til 1895. Hann var einn af stofnend- urn Sparisjóðs Svarfdæla, sem stofnaður var á Böggvisstöðum 1. maí 1884 og kosinn varaformað- ur. Einnig var hann safnaðarfull- trúi, meðhjálpari við Upsakirkju, sáttasemjari og fiskimatsmaður og var einn þeirra fimm manna er stofnuðu Búnaðarfélag Svarfdæla 1885. Verður nú fariö í smiðju Björns R. Árnasonar, fræði- manns, d. 1972: „Var og aldrei matfátt á Böggvisstöðum, enda Baldvin og Þóra bæði stórmenni og rausnsöm er ekki létu sér í augum vaxa að seðja svangan gest ef að garði bar. Jeg sem þessar línur rita (B.R.Á.) var enn á barnsaldri þá er jeg sá Baldvin á Böggvisstöðum í fyrsta sinn og Baldvin þá kom- inn nær sextugu. Hann var mjög hávaxinn maður og sýndist vera sívalur nokkuð vöxturinn, grannholda í and- liti og dökkur á hár og skegg. Allar hreyfingar svo og gang- lag sjálfstæðar og persónuleg- ar. Var og fas allt og fram- koma hiklaús og djarfmann- legt og líkast því að maðurinn þyrði að horfast í augu við allt og alla. Kendi þó hvergi frekju eða ofstækis í látbragöi mannsins og það ætla eg víst að hvergi héldi Baldvin sér fram til ráðríkis eöa metnaö- ar. Eitthvert nokkurskonar drengilegt hikleysi fylgdi manninum jafnan og hvar- vetna vakti hann traust, eftir- tekt og góðan þokka og jafn- vel við l'yrstu sýn. þó að hann væri staddur meðal ókunnugra. Baldvin á Böggvisstöðum var maður framúrskarandi hisp- urslaus og hreinskilinn. Lítt gerði hann mun á mönnum og sagt er mér af kunnugum að aldrei færi hann með „þéring- ar" eða önnur fleirtöluávörp og lét um það hiö sama yfir alla ganga og við hvern sem hann átti erindi að rcka. Bjó ekki yfir launráðum, þýlýndi eða heigulshætti. Fór ekki fram með viðhöfn eða dekri viö einn fremur en annan, en þó hjálpsamur og fyrirgreiðslu- sarnur svo að orð fór af. Um langt árabil hafði Baldvin við- skipti við flesta bændur í sveit- inni. Langoftast var það ein- hverskonar sjávarafli er til hans var sóttur, svo sem selur, hnýsa, hrognkelsi, fiskur margskonar. nýr, siginti, salt- ur eða hertur o.fl. Vegið flest og til verðs metið, en sjaldan skráð á pappír hjá Bögg- visstaðabóndanum. Ekkert orð fór af fjárheimtu hans enda sjaldan ákveðinn gjald- dagi. Margir tóku af honum kindur í fóður og þá helst lömb. Mun sá fóörapeningur hafa verið rekinn að Bögg- visstöðum í nokkuð misjöfnu ástandi, svo að ef til vill mátti segja að hvortveggja væri. scint og illa goldið. En hvað um það. Baldvin hjálpaði um matbjörg næsta vetur eða vor, þó að viðskiptin frá fyrra ári virtust ekki vera búinn lians með öllu hagstæð. Aö sjálf- sögðu voru víða skylríkir bændur í Svarfaðardal er greiddu vel og skylvíslega af höndum öll aökeypt verðmæti og mun Baldvin hafa virt og kunnað vel að meta. En hann mun liafa séö að einnig þeini er minna máttu sín þurfti að hjálpa og manninum eigi inn- gróið að halda yfir öðrum siða- lærdómspredikanir og um- vöndunarræður í ádeilústíl. Hvert gott málefni í samfé- lagsins þarfir og þágu studdi Baldvin af mikilli rausn og ætíð handvís liðsmaðúr þar sem greiða þurfti götu þeirra er þungfærari voru í vegleiðsl- unni." Eins og fyrr segir varð Baldvin oddviti fyrstu hreppsnefndar 1874 til 1883 og heldur Björn R. Árnason áfram: Þótti liann gegna þessu hlutverki meö hinni mestu sæmd. Vildi hlífa fátækum gjald- endum við of háu útsvari. „Bætiö heldur svo sem 5 eða 10 krónum við mitt útsvar" voru þau ummæli höfð eftir Baldvini og bárust um sveitina. Var ekki gjarnt til að hlífa sér við framlögum í alrtienn- ings þarfir. Flest bendir til þess að Baldvin hafi aldrei ætlað sér að veröa ríkur maður. En vegna atorku sinnar og raunar þeirra hjóna beggja, hlaut fjárhagur þeifra að standa allföstum fótum. Baldvin Gunnlaugur og Þóra eignuðust sextán börn og komust tólf til fullorðins ára. Þeirra yngstur var Guðjón, fæddur á Böggvisstöðum 1. júlí 1883, dáir.n á ísafirði 10. júní 1911. stúdent og kennari, þjóðkunnur h.ugsjónamaður. Þá átti Baldvin tvö börn framhjá Þóru konu sinni. Fyrra barnið með mágkonu sinni, hálfsystur Þóru konu sinn- ar og var barniö Þóra Sigríður. fædd á Böggvisstöðum 21. apríl 1872 og varð hún seinni kona Jóhanns Gunnlaugssonar hákarla- skipstjóra á Sauðanesi Upsa- strönd. Seinna barnið átti Baldv- in með vinnukonu sinni og fædd- ist það andvana. Baldvin Gunn- laugur var svipmikill, hæglátur og náttúrugreindur. Þau Böggvisstaðahjón voru bæði stórgjöful og má með sanni segja, sannköllaðir sveitarhöfð- ingjar: Niðjar þeirra Böggvisstaða- hjóna, eru á Dalvík og dreifðir um allt land og út um heim. Páll Kristjánsson. Kvenl'élagskonur ár sveitinni uiidirliiia jólin. Á liasar hjá Dalvíkurkonum. Handavinna vistmanna á Dalbæ.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.